Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 2
2 rimsm: Hversu oft farið þér að jafnaði til hárskera? Guðmundur Sveinsson, skrif- stofumaður: — Mjög sjaldan nú- orðið, enda er vöxturinn farinn að hægja á sér svona á seinni árum. Samt kæri ég mig ekki um, að hárið verði sftt, og fer þvi við og við til rakara. Þórhallur Jónsson: — Svona ann- an hvern mánuð og læt þá snyrta hárið. En oftast hefur maður sig ekki af stað fyrr en farið er að suða i manni heima. En það er ágætt að láta skera hárið nokkuð oft, þvi þá ber ekki eins mikið á sliti. Bogi Jónsson, verkamaöur: — Það er misjafnt, en oftast með um 2 til 3ja mánaða millibili. En auð- vitaö ætti maður að drifa sig oftar til rakara. Svo þarf lika að láta snyrta skeggið. Sveinlaugur Kristjánsson, endur- skoðunarnemi: — Yfirleitt með um tveggja og hálfs mánaðar frésti. Ég hef nokkuð fasta reglu á þessu. Að undanförnu hef ég allt- af farið til sama rakara. Karl Helgason, starfsmaður á Bæjarsimanum: — Venjulega einu sinni i mánuði. Ég myndi ekki kunna við sjálfan mig, ef hárið fengi að vaxa mikið lengur umfram það. Þorsteinn ólafsson, afgreiðslu- maður: — Það er nokkuð mis- jafnt, en þegar ég er i bænum, fer ég mánaðarlega. Ég fer ekki allt- af til sama rakarans, og mér finnst þeir vera nokkuð misjafnir. Visir. Þriðjudagur 15. janúar 1974. Frímerki með útlendu sniði „Þann 22. desember siðast- liðinn var ég undirrituð stödd að skemmtistaðnum Lækjarteigi 2 ásamt nokkrum kunningjum. Þá bar að borði þvi, sem við sátum við, Gústaf Agnarsson, lyftinga- kappa. • — — —— —- Hann spurði hvort ég stundaði einhverjar iþróttir. Ég sagði nei, en sagðist vera að hugsa um að fara i handbolta eftir áramót. Hann sagði: ,,AUt i lagi, viltu skrifa undir þetta hjá mér?” Hvað er þetta? spyr ég. Hann segir, að hann sé að safna undir- skriftum hjá iþróttafólki til þess að mótmæla skrifum hjá vissum aðilum, sem væru að niða lyftingar sem iþróttagrein niður. Ég endurtók að ég væri ekki byrjuð á neinum iþróttum, en hann sagði það ekki skipta neinu máli — svo ég skrifa undir eins og fávis kona. Þar sem ég i raun og veru hafði enga hugmynd um, hvað ég var að skrifa undir og þar sem ég var ekki einn af 100 beztu iþrótta- mönnum landsins, biðst ég hér með afsökunar á að hafa skrifað undir þetta niðrit.” Virðingarfyllst, Iris Lilja Blandon Frimerkjasafnari skrifar: ,,Ég vil með þessu bréfi lýsa vonbrigðum minum með stefnu þeirra, sem sjá um útgáfu á fri- merkjum hér á landi. Maður kemst ekki hjá þvi að veita eftir- tekt, hvað islenzku frimerkin eru farin að likjast i útliti erlendum frimerkjum. Sem nærtækt dæmi mætti nefna, að hætt er að hafa kr. hjá verðgildi merkjanna. Það er sami hátturinn og sjá má á erlendum frimerkjum. Gott dæmi um þetta eru fri- merkin, sem gefin voru út i tilefni 100 ára afmælis islenzka fri- merkisins. Að lokum vil ég svo láta i ljós þá von mina, að þjóðhátiðar- merkin verði islenzku fri- merkjunum ekki til skammar.” „VISSI EKKI, HVAÐ ÉG SKRIFAÐI UNDIR" Leyfíst bankastjórum allt? Kyrirspurn til hr. bankamálaráð- herra Lúðviks Jósefssonar: Af gefnu tilefni leyfi ég mér að spyrja: Er bankastjóra rikisbankanna heimilt að kaupa eða sjá um kaup á vixlum, samþykktum af hluta- félagi, sem hann sjálfur er skráð- ur i stjórn hjá, ásamt konu sinni og fleirum? Leyfist honum að útvega hluta- félagi sinu rekstursfé á þann hátt? Er hann sjálfur ábyrgur, ef vanskil verða, eða ber bankinn ábyrgð á þess konar verknaði hans I starfi? Er það samkvæmt