Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 9
Gunnsteinn Skúlason, fyrirliöi Vals, var aöaldriffjööur liösins I gæi kvöldi. Hér skorar hann af lfnu. A myndinni eru frá vinstri Bergur Guönason, Agúst ögmundsson, Siguröur Jóakimsson, Gunnar Kjartansson, dómari, og Höröur Sigmarsson. Ljósmynó Bjarnleitur. Valsmenn sýndu rétta andlitið lokakaflann! — Skoruðu fimm síðustu mörkin í leiknum við Hauka í gœrkvöldi og sigruðu með 18—13. Lengi beðið eftir dómurum og óhorfendur hlupu í skarðið islandsmeistarar Vals tóku á honum stóra sínum — svona rétt áöur en þeir kveöja titilinn að þessu sinni- siöustu fimm mínút- urnar gegn Hafnarfjarð- ar—Haukum í 1. deildinni i gærkvöldi. Breyttu stöö- unni úr 13-13 í 18-13 sigur lokakaflann. Sýndu þá sitt rétta andlit/ þó svo björgunaraðgerðirnar hæfust meö afar ströngu víti/ sem dæmt var á Hauka og Bergur Guðna- son skoraði úr. Síðan komu Valsmörkin á færibandi og Haukum tókst því ekki að vinna Valsmenm en með því — eða jafntefli — hefðu þeir fært „vinum sinum" i FH islandsmeistaratitil- inn. FH-ingar verða því að bíða enn um stund eftir krýningunni! Þeir dómarar, sem dæma áttu leikinn, Ingvar Viktorsson og Eysteinn Guðmundsson, mættu af einhverjum ástæðum ekki til leiksins. Þegar beðið hafði verið eftir þeim i stundarfjórðung tóku tveir úr hópi áhorfenda, Kristján Þór og Gunnar Kjartansson, að sér dómarastörfin. Þessi dráttur varð til þess, að sjónvarpið hætti við að sýna leik Fram og Þórs, sem fyrirhugað hafði verið að sýna i gærkvöldi. En mikið eru þessi mistök dæmigerð um margt i framkvæmd þessa fslandsmóts — þvimiður. ÞeirKristján örn og Gunnar dæmdu ekki vel og voru meira en litið andstæðir Haukum. Eða eins og einn leikmaöur Vals sagði eftir leikinn. Haukar geta ekki bæði sigraö Val og dómar- ana!! Þó er ekki rétt að segja, að dómararnir hafi beinlinis fært Valsmönnum sigur i leiknum — en þeir stuöluðu talsvert að hon- um. Valsmenn gátu vissulega betur og þrjú misnotuð vitaköst Vals settu lika strik i reikninginn. Valur fékk niu vitaköst — Haukar aðeins tvö. Stefán Gunnarsson skoraði tvö fyrstu mörkin fyrir Val, og það liðu 7 min. þar til Haukar skor- uðu, Stefán Jónsson. Hörður Sig- marsson komst þó þrivegis inn úr hægra horninu, en Ólafur Guð- jónsson, sem stóð i marki Vals allan timann, varði skot Haröar — einnig hið fjórða, en siðan fór Hörður að finna leiðina i markið. Varð markhæstur i leiknum með sjö mörk — sum þeirra stórfalleg. Hermann skoraði 3ja mark Vals úr viti á 8.min. — en Stefán annaö mark Vals, þegar rúmlega tvær minútur voru af leik. Eftir mark Hermanns hljóp einkenni- leg stöðnun i leik Valsmanna — þeir skoruðu ekki mark i 17 minútur og áttu raunverulega ekki skot á mark af viti frá þvi Stefán skoraði annað markið, þar til Hermann skoraði hið fjórða fallega á 25. min. Ekki skot af viti i 23 min. þegar frá er talið viti Hermanns. Hvernig má slikt eiga sér stað? — Nú, Haukar höfðu Munið frímerkjasöfnun Geðverndar stimpluð, óstimpluð, gömul kort og heil umslög innl. & erlendra ábyrgðarbréfa. Pósthólf 1308 eða skrifst. fél. Hafnarstr. 