Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 8

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Þriðjudagur 18. desember 1973. cTVIenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Heim í sveit Snjólaug Bragadóttir frá Skáida- læk: RAÐSKONA ÓSKAST t SVEIT má hafa með sér.barn örn og Örlygur 1973. 146 bls. Reykjavikursögur eru ný grein á stofni alþýð- legrar sagnaskemmtun- ar, segja einatt af ungu kvenfólki, enda margir höfundarnir ungar kon- ur sjálfar, stundum með raunsæju yfirvarpi en jafnan rómantiskri uppistöðu efnisins og til- finninganna i sögunni. Fyrsta saga Snjólaugar Braga- dóttur, sem út kom i fyrra, var af þessu tagi, sagði frá þremur söll- um i Reykjavik, frjálsum og full- veðja nútimastúlkum og sam- eiginlegri lifsbaráttu þeirra um eitt skeið æskunnar. Það skrýtna viö þessa sögu var hve gamal- dags siðaskoðun og efnisleg markmið sögunnar i rauninni voru og hve eindregnum lifsflótta hún lýsti. Hinar sjálfstæðu nútímakonur sem sagan lýsti kepptu allar að þvi að komast burt, burt, burt frá hversdagsleg- um lifsháttum og starfi sinu, en leiöin i burtu lá reyndar heim til hins „eina rétta” i sæla friðar- höfn hjónalifs að gömlum og góð- um sagnasið. Og þangað komast menn eins og fyrri daginn fyrir dyggðugt liferni — nema dyggðin sýndist i þessu falli einkum fólgin I réttu meðalhófi orða og æðis og viöhorfa og allrar framkomu þá ekki sist i skemmtanalifi og um- gengni við hið heillandi, háska- lega karlkyn. 1 nýju sögu Snjólaugar beinist hamingjudraumurinn eins og áð- ur á burt frá hversdagsleik, en ekki út i heim i þetta sinn heldur heim i sveit. Sagan segir frá önnu, heildsaladóttur i Reykja- vik, hún er komið á þritugsaldur en býr heima hjá foreldrum sin- um, vinnur á skrifstofu föður sins, hún á fimm ára dóttur með Ómari, æskuvini sinum i næsta húsi sem lika vinnur hjá pabba. Allir halda að þau ætli að verða hjón, en i rauninni eru þau bara góðir vinir. Anna býr við ofriki móður sinnar, hinnar finu frúar sem líka hefurkúgaðelsku pabba, sem innst inni hefur aldrei langað til neins nema fá að verða bóndi i sveit. Er hún orðin rauð- sokka? Nú riú, það verður úr að Anna rifur sig upp frá öllu þessu, drifur sig ráðskonu á bæ noröur i Eyja- firði. Það er ekki að þvi að spyrja: hún reynist mesti forkur til verka i sveitinni, fágar allt og prýðir innanstokks á Ashóli, og Hulda litla dóttir hennar unir sér alsæl við grösin og skepnurnar. A bænum búa feðgar þrir, elskulegur gamall maður, yngri sonur hans, sem reyndar er bara heima á sumrin, glaður og kátur félagi, og hinn eldri sonur Hörður, verðandi bóndi á Ashóli, þurr og þrár dulur og harðneskjulegur en ósköp viðkvæmur og góður i sér innst inni. Þarf að spyrja að þvi hvernig fer? Ónei, það er nú óþarft. Það eina sem undrun vek- ur við aðfarirnar er hversu lengi þau eru aö þvi að ná saman, Anna og Hörður, en það er reyndar efni sögunnar hvernig saman dregur og sundur gengur með þeim uns allir eru farnir að örvænta um málalokin, lesandi engu siður en ráðskonan á Ashóli. Það er nýlunda i sögu af þessu tagi aö hispurslaust er gengist við þvi að Anna hafi kynferðishvöt til að bera: það fara um hana losta- kippir ef bóndason tekur á henni. ómar Þ. Ilalldórsson: IIVERSDAOSLEIKUR Skáldsaga ísalold 1973. 