Vísir - 14.11.1973, Side 7
Visir. Miðvikudagur 14. nóvember 197S.
7
cTVlenningarmál
„Tœkifœrissinninn" í Háskólabíói
Að týna sjálfum sér
Clerici hcimsækir föður siim ú geðsjúkraluisið. Frúbærleg vel tekið
atriði með stilfærðri, bvitri leikmynd. (íefið er i skyn, að faðirinn sé
ekki eins geðveikurog liann lætur, en hann flýr á náðir sjúkdómsins
og lætur binda spennitreyjuna á sig, þegar sonurinn keniur til hans.
,,Tækifærissinninn"
Leikstjóri: Bernardo
Bertoluccis. Aöalhlutv.:
Jean Louis Triningnant,
Steffania Sandrelli og
Pierre Clementi.
Það er óneitanlega
ánægjulegt, að íslenzkum
kvikmyndahúsagestum
skuli gefast kostur að sjá
einhverja eldri mynda
Bertoluccis, áöur en hans
heimsfrægi Tangó birtist
hér á hvita tjaldinu.
,,Tækifærissinninn" er
að flestu leyti miklu betri
mynd að minum dómi,
enda þótt hún fái tæpast
nema litið brot af þeirri
athygli, sem „Síðasti
tangó i París" hlýtur.
Einkenni Bertolucci eru mjög
skýr i þessari mynd. Mynda-
takan, leikurinn, sviðsmyndin
og klippingarnar eru mjög
vönduð og hugmyndarik, en
a'tið er eins og höfundurinn
nálgist myndina úr fjarlægð.
Persónurnar, sem vissulega
gefa tilefni til tilfinningalegrar
þátttöku Irá áhorfendum, koma
manni ekki mikið við i þessari
mynd. t>ess i slað tekur maður
afstöðu án þess að tilfinningaleg
spenna, samúð eða andúð komi
við sögu. Moravia skrifaði
skáldsögu sina „II
conformista” árið 1951 , þar
sem segir frá Marcello Clerici,
tækifærissinanum starfi hans á
ttaliu Mussolinis með fasistum,
æsku og reynslu. t bakskotum
sjáum við atburði úr ævi hans,
sem varpa ljósi á gerðir hans
siðar. Bertolucci sýnir okkur
ómeðvitaðar fyrirmyndir
Clericis á meira eða minna stil-
færðan hátt. Hann hefur full-
komið vald á þeim stil, sem
hann hefur valið sér, og öll
efnismeðferðin er hlutlaus og
stilhrein. Pólitisk meðvitund
höfundar er þó allan timann vel
vakandi, og má nefna atriðið
þar sem Clerici heimsækir
unnustu sina, (Giulia), þar sem
stéttarskiptingin er undir-
strikuð i fáeinum skotum af
þjónustustúlkunni.
Þessi mynd er kannski ekki
skemmtimynd i þeim vanalega
skilningi, en þeir sem vilja sjá
vandaða, þaulhugsaða og vel
tekna mynd um efni, er alla
varðar, ættu að leggja leið sina i
Háskólabió, áður en það verður
of seint. Það má segja að
myndin sýni okkur ljóslega
hvernig langvarandi afstöðu-
leysi sem auðvitað er afstaðan
út af fyrir sig sljóvgar sjálfs-
vitund einstaklingsins, þar til
hann stendur uppi eins og
rekald, heyrir hvergi til, —
búinn að týna sjálfum sér. En
segja mætti mér, að þessar
fimmtaflokks hörmungar frá
Hong Kong, sem sýnt var úr og
ku verá væntanlega i bióið,
hljóti fleiri áhorfendur en þessi
mynd Bertoluccis.
—ÞS
EINS OG FORÐAZT SÉ
AÐ VEKJA ATHYGLI...
AUSTUKBÆJAKBÍÓ:
„McCabe & Mrs. Miller”
Leikstjóri: Kobert Altman.
Aðalhlutv.: Warren Betty og
Julie Christie.
Kannski ég hafi gert mér of
miklar vonir i sambandi við
myndina um McCabe, en hvað
sem það nú er, þá varð ég fyrir
talsverðum vonbrigðum með
myndina. Að visu ber myndin
yfirbragð snilldarverks, en
staðreyndin er sú, að það er
furðu litið i hana spunnið, þegar
á allt er litið.
Það er eins og leikstjórinn
varist það alla myndina i gegn
að ná athygli áhorfandans. Það
er einhver værð yfir öllum
sköpuðum hlutum, myndin
langdregin á köflum, og
stundum finnst manni jafnvel
endurtekningar eiga sér stað.
Leonard Cohen hefur samið
ljóð og lög, sem hann flytur af
viðurkenndri snilld. Lögin eru
hvert öðru fallegra og falla vel
að myndinni. En það er oft eins
og manni finnist myndin gerð
við hin faliegu lög þjóðlaga-
söngvarans, en ekki öfugt.
Kannski það hefði farið betur á
þvi, að Robert Feldman hefði
valið sér einhverja rómantiska
og hugljúfa sögu til viðureignar
i stað sögu Edmunds Naughton
„McCábe”, eins og hann virðist
hafa verið stemmdur meðan á
myndatökunni stóð.
