Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 6
[ 6 Vlsir. Þriðjudagur 13. nóvember 1973. VÍSIR fAgefandi:-Heykjapr«nt hí. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ajiglýsingastjóri: Sktili G. Jóhannesson , Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsia: Hverfisgötu 32. Simi 86611, Ritstjórn: Sföumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Áskriftargjald kr. 36« á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22:00 eintakib. Blaðaprent hf. Gabb á gabb ofan Alþingi mun i dag fallast með miklum meiri- hluta á landhelgissamninginn við Breta. Liklega hefði þessi meirihluti orðið minni, ef sannleikur- inn um innihald samningsins hefði komið i ljós strax eftir komu ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra frá fundi hans með Heath forsætisráð- herra i London. Þá var gefið i skyn, að samningurinn væri alls ekki eins slæmur og hann siðan reyndist vera. Og þar sem flestir stjórnmálamenn okkar eru miklir friðarins menn, voru þeir fegnir, að samkomulag skyldi takast. Siðan treystust þeir ekki til að taka aftur samþykki sitt, þegar sannleikurinn kom smám saman i ljós. Þegar ólafur kom heim, sagði hann, að íslend- ingar hefðu sjálfdæmi um, hvenær hvert veiðihólf væri lokað, að þvi tilskildu, að einungis eitt hólf væri lokað i einu. IJtvegsmenn lögðu þá fram tillögu um þessa lokun, sem var okkur i hag, en Bretum i óhag. Þegar samningurinn var svo birtur, kom i ljós, að það voru ekki tslendingar, heldur Bretar, sem höfðu haft sjálfdæmi um þetta mál. Lokunar- timinn var nokkurn veginn alveg eftir óskum Breta. Hólfaskiptingin er sem sagt ekkert annað en blekking, sem dregur ekki hið minnsta úr afla- möguleikum Breta. Landhelgisgæzlan hefur undanfarin ár talið er- lenda togara á íslandsmiðum. Guðlaugur Gisla son alþingismaður hefur kannað skýrslurnar um talninguna og komizt að raun um, að til þessa hafa brezkir togarar yfirleitt ekki verið i hólfunum á þeim árstima, sem þau eiga að vera lokuð. Einnig má benda á, að sérfræðingar okkar hafa reiknað út, að hólfaskiptingin og hin sérstöku friðunarsvæði valdi samanlagt ekki nema 3% aflaminnkun Breta. Og liklegt má telja, að friðunarsvæðin eigi obbann af þessum 3%. Þegar ólafur kom heim, spurðist út, að samið hefði verið um 130.000 tonna hámarksafla Breta hér við land. Þegar samningurinn var svo birtur, kom i ljós, að ekkert slikt hámark var i honum. Þess var einungis getið i inngangi, að miðað væri við eða áætlað, að afli Breta yrði um það bil 130.000 tonn á ári. Slikt orðalag leyfir að minnsta kosti 10% frávik i báðar áttir. Það þýðir, að Bretar geta fiskað 145.000 tonn á ári án þess að brjóta samninginn. Hólfaskiptingin er marklaus og aflamagns- klausan marklitil eins og hér hefur komið fram. Þar við bætist, að takmörkun f jölda hinna brezku skipa er sumpart fremur fræðileg en raunveru- leg. Ef þau skip, sem leyfi hafa til veiða á íslandsmiðum, einbeita sér að þeim veiðum geta hæglega verið hér um 65 skip i senn. En i reynd hafa þessi brezku skip ekki verið nema 40-50 i senn hér við land. Bretar geta þvi, ef þeir vilja, aukið sókn sina á íslandsmið i fullu samræmi við ákvæði samningsins. Áður var vitað, að i samningnum fælist engin viðurkenning Breta á 50 milunum að loknum tveggja ára samningstimanum. Ennfremur, að íslendingar hefðu aðeins hálfa lögsögu á hinu umdeilda svæði. Það er þvi engin furða, þótt margir þingmenn hafi i gær stutt samninginn með hangandi hendi. Samningurinn er þannig til orðinn, að Heath gabbaði Ólaf og Ólafur gabbaði siðan þjóðina. —JK Bretar sýnast verða að horfa fram á langan og kaldan vetur að þessu sinni, þar