Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 2
2 Vísir. Þriðjudagur 13. nóvember 1973. risinsm: Lcntuð þér i erfiöleikum vegna færðarinnar um helgina? Guðrún Jónsdóttir, húsmóðir: — Nei, alls engum. Ég fór að visu niður i bæ á sunnudaginn, og þaö gekk hægar en venjulega, en að ööru leyti olli það engum erfið- leikum. Bfllinn, sem ég var i, komst þetta, en ég sá marga aðra, sem sátu fastir. Gunnar Simunarson lagermaður: — Eg var staddur á Kjalarnesi, sem er venjulega um 20 minútna akstur i bæinn, en núna um helgina tók sá akstur klukkutima. Á leiðinni sá ég nokkra bila, sem fóru út af veginum. En billinn, sem ég var I, komst áfram án erfiðleika, enda á snjóhjólbörðum með nöglum. Björn Björgvinsson, bankaslarfs- maður: — Nei, það gerði ég ekki. Ég fór ekkert um helgina, ákvað að fara ekkert vegna lærðar- innar. Svo er ég ekkert vanur að fara mikið um helgar. G u ð m u n d u r Þc n g i 1 s s o n byggingameistari: — Já, ég lenti i talsverðum erfiðleikum vegna annarra bila, sem töfðu mig á þeirri leið, sem ég var að fara. Ég þurfti að aka Breiðholtið, og þar voru margir fastir eða komust ekkert áfram vegna slæms dekkjaútbúnaðar. Þessa ferð um Breiðholtið var ég þrjá og hálfan tima að fara. Magnús lllynsson, hrein- gerningamaður: Nei, ekki varð ég fyrir erfiðleikum, en ófærðin gerði það að verkum, að gestir, sem voru heima hjá mér i Garða- hreppnum, komust ekki fyrr en seint um kvöldið. Það var svo geysileg ófærð á Arnarnes- hálsinum. Gyða óladóttir, fóstrunemi: — Nei, þvi ég þurfti ekkert að fara um helgina, og fór þvi ekkert. Sömu sögu var að segja um annað heimilisfólk hjá mér, enginn hreyfði sig um þessa helgi. Uss, það má ekki segja Historia um eitt sorglegt lögbann á töluöu orði, sem verður ekki meötekið nema meö tveim af fimm skiiningavitum manneskj- unnar: heyrn og sjón. SVO bar viö þann 22. júli þ.á., að Vilmundur Gylfason hafði við- talsþátt i hljóðvarpinu við Sverri Kristjánsson sagnfræðing. Þátt- urinn fjallaði um kynni min af Árna Pálssyni sagnfræðingi og prófessor. Ég fékk fljótlega fregnir af þvi, að flestum áheyr- endum hafði likgð þátturinn vel og haft gaman af — þetta sagt samkvæmt ummælum margra kunningja minna og okkar Arna beggja, svo og ann- arra, er voru mér bláókunnugir. Að sjálfsögðu eru þessar niður- stöður ekki grundvallaðar af rannsóknaraðferðum Gallups eða annarrar viðlika könnunar. En ég verð þess brátt áskynja, að tviburadætur Arna Pálssonar tóku ummælum minum um föður þeirra með mikilli þykkju og töldu mig hafa svivirt minningu hans og veitt áverka æru hans. Nokkru eftir flutning þáttarins var mér tjáð, aö dætur hans, Dagmar og Karen, hefðu komið upp i Hikisútvarp ásamt fleira fólki og krafizt þess að fá að hlusta á upptökuspóluna. Var mér sagt, að sjö manns hefðu komið þessara erinda. Þar var i flokki lögfræðingur einn og Kristján Albertsson fagur- fræðingur, en nöfn annarra kann ég ekki upp að telja. Að lokinni áheyrslu hélt fólkið sina leið, en að öðru leyti gerðist ekkert i þessu, útvarpsmáli svo mér væri kunnugt. Úr þvi sem komið var málinu, var auðvitað enginn kostur á að bregða á mig hnappheldulög- banns, vegna þess að töluð orð veröa ekki aftur tekin. Það er eins og Kinverjar hinir fornu sögðu: ekkert fis er’léttara en ótalað orð,, en heil milljón hrossa megna ekki að færa talað orð úr stað. Timinn leið — þrir mánuðir og hálfur mánuður betur, og ekkert bar til tiðinda. Mér bárust engar fregnir af þvi, að meiðyrðamál væri á döfinni. En þá kvisaðist það út, að Pétur Pétursson út- varpsþulur og Þrándur Thorodd- sen kvikmyndatökumaður væru að vinna að sjónvarpsþætti með minni aðstoð og fjallaði hann um sjálfan mig. Hann bar nafn af kunnum þætti fjölmiðilsins Maður er nefndur. 