Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 13. nóvember 1973. 3 EKKI BEIN- LÍNIS VERK- FALL Athugasemd við grein um, að hjúkrunarnemar hóti verkfalli i næstii viku. Þetta er ekki alveg rétt meö farið, þvi að af hálfu hjúkrunarnema hefur ekkert verið ákveðið með verkfall, né aðrar mótmælaað- gerðir i næstu viku. Komi hins vegar ekkert nýtt fram i næstu viku, sem skýrir betur afstöðu yfirvalda til fjármála og mennt- unarmála skólans, munu hjúkr- unarnemar efna til aðgerða en ekki verkfalls, þegar að þvi kem- ur. Hvað varðar 50 nemendur i kennslustofu, þá eru 50nemendur i einni stofu skólans, en um 30-35 i hinum. Búið er að taka sjónvarpsherbergið til afnota i prófum, en ekki setustofuna, þó það hafi komið til tals i sambandi við próf. t framhaldi af þessu má geta þess, að hér á landi er starfandi annar hjúkrunarskóli, Nýi hjúkr- unarskólinn, sem var stofnaður árið 1972 til aðbætaúrhjúkrunar- kvenna/manna skortinum. Hann hefur ekki enn tekið inn nemendur fyrir utan ljósmæður, sem eru i hjúkrunarnámi. Nýi hjúkrunarskólinn er þvi enn ekki farinn að þjóna tilgangi sinum. A meðan Hjúkrunarskóli íslands tekur inn 100 nemendur á ári, fær einungis 2 kennara til við- bótar og er að sprengja húsnæðið utan af sér. Með vinsemd og virðingu Björg ólafsdóttir formaður H.N.F.t. ÍSLCNZKUR LÆKNIR VÍKUR HCIMSATHYCLI - M»r unnid ai ranatiknum 6 trumu- „SJKS SSrSE,-'•« bundnu snami — Sunday Tintts birtir KSTVÍÍ lorsiSufrtgn af stöHum hans *T?.Í íWniT'i "*" " Dr. VakUmara- talla Caadl4a ná •• M n w .Z * 'm"“ln.»nuSS OF MIKIÐ GERT ÚR FRAMLAGI HELGA Þriðjudaginn 23. október sl. birtist i blaði yðar fréttagrein um hlutdeild mina i nýrri meðferð á sveppasjúkdómi.Grein þessi ger- ir of mikið úr framlagi minu i sambandi við þessa meðferð. Látið er i veðri vaka, að ég hafi fundið upp aðferð til þess að flytja frumubundið ónæmi milli manna. Sú uppgötvun var hins vegar gerð fyrir 20 árum af bandariskum lækni Dr. Lawrence. Aðferð þessi var einnig fyrst reynd til lækninga i Bandarikjunum árið 1965 gegn banvænni teguna kúa- bólusóttar. Þá tilkynntu banda- riskir og kanadiskir læknar, að þeir hefðu náð árangri i meðferð á illvfgum sveppasjúkdómi með þessari aðferð, um svipað leyti og viö birtum grein um niðurstöður okkar. Með þökk fyrir birtingu, Helgi Valdimarsson London, 4. nóvember, 1973 „Erum voðalega leiðir" — segja Vestfjarðaskipstjórar um samningana — ,,bara diplómatatal - gœzlan má ekkert gera" ,,Við erum voðalega leiðir yfir þessu samkomulagi sem manni skilst að verði undirritað i dag. Og við erum ákaflega leiðir yfir framkomu Landhelgisgæzlunnar. Þeir liafa ekkert mátt gera hér fyrir vestan, það er eins og liafi verið eitthvert þegjandi sam- komulag milli hennar og Bret- ans”, sagði Ilermann Skúlason, skipstjóri' á Júliusi Geirmunds- syni, skuttogara frá isafirði, en Visir ræddi við hann i morgun. ,,Við komum inn i nótt”, sagði Hermann, ,,það var komið hávaðarok i gærkvöldi og Bretarnir sóttu i var undir Grænuhlið. Ég reikna með að þeir séu komnir þangað flestir eða all- ir núna”. — Nokkur varðskip á svæðinu? „Jú, Ægir var þarna utan við þá og Þór. Þeir voru að veiðum á svæðinu frá 30-20 milum frá landi. Ægir bað