Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Þriðjudagur 15. janúar 1974. 5 AP/INITBl ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND| Umsjón Guðmundur Pétursson Kissinger og Sadat forseti, en eftir fundi þeirra segir Kissinger, að aðilar hafi náigazt hvor annan. Kissinger er nú í Jerúsalem aö kynna ísraelsmönnum tiilögur Egypta. Rœða myndun nýs gjaldeyr- iskerfis Gjaldeyrissér- fræðingar alls staðar að komu i gær saman i Róm til vikulangra við- ræðna um endurbætur á alþjóða gjaldeyris- kerfinu Þetta aðalmál á dagskránni mun þó aö líkindum hverfa i skuggann af nýjum erfiðleikum á gjaldeyrismörkuðum vegna gifur legra hækkana á oliunni nýverið Sú hækkun mun hafa alvarleg áhrif á viöskiptajöfnuð rikja, sem kaupa oliu. Fulltrúar á þessari ráðstefnu eru fulltrúar þeirra 20 lands- nefnda, sem Alþjóöa gjaldeyris- sjóðurinn hefur falið að byggja upp nýtt gjaldeyriskerfi. Á fimmtudag og föstudag koma fjármálaráðherrar þessara 20 rikja til Rómar til þátttöku i við- ræðunum. „Óhœft að banna Solzhenitsyn" var ólit nokkurra kommúnista, en aðrir þögðu við Fulltrúar kommún- istaflokka i Frakklandi, ítaliu, Sviss og Spáni lýstu þvi yfir á fundi með blaðamönnum i Genf i gær, að þeir væru mótfallnir banninu gegn útgáfu bóka eftir Alex- ander Solzhenitsyn i Sovétríkjunum. Þeir bættu þvi þó við, að þeir væru ekki sömu skoðunar og Solz- henitsyn, sem þeir sögðu verða æ ihaldssamari með aldrinum. ,,En við erum á móti stjórnarað- gerðum til þess að hindra útgáfu bóka hans,” var sagt á fundinum. Blaðamannafundur þessi var haldinn i lok fyrirlestrar, þar sem fjallað var um „Stöðu mennta- manna i kapitaliskum rikjum”. Fyrir utan þessa kommúnista- fulltrúa, sem stóðu að yfirlýsing- unni, voru á fundinum fulltrúar kommúnistaflokka Noregs, V-Þýzkalands, Austurrikis og Grikklands, en þeir voru ekki aðilar að yfirlýsingunni. Segjast vongóðlr en kölluðu heim full- trúo sína í Genf Stjórn Egyptalands lét í ljós í morgun vonir um skjóta lausn vand- ans við afturköllun her- liðanna frá Súezskurð- inum, en i gær hafði hún þó stöðvað viðræð- ur herforingjanefndar- innar i Genf með þvi að kalla heim fulltrúa sina. Ismail Fahmy, utanrikisráð- herra Egypta, bar til baka seint i gærkvöldi fyrri fréttir um, að Egyptar hefðu hafnað tillögu Israelsmanna, sem Henry Kissinger kynnti honum og Sadat forseta. Lagði Fahmy áherzlu á, að ágreiningur væri aðeins um nokkur einstök atriði. Kissinger lagði af stað i gær- kvöldi til Jerúsalem með tillögu Egypta um, hvernig afturköllun herliðanna skuli hagað. Hann er væntanlegur til Egyptalands aftur i kvöld eða fyrramálið með svar Israelsmanna. Hann sagði við fréttamenn við brott- för sina i gær, að viðræðurnar við Sadat undanfarið hefðu fært aðilana nær hvor öðrum. Stjörnutízkan Franski tizkutciknarinn, Jacques Esterel, virðir fyrir sér skemmti- krnftinn, Betty Mars, i „nýju Ijósi”, þarsein luin stendur klædd samkvæmt þvi, sem liann kallar „Kolioutek-tizku”. Ilann teiknaði kjólinn auðvilað. í bakgrunninuin er stækkuð mynd al' lialastjörn- unni Kohoutek á himnum. Rang- stœðu- marki lauk með morði Mexikanskur knattspyrnu- maður, Amador Silva, mark- maður i áhuga mannaliði i Mexikóhorg, var skotinn i gær til liana af miðherja i and- stæðu liði. Morðinginn hafði aðeins nokkrum minútum fyrr skorað með laglegum skalla. En Silva taldi, að hann hefði verið rangstæður, þegar hann skoraði markið. Mótmælti hann hástöfum þvi, aö markið yrði tekið gilt. Eftir nokkurra minútna rifrildi hvarf miðherjinn inn i búningsklefana, en kom þaðan að vörmu spori aftur og hafði þá með sér skammbyssu. Skaut hann tveim skotum að markverðinum, sem lét þar lif sitt. Frakkar vilja ekki Washingtonfundinn Jobert utanríkisróðherra leggur til að EBE afþakki fundarboðin Franski ráð- herrann gekk ót af fundi Landbúnaöarráðherra Frakklands, Jaques Chirac, yfirgaf í nótt fund- arsal Efnahagsbandalags- ins í mótmælaskyni, þegar EBE greiddi atkvæði gegn tíu prósent hækkun á nautakjöti. „Ástandið er á neyöarmörkum, en ráðherrarnir virðast ekki vilja láta það til sin taka,” sagði Chir- ac við blaðamenn eftir fundinn. Frakkar höfðu lagt til hækkun nautakjötsvérðs, en þeirra kjöt- framleiðendur berjast i bökkum vegna verðfalls á nautakjöti und- anfarna mánuði, en það átti rætur að rekja til offramboðs. Irland og Belgia studdu til- löguna, en Bretland, V-Þýzka- land , Holland og Danmörk greiddu atkvæði á móti, en ttalia sat hjá. Lndbúnaðarráðherrar EBE munu efna til annars fundar 21. janúar, og mun þá verðið á nauta- kjöti tekið upp aftur. Michel Jobert, utan- rikisráðherra Frakk- lands, mun i dag leggja til, að Efnahagsbanda- lagið afþakki fyrst um sinn boð Nixons Banda- rikjaforseta um að taka þátt i oliuráðstefnunni 11. febrúar. „Frakkland er i grundvallarat- riöum ekki á móti ráðstefnu full- trúa Vesturlanda, sem nota allra mest oliu, en stjórnin i Paris álit- ur, aö ekkert liggi á að kalla saman til sliks fundar,” hermir norska fréttastofan eftir frönsk- um heimildum i Brussel. Jobert er sagöur munu leggja fram þessa tillögu sina, þegar utanrikisráðherrar EBE koma saman til fundar i dag til að ræða kreppuástandið. Ein af ástæðunum fyrir þessari neikvæðu afstöðu Frakklands- stjórnar er talin vera sú, að Nixon sendi ekki öllum niu aðildarrikj- um EBE boð. Af þvi leiðir, aö EBE-löndin verða fyrst aö fá ein- ingu um ákveöna afstöðu til þýð- ingarmestu atriöanna, sem á góma mun bera á Washing- ton-fundinum. Franska stjórnin á auk þess von á þvi, að alþjóöleg oliuráðstefna verði haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna. Jobert sagði við blaöamenn i nótt, að Frakkland mundi mæla með þvi á.fundinum i dag, að hvert einstakt aöildarriki EBE hefði frjálsar hendur um gerð tvi- hliöa samninga við oliufram- leiöslurikin. Það var nýlega kunngert, að Frakklandsstjórn hefði hafið samningaviðræður við Saudi Arabiu um kaup á hráoliu (óunn- inni oliu) i miklum mæli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.