Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 15

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 15
Visir. Þriðjudagur 18. desember 1973. 15 Ameriski flugherinn hefur hafið herferð i því að lækka kostnað flughersins og býður 25 doliara fyrir hverja góða sparnaðarhugmynd. Kin tillaga kom frá ungum flugmanni, og lagði hann til — að verðlaunin yrðu lækkuð i 15 dollara. 1 ameriskum háskóla gerði prófessor nokkur tilraun i sálfræðitima. liann setti karlmús i mitt völundarhús og kom kvenmús fyrir i öðrum enda völundarhússins, en mat i hinum endanum. Það sýndi sig, að karlmúsin vildi frekar matinn en kvenmúsina. Skipt var um tegund matar, þannig að útlokað væri, að þetta hefði verið uppáha 1 dsré11ur músarinnar, en það sama gerðist aftur. ,,Af þessu sjáum við,” sagði prófessorinn, „að sulturinn er sterkari kynhvötinni.” Þá segir einn stúdentinn,: ,,En prófessor, hefur þú ihugað þann möguleika, að skipta um kvenmús? Auglýsing í amerísku blaöi: Sláttuvél og fimmtán metrar af stál- vir til sölu. Þvi miöur, selst aðeins í einu lagi. Auglýsing i Sunday Times: Tronipetlcikari hefur til sölu 28 sportjakka með sérstaklega löngum hægri ermum. Auglýsing i blaði: h'rábær ræðumaður leitar að góðu mál- efni. Auglýsing i blaði: óska eftir ódýrum hnakki fyrir ódýran liest af fátækum manni fyrir litla dýra stúlku. 1 lögreglustöð var löng biðröð, og biðu menn eftir þvi að geta borgar sektir. Einn þeirra sagði ergilegur, þegar hann hafði borgað og stóð með kvittunina i hendinni. „Til hvers á ég eigin- lega að nota þessa kvittun?” „Geymdu hana”, sagði maður- inn á bak við afgreiðsluborðið, „þegar þú hefur fengið tiu kvittanir færðu reiðhjól!” „Nei, nú keyrir um þver- bak,” sagði þolinmóður viðskipta vinur. „Nú hefur Osen enn fengið nýjan einkaritara. Hlustið bara á þetta hérna: Vér biðum eftir heiðvirðu svari yðar við tilboði voru, og skrifiö svo eitthvaö um viröingafyllst eða vinsamlega kveðju, litla sæta dúkkan min. Olsen (sign.). Björgunarbáturinn haföi lent á eyðiey, og maður kom hlaupandi og fagnaði skipverj- um innilega, en hann hafði ekki séð hvita menn i 5 mánuði. Þegar hann hafði skýrt frá örlögum sinum, hrósuðu báts- verjar honum fyrir hraustlegt útlit þrátt fyrirerfitt lif, en hvað er að sjá i þér framtennurnar. þær eru hræðilegar útleiknar. — Þær myndu ckki lita betur út i ykkur, sagði maðurinn, ef þið hefðuð strandað á eyöiey ásamt 8« bjókössum og engum upptakara! Sjúklingurinn (sár- þjáður): — Bara að ég gæti dáið! Læknirinn: — Verið ókvíðinn. Ég geri það, sem ég get. Presturinn við Jón sifulla: — Það gladdi mig að sjá yður við aftansönginn i kirkjunni i gær- kvöldi, Jón minn. Jón: — Jæja, svo ég hef verið þar i gærkvöldi. Stúlka, sem skorin hafði verið upp við botnlangabólgu. spurði lækninn: „Sést örið eftir skurðinn?" „Það er undir sjálfri yðar komið,” svaraði læknirinn. Á miðjum vetri voru nokkrir ameriskir hermenn á Græn- landi sendir i æfingarferð, þar sem þeir áttu að lifa af náttúr- inni. Þetta var óvenju hörð æfing þar sem þeir áttu i marga daga að lifa á þvi, sem þeir gætu fundið i þessu lifssnauða landi. Þegar einn hermannanna sneri heim til herbúðanna i febrúar, sagði kunningi hans við hann i spaugi: „Nú, já, þú hefur alveg misst af jólasveininum i ár." „Misst af honum?” hvæsti hann. „Ég át hann!” Strákur i Ameriku spurði föður sinn: „Pabbi voru Indiánarnir nokkuö meiri og betri menn en við?” Faðirinn hnyklaði brýrnar og hugsaði: „Ja,” sagði hann, „Indiánarnir stjórnuðu. Það voru engir skattar hjá þcim, þeirskulduðu aldrei neinum, og kvenþjóðin vann öll erfiöu störf- in. Kr hægt að komast lengra i nokkru þjóðfélagi?” Það var kappakstur i A- Berlin. Keppendur voru tveir, ameriskurog rússneskur. i dag- blööunum stóð daginn eftir: „Rússneski billinn var númer tvö. Sá ameriski varð næst- siðastur.” Þú kaupir ekki Völvo vegna útlitsins Volvo selst fyrst og fremst vegna traustra eiginleika, jafnt í byggingu sem í akstri. Enda tala sölutölur í Volvo verðflokki sínu máli: BÍLAR í VOLVO VERÐFLOKKI 1972 SELDIR: 1. VOLVO 140 381 2. TOYOTA CORONA 161 3. FORD MERCURY 124 4. SAAB 99 79 5. OPEL REKORD 68 6. CITROÉN DS 66 7. CITROÉN GS 57 8. PEUGEOT 504 505 52 9 TOYOTA CROWN 47 10. CHEVROLET NOVA 35 Volvo öryggi er meðal annars: Innbyggður öryggisbiti i öll- um hurðum til varnar i hliðarárekstrum. Öryggispúði í miðju stýrinu. I árekstri gefur stýrisbúnaðurinn eftir á tveim stöðum, auk þess sem púðinn ver ökumanninn fyrir meiðslum. Stillanleg stólbök búin sérstökum öryggislokum, sem gefa eftir vió mikinn þrýsting, t.d. ef ekið er aftan á bifreiðina. Hemlakerfi, löngu heims- þekkt sem eitt hið örugg- asta, sem til er. Þrihyrningsvirkni tvöfalda kerfisins í Volvo heldur 80% hemlunargetu, þó að annað kerfið bili skyndilega. Farþegarými, sem er hannað innan i niðsterka öryggisgrind, til verndar ökumanni og farþegum. ÞAÐ ER KOMIÐ í TtZKll AÐ FÁ MIKIÐ 5'v^y°) FYRIR PENINGANA SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200 Við tökum notaða bíla upp í greiðslu á nýjum. Athugið lánakerfi Veltis h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.