Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 3
Vísir. ÞriOjudagur 15. janúar 1974.
3
Góður þorskofli
fyrir norðon
— Skuttogorar Norðfirðinga hafa aflað vel eftir
óramótin — allt tilbúið að taka við loðnu.
Þorskafli virðist vera að
glæðast fyrir Norðurlandi.
Barðinn frá Neskaupstað kom I
heimahöfn i gær með 95 tonn af
þorski.
„Þetta er ágætur vinnslu-
fiskur”, sagði framkvæmdastjóri
Sildarvinnslunnar á Nes-
kaupstað, en Visir ræddi við hann
i morgun.
Bjartur var lika að veiðum
fyrir Norðurlandi, þ.e. við Kol-
beinsey, og kom hann með 80 tonn
af þorski til Neskaupstaðar á
laugardaginn var.
Það er þvi næg atvinna sem
stendur á Neskaupstað, og eru
menn bjartsýnir á að þorskafli
verði góður á næstunni fyrir
norðan.
Það er talsvert langt siðan
góður afli hefur fengizt fyrir
norðan, en þegar is kemur nærri
landi, glæðist oft þorskafli.
Þannig var mikill afli fyrir
norðan eftir að isinn hafði legið
upp að landinu fyrir nokkrum
árum.
Barði og Bjartur eru skut-
togarar, og verða þeir á þorsk-
veiðum áfram i vetur. Annars
munu stærri 'bátar Norðfirðinga
vera á loðnunni i vetur, svo sem
Börkur, sem fór fyrstur til loðnu-
veiða islenzkra báta.
Börkur fékk fáein tonn af loðnu
I trollið i morgun, hann mun fljót-
lega halda til hafnar og sækja
nótina.
Loðnan hefur eiginlega komið
Norðfirðingum i opna skjöldu.
Ekki var búizt við henni svona
fljótt, en reyndar er allt tilbúið til
að taka á móti henni. Loðnubátar
halda væntanlega til veiða i þess-
ari viku, og þá verður vertiðin
komin i fullan gang innan tiu
daga eða svo.
—GG
Engin verkföll ö
nœstunni sagði
Hannibal á ísafirði
— þetta voru hans orð
sagði Snorri Jónsson forseti ASÍ
Samningar geta dreg-
izt allt fram til vors og
foringjar verkalýðs-
hreyfingarinnar telja
hvorki hagkvæmt né
timabært að boða til
harðari aðgerða svo
sem verkfalla af hálfu
sinna manna. Þetta
sagði Hannibal
Valdimarsson á fundi á
ísafirði um helgina.
Hann sagði, að samningar ættu
langt i land og taldi, að engin
verkföll yrðu boðuð næstu vikur.
Þessi ummæli fyrrverandi for-
seta Alþýðusambands tslands
koma eins og skrattinn úr sauöar-
leggnum rétt áður en samninga-
nefnd Alþýðusambandsins óskar
eftir að verkalýðsfélögin afli sér
verkfallsheimildar.
Vfsir ræddi við Snorra Jónsson
forseta Alþýðusambandsins
vegna þessara ummæla Hanni-
bals.
„Þetta voru hans orö”, sagöi
Snorri, og vildi ekki frekar úttala
sig um álit forvera síns í forseta-
embættinu.
— ÓG
Albert í prófkjör
til þingkosninga
„Jú, ég verð að svara játandi.
Ég mun taka þátt i prófkjöri til
Alþingis, ef prófkjör innan
flokksins verður viðhaft fyrir
næstu þingkosningar”, sagði
Albert Guðmundsson, borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er
blaðamaður Visis ræddi við
hann i gær. Tilefni spurningar-
innar um frantboð Alberts var
tilkomið vegna greinar I
þættinum „Að tjaldabaki” i
Alþýðublaðinu nú nýlega.
— Nú ert þú borgarfulltrúi,
Albert. Telur þú stöðu borgar-
stjórnar eins veika og stöðu
rikisstjórnarinnar um þessar
mundir?
„Hver getur sagt, að staða
borgarstjórnarinnar sé veik?
Rétt er það, að við höfum átt i
vissum erfiðleikum. Tekjuleiðir
borgarinnar eru afmarkaðar af
ráðandi stjórnvöldum i landinu.
Þetta takmarkar á margan hátt
störf borgarstjórnarinnar með
ýmsum tilskipunum og ósann-
gjörnum höftum. Það er jafnvel
ætlazt til, að ýmis fyrirtæki
borgarinnar séu rekin með tapi
og rekstrarfjárskortur leystur
með erlendum lánum, rétt eins
og ekki komi að skuldadögum.”
