Vísir - 07.01.1974, Side 6

Vísir - 07.01.1974, Side 6
6 Vísir. Mánudagur 7. janúar 1974 VÍSIR (jtgefandi i-ReyWjaprient hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétifrsson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreibsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611. y Ritstjórn: Siftumúla 14. Simi 86611 (7,lfnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 22:00 eintakib. Blaöaprent hf. _________ Framtíðarspár vantar Við vildum gjarna geta skyggnzt inn i fram- tiðina og kannað, hvað hún ber i skauti sér. Er liklegt, að fiskigengd verði meiri eða minni eftir nokkur ár eða nokkra áratugi, og hve mikil verður breytingin? Hver verður breytingin á mengun sjávar á þessum tima og hvaða áhrif hefur hún á fiskveiðar okkar? Verða breytingar á neyzluvenjum erlendis og hvernig eigum við að laga okkar fiskiðnað eftir þeim? Verður oliu- skortur til að spilla fyrir útgerð vélknúinna fiski- skipa eða jafnvel hindra hana? Slikum spurningum vildum við geta svarað á mörgum sviðum. Við komumst næst þvi með þvi að gera hagtöluspár fram i timann. En við höfum eins og aðrir hvað eftir annað rekið okkur á, að þvi fer fjarri, að þessar spár standist. Þær byggj- ast jafnan á þróun liðandi stundar og gera ekki ráð fyrir skyndilegum brey tingum, sem erfitt eða ógerlegt er að sjá fyrir. Aætlanagerð á íslandi sem annars staðar er þessum annmarka háð. Eitt frægasta dæmið um slikar spár er heimsenda- spáin, sem Rómar- klúbburinn lét gera og fól i sér þá niður- stöðu, að stöðva yrði hagvöxt hið bráðasta. Siðan hafa aðrir fræðimenn gert þessa spá hlægilega með þvi að beita sömu reikningsaðferðum við aðstæður á nitjándu öld og sanna með þeim, að mannlif á jörðinni ætti þegar að vera liðið undir lok. Staðreyndin er sú, að stöðugt eru að koma til sögunnar nýjungar, sem gerbreyta högum mann- kyns, án þess að nokkurn hafi órað fyrir þeim áður. Sumir fræðimenn á þessum sviðum hafa reynt að komast hjá þessum vanda. Þeir áætla tiðni og áhrif hinna óvæntu nýjunga. Og þeir reikna út mismunandi þróunarbrautir, bjartsýnar og svartsýnar, svo að hægt sé að átta sig á mismun- inum, sem er á milli þeirra. Og þeir gefa upp mis- munandi möguleika á þróunaráttum, sem sumar hverjar eru gagnstæðar. Ein kunnasta stofnun á þvi sviði er Hudson- stofnunin bandariska, sem gefið hefur út spár um þróun stjórnmála og efnahagsmála til næstu aldamóta. Slikar spár geta verið hinar gagn- legustu, þvi að þær gefa til kynna, i hvaða áttir þarf að ýta þróuninni til að forðast hættuástand og koma á hagstæðum skilyrðum. Slika stofnun ættu íslendingar að fá til að gera spár um framtið landsins á næstu áratugum, óveðursský og góð- viðrisbólstra á þeirri ferð. Slikar spár gætu hjálpað okkur á mörgum sviðum og hindrað okkur i að flana að feigðarósi. Hve mikil áhrif er liklegt, að mengun heimshaf- anna og ofveiði á íslandsmiðum hafi á framtið sjávarútvegs okkar? Og i framhaldi af þvi, hve stór á fiskiskipafloti okkar að vera? Hvaða stefnu eigum við að hafa i landbúnaði með hliðsjón af afurðagetu landsins og ibúafjölda? Hve mikill má ibúafjöldi landsins verða, án þess að þjóðarhagur hætti að batna, ef tekið er tillit til óvæntra ytri aðstæðna eins og oliuskortsins? Hversu mikið átak eigum við að gera i vistfræðilegum efnum? Heimsendaspá Rómarklúbbsins gefur okkur tilefni til að gefa framtiðinni betri gaum og fá einhverja vandvirka stofnun á þessu sviði til að benda okkur á hættur og möguleika framtíðar- innar. —JK Carlos Arias Navarro, hinn nýi forsætisráóherra, fyrrum borgarstjóri Madrid er 65 ára að aldri. Sem