þá kurteislega að færa sig — hvað þeir gerðu vitanlega ekki. Þetta er bara diplómatatal. Og við hérna erum ákaflega daprir yfir þessum samningum. Manni skilst, að útlendingarnir fái að veiða upp að tuttugu milum hérna. Og jafnvel, að okkur verði lika haldið utan við tuttugu milur. En það er ekki svæðið innan við tuttugu milurnar, sem við þurfum að fá, heldur Halinn og veiðisvæð- ið út af friðaða svæðinu við Kög- ur. Almenningur heldur vist, að sé skipum haldið utan við friðaða svæðið, þennan skáp út af Kögri, þá sé allt i lagi. En þvi miður er það ekki svo. I sumar vorum við yfirleitt einir á Halanum og þar um slóðir. Þá gerðum ’við það gott — en núna, þegar fyrirsjáanlegt er að þarna verði fjöldi útlendinga, Breta og Þjóðverja næstu tvö ár- in, þá verður engan fisk að hafa þarna”. Hermann kvaðst óttast, að þannig yrði samið, að togskipum yrði haldið utan við tuttugu milur, en linubátar fengju að vera fyrir innan. „Þannig samkomulag skapar aðeins úlfúð hér vestra. Viö á tog- skipunum höfum reyndar komið okkur saman við þá á linubátun- um, þannig að ekki sé verið pð mismuna mönnum eftir skipum. Ef þeir fá úthlutað svæði, t.d innan við tuttugu milur, þá fynd- ist manni skitt, að þeir væru svo að leggja linuna fyrir framan nef- ið á okkur fyrir utan. Vitanlega hliðrar maður til fyrir þeim, en þetta veldur úlfúð”. Sagði Hermann að stóru, is- lenzku togararnir væru ekkert nær landi en Bretinn, „þeir standa i stappi við þá suður af Hvalbak. Við á minni togskipun- um höfum fram undir þetta feng- ið frið. Nú er hann úti”. — GG. Fengu glœsi- bíl í happdrœtti Þann 13. október var dregið i Landshappdrætti R.K.I., og vinningshafi Ford Mus_tang Grandé bifreiðarinnar var frú Lovisa Bjargmundsdóttir, og er myndin af henni og eiginmanni hennar, er framkvæmdastjóri R.K.t. afhendir vinninginn. Fisher hljómburðartækin fengu Sverrir Bergmann og Steinar Friðgeirsson. Rauði kross Islands þakkar landsmönnum veittan stuðning. 4m m m r ^ < m m m Dularfullt mál sparisjóðs Seðlabankinn rannsakar nú ákveðin atriði í rekstri Spari- sjóðsins i Keflavík. Sparisjóðs- stjórinn hefur vikið úr starfi, frá siðustu mánaðamótum. Ýmsar sögur ganga í Keflavik um þetta mál, en frá yfirvöldum Seðla- bankans fæst ekkert um málið. Þvi verður ekki fullyrt, i hverju Seðlabankinn telur.að sparisjóðs- stjórinn hafi orðið brotlegur. Málið er ekki komið í hendur bæjarfógeta i Keflavik. Er okkur tjáð, að i slikum tilvikum fari fram rannsókn i bankaeftirliti Seðlabankans og kæra muni berast frá þvi, ef það telji ástæðu til. Kæra gæti einnig borizt frá stjórn sparisjóðsins. Þessir aðilar hafa málið nú i athugun, og hvilir yfir þvi leynd, enda starfsmenn bankaeftirlitsins bundnir þagnar- heiti um öll siik mál. -HH. Slökkviliðið leitaði að eldi um alla borg — enginn eldur fannst, því um gabb var að rœða Karlmaður gabbaði slökkvi- liðið á laugardaginn og olli þvi, • að slökkvibilarnir fóru á marga staði I bænum, til að leita af sér allan grun. Maðurinn hringdi i slökkvi- liðib og sagði, að kviknað væri i á Kambsvegi. Slökkvibilar fóru af stað þangað. Slökkviliöinu tókst á meðan að rekja hvaðan simtalið var Þegar slökkvibilarnir komu á Kambsveg, var þar