Nei, staða borgarstjórnarmeiri-
hlutans er sterk. Þetta er sam-
stilltur hópur ábyrgra manna,
sem Reykvikingar hafa valið til
forystu. A meðan riðar rikis-
stjórnin til falls, enda hefur hún
ekki stuðning fólksins.
Landsmenn reiknuðu aldrei
með þvi, að Alþýðubandalagið
yrði áhrifamesta pólitiska aflið
eftir siðustu þingkosningar.
Staðreyndin er þó sú, að þeir eru
fyrirferðarmestir af stjórnar-
flokkunum i þessari samstarfs-
flækju þeirra. Fólk, sem kaus
t.d. Framsóknarflokkinn i
siðustu kosningum, segist ekki
hafa gert það til þess að koma
„kommum” i rikisstjórn. Þetta
gerir það að verkum, að stjórnin
er veik.
— Þess var getið nýlega i rit-
stjórnargrein i Alþýðublaðinu,
að sérbókun ykkar Ólafs B.
Thors við afgreiðslu fjárhags-
áætlunarinnar þýddi, að
borgarstjórinn hefði ekki lengur
meirihluta i borgarstjórn.
„Já, i þessu sambandi er rétt
að taka það strax fram, að
borgarstjóri Reykvikinga,
Birgir Isleifur Gunnarsson,
hefur allan stuðning okkar ólafs
B. Thors. Við gerðum grein
fyrir atkvæðum okkar, vegna
þess að við teljum aðstöðu-
gjaldið óréttlátan tekjustofn,
þar sem hann er lagður á fyrir-
tæki án tillits til þess, hvort við-
komandi greiðandi sýni hagnað
á rekstri sinum eða ekki. Þar
við bætist hluti af viðlagasjóðs-
gjaldi, sem ekki er lagt niður,
eins og lofað hafði verið, heldur
bætt við aðstöðugjaldið, sem
einnig átti að leggjast niður á
sinum tima. Við Ólafur B. Thors
töldum, að finna bæri aðra
tekjustofna fyrir sveitarfélögin,
en gerum okkur ljóst, að eins og
sveitarfélögum er nú sniðinn
stakkur, eru þau neydd til þess
að notfæra sér þessa tekjulind.
Fjárhagsáætlunin hafði okkar
óskerta stuðning, og traust
okkar á borgarstjóranum hefur
aukizt, en ekki minnkað, siðan
við stóðum að kjöri hans. Enda
hefur Birgir tsleifur Gunnars-
son aukið vinsældir sinar
stöðugt og þvi skiljanlegt að nú,
þegar minnihlutaflokksmenn
hefur gripið kosningaskjálfti,
beini þeir spjótum sinum að
þeim manni i flokki okkar, sem
þeim stafar mest hættan af.
Daglega verð ég var við
vinsældir borgarstjóra og eru
mér skrif leiðarahöfundar
Aiþýðublaðsins með öllu
óskiljanleg.
Höfundur leiðarans hlýtur að
umgangast fólkið i borginni og
þekkja hugarfar þess. Þvi
hlýtur hann að skrifa gegn betri
vitund, þegar hann fullyrðir, að
borgarstjórinn valdi ekki starfi
sinu. Svona skrifum svara
borgarbúar sjálfir i vor.
Hins vegar finnst mér það
umhuesunarefni, hvers vegna
pólitik þarf alltaf að byggjast á
þvi, hve vel mönnum tekst að
fótumtroða þá, sem skara fram
úr.
Það truflar dómgreind sumra
andstæðinga okkar, þegar fólk
innan raða sjálfstæðismanna er
sjálfstætt i hugsun og afstööu til
mála. Þessu má ekki blanda
saman við „uppreisn”. Það
sannar þvert á móti styrkleika
Sjálfstæðisflokksins.
— Fyrir prófkjör til borgar-
stjórnarkosninganna siðustu
var ekki laust við andspyrnu
gegn framboði þinu. Er sliks að
vænta, ef þú ferð i prófkjör til
Alþingis nú? „Það er rétt.
Margir vildu mig ekki i fram-
boð, en fleiri voru með mér en á
móti. Og vitanlega verður hart
barizt i prófkjöri til Alþingis.
Ég þekki ekki annað en þrot-
lausa vinnu og hefi alltaf þurft
að brjótast áfram, erlendis sem
hérlendis. Sú barátta hefur hert
mig og kennt mér að gefast
aldrei upp. Til þess að vera
góður iþróttamaður þarf maður
að sigra oftar en tapa. Keppni er
mér i blóð borin, svo andstaða
gegn framboði minu gerir það
eitt að hvetja mig i baráttunni.
