Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 6
Vlsir. Þriöjudagur 18. desember 1973. VÍSIR Otgefandi: - Heykjaptont hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Slmar 11660 866li Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611, Ritstjórn: Sl&umóla 14. Slmi 86611 (7.ífnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuói innanlands I lausasöiu kr> 22.00 eintakift. Blaftaprent hf. Gefur góðan tón Breta skortir rafmagn og hita, ekki vegna að- gerða Araba, heldur vegna óbilgirni eigin manna. Félög kolanámumanna hafa bannað yfirvinnu að undanförnu og lestarstjórar fara sér hægt við störf. Þannig fer sjálfseyðingarhvötin með Breta i kjaradeilum, einmitt þegar orkuskortur er að hvolfast yfir iðnaðarþjóðir heims. Ólikt höfumst við að. Fréttir af samningamál- um hér heima eru ólikt hugnanlegri. Rikisvaldið og opinberir starfsmenn hafa gert með sér frjáls- an samning án úrskurðar kjaradóms. Venjulega hefur kjaradómur orðiðað koma til skjaíanna, þegar i óefni er komið, svo að óvenju vel og skynsamlega virðist hafa tekizt til i þetta sinn. Gefur það góðan tón og ætti að hafa áhrif á hina al- mennu kjarasamninga, sem nú standa yfir. Meginlina samningsins við rikið virðist vera i samræmi við almennar skoðanir um þessar mundir. Launahækkunin er ra£ins mest hjá þeim lægst launuðu og minnkar eftir þvi sem ofar dregur i launastigan- um. Hinir lægst launuðu fá 25% hækkun, hinir hæst launuðu 3% hækkun, en að meðaltali er hækkunin um 6%. Menn viðurkenna almennt, að hinir lægst launuðu i þjóðfélaginu hafa ósæmilega lág laun i þvi verðbólguástandi, sem nú rikir. Þess vegna var nú brýnna að bæta kjör þeirra en að hækka laun almennt. Þetta styttir auðvitað launastigann og skapar hættu á, að duglegir og menntaðir menn fari úr þjónustu rikisins á frjálsa markaðinn eða jafnvel til útlanda, þar sem launamunur er margfait meiri. Þess vegna má þess ekki vera langt að biða, að traustari stjórn taki við efnahagsmálum og fjármálum landsins og aðstaða myndist til að bæta einnig kjör mestu hæfileikamannanna. En um sinn verða þeir að biða, þvi að kjarabætur láglaunafólks er brýnna verkefni. Sá ljóður samningum, á þessum annars ánægjulegu starfsmatið var fellt úr gildi. Starfsmatið var merkileg tilraun til visindalegs mats á störfum i þjóðfélaginu. Það gaf vonir um, að umræður um launamun starfshópa kæmust á ekynsamlegra stig. Og þessi tilraun gaf góða raun i fyrstu. Auðvitað má alltaf endur- skoða og leiðrétta slika tilraun. Skoðanir manna geta breytzt á þvi, hve launamunur eigi að vera mikill. Og skoðanir geta lika breytzt á þvi, hve þungvægir einstakir liðir matsins eigi að vera. Allt þetta mátti gera án þess að fleygja matinu sjálfu fyrir róða. Ef matið endurspeglaði ekki lengur frjálsa markað- inn, átti að breyta því til samræmis við það. Þannig hefði smám saman átt að vera hægt að færa matið til samræmis við raunaveruleikann og gera það sifellt að gagnlegra hjálpartæki. En barninu var fleygt út með baðvatninu eins og enskurinn segir. — JK. Kristján Thorlacius forseti bandalags starfsmanna Almenningur á Vesturlöndum greiöir fyrir sérvizku olíufurstanna, og meö þvi aö hækka slfelit olluverö- iö bæta þeir sér upp söluminnkunina. Gœtu stöðyað olíu- dœlurnar í tvö ár Sala lúxusbila hefur ekkert dalað i Kuwait, og þar kostar literinn af bensininu i kringum sex krónur. — Ilvorutveggja skýtur nokkuð skökku við þvi, sem Vestur- landabúinn á að venjast um þessar mundir. Það fyrsta, sem menn reka lika augun i, þegar þeir koma til Kuwait þessa dagana, er fjöldi elda, sem brenna hér og þar i eyðimörkinnii. Það eru umframbirgðir af jarðgasi, sem þar er verið að brenna, vegna þess að i Kuwait vita menn ekkert, hvað þeir eiga við það að gera. Bakslagið frá olíubyssu Araba hefur lítið sagt til sin þarna enn sem komið er. Svo á reyndar við um hin framleiðslulöndin lika. Þau hafa aldrei fyrr haft jafn- miklar tekjur og núna og hafa þó minnkað oliuframleiðslu sina um rúmlega 30%. Arabarnir, sem dregið