5. jafnað á 12. min. i 3-3 og komust siðan yfir 6-3 og skoraöi Hörður þá þrjú mörk i röð. Loks á 25. min skoraði Hermann fyrir Val og Stefán Gunnarsson rétt á eftir. Staðan i hálfleik var 6-5 fyrir Hauka — svo ekki voru nú mörkin mörg. Haukar misstu tvo leikmenn út af snemma i siðari hálfleik — Sig- urð og Hörð — og einnig voru dæmd á þá þrjú viti. Hermann misnotaði hið fyrsta — siðan skoraði Gisli tvivegis úr vitum. Valsmenn fóru að siga á og Berg- ur jafnaði i 8-8 eftir 10 min. Þrátt fyrir annað misnotað viti — Gisli — komst Valur framúr, 13-10, þegar átta min. voru eftir. Þá virtist sigur liðsins öruggur. En Haukum tókst að jafna i 13-13 og þá varði Gunnar Einarsson, sem átti góðan leik i Haukamarkinu, viti frá Gisla. Fimm min. eftir. Enn fengu Valsmenn viti — Berg- ur skoraði, Ólafur H. Jónsson fylgdi eftir með marki, Bergur aftur úr viti, 16-13 og sigurinn var Vals. Ólafur og Stefán Gunnars- son skoruðu svo tvö siðustu mörk leiksins. Einkennilegt var að sjá hinn trausta leikmann Hauka, Stefán Jónsson, utan vallar loka- kaflann. Mörk Vals skoruðu Stefán 4, Bergur 4 (2 viti), Gisli 3 (2 viti), Ólafur 2, Hermann 2 (1 viti) og Agúst 2. Fyrir Hauka skoruðu Hörður7 (2 viti), Stefán 2, Ólafur, Sigurður, Arnór og Sigurgeir Marteinsson eitt hver. Leikmenn þurftu hvaö eftir annað aö ná I knöttinn fram á gang — hér kemur Hermann meö knöttinn eftir eina slika ferö. Ljósmynd Bjarnieifur. Axel og Björgvin skoruðu 11 hvor! Þaö var raunverulega eini spenningurinn í sam- bandi viö leik Fram og Þórs í 1. deildinni í Laugar- dalshöllinni í gærkvöldi hvaö Axel Axelsson, Fram, skoraöi mörg mörk. Sigur virtist alltaf í húsi hjá Reykjavíkurmeisturum Fram, þó svo leikur þeirra í heild væri með lakasta móti. Nema Björgvins Björgvinssonar og Axels — þeir stóöu vel fyrir sínu og skoruöu ellefu mörk hvor í leiknum — og voru nokkur mörk Björgvins sérlega glæsileg. Þá er vert að geta þess, aö Guðjón Erlends- son átti stórgóðan leik í marki Fram meðan hann var heill. Axel er nú kominn meö 84 mörk í mót- inu — stefnir vel yfir 100 marka markið!!! Orslit i leiknum urðu 27-20 fyrir Fram, svo miklu munaði. En Þórsarar misnotuðu fimm vita- köst i leiknum og slikt gengur ekki ef einhver von á að vera i sigur. Þessi mistök kostuðu þó ekki stig — þeim tókst einu sinni Unglingamót í badminton Opið unglingamót i badminton verður haldið i KR-húsinu 16. febrúar og hefst kl. 13.00. Keppt verður i einliðaleik sem hér segir. Flokkur drengja 14-16 ára. Flokk- ur sveina 12-14 ára. Flokkar pilta og meyja, 12 ára og yngri. Leikið verður með plastboltum. Þátt- taka tilkynnist Reyni Þorsteins- syni i sima 38177 eða 82398. Fram — og báðir sendu þeir knöttinn ellefu sinnum i mark. Axel þar af fimm sinnum úr vita- köstum. Þá skoraði Ingólfur Óskarsson tvö mörk — annað úr viti, þegar Axel var utan vallar vegna brottreksturs. Þeir Arnar Guðlaugsson, Hannes Leifsson, og Stefán Þórðarson skoruðu eitt mark hver. Þó vantaði ekki tilraunirnar hjá Stefáni — en hann var heldur óheppinn i leikn- um ofan á klaufaskapinn. Furðu- legt hvað þessi annars góði leikmaður hefur dalað i siðustu leikjum Fram-liðsins. Fyrir Þór skoraði Sigtryggur 9 mörk, þar af aðeins eitt úr vita- kasti. Þorbjörn Jensson skoraði sex mörk — Benedikt tvö og Arni Gunnarsson tvö — annað vita- kast. Þeir Björn Kristjánsson og Óli Olsen dæmdu leikinn. Víðavongshlaup í Kópavogi Viðavangshlaup fyrir börn og unglinga verður i Kópavogi á sunnudaginn og hefst kl. 2 við iþróttahús Kópavogsskóla. Keppt verður i fjórum