Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 6
6 Visir. Þriðjudagur 15. janúar 1974. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson AugJýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32 (Simi 86611) Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7 llnur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands. t lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Leyndarmál kerlingar „Ég ætla ekki að segja þér frá þvi, að hún Sigga er farin að vera með Jóni”, er haft eftir kerlingu nokkurri, sem þurfti að varðveita leyndarmál. Eins er utanrikisráðherra okkar farið. Hann sendi i dag til Haag-dómstólsins bréf um, að rikisstjórnin kæri sig ekki um að senda þangað málskjal með röksemdum íslendinga i land- helgismálinu. En bréfið sjálft er málskjal, fullt af ábendingum og tilvisunum, málstað okkar til varnar. Leon Jaworski, sérstakur saksóknari I Watergatemálinu, tekur á móti hamingjuóskum Roberts Borks dómsmálaráöherra (t.h.) og aöstoöarráöherra hans, Henry Petersens. Myndin var tekin eftir aö Jaworski vann embættiseiö. - í bréfi Einars er bent á, að hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafi verið kvödd saman og hafi ekki enn lokið störfum. Þetta er ábending til alþjóðadómstólsins upa, að gögn þau, sem honum beri að dæma eftir, séu ekki enn orðin til. í bréfi Einars er lika á bent á ýmsar alþjóðlegar samþykktir til stuðnings við- áttumikilli efnahagslögsögu á hafinu, svo og á almennt fylgi rikja heims við 200 milna efnahagslögsögu. Loks er i bréfinu skýrt frá samningnum við Breta og viðræðunum við Vestur-Þjóðverja. Eftir að hafa lesið þennan málflutning bréfsins er óneit- anlega dálitið broslegt að lesa i niðurlaginu, að ekki komi til mála, að rikisstjórn íslands afhendi málskjal. Þessi aðferð er fremur framsóknarleg, opin i báða enda. Rikisstjórnin segist ekki senda mál- skjal og sendir það samt. Verið getur, að kerlingin, sem getið er hér að framan, hafi talið sig komast vel frá gæzlu leynd- armálsins. En ætli það sé ekki heppilegra i alþjóðamálum að gera það vel, sem menn gera á annað borð? Rikisstjórnin átti kost á að halda sér annaðhvort fast við fyrri stefnu og hunza dóm- stólinn eða að fallast á röksemdir sjálfstæðis- manna um, að ýtarlegur málflutningur væri æskilegur. En hún kaus að fara bil beggja, svo að úr varð hvorki fugl né fiskur. Fulltrúar sjálfstæðismanna i utanrikisnefnd lögðu i gær til, að greinargerð yrði send til Haag og teknir þeir frestir i málinu, sem meðþyrfti. Siðara atriðið er ekki siðúr mikilvægt, þvi að alltaf er sú hætta á ferðum, að dómstóllinn taki ekki tillit til þess, að mikil stefnubreyting i land- helgismálum er væntanleg á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þvi lengra fram á ráð- stefnu sem hægt er að tefja málið i Haag, þeim mun minni likur eru á, að dómstóllinn treysti sér til að kveða upp úrskurð fyrr en niðurstaða ráð- stefnunnar er fengin. Alkunnugt er, að hafréttarráðstefnan er lykill- inn að sigri málstaðar okkar. Það stappar þvi nærri landráðum af hálfu rikisstjórnar okkar að gernýta ekki alla möguleika til frestunar Haag- málsins, unzt tryggt sé, að dómstóllinn byggi á niðurstöðu ráðstefnunnar. Þetta vitaverða aðgerðaleysi byggist fyrst og fremst á þvi, að rikisstjórnin vill i barnaskap sin- um ekki láta það um sig spyrjast, að hún fari að ráðum stjórnarandstöðunnar. Hún veit hins veg- ar, að það eru skynsamlegar ráðleggingar, svo að hún fór bil beggja eins og kerlingin. En þannig er bara ekki hægt að vinna mikil alvörumál. — JK Watergate fyrir rétt? Leon Jaworski, sem skipaður var sérstakur saksóknari i Watergate- málinu, sagði um helg- ina, að hann kynni að þurfa á Nixon forseta að halda sem vitni i nokkr- um sakamálum, sem eru i undirbúningi af hálfu þess opinbera. Á fundi með frétta- mönnum um helgina var Jaworski spurður að þvi, hvort hann sæi fram á nokkra þörf á þvi að afla vitnisburðar forset- ans. Eftir drykklanga þögn svaraði hann. ,,Það gæti farið svo...Vissulega gæti slikt skeð.” ekki