104 bls. Ómar Halldórsson er bráðungur höfundur, og heíur þó þessi saga, að sögn, beðið útgáfu ein tvö ár. Ilún er þá samin, eins og að sinu leyti Ijóð Ómars sem áður hafa komið i bók, meðan hann var enn beinlinis á barnsaldri. Þvi er ekki heldur að neita að i Hversdagsleikur er barnsleg, | frumstæðsaga. Engu að siður ber hún glöggan vott rithöfundar- gáfu, hæfileika til að skipa saman j lifandi fólki i raunhæfri atburða- | rás. Að sumu leyti minnir þessi saga á allra fyrstu skáldsögur Guðmundar Danielssonar án þess þó að um nein bein áhrif, hvað þá eftirlikingu sé að ræða. En það er viðlika sögumannsgáfa, frásögu- gleði sem Ómar beinir að sinni sveit og sögufólki og setti svip á þessar gömlu sögur Guðmundar. Það er ekkert óskemmtilegt . heldur að bera sögu Ómars sam- an við algengar sveitalifslýsingar i nýlegum skemmtibókum, þeim sem þó er látið heita að gerist nútildags. Ofugt við allan myndarskapinn i þeim sögum er Ómar Halldórsson allur upp á groddagang. Það skyldi þó ekki vera viðlika mikið eða meir til i Þau bera það lika við að kyssast og sofa dálitiö saman. Svona er sagan frjálslynd: „Hvorugt þeirra var bundið ennþá og þvi skyldu þau ekki njóta þess sem lifið hafði upp á að bjóða. Ég hlýt bara að vera orðin lýsingum hans á einyrkju bænd- um, búskaparháttum og mannlífi, bæði sveitaballi og jarðarför i þessari sögu, og öllu hinu tilfinn- ingarika tilhugalifi i hinum sögunum? Hversdagsleikur gerist á skömmum tima, nokkrum sumardögum eða vikum i sveit- inni. Hún segir frá Guðmundi, syni Guðna bónda í Traðarholts- koti, sem kemur heim úr Reykja- vik til að vinna hjá föður sinum um skeið, og Þorbjörgu kaupa- konu á bænum. Það er nú eitt að Guðmundur bóndason er skáld og hefur gefið út ljóöakver, yrkir eins og tiðkast um „ljóðið” og „dauðann”. Óneitanlega er það efni sögunnar sem að þessu lýtur dálitið hjárænulegt, og vant að sjá hversu alvarlega má taka Ómar Þ. Halldórsson rauösokka, ályktaði hun loks og brosti. En það var þó ekkert ljótt i þessu öllu saman”. En þetta nægir þeim ekki, hvor- ugu þeirra. Til þarf að koma bón- orð á gamla móðinn. Og til að Hörður megni að stynja þvi upp verður honum að vera ljóst að Anna sé á engan máta vanda- bundin Omari, barnsföður sinum, sem er sjálfur að giftast annarri. Þetta skilur Hörður auðvitað ekki nema honum sé sagt það berum og beinum orðum. Og þar með endar sagan að gömlum og góð- um sið. Ég held bara að allt fólk i sögunni sé á einhvern hátt pússað saman i sögulokin, það sem ekki er harðlega gift fyrir, eða þá endanlega úr þeim leik eins og gamli Hallgils. Nógu mikið, meir en svo Hvað sem efnislegum verðleik- um hennar liður er Ráðskona ósk- ast i sveit lipurlega stiluð saga, betur samin og sögð en saga Snjólaugar i fyrra, Næturstaður. Hér er kominn upp skemmti- sagnahöfundur sem áreiðanlega getur stundað iðn sina með góð- um árangri á þvi sögusvæði hversdagsleikans sem hún helgar sér. En Snjólaug flýtir sér ögn