Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 9
Chile í úrslit HM — Hœtta austantjaldsþjóðirnar einnig þótttöku í HM vegna þess að FIFA dœmdi leik Sovétríkjanna tapaðan? Knattspyrnusamband Sovét- rikjanna sendi alþjóöaknattspyrnu- sambandinu/ FIFA, skeyti um helg- ina, þar sem tilkynnt var, að Sovét- rikin mundu ekki leika gegn Chile í heimsmeistarakeppninni. Frestur, sem Sovétrikjunum hafði verið gefinn, var þá útrunninn. FIFA tók málið strax fyrir og var leikurinn dæmdur tapaður Sovétríkjunum Chile er því komið í úrslitakeppnina i Vestur-Þýzkalandi næsta sumar. t 22. grein laga um heimsmeistara- keppnina segir, aö mæti lið ekki til leiks verði leikurinn dæmdur þvi tapaður, og lór FIKA eftir þessum skýlausu ákvæðum, þegar það dæmdi Sovétrikin úr keppninni. Eins og kunnugt er af fréttum hér i opnunni neituðu Sovétrikin að leika á leik- vanginum i Santiago vegna þess, að hann hafði verið notaður sem fangelsi i uppreisninni á dögunum. Rétt lyrir helgi til- kynnti knaltspyrnusamband Chile, að það væri reiðubúið til að láta leikinn l'ara fram á einhverjum öðrum leikvelli i landinu — hvaða velli sem væri i landinu. Sovétrikin neituðu þvi einnig. Liklegt er að þetta mál dragi langan dilk á eftirsérog öll löndin, sem unnið hafa sér rétt i keppnina úr austurblokkinni, dragi sigi hlé. Pað er Austur-Pjóöverjar og Pólverjar — ,r^ \1^2 WM l>að er nú litil glcði hjá framkvæmdanefnd- inni þýzku — heimsmeistarakeppnin i hættu. einnig Búlgarar, sem nær öruggt er að ná þeim áfanga, og Júgóslavar, sem um helgina lýstu samstöðu með Sovétrikjunum i málinu. Júgóslavar hafa ekki mikla möguleika á þvi að komast i HM — þurfa að vinna Grikkland i Aþenu með 3ja marka mun til þess. Fulltrúar þessara fjögurra landa munu mæta á fundi i Sofia 18. þessa mánaðar og verður þar tekin ákvörðun um hvort löndin draga sig til baka úr HM. — Ef til þess kemur á FIFA um tvo kosti að ræða. I fyrsta lagi að þær þjóðir sem urðu i öðru sæti i riðlum þessara þjóða (Portúgal, England, Rúmenia) komist i loka- keppnina eða i öðru lagi, að sérstakt mót verði háð og til þess valdar nokkrar þjóðir. Það að Rúmenar urðu i ööru sæti á eftir A- Þjóðverjum setur FIFA i nokkurn vanda ef til kasta þess kemur og austantjaldslöndin hætt þátttöku. Þeir skora mest Hörður Sigmarsson, Haukum, er nú markhæstur i 1. deild með 14 mörk — þar af fjögur víti. Næstur kemur Axel Axelsson, Fram, með 13 mörk, einnig fjögur viti. Þeir hafa báðir leikið tvo leiki. Viðar Simonarson, FH, er með 11 mörk — tvö viti — Stefán Þórðarson, Fram, 8 mörk i tveimur leikjum, Einar Magnússon, Viking, Gunnar Einarsson, FH, og Ólafur H. Jóns- son, Val, allir með sjö mörk úr einum leik — þar af er Gunnar með tvö viti. Það var ekki alltaf nóg að koniasl i færi — markvarzlan i leik llauka og Ármanns var i'ekkert grin. Að ncöan hcfur nýliði I llauka-liöinu, Þórir (iislason, sloppiö framhjá Vil- herg Sigtryggssyni, en Itagnar Gunnarsson varöi skot hans. I.jósmynd Bjarnleifur. V’iöar Simonarson var ÍR-ing- um erfiður i gærkvöldi — ellefu mörkin hans segja sina sögu. Þarna horfir hann á eftir knett- inum i markið. Ljósmynd Bjarnleifur. Þorsteinn Ingólfsson, linu- maðurinn sterki hjá Armanni, hefur sloppið framhjá Ólafi ólafssyni og Sigurði Jóakims- syni (til hægri) og sendir knött- inn