1 þetta skipti Sverrir Kristjánsson. En þessi þáttur var með töluvert öðru sniði en samnefndir þættir aðrir. Hann var m.a. nokkru lengri en fyrri þættir þessarar tegundar — sjötiu minútur — þegar búið var að hefla hann og snyrta. 1 annan stað var hið talaða orð á skjánum skreytt fjölda mynda af mönnum og stöðum. Pétur Pétursson hafði smiðaðumgjörð þáttarins og vildi gera hann að stórstikluðu yfirliti, ekki eingöngu um sjálfan mig, heldur engu siður um samtíð mina og samtiðarmenn, sem að einhverju leyti höfðu jaðrað lífs- braut mina. Mér leizt mjög vel á þessa hugmynd Péturs. Eftir aö minnsta kosti þriggja vikna nær látlausa vinnu, erfiði og hlaup við að afla myndaheimilda og margs annars fleira, svo ekki sé nefnd hin kritiska og vandvirka mynda- taka Þrándar Thoroddsen,var verkinu lokið og sjónvarpsþátt- urinn auglýstur i blöðum og út- varpi. Hann skyldi fluttur kl. hálfniu að kvöldi föstudagsins annars nóvember. Og þá laust eldingunni ofan i þreytta kollana á okkur þremenningunum. Rétt fyrir kl. fimm á föstudag bárust mér þau tiðindi, að þátturinn um mig og förunauta mina á ævi- skeiðinu hefði verið felldur niður. Það fylgdi fréttinni, að dætur Arna Pálssonar hefðu krafizt lög- banns á þáttinn. Eg vissi ekkert um forsendu lögbannsins. Pétur Pétursson hafði nokkru áður sagt tveimur börnum Árna, að Sverrir Kristjánsson mundi tala i sjón- varpsþætti og minnast litillega á Arna Pálsson. Þetta var sjálfsögð kurteisi. Herra Jón Emils, fulltrúi yfir- borgarfógeta, virðist hafa tekið kröfu dætranna ljúfmannlega, svo sem hans var vovtbgvfsa, en gat þess að þær yröu að greiöa depositum vegna kröfunnar, og munu báðir aðilar hafa komiö sér saman um að meta minningu Arna Pálssonar og æru á þrjátiu þúsund kr. Þegar ég spurði þetta fannst mér sjálfum það heldur fá- tækleg upphæð til tryggingar minum gamla látna vini og vel- gjörðarmanni. Enda kom það i ljós stuttu siðar, að fógetaemb- ættinu þótti Árni heitinn Pálsson hafa verið vanmetinn að peninga- gildi. Fulltrúinn i embættinu hafði sem sagt gert smávegis skyssu. Vonandi fær sú skyssa að hyljast miskunnsömu dufti gleymskunnar. Þegar manngjöldin höfðu verið greidd, héldu dætur Arna ásamt meðreiðarsveininum frá fógeta- raunalega saga þessa lögbanns, sem vakið hefur furðu viða um land og gremju ekki fárra. Það er ekki ástæða til að eyða alltof mörgum orðum að þessu svokallaða lögbanni. Við skulum rétt taka saman niðurstöður þess, sem að framan er talið móral sögunnar eins og gamli Holberg heföi sagt: það er hægt að stöðva flutning á auglýstu efni i Rikisút- varpinu með lögbanni, þótt krefj- endur þess hafi enga hugmynd um inntak þeirra orða, sem sögð verða. Fulltrúi fógetaembættisins úrskurðar að setja þáttinn i bann án þess að hafa vitundar hug- mynd um hvað hann er að úr- skurða efnislega, án þess að gera sér þess nokkra grein, hvaðhann er aö lögbanna.Báöir aðilar — lög- bannskrefjendur og