sem leiðtogar hinna 260.000 kolanáma- manna landsins ráku um helgina smiðshöggið á ráðagerðir um bann við allri yfirvinnu. Bannið tók gildi i gær. Á fáeinum vikum gæti það — eftir þvi sem hefur verið áætlað — minnkað kolafram- leiðslu landsins um helming. Eru fjölmiðlar þegar farnir að spá þvi, að stjórnin verði til- neydd til að gripa til ör- þrifaráða, eins og beita hernum, til þess að tryggja nægilegar orku- birgðir fyrir veturinn. Bretland er þegar farið að finna fyrir oliuskortinum, sem fylgt hefur i kjölfar striðs Araba og Israelsmanna. Oliufélögin, sem geta ekki annað eftirspurn, hafa hvatt til þess að gripið yrði til skömmtunar. Ofan á þetta bætist svo hætta á straumrofi i skæruhernaði rafverkfræðinga, sem stjórna rafstöðvum og hafa hótað iðnaðinum að loka fyrir raf- magnið. Þvi búa menn sig undir, aö deilan við kolanámamennina geti orðið mögnuð, og búast þeir við, að hún nái hámarki um jólin. Þar sem skórinn kreppir helzt að i þessu yfirvinnubanni náma- manna, er þar sem gert er ráð fyrir, að bannið nái lika yfir við- haldsstörf um helgar. Ef ekki má sinna dælum og öðrum nauðsyn- legum verkum um helgar, leiðir af þessu, að þriðjungur hinna 900 kolanáma landsins verður óstarf- hæfur vegna flóða. Einn framámanna i samtökum námakallanna spáir þvi ,,að bannið komi til með að hafa við- tæk og mjög alvarleg áhrif á framleiðsluna. Ef það verður enn I gildi, þegar kemur að jólum, þá verða allar birgðir af kolum hér i landinu uppurnar”. Kröfur námamannanna snúast aðallega um launahækkanir. Þeir krefjast 8-10 sterlingspunda hækkunar á vikukaupið (eftir launaflokkum), en Kolaráðið, sem er rikisstofnun, hefur boðið þeim frá 2,30 punda hækkun til 9,80 pund. Kolaráðið segir, að það sé al- gert hámark, sem unnt sé að bjóða undir núgildandi launa- frystingarlögum, sem komin eru á þriðja stig i framkvæmd. Ráðið segir, að tilboð sitt, sem tákni 44 milljón punda útgjöld, geri ráð fyrir, að notuð verði hver smuga og lagakrókur i launafrystingar- lögunum til þess að hækka þannig laun námamanna að meðaltali um 16%, meðan stefna stjórnar- innar geri ráð fyrir aðeins 7%. Leiðtogi námamanna, Joe Gormley, heldur þvi fast fram, að „námagröftur sé sérstök iðn, sem Meðan þessu hefur undið fram, hafa talsmenn stjórnarinnar þverneitað þvi, að uppi séu nokkrar ráðagerðir um að skammta bensin eftir þessa viku. Menn eru þó farnir að merkja oliuskortinn, og búizt er við þvi, aö oliufélögin hækki verðið á oli- unni núna þegar i þessari viku. Landsvirkjun þeirra á Bret- landseyjum hefur ekki treyst sér til þess að segja fyrir um af- leiðingar af útivinnubanni raf- verkfræðinga sinna. En hún telur þó, að það geti orðið viðtækt og tilfinnanlegt iðnaðinum. Verkfræðingarnir, likt og náma- mennirnir, hafa krafizt hærri launa og neita að vinna yfir- vinnu eða anza neyðarútköllum. taka verði sérstakt tillit til”. Hann segir, að kröfurnar hafi að yfirlögðu ráði verið miðaðar við að veita námamönnum betri kjör en verkafólki i öðrum iðngrein- um. Gormley segir, að þetta sjónar- mið hljóti að réttlætast af starfs- mati, sem rikisstjórnin sjálf gekkst fyrir, en sfðan það var gert, hafa námamenn lent á eftir i kjarabaráttunni. Þetta starfsmat var gert til þess að sætta á sinum tima deilur námamanna og kola- ráðsins, sem staðið höfðu i sjö vikur. — 1 sögu kjarabaráttu Bretlandseyja ber mjög á stéttar- samtökum námamanna, sem hafa farið i broddi fylkingar og beitt verkfallsvopninu óspart. Stjórnin hefur á hinn bóginn gefiö i skyn, að hún trúi þvi ekki, að meirihluti námamanna sé reiðubúinn til stórátaka að þessu sinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.