Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 13.11.1973, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 13. nóvember 1973. Varnarmálin: Bandaríkjamenn varir um sig Bandarisku samninga- mennirnir í varnarmúlunum voru varir um sig i morgun, þegar Vísismenn hugöust fá Ijósmynd af þeim á Hótei Holti. Þeir sátu aö árbit og neituðu bæöi viötali og Ijósmynd. F’ormaður samninganefndar- innar, William, J. Porter, býr hins vegar hjá bandariska sendi- herranum, en ekki tókst að fá hann til viðtals i morgun. Fundur Bandarikjamanna og tslendinga eiga að hefjast klukkan 15.15 i dag. -HH. Þjónaverkfallið trúlega langt Sáttasemjari hefur boöaö deiluaöila veitingahúsanna til fundar klukkan tvö i dag. Ennþá mun talsvert mikiö bera á milli og eins og allt er i pottinn búiö, telja kunnugir fullt eins horfur á, aö verkfalliö geti staðiö ailt fram f næsla mánuö. Svo sem kunnugt er, mega veitingahúsin ekki veita neina þjónustu af börunum meðan á verkfalli þjóna stendur. Vatn er hið eina, sem veita má gestum — og það verður að vera endur- gjaldslaust. t frétt i VIsi I gær varö sú mis- sögn, að gospillur þær, sem voru á boðstólum I Skiphóli i Hafnar- firði ,,hafi verið boðnar gegn vægu gjaldi”. Gospillurnar stóðu gestum til boða endur- gjaldslaust. Hins vegar var aögangseyrir hússins kr. 400. Voru það einu tekjur hússins, en þær nægðu til að gera húseigendurna ánægða. Þeir hafa i það minnsta afráðið að hafa opið áfram um helgar þrátt fyrir þjónaverkfallið. Ef fleiri veitingahús feta i fót- spor Skiphóls má búast við, að biölund þeirra eftir lausn verk- fallsins aukizt að mun. - þjm. Aðkomuungling- ar stóðu fyrir slagsmólunum — segir yfirkennarinn í Vogaskóla „Þetta ástand hefur veriö rikj- andi I mörg ár, og þessi dansleik- ur var ckki vcrri en margir fyrri, þótt tveir nemendur lentu á slysa- varðstofunni. Þarna var fyrst og fremst um að ræöa utanaökom- andi unglinga, sem hafa staöiö fyrir slagsmálum viö skólann ár- um saman, og þótt viö hleypum þeim ekki inn, höfuin viö þá hang- andi i kringum skólann, þar til dansleiknum lýkur,” sagöi Þor- steinn Eiriksson, yfirkennari i Vogaskólanum, en fyrir uokkru varð aö flytja tvo unglinga á slysavarðstofu eftir slagsmál sem urðu, aö loknum dansleik i skólanum. Hafa foreldrar gagnrýnt þetta og telja, að ekki hafi verið nægi- leg gæzla á dansleiknum. Sagði Þorsteinn, að mjög erfitt væri að koma við gæzlu, þar sem að- komuunglingar flykktust að dansleikjunum og stæðu fyrir alls kyns ólátum. í slagsmálunum, sem þarna urðu eftir dansleikinn, slasaðist stúlka, sem ekki var i skólanum, og piltur, sem ætlaði að hjálpa henni. „Við erum i stökustu vandræð- um með þessa aðkomuunglinga. Við höfum t.d. margsinnis lent i vandræðum með pilt, sem þarna átti hlut að máli, en það virðist enginn geta haldið honum frá þessum dansleikjum, þótt hann hafi oft komizt undir hendur lög- reglunnar. A meðan slikir ung- lingar ganga lausir, er ákaflega erfitt að halda reglu á þessum dansleikjum,” sagði Þorsteinn ennfremur. ÞS „Rafmagnsbilunin slys" Óstand í samgöngu- og símamólum olli Hafnfirðingum óþœg- indum — Rafveitumenn