Þegar ég gaf kost á mér i
borgarstjórnarkosningunum
1970, þá bauð ég mig fram til
þjónustu við borgarbúa, og það
mun ég gera aftur, hvort sem er
I borgarstjórn eða til Alþingis.
— Hvert er álit þitt á þeim
vinnubrögðum, sem nú eru
tiðkuð i Alþingi?
„Þessari spurningu geta þeir
einir svarað, sem reynsluna
hafa. Eitt get ég þó sagt. Mér
hefur lengi þótt vanta sjálf-
stæðari þingmenn, og hafi
einhver „hefð” skapazt i vinnu-
brögðum þingsins, sem heftir
sjálfstæði hvers einstaks þing-
manns, þá er sannarlega þörf
fyrir ferskt loft inn i sali
Álþingis. Þingmenn og flokk-
arnir allir telja það skyldu sina
að koma fram með sem flest
mál á hverju þingi, liklega til
þess að réttlæta setu sina. Að
minu mati er kominn timi til að
endurskoða, hve mörg lög má
fella úr gildi eða aðlaga nýjum
tlmum. A þetta ekki sizt við um
ýmsa skatta og álögur, sem
tekin hafa verið upp tima-
bundið, en siðan orðið föst til
langtima, eða jafnvel orðið að
fastagjöldum, án þess að fólkið
hafi gert sér grein fyrir þvi.
Að lokum vil ég segja þetta:
Samstarf allra flokka hefur
verið reynt á Alþingi. Það eina,
sem þjóðin hefur ekki reynt, er
meirihlutastjórn sjálfstæöis-
manna. Þvi vil ég skora á kjós-
endur að hugsa sig vel um, áður
en þeir kasta atkvæðum sinum á
aðra flokka”.
—JBP —
1 Reykjavfkurhöfn eru menn farnir að hugsa til loðnu, og hér sést, þegar verið var að sandblása lestar
aflaskipsins Helgu f gærdag. (Ljósmynd Vfsis: BG)
„Mikið af fyrsta
flokks loðnu"
„Hefði verið hœgt að fó loðnuafla hér í nótt
og morgun", sagði Hjólmar Vilhjólmsson
„Það er ekki minnsti vafi, að I
nótt og i morgun heföi mátt fá hér
ágæta loðnuveiði, bæöi i nót og
troll”, sagði Ifjálmar Vilhjálms-
son, leiöangursstjóri um borð i
Árna Friðrikssyni, cn Vfsir hafði
tal af honum i morgun.
Arni Friðriksson er nú kominn
á svæðið út af Glettinganesi og
Dalatanga og hefur orðið var við
mikið af loðnu þar.
„Loðnan er nú sunnar en við
höfum áður fundið hana. Þetta
er stór, fyrsta flokks hrygningar-
loðna og er um 55-60 milur frá
landi. Það er ekki annað að sjá en
þetta sé mjög mikið magn af
l'öðnu”, sagði Hjálmar.
„í nótt fundum við 30-70 metra
þykka torfuflekki á 50-80 metra
dýpi, en auk þess margar stakar,
þéttar torfur á 20-40 metra dýpi.
Þá var i gærdag auk þess dreifð
loðna á allstóru svæði norður með
landgrunnsbrúninni, en hún var
ekki veiðanleg”.
Hjálmar sagði, að þessi loðna
væri á göngu til suðsuðvesturs og
hugsanlegt væri, að ein'nver loðna
væri komin lengra suður með
Austurlandinu. Hún hefur eigin-
lega komið i opna skjöldu svona
snemma og þetta nærri landinu”,
sagði Hjálar, ..t fyrra var fyrsta
loðanan veidd um þetta leyti, en
hún kom ekki svona sunnarlega,
og nærri landi fyrr en um
mánaðamótin janúar-febrúar.
Enn er enginn bátur kominn á
miðin utan Börkur frá Nes-
kaupstað. Hann er aðeins með
troll og hefur átt við nokkra
byrjunarörðugleika að striöa.
Það fer annars að styttast i
Suðurlandið Hjálmar sagði, að i
gær hefðu þeir á Arna tekið
prufuhal, þeir toguðu i fimm
minútur og fengu 10-20 tonn. „En
við höfum engar lestir fyrir
svona afla og urðum að fleygja
þessu. Þetta er fyrsta flokks
loðna, bólar ekki á þessari ókyn-
þroska, sem svo mikið bar á
fyrst”.
Og þá hlýtur vertiðin að hefjast
þá og þegar. Nokkrir loðnubátar
eru tilbúnir i höfn á Neskaupstað,
og er búizt við, að þeir haldi til
veiða þá og þegar.
Væntanlega heldur Börkur NK
til hafnar fljótlega og tekur
nótina um borð
—GG