fógetaemb- embættinu upp í Sjónvarp og lög- banni lýst á þáttinn um Sverri Kristjánsson. Dætrunum var þá boðið að hlýða á og horfa á þau at- riði þáttarins, er fjölluðu um Arna Pálsson, sem kemur raunar aðeins við sögu i örfáar min. af sjötiu minútna efni. En dæturnar höfnuðu þessu hæversklega, kannski var þeim það ekki lá- andi: það hlýtur að vera of- raun siðlátum konum að hlusta á Sverri Kristjánsson, gamlan syndara að fornu og nýju, fara orðum um föður þeirra. Og herra Jón Emils taldi sér ekki heldur skylt né sá ástæðu til að hlusta á þennan hluta þáttarins, sem hann hafði rétt áður sett i bann og um leiö lögbannaö allan þáttinn I heild. Þetta er i stuttu máli hin ættiö — eru eins og ferðalangar, sem hafa villzt i niðaþoku og hafa sér nú ekki annað úrræði en berja broddstafnum út i mökkvann. Mig tekur þetta mjög sárt, sér- staklega vegna dætra þess manns, sem ég mat meir og þótti vænna um en nokkurn annan, sem var mér ekki nákominn að skyldleika. Og mér er það mikið hryggðarefni að verða þessa stundina að horfa framan i hina islenzku gyðju réttvisinnar — gyðjuna með bindið fyrir augun- um — hina himinbornu frú, sem heitir á latnesku máli Justitia. Eg skrifa þetta greinarkorn staddur á spitala réttri viku eftir að þátturinn okkar þremenning- anna var lýstur i bann og komíð UÐS ÞJÓN DM n tne TrtR 1 O OO ii rtwn AMA Já, allir, sem lifa vilja guöræki- lega i samfélagi viö Krist Jesúm munu ofsóttir veröa. Föstudaginn 9/11 las ég i Visi furðulega ádeilu um Einar Gisla- son, forstöðumann Hvitasunnu- safnaðarins. Grein þessa skrifaði Þorsteinn Thorarensen. Þor- steinn segir i þessari grein sinni, að mönnum eins og Einari Gisla- syni ætti ekki oftar að hleypa i út- varp. Það vill svo til að ég þekki Einar Gislason og ég er einn af þeim, sem hann hefur hjálpað meö sinum mikla kærleika og frábærri þekkingu á Heilagri ritningu. Greinarhöfundur minnist á Nýja-testamentið, sem stórkostlegt og dásamlegt sann- leiksrit, um leið og hann vill bola þeim manni burt úr fjölmiðlum, sem heldur þvi orði á lofti, sem þar er ritað og lifir eftir þvi. Mig langar til að leiðrétta þann mis- skilning, sem kemur fram hjá Þorsteini, að hinn mikli Meistari hafi sagt: hvað er sannleikur, en það var ekki Kristur heldur Pilatus Jóh. 18,38. Þau eru mörg olnbogabörn þjóöarinnar, sem i gegnum prédikun og starf Einars hafa orðið hamingjusamir og nýt- ir þjóðfélagsþegnar og færi betur, ef við ættum fleiri slika. Ég hef aldrei heyrt talaö um, að Dar- winskenningin hafi hjálpað fólki eða veitt þvi þá trú og frið, sem sönn Bibliukenning veitir, enda hefur Darwinskenningin aldrei verið sönnuð og verður aldrei. Sannanir Bibliunnar koma aftur á móti æ betur i ljós og þurfum við ekki annað en líta til ísraelsþjóð- arinnar ti) aö sjá það. Ef stjórn- endur útvarps og annarra fjöl- miðla I tækju svona þekkingar- laust þvaður til greina, eins og fram kom i umtalaðri ádeilu, mundu margar þyrstar sálir fara á mis við þann tæra boðskap, sem leiðir til lifsinsog ljóssins. Einnig það, að ráðizt skuli svona á boð- skap Bibliunnar og þjón Guðs sannar lika Ritninguna. Með þökk fyrir birtinguna. Auðunn Blöndal DIR KVIÐ Föstudaginn 9. nóv. rogast Þor- steinn Thorarensen með mig og Einar Gislason út I ruslatunnu i furöulegri grein, sem hann kallar: Rusl. Tilefni tiltektarinn- ar á að vera, að dómi Þorsteins, ofsatrú og dómgreindarleysi okkar Einars og óverjandi virö- ingarleysi á akri staðreynda. Ég Á..