embættis- heiti hans við bankann að loka augunum, þegar hann sér vixla, sem bankinn kaupir samþykkta af fyrirtæki hans með pr.pr. stimpli fyrirtækisins, en undir- ritaðan af prókuúrulausum manni? Ber ekki stjórnendum hluta- félaga skylda til að vita, hver hef- ur skrásetta prókúru fyrirtækis- ins? Ber ekki bönkum að rannsaka, hvort prókúruheimild sé fyrir hendi á vanskilavixlum, sem þeir láta innheimta? Ber innheimtumönnum bank- anna ekki skylda til að rannsaka, hvort vixlar þeir, sem bankar af- henda þeim til innheimtu, séu samþykktir með skrásettri prókúruheimild? Ber bankastjórum rikisbank- anna ekki skylda til að svara áríðandi embættisbréfum til bankans? Getur bankastjóri sagt, að hann svari aðeins þeim bréfum, sem hann vilji svara? Ber það vott um virðingu fyrir bankanum að kvitta fyrir mót- töku bréfsins á afritið, en svara þvi ekki? Ber yfirstjórn bankans (banka- ráð) ekki skylda til að svara bréf- um til bankaráðs? Virðingarfyllst, Þórhallur Þorgeirsson. P.S. Kærur viðkomandi þessu máli hef ég lagt inn til Sakadóms. Virðingarfyllst, Þórhallur Þorgeirsson. Flóttinn fró Afríku Það eru tæp 120 ár siðan Livingstone fann Viktoriufossana i ferð sinni yfir miðhluta Afriku, algjörlega ókunn lönd með villimönnum og villi- dýrum, mannætum og ókunnum ógnum, sem enginn gat sagt fyrir. A dögum Viktoriu Bretadrottningar var nýlendustefnan i hámarki, ókunn lönd i Afriku voru könnuð, náttúruauöæfi fundust, námur og plantekrur voru fundnar og ræktaöar af framtakssömum félögum og einstakling- um. Heilar borgir spruttu upp I miðjum frumskógunum eða þúsund km frá sjó, vegir og járnbrautir voru lagðar. Fólkið lagði hart að sér og hafði það gott, miðað við evrópskan mælikvarða. Striðið Siðari heimsstyrjöldin breytti öllu. Bretaveldi hrundi eins og spilaborg, þegnar landsins eða fyrrverandi nýlendu stóðu skyndilega einir eftir, sviptir vernd laga og réttar. Afkomendur mannæta og villimanna voru aftur við völd. Þetta viröist kannski eðlilegt, en spor hvitu landnem- anna verða aldrei afmáð I Afriku. Inn i skýjakljúfa og einbýlishús hvita fólksins hafa flutt svertingjar af ættflokki forsetans eða svertingja- kóngsins. Almenningur — svertingjarnir búa ennþá i moldar- og strá- kofum sinum, verr settir en áöur. öfund og offjölgun Nú geta sumir svertingjar jafnvel séð sjónvarp og horft á undur heims- ins og dásemdir, sem þeir munu aldrei njóta. öfundin út i hvita mann- inn og minnimáttarkennd hvetja svertingjana til að hrella þær hvitu eftirlegukindur, sem enn finnast i þeim svörtu löndum, sem hvita fólkið byggði upp, þar sem áöur var óræktað,urð og kjarr, pöddur og pestir. Trúboðar og meðul þeirra hvitu og fleiri aökomusiðir röskuðu jafnvægi lifsins i Ariku. Svertingjum fjölgaði svo ört, að viöa er algjör hungurs- neyð, þvimnd og afkomuvenjur svertingja fylgdust ekki að. 1 Rhodesiu eru hvitir og svartir bændur hlið við hliö. Þeir fá sömu fræðslu i sömu skólum, hvíti bóndinn er ánægður, ef hann fær 30 poka af maís af ekru, þegar sá svarti er ánægður meö einn poka. Mismunurinn er galdrar i hans augum. 