Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 15. janúar 1974. 7 Hvað er avocado? — Ijúffengur suðrœnn ávöxtur, sem hefur fengizt hér á landi á þriðja ár, en er sáralítið keyptur — nokkrar tillögur um notkun avocado — IIIMIM 1 = SIÐAIM I Þórunn Sigurðardóttir Þaö er nú orðið alllangt siðan byrjað var að selja avocadoperur hér á landi. Þessi Ijúffengi ávöxtur hef ur þó ekki náð neinum teljandi vinsældum hér ennþá og er sáralítil sala í honum. Þessi ávöxtur er geysi- lega vinsæll, t.d. á Norðurlöndunum, þótt ekki sé mjög langt síðan byrjað var að flytja hann þangað. Hann inniheldur meira af eggjahvítuefn- um en nokkur annar ávöxtur og ekki mun hann almennt vera talinn sér- lega góður fyrir þá, sem þurfa að gæta að línun- um. Hann er ákaflega næringarríkur og inni- heldur m.a. A, B, C, D og E vítamín. Bragðið er mjög sérkennilegt og sumir segja, að það líkist bæði osti og hnetum. Bragðið er ekki mjög sterkt, og er ávöxturinn því tilvalinn með ýmsum bragðsterkari mat. Til þess að vera viss um að ávöxturinn sé fullþroskaður, má ýta létt á ávöxtinn nálægt stilknum. Sé ávöxturinn fullþroskaður, lætur peran und- an og hýðið losnar. Þá á peran einnig að vera gulleit undir hýð- inu. Sé hún ekki fullþroskuð, má geyma hana i stofuhita og þroskast hún þá likt og vanaleg- ar perur. Fullþroskaður ávöxt- ur geymist óskemmdur i nokkra daga i grænmetisskúffunni i is- skápnum. Sundurskorinn avocado heldur sér betur, ef sitrónusafa er dreypt á hann, en rétt er að geta þess, að hann dökknar fljótt, eftir að búið er að skera hann i sundur, og geymist ekki lengi. Avocado hefur enn ekki náð sérstökum vinsældum hér á landi, eftir þvi sem Magnús Erlendsson, sölumaður hjá Heilverzlun Björgvins Schram, sagði blaðinu, en fyrirtækið hef- ur flutt ávöxtinn inn i landið. Virðist fólk alls ekki vita, hvað hér er um að ræða og kann ekki að matreiða ávöxtinn. Kom sending nú fyrir jólin af avocado, en ekki mun hafa verið mikið um avocado á jólaborðinu hjá Reykvikingum, þvi ávöxtur- inn seldist sem fyrr fremur illa. Hann mun verða á boðstólum af og til i verzlunum, en verðið hef- ur verið nálægt 100 krónum stykkið (eftir vigt). Nýtist ávöxturinn svo til allur og er hann mjög þéttur. Er aðeins steininum inni i miðjunni fleygt en hann er tekinn úr með þvi að kljúfa ávöxtinn. Hér eru nokkrar uppskriftir af ljúffengum avocadoréttum, en avocado er ekki sizt notað sem forréttur eða á kalt borð og ostabakka. Fyrsta uppskriftin er verð- launauppskrift, og fékk höfund- ur hennar heila bifreið i verð- laun fyrir uppskriftina. Mariubrauð 4 sneiðar af franskbrauði án skorpu 1 avocado 250 g kjúklingalifur 2 msk olifuolia 1 gulur laukur 1 súrt epli 1 tsk. sait, svoiitið af pipar, hvit- lauksduft, sitrónusafi, koniak og worcesterhiresósa. Steikið brauðsneiðarnar gulbrúnar i oliunni. Kljúfið ávöxtinn, takið steininn úr og skerið ávöxtinn i sneiðar. Raðið á brauðið, kryddið og vætið með nokkrum sitrónudropum. Skerið lifrina smátt og steikið með hökkuðum lauk og epli, kryddið með þurrkryddinu og einnig með sósunni og sitrónusafa. Látið þetta krauma smástund og setjið siðan örlitið af koniaki á pönnuna og kveikið á pönn- unni. Setjið jafninginn siðan beint á brauðið með ávextinum. Berist fram strax. Avocado með salami 1 avocado 6 þunnar sneiðai af salamipylsu 1-2 msk oliusósua eða creme fraiche salt og pipar Ávöxturinn klofinn, steinninn tekinn úr og kjötið hreinsað að mestu úr ávextinum og blandað með smátt brytjaðri pyslunni (4 sneiðum) og . oliusósu (majonaise), kryddið eftir smekk. Fyllið ávaxtahýðið aftur með blöndunni og brytjið sina hvora salami sneiðina yfir. Ávaxtasalat Blandið saman appelsinubitum, ananas og hálfum vinberjum. Stráið sykri yfir. Hakkaðar hnetur og niðurskorið kjöt úr avocadoperu blandast varlega saman við. Borðist kált. Skeldýr í avocado Oliusósa, tómatsósa, chilisósa blandast með avocadokjöti og rækjum. Hýðið af ávextinum fyilt með blöndunni og borið fram iskalt með ristuðu brauði. t staðinn fyrir rækjur má nota túnfisk, krabba, humar eða skinku. Tilvalinn forréttur. Avocado á brauð Stappað kjötið úr ávextinum er mjög gott á brauð, bragðbætt með tómatsósu, sitrónusafa, oliusósu, salti og pipar, og fint skornum lauk. Einnig er tilvalið að skera ávöxtinn i þunnar sneiðar, setja á rúgbrauð og leggja léttsteikt beikon, kalt kjúklingakjöt, túnfisk eða mild- an ost ofan á. Kr'yddið eftir smekk. Grænmetissalat Blandið sam.an bitum af sultuð- um rauðrófum, sultuðum lauk, peru, afhýddum tómötum og dálitlu af avocadokjöti. Fyllið hýðið af ávextinum með þessu og hellið dálitlu af oliusósu yfir. Kræklingabrauð Smýrjið ristaðar franskbrauð- sneiðar og leggið niðursneitt avocado ofan á. Steikið beikon á pönnu og vefjið þvi strax utan um krækling og festið beikon- sneiðina saman með trépinna (tannstöngli). Stingið ofan á brauðið og berið fram strax. Einnig má nota bita af epli i staðinn fyrir beikonið. Gott er að láta nokkra dropa af sitrónu- safa á avocadosneiðarnar, svo að þær dökkni siður. — ÞS.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.