aldursflokkum. Fyrirhuguð eru þrjú hlaup i vetur og fyrir beztan sarnanlagðan árangur verður veittur bikar i hverjum flokki. að minnka muninn i siðari hálf- leik niður i þrjú mörk. En það var aðeins þegar þjálfari Fram, Sigurður Einarsson, áleit sigur- inn alveg öruggan, og setti alla varamenn liðsins inn á. Nei, Þór átti aldrei von istig ogekkert ann- að en önnur deildin blasir við lið- inu. Það er einföld staðreynd — Þórsliðið er þvi miður ekki 1. deildarlið, sém hægt er að nefna með þvi nafni. Aðeins Sigtryggur Guðlaugsiátti góðan leik i liðinu að þessu.sinni, en einkennilegt hvað þessi leikmaður, sem var svo öruggur i vitaköstum framan af mótinu, hefur brugðist á þvi sviöi i tveimur siðustu leikjunum. Þessar broshýru stúikur voru i verölaunasætunum i stórsviginu i heimsmeistarakeppninni i alpagreinum, sem nú stendur yfir i St. Moritz I Sviss. Frá vinstri er Traudl Treichl, Vest- ur-Þýzkalandi, sem varö i ööru sæti, þá franski heimsmeistar- inn, hin 17 ára Gabiennc Serrat, sem vann fyrstu gullverölaunin á þessu 23. heimsmeistaramóti. Lengst til hægri er Jacqucline Rouvicr, Frakklandi, sem hlaut þriðja sætið. Vcöurútlit i St. Moritz var slæmt i gær og var i fyrstu rætt um aö fresta þeim greinum, sem eiga aö fara fram i dag — en seint i gærkvöldi kom tilkynning um, að rcynt yröi aö halda áætlun á mótinu, en fyrir- hugaö er, aö þvi Ijúki um helg- ina. Þá átti Þorbjörn Jensson þokka- legan leik — en linu- og horna- menn liðsins voru nokkuð frá sinu bezta. Axel skoraði tvö fyrslu mörk leiksins fyrir Fram en Benedikt Guðmundsson skoraði fyrsta mark Þórs eftir að Aðalsteinn Sigurgeirsson hafði misnotað viti. 4-3 stóð fyrir Fram eftir 9 min. og þá hafði Sigtryggur misnotað viti. En siðan komu fimm Fram-mörk i röð — staðan varð 9-3 og úrslit þá raunverulega ráðin. Fimm marka munur var i leikhléinu, 12- 7 fyrir Reykjavikurmeistarana. Framan af siðari hálfleiknum réðu Framarar ferðinni og bilið breikkaði stöðugt. Eftir rúmar 10 min. var Fram með átta marka forskot, 18-10, og stórsigur blasti við. En þá fór Fram-liðið að slappa af, jafnframt þvi, sem varamennirnir komu inn á. Akur- eyringar fóru aðeins að minnka muninn og þegar tæpar tiu minút- ur voru til leiksloka var munurinn ekki nema þrjú mörk, 20-17 fyrir Fram. Raunverulega einnig spenningur þó — Framarar gátu hvenær sem var bætt við sig. Þeir gerðu það lika — skoruðu næstu þrjú mörk, 23-17, þegar sex minútur voru eftir. Enn hélt markaregnið áfram — mörkin hlóðust upp lokakaflann og úrslit- in 27-20 eins og áður segir. Þeir Björgvin og Axel voru nær einráöir i markaskoruninni hjá Akureyringar fó danskan þjólfara Allar likur eru á þvi, að Iþrótta- bandalag Akureyrar fái danskan. þjálfara til sin á næstunni og mun hann þjálfa 1. deildar leikmenn IBA i vor og sumar. Þessi danski þjálfari, sem um ræðir heitir Tom Jackson, og var áður nokkuð kunnur leikmaður hjá Kaupmannahafnarliðinu B1903. Iþróttabandalagið hefur nú leitað nokkuð viða eftir þjálfara og virðist nú vera að rætast úr málunum. Henning Enoksen, sem þjálfaði Islenzka landsliðið i sumar, hefur gefið Tom Jackson mjög góð meðmæli. Þá má geta þess, að IBA var einnig I sam- bandi við þýzkan þjálfara — en þaö mun eins og áður segir, sennilega veröa úr, að Tom Jackson kemur. Jóhannes Atla- son, sem þjálfaði