Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Þriðjudagur 18. desember 1973. VÍSKSm: Hvernig lizt yöur á hina nýju kjarasamninga milli BSRB og rikisins? Hjörleifur llelgason, verzlunar- maður: — Mér finnast þeir kjána- legir, þvi miðað við allt verðlag i dag, er þessi litla hækkun ekki -neitt. Annars hækkar allt svo hratt, að það er fljótt að éta upp allar kauphækkanir. Pétur Oddsson, trésmiður: — Ég held þeir komi ágætlega vel út. Mér finnst það til bóta, að þrir neðstu flokkarnir skuli hafa verið felldir niður. Mér finnst það trú- legt, að aðrir samningar beri keim af þessum hvað varðar niðurstöður. Agúst Mclntosh,. skrifstofumað- ur: — Þetta er alls ekki of mikil hækkun, en ágæt fyrir þá, sem voru neðstir. Hækkunin skiptir varla máli fyrir þá i hærri flokk- unum, þótt þessi 3% séu auðvitað skárri en ekki neitt. En ég held, að þessir samningar hljóti að hafa þau áhrif, að þjónar fái t.d. mun minni kauphækkun en þeir fara fram á. ltagnar Pétursson, framrciðslu- ncmi: — Ég er auðvitað fyllilega ánægður með, að þeir lægstlaun- uðu fái þessa hækkun, en þrátt fyrir að aðrir hafi ekki fengið miklar hækkanir, þá efast ég um, að við framreiðslumenn lækkum okkur svona mikið niður. Okkar kröfur eru um 33%. En það má t.d benda á, að kröfur ASt eru 40% hækkun. Tómas Jónsson, sjómaður: — Þetta gæti alveg eins virkað sem fordæmi fyrir samninga við sjó- menn, og mér lizt ekkert á svo litlar hækkanir. Einar ólafsson, fasteignasali: — Mér finnst nú ágætt, að sam- komulag náðist i þessari deilu. Niöurstöðurnar eru ágætar að þvi leyti, aö aörir samningar hljóða varla upp á hærri laun en þessi hækkun. Allt að sólarhringsvaktir hjá lögregluþjónum — verða að semja fyrir áramót við ríkið, annars lögreglulaust land „Við förum fram á hækkun i launaflokkum, og við förum einnig fram á að yfirvinna sé tak- mörkuð. Það, að yfirvinna vcrði takmörkuö, felur auövitaö i sér, að það verður að fjölga lögreglu- mönnum. En það er ekki hægt, starfsins vegna að lögrcgluþjónar vinni allt upp I sólarhring i einni lotu, eins og oft kemur fyrir” sagði Jónas Jónasson, formaður Samhands lögreglumanna I viðtali við Visi i morgun. Lögreglumenn standa þessa dagana i samningum við nýja húsbændur, sem er rikið. Bæjar- félög hafa fram að þessu séð um kostnað við löggæzlu, en með lagabreytingum var ákveðið að rikið tæki við honum. „Við teljum að það sé hin gifur- lega umferðaraukning, sem valdi auknu álagi á lögreglumenn, þvi undanfarin ár hefur bilunum fjölgað á meðan fjöldi lögreglu- manna sténdur svo að segja i stað. En það kostar sitt að mennta nýja lögregluþjóna, auk þess sem nýir menn taka oriof, veikindadaga o.fl. sem ekki kemur ofan á aukavinnuna hjá hinum. Þar að auki er það stað- reynd, að rikið hefur hag af þvi að lögreglumenn vinni sem mesta yfirvinnu, þvi um 54% af henni kemur aftur til baka til rikisins i formi skatta", sagði Jónas enn- fremur. Samningsstaða lögreglumanna er fremur sérstæð. Þeir eiga að skipta um húsbændur um ára- mótin. En starfið hjá nýju hús- bændunum fá þeir ekki, nema þeir sæki um það. F'ram að þessu hafa aðeins