Warren Betty og Julie
Christie eru nokkuð góð i hlut-
verkum sinum, en geta að sjálf-
sögðu ekki rofið þá værð, sem
yfir leikstjórninni er.
Sagan segir frá pókerspilara,
John McCabe, sem vill verða
sjálfstæður atvinnurekandi.
Hann kaupir þrjár mellur og
lætur byggja hóruhús i litlum
námabæ, sem ernorðvestan til i
Bandarikjunum (myndin er
tekin i Kanada).
Skömmu siðar kemur annar
hópur kvenna til bæjarins. Þar
er komin frú Constance Miller,
sem rekið hefur vændishús i
Seattle, en vill koma undir sig
fótunum þarna á útkjálkanum.
Eftir talsvert mas taka þau
saman höndum um vændið,
McCabe og frú Miller, auk þess
sem eitthvert tvirætt ástar-
samband næst þeirra á millum.
Loks þegar allt er farið að
ganga harla vel, vilja námu-
eigendurnir kaupa eignir
McCabe. Hann ætlar að vera
snjall og prútta. Þeir eru ekki
tilbúnir til að prútta. Kunna þeir
annað og betra ráð til að fá
sinum vilja framgengt — og
senda þrjá leigumorðingja á
staðinn.
Einföld saga, sem á að gerast
i harðbýlum landshluta og vera fyrr er sagt, þessi saga fær ekki
átakamikil, bæöi á andlega og rétta meðhöndlun...........
veraldlega sviðinu. En, eins og —ÞJM
McCabc (Warren Bctty) býður frú Miller (Julie Christie) velkomna
lil námaþorpsins...
STORKOSTLEG KVÍKMYND
TÓNABIÓ:
„Leyndarmál Santa Vittoria”
Leikstjóri: Stanley Kramer.
Aðalhlutv.: Anthony Quinn og
Anna Magnani.
Það tók Stanley Kramer tvö
ár að búa sig undir töku
myndarinnar „The Secret of
Santa Vittoria” — og
árangurinn er nýtt snilldarverk,
sem svo sannarlega má skipa á
bekk með myndum eins og
„Zorba”. Myndin er i alla staði
frábærlega uiinin, en það sem
liæst ber er að sjálfsögðu leikur
Anthony Quinn.
Myndin er gerð eftir
samnefndri sögu Robert
Chichtons og gerist i litilli borg
á Norður-Italiu, Santa Vittoria.
Borgarbúar eiga allt sitt undir
vinframleiðslunni, og þvi
bregður þeim illa, þegar þær
fréttir berast, að þýzkt
hernámslið sé á leiðinni þangað
að gera vinbirgðirnar
upptækar, rúmlega eina milljón
flaskna.
Nú reynir á hinn nýkjörna
borgarstjóra, Bombolini
(Anthony Quinn), sem er fylli-
raftur og almennt ekki tekinn of
alvariega.
Sjálfur hefur Bombóiini gert
sér harla litlar vonir um að geta
áunnið sér traust og virðingu
samborgara sinna, en þegar
hinir raunverulega erfiðleikar
steðja að, stappar hann f sig
stálinu og leggur sig allan fram
um að bjarga hinni dýrmætu
vinframleiðslu undan Þjóð-
verjum.
Eftir miklar vangaveltur er
ákveðið að fela megniö af vin-
flöskunum i fornrómverskum
berggöngum skammt fyrir utan
borgina. Og það stendur ekki á
framkvæmdum. Allir borgar-
búar taka þátt i hinum miklu
flutningum — og flöskurnar eru
handlangaðar úr vin-
geymslunum til bergganganna i
tugþúsundatali.
Það stenzt á endum, að múrað
hefur verið fyrir flygsnið i þann
mund, er Þjóðverjarnir renna i
hlað. Þeir þykjast hafa órækar
sannanir fyrir þvi, að vin-
birgðirnar eigi að vera meiri en
þær reynast vera, og til aö knýja
fram sannleikann um felu-
staðinn beita þeir öllum
tiltækum ráðum. Og mest
mæðirá Bombolini, sem þarf að
beita allri sinni lagni til að
blekkja hinn unga höfuðsmann,
von Prum.
Til að gera langt mál stutt:
„The Secret of Santa Vittoria”
er tvimælalaust bezta myndin,
sem Tónabió hefur tekið til
sýningaá þessu ári. Leikur,
leikstjórn, handrit, tónlist,
saga, klipping og myndataka,
ailt er þetta óaðfinnanlegt.
Og enn eitt, sem geta má sér-
staklega: Anna Magnani fer
snilldarlega með hlutverk frú
Bombolini, þess mikla kven-
skörungs, sem fyrirlitur sinn
sifulla eiginmann — og fer ekki
dult með.
—ÞJM
Ekki vex álit Kósu á manni sinum, Bombolini, þrátt fyrir aö hann
hefur verið gerður að borgarstjóra. Morguninn cftir útnefninguna
fær hann flest eldhúsáhöld konu sinnar i hausinn........