hafa úr oliuframleiðslunni i tilraunum sinum til þess að fá Israelsmenn til að skila aftur hernumdu land- svæðunum frá þvi 1967, segjast munu ef nauðsyn krefur, halda áfram samdrættinum. þar til oliutekjurnar eru komnar niður i 75% af heildartekjunum árið 1972. Efnahagsstofnun Austurlanda nær áætlar, að langt sé i land til þess. Verð á óunninni oliu hefur hækkað um 70% siðan 1972 og fer enn hækkandi. Þvi er liklegt, að arabisku framleiðendurnir geti minnkað framleiðsluna niður i 45% af ársframleiðslunni 1972, áöur en heildartekjurnar fari nið- ur fyrir 75%. Einn hagfræðingur þar eystra hefur haldið þvi fram, að gjald- eyrissjóðir Arabalandanna séu svo digrir orðnir, að þeir geti steinhætt að dæla upp oliu i tvö ár, án þess að liða nokkurn skort. Fyrir þær sakir merkja ferða- menn, sem koma á þessar slóðir, engar breytingar á dagfari manna þar. Ekki enn. Ýmsar minni háttar afleiðingar hefur þetta þó haft fyrir Arabana, og þær gætu orðið alvarlegri, ef sölubannið stendur mjög lengi. Til að mynda er farið að bera á skorti á flugvélabensini i Egypta landi og Libanon. Japanskt flug- félag, sem hélt uppi sex ferðum i viku til Kairó. fer nú aðeins eina. Beirút, höfuðborg Libanons og miðstöð flugumferðar á þessum slóðum, á sitt undir innflutningi frá Evrópu, og flytur þaðan inn t.d. 50% af flugvélabensini. Stjórnin hefur þegar byrjað að skammta sölu eldsneytis til er- lendra flugfélaga og hefur hækk- að söluverðið um 166%. — Liban- on, sem framleiðir ekki oliu og þarf að flytja inn oliu frá t.d. Hol- landi, skortir orðið ýmsar oliu- tegundir tilfinnanlega. En annars staðar við Persaflóa, þar sem aðal oliuframleiðendurn- ir, eins og Kuwait, Saudi Arabia og Abu Dhabi hafa öll sinar oliu- hreinsunarstöðvar, er sko enginn skortur á neinu sliku. Leiðir flestra flugfélaganna liggja orðið til Kuwait til þess að fylla bensin- geymana. 1 vissu tilliti eru Arabar þó ögn farnir að finna bakslagið frá oliu- vopni sinu. Meðan efnahagslif Vesturlanda biður skaða af oliu- kreppunni, þá finna þau Araba- á tveim vestur-þýzkum drossium, hefði sent skeyti: „Engin olia — engir bilar”. Auk svona minni háttar til- kenninga, er ýmislegt, sem bend ir til þess, að riki, sem ekki hafa auðuga varasjóði eins og Saudi Arabia og Kuwait, geti ekki lengi haldið uppi sölubanninu, án þess að það komi niður á uppbygg- ingaráætlunum þeirra. Af þessum sökum var Abu Dhabi mjög á móti þvi, þegar fyrsti 25% samdrátturinn var gerður á oliuframleiðslunni. Leiðtogi þess, Zayed sheik, hefur opinberlega lýst sig andvigan frekari niðurskurði framleiðsl- unnar, þótt hann hafi i verki fylgt hinum Arabarikjunum. Abu Dhabi hefur ekki yfir að ráða þeim varasjóðum, sem þarf til langtima sölubanns. Sheikinn hefur heldur engan hug á þvi að styggja japanska vini sina eöa Vesturlandamenn, né heldur að •Olíuhreinsunarstöö I einni evöimörkinni. 1 Kuwait veröa þeir aö brenna ' gasin^flivi aö þeir vita ekki hvaö þeir eiga annaö viö þaö aö gera. rlkiife- sem kaupa vörur frá Vesfurlöndum. fyrir þvi. Til þessa hefur það mest komið fram i töfum á innflutningi þungavéla, stálvörum, bila og annarra iðn- aðarframleiðslu. Ýmis skipafélög á Vesturlönd- um hafa tilkynnt umboðsmönnum sinum i Beirút. að þeir verði að fækka ferðum sinum tii hafna i Austurlöndum nær vegna hækk- aðs oliuverðs og skorts á oliu - Kaupsýslumaður i Beirut skýrði frá þvi, að bilaútflytjandi einn i Vinarborg, sem fengið hafði pönt- un frá milljónamæringi i Kuwait missa oliutekjur sinar. En póli- tiskt er honum engra annarra kosta völ en fylgja arabisku risunum. En mestu vandræði Arabanna vegna oliusölubannsins hljóta að liggja i náinni framtið. Þegar oli- an hækkar sifellt og skortir um leið. þá hlýtur framleiðslu- og flutningskostnaður ýmiss varn- ings, sem Arabar þurfa að kaupa af Vesturlandamönnum, að hækka. Þeir eru þvi i rauninni að flytja út verðbólgu, hrinda af stað öldu. sem hlýtur að skola að þeirra ströndum sjálfra aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.