yfirmaður rikislögreglunnar gat hann sér orö fyrir hlutleysi, en ákafur talsmaður þess að halda uppi lögum og reglu. Hið nýmyndaða rikis- ráð Spánar, nitján tryggir stuðningsmenn Francisco Franco hers- höfðingja sór embættis- eið sinn á föstudaginn. Siðar þann dag hélt það sinn fyrsta formlega fund með Franco i höll hans E1 Pardo. Það kom mönnum töluvert á óvart, hvernig hinn nýskipaði forsætis- ráðherra, Carlos Arias Navarro, stokkaði upp i stjórninni, vék frá sér- fræðingum, sem stjórn- að hafa landinu i meir en áratug og kvaddi i staðinn til ,,ekta stjórn- málamenn”, eins og fréttaskýrendur vilja orða það. Umskiptin sýna sveiflu til hægri, sem mönnum þarna hefur þótt þörf fyrir til þess að endurvekja traust á landinu út á við, en það beið ekki svo litinn hnekki við hinn hrylli- lega dauðdaga Luis Carrero Blanco for- sætisráðherra 20. desember s.l. Það orð fer af Arias Navarro eftiráttaár sem innanrikismála- ráðherra og æðsti yfirmaður rikislögreglunnar, að hann sé hlutlaus tiltölulega, en þeim mun eindregnari talsmaður fyrir lög og reglu. Það þarf þvi ekki völvu llllllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson til að spá þvi, að liklegasta afleiðing stjórnarskiptanna verði harðari tök tekin á hryðjuverka- mönnum, sem hafa fært sig æ meir upp á skaftið, á verkföllum, sem beint hefur verið gegn stjórninni, og á mótmælaað- gerðum hvers konar. Að öðru leyti verða aðalverk- efni hinnar nýju stjórnar til að glima við, hvernig beina megi stjórnmálaafskiptum Spánverja inn á jákvæðari brautir en mót- mælaaðgerða og verkfalla, og hvernig ráðið verði fram úr efna- hagsvanda, sem fylgir i kjölfar orkukreppunnar. Spánn hefur enga stjórnmálaflokka, og Spán- verjar kvarta oft undan þvi, að þá skorti aðstöðu til að láta að sér kveða i stjórnmálum. Arias Navarro valdi sér hvorki meira né minna en þrjá aðstoðar- forsætisráðherra til þess að dreifa ábyrgðinni og auðvelda sér að ná settu marki i mest aðkall- andi verkefnunum. Jose Garcia Hernadez, fjármálasérfræðingur og lögmaður var sá fyrsti þeirra, en hann er um leið innanrikis- málaráðherra, en þvi embætti gegndi Navarro. Hann ber ábyrgð á þvi að það riki friður og regla á hlutunum. Aðstoðarfor- sætisráðherra númer tvö og um leið fjármálaráðherra var til- nefndur Antonio Barrera de Irimo, sem er nú settur til að stýra efnahagsþróuninni. Verð- bólgan á nýliðnu ári var um það bil 14% meiri en árið 1972. Þriðji var Lieinio de la Fuente og hann er um leið atvinnumálaráðherra. Jose Utrera Molina heitir falangisti einn, sem nýtur áhrifa i nýju stjórninni, en honum er falið að skapa Spánverjum löglegar leiðir til stjórnmálaafskipta, sem þýðir þó ekki, að þeim komi til með að liðast að stofna stjórn- málaflokka. Enn sem fyrr verða þeir lika að orða skoðanir sinar svo að ekki styggi lögleg yfirvöld. Spænsk blöð, sem eru ekki með þeim opinskáustu i heimi, fögnuðu hinni nýju stjórn og öll i kór voru sammála um, að þarna byðist Spánverjum nýtt tækifæri til að sina stjórninni stuðning sinn. liið áhrifamikla blað ABC, sem er konungssinnað skrifaði, að þó hefði nýskipanin „mistekizt að halda uppi merki framhalds i stjórnarstarfinu, sem hefði þó verið ráðlegt til að viðhalda trausti”. (!) Og i svipuðum dúr véfréttar- innar i Delfi létu önnur blöð ámóta athugasemdir fylgja hrósyrðum sinum um hina nýju stjórn, sem þau óskuðu allrar blessunar. Franco hershöfðingi með forsætisráöherra sinum fyrrverandi Carrero Blanco aðmirál, sem lét lffiö með sviplegum hætti núna ekki alls fyrir löngu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.