of mikið, gæti sjálfsagt stilað lífleg- ar og læsilegar ef hún vandaði ómttr þ. halldórzzon hvers ÉPskaldsaga nofold það. Annars segir sagan eins og vera ber af samdrætti þeirra skáldsins og kaupakonunnar, ást- um sem fá bráðan illan endi eins og gerist í skáldsögum alvörugef- inna ungra manna. En þvi miður er þessi endir á hinu bráðefnilega ástarævintýri öldungis ótrúlegur — þótt hitt væri að visu ótrúlegt lika að þau Þorbjörg og Guð- mundur settu sæl og glöð bú sam- an þar I Traðarholtskoti aö sögu- lokum. Ætli ástir þeirra séu ekki líklegastar að enda eins og gerist með slik ævintýri i og með að sumarið liður, haustið kemur og Reykjavik kallar fólk til sin á ný, hvort heldur er til skólagöngu eða skáldskapariðkana nema hvor- tveggja væri. Þaö sem hins vegar er trúlegt i SNJÓLAUG BRAGADÓTTIR frá Skáldalæk Ráðskona óskastísveit má hafa meó sér barn sig. „Siðan tóku hlutirnar að vixl- ast og myndin fór úr skorðum, þó ekki nógu mikið til að sumir héldu, að hana mætti laga”, segir t.d á fyrstu siðu, þar sem væntan- lega er átt við þó ekki meira en svo að o.s.frv. Fleiri slik dæmi má finna i bókinni, og eins er hinn flati hversdagslegi ritháttur þess- legur að hann mætti pipra upp með svolitið meiri alúð við starf- ið. sögunni, þótt hún sé dálitið gróf og draslaraleg i sniðunum, það er umhverfið, andrúmið sem sagan lýsir. Ósköp er bærinn i Traðar- holtskoti kunnuglegur þar sem • bóndinn hokrar einn með aldraðri móður sinni, sonurinn kemur eins og gestur, aðfenginn vinnukraft- ur, auk kaupakonu til nokkurra vikna, eru tveir strákagemsar úr Reykjavik, og hlaðan gnæfir yfir bæinn hátt upp á hól, en traktor- inn bisar með heyhlössin upp snarbratta, illfæra brekkuna. Þessi brekka veldur raunar ör- lögum i sögunni sem siður skyldi. Sagan er full af þvilikum efnis- atriðum sem vekja traust á höfundinum þrátt fyrir svo glögg- an ungæðishátt — sem raunar fer sumpart bara vel á hinni hressi- legu frásögn ofur hversdagslegra söguefna. Bændurnir i sveitinni koma margir viðlika trúlega fyr- ir, það sem frá þeim er greint, og presturinn. séra Sólmundur, að rifa niður ónýtan reykháf af kirkjunni sinni. Skyldu ekki viðar i þorpum vera til gjaldþrota kaupfélagsfyrirtæki, og það þjóð- ráð að stofna bara lakkrisverk- smiðju til að bæta úr neyðinni? t einhverjum bestu köflum sögunn- ar sem segja frá dauðaleit á fjalli sýnir ómar Halldórsson lika að hann kann skil á virkri náttúru- lýsingu — þótt hinn skáldlegi Jökull sem nokkuð kemur við söguna sé óneitanlega dálitið pjattlegur. En allt á litið held ég að Ómar Halldórsson sé höfundur sem vænta megi af nýtilegra verka — ef og þegar hann kemst til manns. Þegar hann kemst til manns Trésmiðjan VÍÐIR h.f. auglýsir: Lítið ó okkar fjölbreytta húsgagnaúrval Notið yður hagsfœða greiðsluskilmóla Gefið nytsamar jólagjafir Tvö þúsund kr. út og tvö þúsund ú múnuði. Bjóðum yður vandað húsgagnaúrval, s.s. speglakommóður, skatthol, skrifborð, sófaborð og m. fl. úr ólmviði og tekki. Stakir stólar í miklu úrvali. Trésmiðjan VÍÐIR Laugavegi 166— Símar: 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.