Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 5
Visir. Þriðjudagur 13. nóvember 1973. 5 AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Morðingjar sendi- herrans fyrir rétt Réttarhöldin yfir Palestiuskæruliðunum átta, sem sóttir eru til saka fyrir morðið á bandariska sendi- herranum, Cleo Noel, i Khartoum i Súdan, hefjast á fimmtudag en ekki i dag, eins og þó hafði verið ráðgert. Rikissaksóknarinn sagði, að nota þyrfti réttarsalinn fyrir þing landssamtaka verkalýðsins i Súdan. Þetta er i annað sinn, sem réttarhöldunum er frestað, en þau hófust i september. Hinir kærðu höfðu þá óskað eftir fresti, svo að verjendum Cleo A. Noel, sendiherra, sem myrtur var i sendiráði Saudi Arabiu i Khartoum. þeirra, sem eru reyndar i fangelsi vegna annarrar kæru, gæfist timi til að undirbúa betur vörnina, og til þess að arabiskir Iögfræðingar gætu komið og tekið upp málið fyrir þá. En i dag hefur súdönsku lög- mönnunum ekki verið sleppt úr haldi og arabisku lögfræðingarnir eru ókomnir. Upphaflega voru þessir skæru- liðar ..Svarta september"tiu sem teknir voru fyrir árásina á sendi- ráð Saudi Arabiu. Tveim var þó sleppt i siðasta mánuði vegna skorts á sönnunargögnum. Var það bilstjórinn, sem ók skæru- liðunum á staðinn og loftskeyta maður Þjóðfrelsishrey fingar Palestinuaraba. Hinir átta eru sakaðir um að hafa brotizt inn i móttökuveizlu i sendiráði Saudi Arabiu, i marzmánuði, haldið bar föngum llróðugir syndu skæruliðarnir V-sigurmerkiö, þegar þeim var ekiö burt úr sendiráöi Saudi Arabiu til fangelsis, þar sem þeir hafa veriö f haldi siðan i marz. sendiherra Bandarikjanna og að- stoðarmanni hans, sendiráðs- ritara Belgiu og sendiherrum Saudi Arabiu og Jórdaniu — sam- fleytt i heilán sólarhring. Eins og menn muna kröfðust þeir lausnar Palestinuaraba i Bandarikjunum, Þýzkalandi, tsrael og Jórdaniu. Þegar kröfum þeirra var ekki sinnt, tóku þeir bandariska sendi- herrann, aðstoðarmann hans, Curtis Moore og belgiska sendiráðsritarann af lifi. Hinum var sleppt. '/* CHARING CROSS ! 'V \V^^TR*F»LG*R\ Vsr ítj? VST. JAMES , PALACE^, BUCKINGHAM PAIACE , N ST. M LSURYjH aj (öT^Tjl ,r HORSE GUARDSjf '65 ■UJ — westminster BR^ T7 WESTMINSTER I ABBEY Neyðast til að spara olíu sína og bensínið Spara, spara, spara hefur löngum verið talin nánast dyggð, en þykir viða þessa dagana lifs- nauðsyn, að minnsta kosti hvað viðvikur oliu og bensini. Samþykkt var i gærkvöldi i innanrikisnefnd öldungadeildar Kortiö hér aö ofan sýnir leið þá, sem skrautvagn konungsfjölskyldunn- ar ekur með önnu prinsessu um Lundúnaborg frá Buckinghamhöll til Westminster Abbey og svo aftur til baka. Dans í höllinni í gœr en brullaup ó morgun Þaö var glatt á hjalla í Buckinghamhöll i gærkvöldi i Lundúnum, þar sem 1.500 tignir gestir sóttu viöhafnardansleik. Dansinn var stiginn fram á rauða nótt i tilefni þess, aö á morgun vcrða þau vigð til hjónabands, Anna prinsessa og Mark Phillips, kafteinn. öll brezka konungsfjölskyldan með Elisabetu drottningu fremsta i flokki tók þátt i hátiðar- haldinu. Meðal gesta var fjöldi erlendra konunga og kóngafólks. Þar á meðal Harald krónprins Noeðmanna og Sonja krón- prinsessa. Fyrr um kvöldið, áður en dans- leikurinn hófst, hafði Elisabet drottning haft kvöldverðarboð inni fyrir 100 manns, að þvi loknu streymdu siðan gestirnir til Buckinghamhallar. Ekki dugði minna en tvær hljómsveitir til þess að leika fyrir dansinum. Bandarikjaþings lagafrumvarp, sem veitir Nixon forseta heimild til að gripa m viðtækrar oliu- skömmtunar. Gengur frumvarp þetta mun lengra en Nixon hafði seilzt eftir. Hann öðlast með þvi heimild til þess að taka upp skömmtun á bensini, stytta