draga þá ályktun, að mér hafi verið réttir þeir á silfurfati.” Vegna samþykktar, sem gerð var, að rannsóknir yfirréttarins, sem fjallar um Watergatemálið, skuli fara fram fyrir luktum dyr- um til að hlifa saklausum, sem kunna að verða bendiaðir við rannsóknina, þá verður ekki unnt að láta þingnefnd eina fá sömu gögn, sem rétturinn hefur fengið afhent. Hér er þó um að ræða þingnefnd, sem sett var á laggirnar til að athuga, hvort stætt væri á þvi að höfða mál gegn Nixon'forseta eða draga hann fyr- ir rikisrétt. Jaworski skýrði fréttamönnun- um á fundinum frá þvi, að hann hefði hitt að máli John D. Ehrlichman, einn af fyrrverandi ráðgjöfum forsetans, en sak- sóknarinn sagðist ekki hafa boðið Ehrlichman neina samninga um mildari ákærur gegn samvinnu i vitnastúkunni. ,,Ég hef ekki, sið- an ég tók við þessu starfi, gert neinum slik boð,” sagði Jaworski. THC WMtTC HOU&E I-JH Saksóknarinn sagðist mundu vega það og meta i hverju ein- stöku tilviki, hvort hann léti sér lynda játningu á vægari afbrotum og falla frá annarri málsókn gegn samvinnu, ef einhverjir byðust til sliks. — Fjórir fyrrverandi starfsmenn stjórnar Nixons hafa játað á sig eina sök hver og lofað samvinnu við ákæruvaldið gegn þvi, að aðrar sakir yrðu látnar falla niður. Aðspurður sagðist Jaworski lita svo á, að réttlætinu hefði verið fullnægt, þegar játning Egils Krogh jr. 30. nóv. s.l. varðandi innbrotið i skrifstofu sálfræðings Daniels Ellsbergs (Pentagon- skjölin) var látin duga og ekki hreyft við öðrum ákærum. Saksóknarinn hefur tvivegis átt fundi með John Doar, aðallög- fræðiráðunaut þingnefndarinnar, sem rannsakar, hvort stefna eigi Nixon fyrir rikisrétt. Jaworski kvað Doar ekki hafa óskað eftir neinum gögnum saksóknaraemb- ættisins. Eitt af þvi, sem saksóknarinn sagði, gæti gefið visbendingu um, hvað orðið gæti tilefni þrefs um gögn vegna Watergatemálsins, en að þessu sinni þó ekki við Hvita húsið. Sagði hann það mundu verða mál yfirréttarins og þing- nefndarinnar, hvernig nefndin ætti að bera sig að við að fá nauð- synleg gögn hjá réttinum. „Nema nefndin snúi sér beint til Hvita hússins og biðji um sömu gögn þaðan.” Sjálfur sagðist Jaworski hafa fengið fjölda af þýðingarmiklum gögnum, ekki aðeins segulspól- um, heldur og skjölum frá Hvita húsinu undanfarnar vikur. „En ekkert hefur þó verið látið af hendi, sem ég hef ekki beinlinis krafizt.” Aðspurður, hvort réttarhöld færu ekki senn að hefjast, kvaðst hann vona, að fyrsta undirbúningi yrði að mestu lokið i febrúarlok, og siðan mundu málaferlin hefj- ast eins fljótt og auðið yrði. Jaworski benti á, að drjúgan hluta gagna þeirra, sem liggja fyrir i málinu, er að finna á segul- spólum með hljóðrituðum sam- tölum forsetans, og það gæti reynzt nauðsynlegt að biðja for- setann að skýra atriði úr þessum hljóðritunum. Siðán sagði Jaworski, að starfs- menn hans væru að kanna ákvæði laga og stjórnarskrár varðandi það, hvort hægt væri að stefna til vitnis forseta, sem ekki vildi koma i réttinn. Ekki nein endan- leg niðurstaða liggur ennþá fyrir um það. Saksóknarinn sagðist hafa fengið allt, sem hann hefði óskað eftir hjá Hvita húsinu, að undan- skildum nokkrum hlutum, sem eftir væri að finna. En hann undirstrikaði: ,,Þið skuluð þó Aprll \C, WJ / w b*v<> ipfor: t(> M' ív« fíí zíbívní •• ■ *'', h * from :-.((rm •.hAi IM> HáWt-mán and vérbáUy ten4*r<-rf tiiflt n inuiurðittc ziniJ ÍM«fi#iW yuur »taff. »>• »h>* letUr Iny ttinllar reijiiett thdt I Í.f nbíPOýr frt<rn.thí »t»ff. John W. De»n, JO -t. Couft«t>* *o the l’tctiiíen* ó»or*bi» Uicharú Ktxoo hí< Í»r«*»dcAt of ihm Unitrd W Vt'liUr Um»* April li<, l^rj Vcai Alr. I,r«‘*ti5r»t{ Ar a rc*v.U <■( my inv< lvoou'r.t í:> ii>»' Wuivrgat* rn.vtti'r, v.í.i.Ji w.' Inri night t<>d.« 1 lchílor t»:< y«»u >»ý rvfifiUiUcn «: {(».«;>. < <>t »»nt < . Sír»«:»r«<lý, 7ho PtcfitltM Th« Whl«» H«»u*c WAehiiijiton, J>. C. Eitt skjalanna, sem Hvita húsið hefur látið I té. Þetta er uppsögn John Dean, sem hann vildi ekki undirrita.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.