framhjá Ómari Karlssyni i mark llauka. Það var sjöunda mark Armanns — staðan 7-4 eft- ir 23 mín. Ljósmynd Bjarnleif- ur. Haukar komust í eina skiptið yfir eftir að leiktíma lauk! Hörður Sigmarsson skoraði þó úr vítakasti og Haukar unnu Ármonn 14:13. Snilldarmarkvarzla Ragnars Gunnarssonar hafði nœstum fœrt Ármanni stig Haukar voru heppnir i gærkvöldi. Þeir komust einu sinni yfir i ieiknum gegn Ármanni — eftir að leiktíma lauk — og það nægði til sigurs i æsispenn- Viðar lék aðalhlutverk Gejrs og skoraði 11 mörk gegn ÍR! — FH vann IR nokkuð örugglega með 21 marki gegn 18 Viðar Simonarson, landsliðsgarpurinn kunni, tók að sér aðal- hlutverkið i FH-liðinu, sem Geir Hallsteinsson lék áður en hann fór til Göppingen i sumar, og kunni þá rullu ekki siður en Geir. Viðar lék ÍR- inga grátt i 1. deildar- keppninni i gær i Hafnarfirði — skoraði ellefu mörk — og með góðri aðstoð Gunnars Einarssonar, sem skor- aði sjö mörk, varð það til þess að FH vann nokkuð öruggan sigur i leiknum með þriggja marka mun, 21-18i í»að er litil ástæða til að af- skrifa FH — eins og svo margir hafa gert — þó Geir sé ekki með. Liðið verður hættulegt hvaða liði sem er i íslandsmót- inu i vetur. Það var hins vegar ekki neinn stórleikur, sem FH og IR léku i Hafnarfirðinum i gærkvöldi — siður en svo — og að munurinn varð ekki meiri FH í hag stafaði fyrst og fremst af slakri mark- vörzlu hjá liðinu allan leikinn. Birgir Finnbogason stóð allan timann i marki — og hefur oftast staðið sig betur en að þessu sinni. Markvarzlan hefur oftast verið eitt af sterkustu vopnum FH — en þarna brást hún. IR-liðið brást mjög vonum manna i þessum leik —• leikmenn oft á tiðum ráðvilltir og hinar furðulegustu villur áttu sér stað. Aðeins snilldarmark- varzla Geirs Thorsteinssonar, allan fyrri hálfleikinn hélt IR- ingum á floti — en hins vegar brást hann i þeim siöari og fór úr markinu. Þá var ekki að spyrja að leikslokum. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið framan af — höfðu oftast eitt mark yfir, sem FH svo jafnaði, og staðan i leikhléi var 8-8. IR-ingar misstu af gullnu tækifæri til að ná betri forustu i byrjun. Eftir að Guðjón Marteinsson (áður Fram) haföi skorað fyrsta mark leiksins á 2. min. fékk IR vitakast, sem Vilhjálmur Sigurgeirsson tók. Skot hans var slakt og auðvarið — og fleiri tækifæri misnotuðu IR- ingar áður en Viöar fann i fyrsta skipti leiðina i IR-markið. Það var úr vitakasti. Guöjón svaraöi strax fyrir 1R — en aftur skoraði Viðar 2-2. Siðan skiptust liðin á að skora — 1R ávallt á undan. 3-3, 4- 4, 5-5, 6-6, 7-7 og 8-8 komu á markatöfluna — og Viðar og Gunnar höfðu skorað sjö af átta mörkum FH. FH náði forustu strax i siðari hálfleik — IR-ingar voru þá ein- um færri, þar sem Þórarni Tyrfingssyni var visað af leikvelli — er Gunnar skoraði úr viti, en leikurinn var jafn upp i 11-11. Siðan fóru FH-ingar að siga framúr — voru komnir tveimur mörkum yfirá 15min. 14-12. Þann mun tókst IR aldrei að brúa — og á 22. mln. var munurinn orðinn fjögur mörk, 22-18, og greinilegt að hverju stefndi. Leikurinn varð hálfgerð leikleysa i lokin — mörk- in hlóðust upp — varnarleikur lélegur, og dómarar misstu nokk- uð tök á leiknum i öllum hama- gangnum. IR tókst að minnka muninn i tvö mörk, þegar tvær minútur voru eftir, 20-18, en