1 augum hvita bóndans er það leti og kæruleysi og fast- 'heldni á forna siöi, sem veldur uppskerumismuninum. Hungursneyðin I Eþiopiu er gott dæmi um þetta. Það var enginn skortur á læknum og trúboðum frá fjölda landa, mannfjöldinn tifaldaðist á 80 árum eins og víöar i Afriku, en uppskeran brást, ofbeit og frumstæð akuryrkja fæddi ekki fólkiö. Prestar og læknar þeirra hvitu linuðu þjáningar eins svert- ingja sem hundraðfaldaði kyn sitt á einum mannsaldri, fyrir bragðið liða milljónir svertingja, hundruö þúsunda eru taldar hafa soltið I hel. Þetta er þó opinbert leyndarmál sem svertingjakeisarinn hefur leynt furðulengi, erlendir ferðamenn og blaöamenn fljúga framhjá þessum landsvæðum og gjafir frá velgerðarstofnunum eru sagðar hverfa, I stað þess að bjarga nauðstöddum. Hrun Bretaveldis Fyrir áratug voru um 50 þús. hvitir menn I Kenya og 200 þús. Indverjar. Um 10 millj. svertingjar. Þessi fámenni hópur hvitra manna og Ind- verja gerðu landiö að einu mesta akuryrkjulandi heimsins, sama má segja um flest önnur brezk landsvæði i Afriku. Svertingjar þjóðnýttu búgarðana og ætluðu að verða rfkir og voldugir. Það fór á annan veg. Þeir nenntu ekki og kunnu ekki að vinna og brátt fannst þeim betra að sækja ameriskt gjafakorn. Eins er það i Tanzaniu. Þar lifa 25 brezkar fjölskyldur ennþá á búgörðum sinum, sem þær ruddu úr óræktinni, eftir strið, er þær fluttust til Tanzaniu. Forseti landsins skoðaöi landnámið og sagði þeim, að þær yrðu aðfara. Þar mættu hvitir ekkert eiga.þeim yröi borgað fyrir eigur sinar. Þar i landi mega hvftir menn ekki taka meira með sér en sem svarar HALFUM Fólksvangi, i skiptum fyrir tugi þúsunda nautgripa og húsakost og ræktað land. Á nærbuxunum 1 Zambiu, fyrrum N-Rhodesia, var maður, sem hafði búið þar 116ár, og félagi hans, hvitur maður fæddur þar, sem björguðust til S -Afriku á nærbuxunum. Þeir voru svo dónalegir að tilkynna innbrot hjá sér og var haldið i „svartasteini” án dóms og laga i 6 mánuði, þar til þeir smygluðu skilaboðum til Bretlands, sem gat fengið þá lausa. Allar eig- ur þeirra gufuðu upp, 2 vörubflar, hjólhýsi og pjönkur, jafnvel var þeim meinað að taka sparifé sitt úr Zambiubanka. Mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna eru ekki áhugasamar um svona mál. Né heldur þótt hundruð þúsunda Indverja séu hraktar á sama hátt úr þessum löndum, eða héilu svertingjaþjóðunum sé nær útrýmt af valdaflokki svörtu forsetanna. Loforð, loforð Við lýðveldistökuna eru svertingjaleiðtogarnir bjartsýnir og Bretar lika. Ný stjórnarskrá, þar sem öllum er heitið jafnrétti, kannske eru 10 svertingjaþjóðir innan sama lands, auk Asiu- og Evrópubúa. Eftir nokkrar stjórnarbyltingar eru loforöin gleymd. Landið lifir á styrkjum frá löndum hvitra manna, eignaréttur og lög gleymd, en einn hópur svertingja af einum ættflokki ræður. Það vantar ekki ræðuhöld svertingja hjá SÞ og útskýringar, hve S-Afrika og Portúgalir séu vond- ir og vitlausir,að hlaupa ekki frá löndum sinum og eignum. Á meðan eru milljón svartra verkamanna frá svörtu löndunum, sem þykjast heppnir að geta fengiö atvinnu i S-Afriku og fætt fjölskyldurnar í heimalöndunum. Ian Smith i Rhodesiu segir að svertingjar séu að ganga i gegnum bernskubrek og hljóti að þroskast. Mannfórnir Eitt af nýju svertingjarikjunum er konungsrikið Swaziland. Höfuð- borgin er litið þorp, á stærð við Akureyri. Þar i „borg” eru vist 5 fimm hæða byggingar frá nýlendutimanum. I landinu er kóngur, sem hefur að sögn 100 drottningar. Þrátt fyrir öflugt kristniboð eru landsbú- ar trúir fornum öndum og galdratrú. Nú á kóngurinn i basli, þvi einn bróðir drottninganna varð vis að hafa drepið mann tilfórna i helgiat- höfnum þeirra, nú þarf að velja, hengja manninn - - - eöa ekki. Sagt er, að ferðamenn megi vara sig i Afriku vegna galdramanna, sem noti þá til mannfórna. Viggó Oddsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.