ekki um neinn eld að ræða. Þá var haldið I Kambsgerði, þvi talið var mögulegt að maðurinn hefði mismælt sig. Enginn eldur var þar. Slökkviliðið hélt viðar, á þær götur, sem höfðu nöfn, sem hljómuðu likt og Kambsvegur. Enginn eldur reyndist vera laus neins staðar. Maðurinn, sem hringdi, fannst stuttu siðar. Hann viður- kenndi að hafa gabbað slökkvi- liðið. Þess má geta að refsing við þvi getur verið allt að 3ja mánaða fangelsi. -ÓH. JÓUN SNEMMA Á FERÐINNI Ekki virðist jólaundirbúning- urinn ætla að taka styttri tima með aukinni tækni og framför- um, þvi strax í byrjun þessa mánaðar mátti sjá fyrstu merki jólanna i verzlunargluggum. Yfirleitt hefur ekki borið á jóla- útstillingum i verzlunum fyrr cn undir lok þessa mánaðar, en minjagripaverzlanir hafa þó jafnan verið mjög snemma á ferðinni með jólavörur sinar. Silli og Valdi hafa þcgar sett upp sinn árlega jólamarkað i kjallaranum i Austurstræti 17, með jólakertum, skrauti og leikföngum. Bókaverzlanirnar eru nú sem óðast aö taka fram jólakortin og jólabækur og þeir sem vilja hafa nægan tima, gcta þvi faiiðað undirbúa jólin nú strax einum og hálfum mánuði fyrir jól. — ÞS. „Of lítið um leikrit fyrir börn" — segir ungt fólk sem frumsýnir barnaleikrit í Hafnarfirði ó föstudag „Við erum öll mcð svo gcysi- legan áhuga á leiklist, að við ákváðum núna i septcmbcr að setja upp leikrit. <)g af þvi okkur l'innst svo litið um sýningar fyrir börnin, þá ákváðum við að setja upp barnaleikrit”. Þetta sögðu tvö kát og hress ungmenni sem heimsóttu blaðið i gær. Þau heita Þóra Lovisa Frið- leifsdóttir og Gunnar Magnússon. Þau tvö, ásamt átta öðrum, ætla að frumsýna barnaleikritið „Sannleiksfestin” á föstudaginn. Þau sýna það i Bæjarbiói i Hafnarfirði. „Þrjú okkar eru úr Hafnarfirði, og okkur fannst alveg eins gott að setja leikritið upp þar. Leiklistar- lif hefur legið þar niðri i niu ár. Þegar við vorum að byrja, var okkur boðið nafnið Leikfélag Hafnarfjarðar, og við tókum það, og heitum eftirleiðis Leikfélag Hafnarfjarðar”, sagði Þóra. Aðspurð sögðu þau Gunnar og Þóra, að Þóra væri titluð leik- stjóri. „Hún ræður samt engu i raun og veru. Við hin ráðum alveg eins miklu og hlustum bara ekkert á hana, ef hún er eitthvað að þykj- ast ráða”, sagði Gunnar og hló. Leikritið, „Sannleiksfestin” fjallar um lygina. „Ég held, að leikritið sé ákaf- lega lærdómsrikt fyrir krakka, um leið og það er bráðskemmti- legt”, sagði Gunnar. Að sögn þeirra er mikið um söng og spil i leikritinu. Atján ára piltur i hópnum hefur samið öll lögin og textana. Hann heitir Gunnar Friðþjófsson. Nokkur þeirra, sem standa fyr- ir hinu nýupprisna Leikfélagi Hafnarfjarðar, hafa numið i leiklistarskólum, bæði Þjóð- leikhússins og hjá Ævari Kvaran. „Nú, svo ef leikritið gengur vel, sem við erum reyndar viss um, þá höfum við geysilegan áhuga á að ferðast með það um landið. En auðvitað fer það eftir móttökun- um hérna”, sögðu Gunnar og Þóra. Barnáleikritið „Sannleiksfest- in” verður frumsýnt i Bæjarbiói kl. 17 á föstudaginn. „Og við erum viss um, að fullorðnir myndu læra ýmislegt á þvi að sjá þetta leikrit um lyg- ina”, sögðu Gunnar og Þóra að lokum. — óG.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.