Viðar átti svo siðasta orðið i leiknum. LiðFH býggðistiof rikum mæli á einstaklingsframtaki Viðars i leiknum — og Gunnar kom skammt á eftir. Þeir skoruðu 18 af 21 marki liðsins — þeir Þórar- inn Ragnarsson, Birgir Björnsson og Auðunn Óskarsson skoruðu eitt mark hver. Þetta er umhugsunarefni fyrir FH-inga. Ólafur Einarsson var nú notaður inn á linu með litlum árangri — en áður hefur hann átt til að vera hættuleg langskytta. Varnarleik- ur FH var oft góður með þá Auð- un og Birgi i aðalhlutverkum —- en eins og áður segir mátti litið „leka” framhjá varnarmönnun- um. Landsliðskappinn kunni i knatt- spyrnunni, Asgeir Eliasson, var bezti maður IR i leiknum — og sá, sem bezt reyndi að dreifa spilinu. Hann naut ekki mikillar aðstoðar til þess — IR-liðið i heild átti einn af sinum slæmu dögum. Furðu- legt hvað IR-ingar reyndu litið að dreifa spilinu út i hornin — rétt i lokin var það reynt, og þá skoraði Guðjón tvö mörk. En IR-liðið er stemmingslið. Þar gekk litið — og liðið lék undir getu. Mörk 1R i leiknum skoruðu Guðjón 5, Ágúst 4, Asgeir 3, Gunnlaugur Hjálmarsson 3 (1 viti), Hörður Árnason, Hörður H. og Vilhjálmur eitt hver. Dómarar voru Hilmar Ólafsson og Lúðvik Þorgeirsson. andi leik!! Tveimur min. fyrir leikslok tókst Svavari Geirssyni aö jafna í 13-13 fyrir Hauka og nokkrum sekúndum fyrir leikslok braut Björn Jóhannesson af sér. Var vikið af leik- velli og Haukar fengu víti. Leiktiminn rann út — en víti verður að taka. Lands- liðsmaðurinn ungi, Hörður Sigmarsson, tók sér góðan tima — tvö viti höfðu áður brugðizt hjá Haukum — og taugar hans voru i full- komnu jafnvægi. Knöttur- inn söng í netinu hjá hinum frábæra markverði Ár- menninga, Ragnari Gunnarssyni, sem öðrum fremur átti þátt i að skapa hina miklu spennu. Snilldarmarkvarzla hans i leiknum átti vissulega að uppskera stig fyrir Ár- menninga. Já, það var spenna i þessum leik og Haukar voru vissulega vel studdir af áhorfendum undir lok- in. lþróttahúsið i Hafnarfirði beinlinis nötraði undan köllum áhorfenda, sem fylltu húsið. Og þeir fóru ánægðir heim flestir, Haukar sigruðu með 14-13. En tapið var sárt fyrir Ármenn- inga. Þeir léku prýðilega og höfðu forustu nær allan leikinn — voru aldrei undir i sjálfum leiknum. Um tima hafði Ármann fjögur mörk yfir — oft þrjú — og voru marki yfir, 13-12, þegar rúmar tvær minútur voru eftir. En samt tapaðist leikurinn fyrir þá — það var vissulega sárt. Leikurinn sýnir vel þá spennu, sem eftir á að vera i 1. deildinni. Haukar, sem léku svo vel gegn Fram á dögunum, og voru þá jafnvel óheppnir að hljóta ekki bæði stigin, lentu nú i kröppum dans gegn liði, sem varð i sjöunda sæti á Reykjavikurmótinu — og voru vissulega heppnir að hljóta bæði stigin. Ármenningar komu á óvart i byrjun — en Haukar voru seinir i gang. Það minnti talsvert á leiki þeirra framan af Islandsmótinu i fyrra. Hörður Kristinsson skoraði fyrsta markið i leiknum strax i byrjun fyrir Ármann og á 2 min. jók Vilberg Sigtryggsson muninn i 2-0. Þá skoraði Ólafur Ólafsson fyrir Hauka, en siðan liðu 10 min. þar til Haukar komust aftur á blað. Hörður Sigmarsson skoraði þá frá eigin vitateig — fékk knött- inn og var fljótur að hugsa. Sá, að Ragnar hafði hætt sér úr Ár- mannsmarkinu og sendi knöttinn yfir endilangan völlinn i mark. Slikt á ekki