Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 13
Visir. Þriðjudagur 13. nóvember 1973. A miðilsfundi i útvarpssal. Stjórnendurnir GIsli Rúnar og Júllus með miðlinum, Þóru Friöriksdóttur. í DAG | I KVÖLP | í DAG Útvarp kl. 21.00: ÁSTAMÁL RAGNHEIÐAR í „hœfilegum skammti" í kvöld „Það eru aðallega ástamálin hennar Ragnheiðar, sem verða til umræðu, en við höfum fengiö okkar einkamiðil á vettvang. Hann (hún) hefur verið í beinu sambandi við hina framliðnu um nokkurt skeið, og fannst okkur ástæða til að leyfa út- varpshlustendum að hcyra lýsingu Ragnheiðar (i gegnum miðilinn) á ástamálurn sinum. Er óhætt að segj.a, að jómfrúin gengur mun lengra i frásögn sinni um þau mál, en hún hefur gert i gegnum aðra miðla hingað til”, sagði Július Brjáns- son, annar þeirra félaganna, sem sjá um léttblandaðan þátt I útvarpinu I kvöld. Hinn er Gisli Rúnar Jónsson, en þeir félagar eru víst þekktari sem kaffi- brúsakarlarnir úr sjónvarpinu. Það verður reyndar ýmislegt fleira á dagskrá hjá þeim i „hæfilegum skammti”, en svo nefnist þátturinn. Þeir munu m.a. reyna að kanna tónlistar- þekkingu þjóðarinnar með þvi að slá á þráðinn i nokkur númer og spyrja fólk hvort það kunni þjóðsönginn. Verður án efa athyglisvert aö fylgjast með hljóðfallinu á þjóðsöngnum svo og textanum, sem menn verða beðnir að flytja. Þá verða viðtöl i þættinum, m.a. við Jón Múla og ýmislegt fleira smávegis verður á dagskrá. Þátturinn, sem hóf göngu sina i sumar, verður um 30 mínútna langur. ÞS Sjónvarp kl. 21.25: Viðtal við Sakarov í Heimshorninu Heimshornið í kvöld leyfir okkur að heyra viðtal við sovézka vlsinda manninn Sakarov, sem hefur barizt manna harðast fyrir auknum mannréttindum innan Sovét- rikjanna. Viðtal þetta var tek- ið I Moskvu af sænska sjón- varpinu og hefur vakið mikla athygli. Þá verður fjallað um minnihlutahópa á norðurhjara veraldar, um orkuskort i heiminum og fólksflutninga og fangaskipti i Indlandi, Pakist- an og Bangladesh. Stjórnandi er Jón Hákon Magnússon. — ÞS Sjónvarp kl. 20.30: KIRKJAN OG KONAN — brezkt gamanleikrit eftir írskri sögu um brezkan hershöfðingja og dstamól hans Brezki hershöfðinginn Frank Keene á ekki sjö dagana sæla Þrátt fyrir margra ára vinfengi við góða konu úr nágrennínu i irska sveitahéraðinu, þar sem hann býr, getur hann ekki með nokkru móti gifzt kven- manninum, þvi hún er nefnilega gift öörum fyrir. Frá þessu seg- ir i brezku gamanleikriti, sem sjónvarpið sýnir i kvöld, en það er eitt irskra leikrita, sem brezka sjónvarpsstöðin Granada lét taka upp. Þetta leikrit er byggt á sögu eftir irska rithöfundinn Sean O’Faolain og heitir „t faðmi náttúrunnar”, en leikritið er tæpur klukkutími i flutningi. Frank þessi Keene er annars ekkert unglamb, heldur hers- höfðingi á eftirlaunum, sem hefur það gott i sveitinni á fr- landi. Kvenmaðurinn, sem.hann er i vinfengi við.er gift heldur óskemmtilegum manni og -drykkfelldum en ekki dugar það til að kaþólska kirkjan láti henni eftir skilnað fráumræddum eig- inmanni. Þykir hershöfðingjan- um Keene þetta heldur slæmt, en fær litið að gert. Segjum við svo ekki frekar frá efni þessa leiks, en þetta er ósvikinn gam- anleikur og leikararnir þekktir sjónvarpsleikarar. Þeir heita Barbara Jefford, John Carson, Cyri) Cusack og Elizabeth Tyr- ell. Leikstjóri er Barry Davis, en um þýðinguna sér Jóhanna Jónsdóttir. — ÞS 13 mwjöj :K m U=i:í LJLJ [fc * * * 4- s- 4- * s- 4- s- 4- «■ 4- a- 4- a- 4- a- 4- a- 4- Vt. 4- a- 4- a- 4- a- 4- a- a- 4- a- 4- a- 4- a- 4- a- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- « 4- «- 4- «- 4- «• 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «■ 4- «- 4 «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 14. nóv. spe 'W !Pt m W - n\ uá Hrúturinn, 21. marz-20. april. Það eru einhverj- ar blikur á lofti, að þvi er virðist, sem ekki sýn- ast vita á gott, en það getur alltaf rætzt betur úr sliku. Nautið, 21. april-21. mai. Farðu gætilega, ef um eitthvað það er að ræða, sem þér er ekki á sama um, þótt viða berist. Þagmælsku manna virðist ekki að treysta i dag. Tviburarnir,22. mai-21. júni. Það litur út fyrir, að þetta geti orðið sæmilegasti dagur, en þó er ekki að vita, nema þú verðir að taka ákvarðanir i óvissu. