Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 11

Vísir - 18.12.1973, Blaðsíða 11
Yisir. Þriðjudagur 18. desember 1973. 11 Hetja þorskastríðs- ins forseti F.F.S.Í. Guðmundur Kjærnested, skipherra á varðskipinu Ægi, var kjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands tslands á laugardag til tveggja ára. Yfir 50 fulltrúar sátu þingið að þessu sinni og var fjöldi sam- þykkta gerður i kjaramálum, vitamálum og öryggismálum sjó- manna. Forseti þingsins var Guðmundur Oddsson, skipstjóri. Fyrrverandi forseti, Guðmundur Pétursson vélstjóri, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en hann hafði verið forseti sam- bandsins undanfarin fjögur ár. Voru honum þökkuð ágæt störf i þinglok, en þinginu var slitið á laugardag. —EA Gleymdi að kveikja á þjófabjöllukerfinu — 150 þús. fátœkari Það er ekki alltaf nóg að hafa fullkomið þjófabjöllu- kerfi, ef það er ekki sett i gang. Kjartan Ásmundsson gull- smiður varð fyrir slæmu skakkafalti af þess völdum á föstudagsnóttina. Þá fór raf- magnið af allri borginni i fimmtiu minútur, og á meðan notuðu þjófar tækifærið og brutust inn i skartgripa- verzlun gullsmiðsins. Brutu þeir sýningargluggann og stálu þaðan armböndum, trúlofunarhringum og háls- festum fyrir um 150 þúsund krónur. Þrátt fyrir að rafmagnið hefði farið, þá átti það ekki að koma að sök fyrir þjófabjöllu- kerfið sem gengur fyrir raf- magni. En i þetta sinn hafði láðst að setja það i gang, og þvi fór sem fór. —ÓH Glœnýr /eppi gjöreyðilagðist — ökumaður og farþegi stungu af, eit hringdu daginn eftir Glænýr Bronco-jeppi gjör- eyðilagöist aðfaranótt sunnu- dagsins. er honum var ekið út af sjö metra háum kanti i Artúns- brekkunni. Jeppinn fór út af vinstra megin brekkunnar. þannig að hann hefur ekið þvert yfir gang- stæöu akreinarnar áður. Jeppinn fór á hvolf út af veginum. Þegar lögreglan kom á staðinn, var ökumaður bif- reiðarinnar hvergi nálægur, en þetta var um klukkan fjögur um nóttina. Klukkan ellefu næsta morgun hringdi eigandi bif- reiðarinnar til lögreglunnar. Sagðist hann hafa verið farþegi i bifreiðinni, en kona hans hefði ekið. —ÖH ftyrstur með fréttimar vtsm HAGST^>ði^greiðsluskilmXlar .j%udjámson hf. V ShtOagötu 2Ó í O ssJsbÉw! 0 □ Electrolux Komdu ogkysstu mig Nú er yöur óhætt. Þér getiö komiö meö hvers- kyns litaprufur til þeirra málningarsala, sem verzla meö Sadolin. Sadolin, heimsþekkt málning fyrir gæöi og end- ingu, blandar 1130 litbrigöi eftir yöar eigin óskum. Sadolin er einasta málningin, sem býöur yöur þessa þjónustu í lakkmálningu, olíumálningu og vatnsmálningu. Reyniö Sadolin og sannfærizt, - kossinn má bíöa þangaö til þér eruö búnar aö sjá árangurinn. Sadolin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.