Á..Á! fram á kvöld þegar hlýðnir sjúkl- ingar eru flestir sofnaðir. En eg er ekki syfjaður, og mig langar til að slá á ritvélina mina gamla dómsmálasögu danska. Það er sagan af Alberti. Hann var dóms- málaráðherra Danmerkur eftir stjórnarfarsskiptin rétt eftir siðustu aldamót. Minnisstæður má hann vera okkur vegna þess, að hann var siðasti danski tslandsmálaráðherrann. Sterkur grunur lá á að hann væri bendl- aður við f járdrátt ekki alllltinn og reyndist sá grunur réttur siðar. 1 langan tima stundaði hann af mikilli ástríðu meiðyrðamál og lögbönn, og urðu hinir hvatvisu blaðamenn Dana oft fýrir barðinu á honum. Þegar honum þótti ekki nóg gert I þessum efnum, tók hann sig til og setti lögbann á skirnarnafn sitt. Hann bannaði dönskum blöðum að prenta eða nefna orðið Alberti. Danskur skopteiknari birti þá mynd I blaði sinu: Hvltvoðungur- inn liggur i vöggunni himinsæll og hjalar: a-a-alMóðirin lýtur dauð- hrædd yfir litla stúfinn sinn og segir: Uss — uss! Elsku krúttið mitt litla, þetta máttu ekki segja! Og nú býð eg öllum landsmönn- um góða nótt. En áður en eg tek svefnpilluna, sem hjúkrunarkon- an sæta hefur sett I litið glas á náttborðinu minu, svo mig dreymi vel og taugarnar róist áður en eg fer að horfast I augu við islenzku gyðjuna góðu á dóm- þingi i næstu viku, þá langar mig til að gefa hollráð öllum þeim, sem framvegis ætla að tala i hljóðvarp eða sýna sig á skjánum isjónvarpinu: Varizt i lengstu lög að nefna bókstafinn Á — A Ar. þvi að oft er I holti heyrandi nær. P.t. Landakotsspitala að kvöldi föstudagsins 9. nóvember 1973. Sverrir Kristjánsson. svara ekki af þvi að mér liði illa i tunnunni með Einari, hann . iet ég mikils og ber virðingu fyrir starfi hans, heldur hinu, að mér er Þorsteinn kær, hefi alltaf álitið hann góðan höfund og haft ánægju af mörgum skrifum hans, en svona grein sæmir honum ekki, nið með myndum af fórnar- lömbunum, heldur ekki dagblað- inu hans að birta óhroðann, og þvi vil ég gefa þeim tækifæri til að biðjast afsökunar. Svona til að sýna, hvernig meðhöndla skal sannleikann, þá vitnar greinarhöfundur i bibliuna og svo ummæli min i útvarps- þætti. A ég að trúa þvi, að sagn- fræðingurinn og rithöfundurinn Þorsteinn Thorarensen, haldi, að Kristur hafi sagt orðin: „Hvaðer sannleikur?”? A ég að trúa þvi, að rithöfund- urinn Þorsteinn viti ekki, hvað gæsalappir utan um orö, sem eftir öörum eru höfð, merkja? Heldur hann virkiléga, að honum sé leyfilegt að tala fyrir munn ann- arra innan slikra merkja, og berjast siöan viö þau orð? Nú skora ég á hann að reynast sá maður sannleikans, að hann fletti uppá Jóhannesi 18. kafla versi 38 og segi okkur siðan I hverju tilvitnun hans skeikar. Ég skora lika á hann, að halda niður i útvarp og fá ummæli min þar og birta þau við hlið tilvitnunarinn- ar, sem hann eignar mér. Þar til Þorsteinn hefir orðið við þessum tilmælum, verð ég að álita manninn meir en litið i þoku staddan. Það er stundum erfitt að ætla sér á bak þeim fáki, sem maður ræður ekki við, og fráleit heimska að ætla sér að riða honum undir kvið. Sagnfræðifák- urinn krefst vandaðra taumhalds, Þorsteinn minn. Kveðjur Sig. Haukur Guðjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.