komust ekki til að tengja varakerfið Umferöaröngþveiti á Hafnar- fjaröarvegi viröist beinlfnis hafa vaidiö óþægindum Hafn- firöinga og Garöhreppinga af völdum rafmagnsleysis á sunnudagskvöldiö. tsing og snjór settust á háspcnnulinuna frá Elliöa- árstöö og suöur i Garöahrepp og Hafnarfjörö. Spennufall varö, og heil byggöarlög myrkvuöust. Jónas Guðlaugsson, rafveitu- stjóri Hafnarfjaröar, tjáði Visi, að Hafnarfjörður hefði tök á varasambandi, ef aðalsam- bandið bilaði. Það er lina, sem liggur suður i Voga. ,,0g við urðum að skammta rafmagnið, vegna þess að við komumst ekki inn á þessa linu”, sagði Jónas. „Það eru menn frá Raf- magnsveitu rikisins, sem tengja okkur við linuna, og það er gert i Njarðvikum. í gær var veðrið þannig og ástandið á Hafnar- fjarðarveginum, að þessir menn komust ekki suður eftir fyrr en seint. Þegar þeir svo komust, þá var álagið á linuna slikt, aö til að byrja með uröum við að skammta rafmagnið. En það lagaðist svo smám saman. Það háði okkur lika, að siminn var meira og minna óstarfhæfur”. — En bilunin sjálf, var hún slys eða tilviljun, þolir linan ekki svona veður? „Það má kannski kalla þetta tiiviljun. Þegar is og snjór setjast á linuna, þá verður spennufall —og þegar svo bætist við, að storm gerir um leið, þá er hætt við að slái út, Nú er varla hægt aö kalla svona veður sjaldgæft hérlendis? „Það liða nú oft vetur án þess að svona veður komi. Ég held þetta sé fyrstogfremst óheppni, það er a.m.k. ákaflega erfitt að varast þetta”. GG 6—7 þós. blóðskammtar á árí „Hér á landi rikir mjög góöur skilningur á blóögjöfum, og siö- ustu tvö til þrjú árin hafa um 6- 7000 einingar komiö inn, eöa með öörum orðum blóöskammt- ar”, sagöi Olafur Jensson I Blóöbankanum, þegar viö rædd- um viö hann. Blóðbankinn er 20 ára á morg- un, og i tilefni þess ákváðu Vísismenn að færa honum gjöf. Þeir héldu galvaskir i bankann I gær og færðu honum þokkaleg- an skammt af blóði sinu. Reyndar virtust ekki allir jafn færir um að gefa, þar sem þeir höfðu vart meira en fyrir sjálf- an sig, en sumir fóru þó yfir þá prósentu, sem hæfileg þykir. Ölafur sagði, að á þessum tima væri kannski ekki mikil þörf fyrir blóð, en það væri erfitt aö spá fyrir um þörfina eftir vikutima eða svo. Það þarf til dæmis ekki nema einn eða tvo sjúklinga til þess að setja slag- slðu á bankann. Ekki þykir heldur borga sig aö geyma blóð lengi, þar sem það rýrir gildi þess, en betra er að blóðgjafinn geymi það um lengri tima sjálf- ur. Þörfin hefur fariö vaxandi, en hér á landi er ekki greitt fyrir blóðgjöf. Það er þó gert I Sviþjóö t.d., einu Norðurland- anna, en tiðkast yfirleitt ekki I Evrópulöndum. Æskilegra þykir, að fólk gefi blóðið, sagði Ólafur. Hann gat þess t.d., að i Bandarikjunum væru vandræði vegna umkomulausra og ákveð- inna manna i þjóöfélaginu sem eiga litið fyrir sig. Þeir selja gjarnan úr sér blóðið. Brýn þörf er fyrir stærra húsnæði fyrir Blóðbankann og tillögur hafa komið um að byggja ofan á húsið eða byggja viðbyggingu. — EA. Hann var svo sem ekkert geysilega óhress, hann Þórarinn Jón Magnússon (ÞJM), þegar ein starfs- stulka Blóöbankans stakk