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Það litur út fyrir, að það mark, sem þú keppir að þessa dagana, reyn- ist ekki eins langt undan og þú ef til vill kveiðst i fyrstu. I.jónið, 24. júli-23. ágúst. Þú ættir að fara gæti- lega i orði fram eftir deginum að minnsta kosti. Einkum aðtrúa öðrum varlega fyrir þvi, sem þú vilt leyna. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Ef þú vilt ná tökum á einhverjum i dag, skaltu ekki ganga á eftir hon- um fyrir nokkurn mun. Láttu hann heldur ganga á el'tir þér. Vogin,24. sept.-23. okt. Þú virðist þurfa að koma einhverju i framkvæmd og eiga þess kost, og varðar þvi miklu, að þú ekki flaustrir þvi af á siðustu stundu. Diekinn, 24. okt.-22. nóv. Einhver, sem þú treystir i sambandi við atvinnu þina, getur brugðizt þér hrapallega. En þér mun þó takast að finna ný úrræði. Bogmaöurinn,23. nov.-21. des. Þú ættir ekki að lúra á skoðunum þinum af ótta við, að þær brjóti i bág við þá, sem þú umgengst. Þær eiga eftir að vinna á. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Þú átt góðan dag i dag, hvað það snertir að koma óskum þinum i Iramkvæmd. Það ættirðu lika að notfæra þér eft- ir megni. Vatnsberinn,21. jan.-19. l'ebr. Þetta er ekki góð- ur dagur, hvað það snertir, að aðrir varðveiti eða virði það, sem þeim er trúað fyrir, og skaltu haga þér samkvæmt þvi. Fiskarnir,20. febr.-20. marz. Það litur út fyrir, að ekki verði gott að gera öllum til hæfis i dag, sennilega bezt að sleppa öllum tilraunum i þá áttina. UTVARP 23.00 A hljóðbergi Tennessee Williams les Ijóð eftir suðurrikjaskáldið Hart Crane. Með verður flutt is- lenzk þýðing á frásögn Williams af sjálfsmorði skáldsins 1932 og stuttri hugleiðingu um skáldskap Cranes. 23.25 F'réttir i stuttu máli. 13.00 Eftir hádegiö Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Jafnrétti — misrétti V. þáttur. Umsjón: Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðrún H. Agnarsdóttir og Stefán Már Halldórsson. 15.00 Miðdegistónlcikar: Tón- list eftir Stravinski Sinfóniuhljómsveitin i Lundúnum leikur svituna „Eldfuglinn”, Antal Dorati stj. 16.00 Fréttir. Tilkynninear. 16.20 Popphornið 17.10 Tónlistartlmi barnanna Egill Friðleifsson söng- kennari sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla I frönsku 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegill 19.20 A vettvangi dómsmál- anna Björn Helgason hæsta- réttarritari talar. 19.40 Kona I starfi Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir flytur erindi. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Hæfilegur skammtur Gisli Rúnar Jónsson og Július Brjánsson sjá um þátt með léttblönduðu efni. 21.30 A hvitum reitum og svörtum Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: Minningar Guðrúnar Borgfjörð Jón Aðils leikari les (5). 22.35 Harmonikulög SJONVARP 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 i faðmi náttúrunnar. Brezkt gamanleikrit, byggt á sögu eftir irska rithöfund- inn Sean O’Faolain. Leik- stjóri Barry Davis. Aðal- hlutverk Barbara Jefford, John Carson, Cyril Cusack og Elizabeth Tyrell. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. Frank Keene er brezkur hershöfðingi á eftirlaunum. Hann býr einsamall i irsku sveitahéraði og á þar náðuga daga. I nokkur ár hefur hann verið i miklu vinfengi við konu nokkra þar i sveit. Hún er gift drykkfelldum manni og heldur óskemmtilegum, en getur ekki skilið við hann, þvi kaþö'lska kirkjan leyfir ekki slikt. Þetta þykir hers- höfðingjanum miður, sem vonlegt er, en fær þó ekki að gert. 21.25 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.00 Skák. Stuttur bandarisk- ur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 22.05 Töfranálin. Dönsk mynd um kinversku nála- stunguaðferðina við lækn- ingar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.