um 40 lögregluþjónar um gjörvallt land sótt um starfið. Samkvæmt þvi eiga allir hinir að hætta um áramótin. Upphaflega átti að vera búið að semja við lögreglumenn fyrir löngu, en vegna nýrra laga um samnings- rétt, þá frestaðist það fram að þessum áramótum. Það er því auðséð, að ef ekki semst við lögreglumenn fyrir áramót, þá sækir enginn um. „Við teljum, að lögregluþjónar hafi lækkað i viðmiðunarflokkum siðastliðin tiu ár. ’63 vorum við •sæmilega staddir, en siðan þá hafa þeir, sem þá voru okkur jafnir, hækkað miklu meira en lögregluþjónar. Enda er það stað- reynd, að oft hefur gengið erfiðlega að fá menn til starfa i lögreglunni. Ég er samt sæmilega bjartsýnn i þessum samningum. Okkur hefur verið tekið heldur vel”, sagði Jónas að lokum. —ÓH Tollurinn vill ekki ávísanir Hvernig stendur á þvi, að toll- stjóraskrifstofan, sem tekur við söluskattinum úr höndum kaup- manna og annarra, sem þann skatt greiða, neitar að taka ávisanir sem gildan gjaldmiðil? Ég veit ekki betur en rikið, sá aðili sem innheimtir skattinn, gefi sjálft út ávisanir. Hvers vegna tekur það ekki mark á ávisunum annarra? Ég er kaupmaður og þarf oft að greiða söluskatt á skrifstofu toll- stjóra. Yfirleitt geri ég það rétt fyrir lokun á föstudögum. Þá tek ég þann gjaldmiðil, sem ég hef fengið i kassann frá kúnnum min- um, fer með hann á skrifstofu tollstjóra og borga. Talsverður hluti þessa gjaldmiðils er hand- hafaávisanir og hljóða ekki upp á háa fjárhæð. Þá kemur i ljós, að tollstjóra- skrifstofan vill ekki slikar ávisan- ir. Hvaða rétt hefur opinber skrif- stofa til að neita að taka við gjald- miðli, sem þegnar þessa rikis notá sin á milli? Margeir Flugfreyju- og þjónastörf GJ skrifar: „Er flugfreyjustarf nokkuð annað en þjónustustarf eða fram- reiðslustarf? Þær bera jú farþeg- um mat og vin. Ætli það færi ekki bezt á þvi að leggja þessa stétt niður og taka upp annað fyrirkomulag og aug- lýsa svo eftir öðru fólki. Heppi- legast væri sennilega að selja far- þegum bara kók og gospillur. Ef farþegar fá ekki vin, þá drekka þeir ekki vin. Þaö er reynsla stórstúku fslands. En hver leið þjónum að niðast á neyð Vestmannaeyinga, eins og Jón Hjaltalin segir. Létu veit- ingamenn það alveg afskipta- laust, eða samþykktu þeir það? Eða þurftu þjónar virkilega enga samþykkt frá þeim, og létu þá veitingamenn þetta viðgangast i sinum húsum, þegjandi og hljóða- laust. Annars er verkfall ekkert nýtt fyrirbæri á fslandi. En hitt ber til hins nýrra, að atvinnurekendur skuli komast upp með að niða launþegastéttina niður i öllum fjölmiðlum, eins og veitingamenn gera gagnvart þjónum, svo að fólk ræðst á þá með hnúum og hnefum. Jólin nálgast. Jólin gleðja. Jólin gera fólk ánægt I skapi. Kaupmenn selja. Kaupmenn gleðjast. Kaupmenn græða þótt aðrir tapi. Fólkið kaupir. Fólkið eyðir. Fóikið þarf þvi mikið að vinna. Börnin hlæja. Börnin gleðjast. Börnin hlakka til gjafanna sinna. Löggan stjórnar. Löggan sektar. Löggan liugsar um velferð þlna. Prestar messa. Prestar gleðjast. Prestar fylla kirkjuna sina. Ben.Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.