Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 1
VÍSIR 64. árg.— Fimmtudagur 7. febrúar 1974. —32. tbl. wmm^mmmmmmmmmmm^mm^mmmmmmmmmm SAMIÐ VIÐ STARFSFÓLK Á VEITINGAHUSUM — mjólkurfrœðingar boða verkfall Samningar náðust milli veitingamanna og Félags starfs- fólks i veitingahúsum á fjórða timanum i nótt. Hafði fundur þá staðið frá þvf klukkan tvö i gær. Að venju eru gagnkvæm ákvæði um samþykki félagsfunda og munu aðilar halda fundi klukkan þrjú á morgun. Ekki hefur verið geííð upp um efni samninganna, en eftir þvi sem Visir hefur fregn- að, er samkomulagið ekki ólikt þvi, sem matreiðslumenn gerðu nýlega við veitingamenn. Var þar samið um u.þ.b. 18% hækkun i þrem áföngum 10% + 4% + 4%. bá eiga veitingamenn aðeins eftir að semja við hljómlistar- menn af þeim starfsstéttum, sem á veitingahúsum starfa. 1 morgun hafði Alþýðusam- bandinu borizt ein tilkynning um verkfall. Voru það mjólkurfræö- ingar, sem riðu á vaðið. — ÓG. Eltingar- leikur við sprúttsala í nótt — baksíða v ,Oskaplega skemmtileg — baksíða um Reykjavíkurmótið Vélfryst skautasvell kemur í Laugar- dalinn strax nœsta haust — bls. 3 Stórskyttur á ferðinni Þær virðast margar stór- skytturnar i handboltanum i ár. Nokkrar beztu skytturn- ar i 1. deild ógna nú marka- meti Einars Magnússonar frá ifyrra, — 100 mörkunum. — Nánar um þetta i íþrótta- opnu. ZETAN í ÞINGINU — forystugrein á bls. 6 Nýtt tilboð vinnuveitenda 17% til lœgstlaunaðra — 11% til annarra Halldór, Lúðvík og Björn rœða skattamálin við ASÍ Samningahnúturinn losnaði á fundi Alþýðu- sambandsins og vinnu- veitenda i gær og komu hinir siðarnefndu með tilboð, sem rætt var, en fundurinn stóð fram til klukkan að ganga þrjú i nótt. Meginatriði hins nýja tilboðs munu vera þau, að gert er ráð fyrir nokkru meiri hækkun til Þær skemmtu sér vel i gær á skautasvellinu á Rauðavatnf. þessar ungu skautadrottningar. Þaö ætti að vera hið ákjósanlegasta veður fyrir þá Iþrótt i dag lika, en veðurstofan spáir léttskýjuöu og frosti, fimm til sjö stigum. — Ljósm.: Bragi Frostið beit, en um að gera að nota svellið Veður eru svo sannarlega fljót að skipast i lofti. í gær beit frostið i kinnarnar á þessum telpum, sem Visismenn hittu uppi við Rauðavatn, en á laugardaginn sat fólk i sund- lauginni inni i Laugardal og mókti i sólskininu. Það gafst þó harla gott skautafæri i gærdag og svo er reyndar enn i dag, og þær not- uðu sér það þcssar. Það gerðu reyndar ekki margir aðrir, og til dæmis var Tjörnin i miðbænum afar fámenn. „Pabbi einnar okkar keyrði okkur hingað upp eftir, en svo förum við kannski með strætó heim”, sögðu þær, og kváðust heita Guðrún, Kristin og Aðal- björg. —EA hinna lægstlaunuðu eða nálægt 11% I stað 9,5% strax. Einnig er bætt við nýrri áfanga- hækkun þannig, að nú er gert ráð fyrir 3% hækkun 1. marz 1975 og 3% hækkun 1. marz 1976 og er siðarnefnda hækkunin nýmæli. Er þá tilboð atvinnurékenda komið i um 17% hækkun samtals til þeirra sem taka iaun sam- kvæmt lægsta taxta Dagsbrúnar (11%+3%+3%). Siðan er gert ráð fyrir að dragi hlutfallslega úr hækkunum, en þó er gert ráð fyrir að öll laun hækki um 5% strax auk 1200 króna hækkunar. Siðan bæt- ist 3% tvisvar sinnum við þ.e. 1. marz 1975 og 1976. Ljóst er að atvinnurekendur hafa látið undan þrýstingnum og bjóða nú mun meiri launahækkun en þeirra eigin athuganir og út- reikningar gera ráð fyrir að at- vinnuvegirnir þoli. Einnig hefur komið fram i áliti Hagrannsókna- deildar Framkvæmdastofnunar rikisins að ekki sé um mikla möguleika á raunhæfum kaup- hækkunum að ræða. Engar fregnir eru um, hvaða móttökur hið nýja tilboð hefur hlotið hjá Alþýðusambandinu, en nýr fundur hefur verið boðaður klukkan tvö I dag. Sjö manna nefnd Alþýðusam- bandsins og ráðherrarnir Halldór E., Lúðvik og Björn hafa ræðzt við undanfarið um hugsanlegar breytingar eða tilfærslur á bein- um sköttum á launafólk. I framhaldi af þvi hefur tveim mönnum frá báðum aðilum verið falið að kanna einstök atriði þess mál. Eru það þeir Jónar Sigurðs- synir, ráðuneytisstjóri og hag- rannsóknarstjóri, Björn Þór- hallsson formaður Landssam- bands isl. verzlunarmanna og Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar. —ÓG MET HJÁ ÖGRA Skuttogarinn ögri seldi afla sinn i Bretlandi i gær og fyrra- dag. ögri seldi 238 tonn á 68.029 pund, eða riflega 13,2 milljónir isl. króna. Miðaö við pundið, þá er þetta metsala hjá ögra, en vegna þess hve mikið magn þetta var, þá var meðalverðið ekki mjög hátt, kilóið fór á 55,51 krónu. Ögri fékk aflann á veiði- svæði út af SA-landi, sem er friðað fyrir Bretum út febrú- armánuð. i morgun seldi togarinn Víkingur lika i Bretlandi. V;k- ingur var með 141 tonn.og seldi hann fyvir rúmlega 7,5 miiljónir. Meðalverðið var 53,87 kr. hvert kg. — GG. NÚNA KEMUR HÚN! Það má búast við, að mörgum hafi verið litið til himins i hádeginu i dag, en þá var von á hinni frægu 001 Con- corde-þotu til Keflavik- ur. Samkvæmt upplýsingum franska sendiráðsins i morgun, átti þotan að leggja af staö hing- að klukkan ellefu i morgun. Flaug hún frá Toulouse i Frakk- landi, en þá leið þýtur hún á rétt rúmri einni og hálfri klukku- stund, á meðan þær þotur, sem við þekkjum bezt, fara vega- lengdina á fjórum klukkustund- um. Hér er um sömu þotu að ræða og Pompidou Frakklandsforseti kom með til fundarins á Azor- eyjum hér um árið og dró þá at- hygli alls heimsins að ferð sinni. Þotan átti aðeins að eiga tveggja stunda viðdvöl á Kefla- vikurflugvelli. en siðan að snúa aftur til Frakklands. Er hér að- eins um æfingaflug að ræða. en hingað ■átti þotan einnig að koma á æfingaflugi fyrir tveim árum, en frá þvi var horfið þá á siðustu stundu — mörgum flug- áhugamönnum hérlendum sjálfsagt til skelfilegra von- brigða. Concorde flýgur i 16.6 kiló- metra hæð á 2.2-földum hraða hljóðsins, eða á 2333 km hraða á klukkustund. DC-8 mun hrað- fleygasta þotan i eigu islenzkra aðila. en hraði hennar mun vera eitthvað nálægt 900 km á klukkustund. —ÞJM—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.