starfsdaginn hjá skrifstofum og fyrirtækjum ýmsum og takmarka umferðina. Frumvarpið á eftir að fara fy rir öldungadeildina sjálfa. Nái þaö fram að ganga, yrði það i fyrsta sinn siðan i siðari heims- styrjöldinni, að tekin yrði upp oliuskömmtun i Bandarikjunum. Orsakanna er að leita tii að- gerða oliuframleiðslulanda Arabarikjanna, sem hafa dregið úr framleiðslu sinni og sett oliu- sölubann á sum riki eins og Hol- land. Meðal rikja, sem nú búa sig undir að gripa til oliuskömmtun- ar, er Noregur. Þar hefur t.d. brennsluolia skipa hækkað 100% á þessum ársf jórðungi, og hafa öli skipafélögin, sem hafa með far- þegaflutninga að gera, séð sig til- neydd til að hækka fargjöldin.-— Bileigendur i Noregi hafa verið Enn í felum eftir 28 ár Stjórnandi herþotu í flugher Filippseyinga tel- ur sig hafa komið auga á eftirlegukind frá heims- styrjöldinni siðari, japanskan hermann, á eyjunni Lubanq um 130 Horoo Onoda, liðsforingi, eins og hann leit út, þegar hann var i þjónustu keisarans. km suðvestur af höfuð- borginni Manila. Flugmaðurinn, sem settur hafði verið til að aðstoða japanskan leitarflokk, sem enn leitar eftirlifandi Japana 28 ár- um eftir striðslok, þóttist hand- viss um að hafa fundið manninn á sunnudag. Leitarflokknum er stjórnað af Eiji Okano, skólabróður liðsfor- ingjans Hiroo Onoda, sem talinn er fela sig einhvers staðar á þessum slóðum. Herflokkur Filippseyinga rakst á tvo japanska eftirleguhermenn á þessum slóðum um svipað leyti i fyrra, og hófu Japanirnir skot- hrið. Annar þeirra var þá felld- ur, en hinn slapp inn i frum- skóginn, og er það talið hafa verið Onoda. Flugmaðurinn lýsti manns- myndinni, sem hann sá úr flug- vél sinni sem 6 feta háum karl- manni um fimmtugt með sitt hár og klæddur fataslitrum. Hélt maðurinn á gamaldags riffli i annarri hendi og i hinni hafði hann poka. „Liklega með hrisgrjónum,” gizkaði flug- maðurinn á Þegar maðurinn varð þess var, að honum hafði verið veitt eftirtekt, hljóp hann „eins og óður væri" inn i skóginn. Saumnálarleit var gerð að Onoda liösforingja i skóginum i fyrra. Kallað var á japönsku inn i skóginn i gegnum magnara, og var bróðir Ondoa fenginn til að taka þátt i þvi. Allt var þetta þó án árangurs. Tilkynning flugmannsins að þessu sinni verður samt ekki til þess að farið verði aftur af stað með slika leit. Frá leitinni aö Onoda í fyrra, en frá Japan komu landar hans til þess aö hvetja hann til aö gefa sig fram. hvattir til að nýta bensinið skyn- samlega. Vestur-Þjóðverjar búast við þvi, að Arabar beiti sömu refsiað- gerðum gegn þvi, eftir að stjórn Willy Brandts lýsti þvi yfir, að það kæmi aldrei til greina að láta Aröbum i té vopn. Forsætisráðherra IJbýu hafði hótað þeim Evrópurikjum, sem ekki vildu láta Araba hafa vopn og hernaðarráöunauta að hætta að selja þeim olíu. VILJA SVIPTA AGNEW LAGA- KÁPU HANS Lögmannafélagið i Maryland fór i gær þess á leit við áfrýjunar réttinn þar riki, að hann skæri úr um, hvort hægt sé að neita Spiro T. Agnew, fyrrverandi varaforseta, um réttindin til að starfa sem lögfræðingur i Bandarikjunum, þvi að hann hefur verið dæmd- ur fyrir skattsvik. A næstu dögum mun dómstóll- inn tilnefna þrjá dómara, sem skulu brjóta málið til mergjar, en niðurstaða þeirra fer siðan fyrir áfrýjunarréttinn aftur. Hann mun siðan kveða upp lokaúrskurð i málinu. Eins óg menn minnast, sagði Agnew af sér embætti varafor- seta i siðasta mánuði, eftir að hann hafði lýst þvi yfir, að hann mundi ekki færa fram vörn i máli ákæruvaldsins gegn sér. Hann var dæmdur i 10.000 dollara sekt fyrir skattsvik og fær að ganga laus til reynslu i þrjú ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.