Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 15. janúar 1974.
13-16 ára
unglingar
mynduðu
þjófaflokk
Hópur af unglingum hefur nú
játaö fyrir rannsóknarlög-
reglunni i Reykjavik aö hafa
staöiö aö nokkrum innbrotum.
Unglingarnir eru á aldrinum 13 til
16 ára. eöa 5 eöa 6 drengir og 2
stúlkur.
Hópurinn var ekki skipulagöur,
heldur fóru þeir i innbrot, sem
vildu í hvert skipti, og réö til-
viljun mestu hverjir komu.
Stærsta innbrot hópsins var I
fyrirtæki hér I bæ, en á einni helgi
fóru þau fjórum sinnum inn I
fyrirtækiö og stálu f hvert skipti.
Einnig brutust unglingarnir inn
I Pophúsiö og stálu þar fatnaöi,
stálu peningum I heildverzlun I
Brautarholti og vindlingum og
sælgæti á veitingastaö einum.
Þýfi ungu þjófanna hefur ekki
veriö mikiö á hverjum staö.
—ÓH
Krakkar á skautum
úti á götu?
„Stórhœttu-
íegur
leikur"
„Þaö er ekki vafi á þvl, aö þetta
er stórhættuiegur leikur. Þaö eru
litlir krakkar aö fara f fyrsta sinn
á skauta. Þau renna sér úti á
gangstéttum, og svo út á götu, og
hafa iitla sem enga stjórn á
skautunum”, sagöi Bjarki Elfas-
son yfirlögregluþjónn I viötali viö
VIsi i morgun.
Talsvert hefur veriö um þaö aö
undanförnu, aö krakkar fari á
skautum út á götu. Bilstjórar
hafa kvartaö undan þessu, þar
sem börnin viröast ekki alltaf 1
hafa fulla stjórn á sér, sér-
staklega þar sem þau renna sér
niöur halla.
,,Ég hef mest oröiö var viö aö
krakkarnir væru á gangstéttum
aö renna sér á skautum. En þaur
fara stundum út á götuna, og þá
er voöinn vls. Þaö er ágætt aö
foreldrar bendi börnum sinum á
þetta, og beini þeim frekar eitt-
hvaö út á vlöavang. Þaö eru t.d.
núna víösvegar frosin svell og
sléttir fletir.
Auövitaö er stundum langt aö
iara og svellin misjafnlega góö.
Samt tel ég betra aö taka allt j
annaö fram yfir götuna til j
skautaiökana”, sagöi Bjarki aö
lokum.
ÓH
BÚIÐ
UNDIR
VEIÐAR..
Það var mikiö um aö vera viö
höfnina I gær, þegar Ijósmynd-
arann bar þar aö, og karlarnir
létu krapa og snjó litið á sig fá.
Þeir héldu áfram vinnu sinni,
þvi verið var að undirbúa togar-
ann Viking fyrir veiöar.
Sá meö hattinn, sem stendur
og spjallar á myndinni, heitir
Bjarni E. Bjarnason, cn hann
var verkstjóri hjá Togaraaf--
greiöslunni I áratugi. (Ljósm.:
BG )
Fangar á Litla Hrauni
vilja á vertíðina
— „Vegna skorts á sjómönnum" — „Afplánum dóma fyrir
auðgunarbrot, og œttum ekki að verá
hœttulegir öryggi almennings"
„Við, þessir fangar, inn okkar er að afpiána
erum fúsir til þess að
fara á vertið meðan
hún stendur yfir og
fara siðan aftur i af-
plánun á dómum okkar
i vertiðarlok. Við vilj-
um geta þess, að eng-
dóma nema fyrir auðg-
unarbrot og ættum þess
vegna ekki að vera
hættulegir öryggi al-
mennings.”
Þannig segir I bréfi, sem Visi
barst frá nokkrum föngum á
Litla-Hrauni, en sökum greinar,
sem skrifuö var I dagblaöiö
Timann um skort á sjómönnum
á komandi loönuvertíö, vilja
fangarnir koma því á framfæri,
aö á Litla-Hrauni eru aö
„minnsta kosti tiu til tuttugu
vanir sjómenn og hafa sumir
þeirra réttindi til þeirra starfa,
sem mestur skortur viröist vera
á samkvæmt umsögn fjölmiöla.
Nægir þar til aö nefna ádeilu
þá, sem eitt af ráöuneytunum
varö fyrir, þegar skipstjóra og
stýrimannafélag Islands deildi
á þaö fyrir undanþágur
þær,sem þaö veitti oft á tlöum
og þá óhæfum mönnum, þar
sem tiöni sjóslysa viröist oft á
tlöum orsakast af vankunn-
áttu.”
Fangarnir eru því fúsir aö
taka viö sjómannsstörfunum á
meöan á vertíö stendur, og þeir
geta þess aö þetta hafi veriö
rætt i dómsmálaráöuneytinu,
,,og ekki fengiö mjög slæmar
undirtektir, aö þvl er okkur
hefur veriö tjáö.”