að-geta átt sér stað i 1. deildarleik. En Ármenningar fundu leiðina i mark Hauka. Landsliðsmark- vörðurinn Gunnar Einarsson var ekki i „stuði” og fór úr markinu, þegar staðan var 6-2 fyrir Ár- mann eftir 17 min. leik. Þá virtist allt benda til óvæntra úrslita. Ómar Karlsson, sem áður lék með KA á Akureyri, kom i mark Hauka og varði mjög vel. Munur- inn fór að minnka — komst i 7-6, en Vilberg skoraði svo siðasta mark hálfleiksins 8-6 fyrir Ar- mann. Gunnar kom aftur i mark Hauka eftir hlé — og þá mátti sjá stórkostlega markvörzlu hjá báð- um liðum. Mörkunum beinlinis lokað langtimum saman. Björn Jóhannesson skoraði fyrsta mark siðari hálfleik, 9-6 fyrir Armann, og ekkert virtist bcnda til þess, að Armenningar ætluðu að gel'a eft- ir. En þá fóru Haukarnir heldur betur á skrið — eftir 12 min. var staðan orðin jöfn 10-10, en þá jafn- aði Hörður Sigmarsson úr viti. Og áhorfendur voru með á nótunum. Hvilik læti. Gunnar varði og varöi — einnig Ragnar. En svo uröu Ólafi Ólafssyni á mistök, sem kostuðu Hauka mark — Hörður Kristinsson skoraði. Nafni hans Sigmarsson jafnaði i 11-11, en aft- ur var Höröur Kristinsson á ferö- inni og skoraði eftir að Gunnar haföi tvivegis varið á linu — og auk þess viti frá Vilbergi. Ragnar i Ármannsmarkinu lét einnig hendurstanda fram úr ermum — varði l'yrst viti frá Herði og siðan Ólafi. En á 24. min. jafnaði Hörö- ur Sigmarsson aftur mark nafna sins — 12-12. Jón Ástvaldsson, sem lék sinn bezta leik með Armannsliðinu hingaö til og var afar erfiður Haukum i leiknum, skoraði 13 mark Armanns á 26. min. — fimmta mark sitt i leiknum, 13-12, en það na-gði Armanni ekki. Lokakaflinn varð Hauka eins og áður er lýst — en litlu munaði! Armannsliðið kom vissulega á óvart i þessum leik, þó ekki nægði það til að hljóta stig. Liðið var sterkt i vörn og það dreif Ragnar áreiðanlega upp. ()g skotmenn á Armann — já, marga góða, þó Jón Ástvaldsson bæri af að þessu sinni. Helzt að Björn væri of skot- bráður —- og það reyndist dýrt. Armannsliðið er vaxandi lið og það er engu liði hollt að ganga að þvi sem léttum andstæðingi. Kannski helur það verið van- mat llauka, sem orsakaði hinn slaka leik liðsins lengi vel i lyrri hálflcik. Skotnýting var þá afar slæm — einkum þó hjá Herði Sig- marssyni, sem ekki var i essinu sinu framan af, en það lagaðist mjög, þegar á leikinn leið. Stefán Jónsson var heldur ekki i „stuði” — langt frá sinu bezta. Það var ágætur leikur Guðmundar Haraldssonar framan af, sem hélt Haukum öðru fremur á floti, og vafasamt að Haukaliðið nái aftur sigri i mótinu með þetta fá- um mörkum og i þessum leik. En Haukaliðið getur miklu betur — þó það félli nú niður á það plan lraman af, sem einkennandi var l'yrir það i hauslleikjunum i fyrra. Efniviðurinn cr l'yrir hendi — út- færslan var ekki nógu góð. Mörk ílauka i leiknum skoruðu Hörður Sigmarsson 6 (tvö viti), Guðmundur 4, Ólafur, Arnór Guð- mundsson, Þórir úlfarsson og Svavar eitt hver. Fyrir Armann skoruðu Jón 5, Hörður Kristins- son 3, Vilberg 2, Ragnar Jónsson, Þorsteinn Ingólfsson og Björn eitt hver. Dómarar voru Gunnar Gunnarsson og Sigurður Hannes- son og komust vel Irá sinu hlut- verki þó áhorlendur væru ekki alltaf á sama máli. Meðal annars voru þeir strangir á tafir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.