nálinni inn i handlegg hans. Ragnheiðarbókin: SELST HÚN EÐA EKKI? Skiptar skoðanir hjá bóksölum „Hún verður metsölubók árs- ins, miðils-bókin”, sagði Stein- ar, verzlunarstjóri hjá Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson- ar, „hún selst mikiö nú þcgar, en þaö er lika mikil sala i skák- bók þeirra Friðriks og Frey- steins. Ég tel samt talsveröa hættu á, að sala á miöils-bókinni detti niður, þegar frá liður, þvi fóik fer aö vita um innihald bókarinnar.” Og fleiri tóku i sama streng. Hjá Bókaverzlun tsafoldar taldi Sigriður Sigurðardóttir að sala á miðils-bókinni væri alveg dottin niður. „Hún seldist mikið fyrstu tvo dagana. Fólk var þá á biðlista eftir bókinni, en nú er þetta al- veg búið. Hún hreyfist varla úr hillunum hérna — það er engu likara en faðir Ragnheiðar, Brynjólfur biskup Sveinsson, hafi tekiö fram fyrir hendur hennar. Bókin um hann selst nú mun meira enmiðils-bókin”. Hjá Bókabúð Braga áleit af- greiðslukona að sala á miðils- bókinni væri dottin niður, „a.m.k. i bili. Fólk spurði mikið eftir henni fyrstu dagana, en varla nú orðið. En kannski eru menn ekki almennt farnir að kaupa bækur fyrir jólin. Sala i gjafabókum, svokölluðum, er væntanlega ekki hafin enn”. —GG Ferðalangarnir fundnir Börðust áfram á gömlu leiðinni með einn jeppann bilaðan „Viö fundum fólkiö i bilunum um klukkan hálf fjögur í nótt. Þá var þaö aö brjótast áfram gamla slóð sem liggur inn i Landmannalaugar. Það var statt undir Dyngjunum, hjá Hófsvaði,” sagði Halldór Eyjólfsson i Sigöldu i viðtali við Visi i morgun. Halldór fór ásamt öðrum manni á snjóbil inn að Land- mannalaugum i gær tilaðhuga að fólki sem var teppt þar innfrá. Þá hafði þyrla, sem ætlaði að kanna málið þurft að snúa við. Gerði hún það vegna veðurs. „Okkur var sagt að fólkið væri inni i Landmannalaugum. Þegar við komum á snjóbilnum þangað, þá var engan að finna i skálanum. Þá hafði skafið ofan i öll för, svo að við sáum ekkert hvert fólkið hafði haldið. Við ákváðum að reyna einhverja af gömlu slóðunum, og völdum leiðina að Valafelli,” sagði Halldór. „Svo fundum við jeppana niu þarna á slóðinni. Fólkið var allt vel búið, en var að visu fegið að fá heitt kaffi og brauð. Það átti ennþá nokkurt nesti eftir. Það sagði okkur, að það hefði farið frá skálanum á sunnudags- morguninn. Fólkið hélt, að þessi gamla leið væri eitthvað snjó- léttari, en það var bara mis- skilningur. Á sunnudagskvöldið gerði svo brjálað veður og þau héldu kyrru fyrir. Svo þegar lægði, reyndu þau að halda áfram, en þá var einn jeppanna með brotið drif. Þegar við höfð- um fundið fólkið, héldum við bara áfram og reyndum að þræða auðveldustu leiðina. A mörgum stöðum þurftum við að draga bilana yfir erfiða snjó- skafla; en þessi með bilaða drifið var látinn fara aftast,” sagði Halldór. Halldór var nýkominn úr ferðinni, er við ræddum við hann i morgun klukkan ellefu. Hann sagðist búast við, að fólkið fengi sér að borða, og héldi svo áfram i bæinn. „En það er mjög óvarlegt að fara svona inn á fjöll án þess að þekkja til aðstæðna”, sagði Halldór að lokum. -ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.