Aö lokum segja fangarnir:
„Viö viljum skora á alla þá, sem
hagsmuna hafa aö gæta, og þá
sérstaklega útgeröarmenn, aö
vinna aö framgangi þessa máls,
bæöi okkur föngum til góös og
fyrir þjóöarheill.”
— EA
Tilboðið nei-
kvœtt og sýnir
ekki vilja til
samninga
r
— segir Guðmundur H. Garðarsson, formaður LIV
„Þetta tilboð atvinnurekenda
er mjög neikvætt og þvi miöur
langt frá þvi aö sýna jákvæöan
vilja þeirra til samninga”, sagöi
Guömundur H. Garöarsson, for-
maöur Landssambands isl.
vcrzlunarmanna og einn úr sjö
manna nefnd ASt I viötali viö Visi
i morgun.
„Ég segi þetta I ljósi þess, aö nú
hafa samningar staöiö yfir I hátt
á þriöja mánuö og þetta er fyrsta
tiiboö, sem okkur hefur borizt”,
sagði Guðmundur ennfremur.
Hann vildi ekkert gefa upp um
efnisatriði tilboösins og heldur
ekki Snorri Jónsson forseti ASÍ,
sem sagöi þó aö þaö væri alls
ófullnægjandi.
Tilboðið er nú I athugun og
verður væntanlega frekar rætt á
fundi deiluaöila hjá sátta-
semjara, sem hefst klukkan tvö I
dag.
Við spuröum Guömund H.
Garðarsson um, hvaö gengiö
heföi varöandi kröfur Alþýöu-
sambandsins á hendur rikinu um
skattalagfæringar.
„Undirtektir I þvi máli hafa
valdið okkur vonbrigöum. Þvi fer
fjarri, aö rikisstjórnin hafi
nálgazt tillögur Alþýöusam-
bandsins svo nokkru nemi. Viö
höföum gert okkur vonir um, aö
beinir skattar — tekjuskattar —
yrðu lækkaöir á lágtekjum og
miölungstekjum. I staö þess aö
svo sé gert, er boöiö upp á kerfis-
breytingu, þar sem lækkun tekju-
skatts er mætt meö samsvarandi
hækkun söluskatts.
„Ég vil undirstrika, að ég tel
skattalækkun æskilegustu kjara-
bótaleiöina”, sagöi Guömundur
H. Garöarsson ennfremur. „Auk
þess aö bæta hag fólks þá hefur
hún hamlandi áhrif á
verðbólguna”.
Guömundur sagöi, aö þeir
Alþýöusambandsmenn geröu sér
vonir um, aö ríkisstjórnin heföi
ekki sagt sitt síöasta orö í þessu
máli.
Alþýöusambandiö geröi einnig
kröfu um aukna fyrirgreiöslu hins
opinbera i húsnæöismálum.
Guömundur H. Garöarsson sagöi,
að þau mál heföu veriö könnuö,
sérstaklega fjármögnunarhliðin.
Þar hefði meöal annars veriö rætt
um, hvaða þátt lifeyrissjóöirnir
gætu átt I þessu. Guömundur
benti þó á, aö ef taka ætti fé úr
þeim til þessara hugsanlegu
framkvæmda, væri aðeins um
millifærslu að ræöa, þvi mest allt
fjármagn lífeyrissjóöanna heföi
fariö til húsnæöismála hingaö til.
—ÓG
Nœstum kafnaður
undir fatabunka
— innbrot í Chaplín-stílnum
Þaö var mikill byrjenda-
bragur á innbrotinu, sem
framiö var I Vinnufatabúöina
viö Hverfisgötu I nótt. Kannski
ekki furöa, þvl innbrotsþjófur-
inn var ekki nema 15 ára.
Rúöa var brotin á bakhliö
hússins, en einhver heyröi brot-
hljóöiö og geröi lögreglunni
aövart. Lögreglan fór á staöinn,
og gerði eiganda búöarinnar
um leiö aövart. Hann kom
einnig á staöinn ásamt nokkrum
starfsmönnum sinum.
Þegar inn I búöina kom,
fannst enginn þar inni.
Lögreglan fór þvi, og starfs-
mennirnir gerðu sig liklega til
að ganga frá. Þegar þeir voru
aö yfirgefa búöina, heyröi einn
þeirra stunur innan af lag-
ernum. Hann fór þangaö inn og
rótaöi upp stórum bunka af
fötum. Og eins og Chaplin í
Nútimanum, reis pilturinn upp
úr fatahrúgunni. Hann var þó
aðeins verr á sig kominn en
Chaplin, því fatabunkinn haföi
næstum kæft hann. Þegar hann
fékk ferskst loft, var hann
fljótur að jafna sig og þurfti
ekki aö flytja hann á slysa-
deildina.
Talið er aö loftleysiö undir
fötunum hafi haft svo yfir-
þyrmandi áhrif á drenginn, aö
hann hafi sig hvergi getaö
hrært, eða þá aö hann hafi
sofnað þarna og breitt fötin ofan
á sig. —ÓH