Akureyringa i fyrrasumah, jafnframt þvi sem hann lék með liði þeirra, verður þjálfari hjá sinu gamla félagi, Fram I sumar — en leikur senni- lega ekki með liðinu. . . «P »5» Ólafur Sverrisson, Þór, er aö reyna markskot, en arraur, sennilega Áxels, hindrar hann, auk þess, sem Ingólfur reynir sitt. Ljósmynd Bjarnleifur. Norwich heldur ennþó í vonina! Þcir Phil Boyer, Borunemouth, og Martin Chivers, Tottenham, voru I fréttunum á Englandi i gær. Boyer var seldur til Norwich fyrir 140 þúsund pund, sem sýnir, aö Norwich heldur' enn i vonina um að haida sæti sinu i 1. deild og stóri Martin skoraöi sina fyrstu þrcnnu fyrir Tottenham frá þvi félagiö kcvpti hann frá Southampton fyrir nokkrum ár- um. Fyrsta „hat-trick” miöherja Englands með iiði sinu. Billy Bonds, framkvaímdastjóri Norwich, sem til skarnms tima var hjá Bournemouth hefur nú sameinað aftur þá leikmenn, sem um tima gerðu Bournemoth að góðu liði — þá Phil Boyer og Ted MacDougall. Þann siðarnefnda keypti Norwich frá West Ham, en Ted hafði áður leikið um tima með Manch. Utd með litlum árangri. Þeir Phil og Ted skoruðu milli sin 113 mörk i 78 leikjum fyrir Bournemouth, og það var yfirleitt Phil, sem lagði þá upp fyrir markakónginn Ted. En hvort þessir leikmenn bjarga Norwich er önnur saga — það er talsverður munur á l.og3. deild. Tottenham sigraði Birming- ham 4-2 i gærkvöldi fyrir minnsta áhorfendafjölda á White Hart Lane lengri, rúmlega 14 þúsund. Chivers lék þar aðalhlutverkiö. Skoraði strax I byrjun leiksins — en Mike England sendi knöttinn i eigið mark i f..h. og staðan i leikhléi var 1-1. I siðari hálfleikn- um skoraði Chivers fljótlega tvö mörk, en Pendrey minnkaði muninn i 3-2. Siðasta markið skoraði nýliðinn Dillon fyrir Tottenham. Einn annar leikur var háður i 1. deild i gærkvöldi. Manch. City sigraði Derby með 1-0. Enski landsliðsmaðurinn Colin Bell skoraði. Tveimur leikjum var frestað vegna vatnsflaums á völlum Chelsea og Stoke. Burnley átti að leika gegn Chelsea — Manch. Utd. gegn Stoke. — þegar Fram sigraði Þór í 1. deildinni í handboltanum í gœrkvöldi með 27—20 og enn sitja Akureyringar nœr vonlausir á botni deildarinnar Þeir nálgast markametið - 100 mörkin! Tveir leikir voru háðir i 1. deild tslandsmótsins í handbolta í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Úr- slit urðu þessi. Valur-Haukar 18-13 Fram-Þór 27-20 Á mánudag var leikið á Akureyri. Urslit: Þór-Vikingur 27-30 Staðan er nú þannig: FH 10 10 0 0 239-167 20 Valur 11 6 2 3 216-197 14 Fram 11 5 3 3 228-210 13 Víkingur 11 5 2 4 244-239 12 Haukar 10 2 4 4 181-200 8 Ármann 10 2 3 5 147-161 7 1R n 2 3 6 213-236 7 Þór 10 1 1 8 181-239 3 Markahæstu leikmenn eru nú þessir: Axel Axelsson, Fram 84/35 Einar Magnússon/ Víking, 79/41 Viðar Símonarson, FH 70/11 Gunnar Einarsson, FH, 66/17 Höröur Sigmarsson, Haukum, 62/19 Ágúst Svavarsson, IR 57/1 Sigtryggur Guðlaugs ., Þór, 53/25 Guðjón Magnússon, Víking, 49 Vilhj. Sigurgeirsson, IR 49/27 Gisli Blöndal, Val, 48/17 Björgvin Björgvinss., Fram, 45 Stefán Jónsson, Haukum, 39/4 Þorbjörn Jensson, Þór, 38 Vilberg Sigtryggsson, Árm. 36/9 Hermann Gunnarsson, Val, 32/13 Gunnl. Hjálmarsson, ÍR 31/1 ólafur H. Jónsson, Val, 31 Hörður Kristinsson, Árm. 30/12 Stefán Þórðarson, Fram, 29 ólafur ólafsson, Haukum, 28/16 Þórarinn Ragnarsson, FH, 27/3 Aðalst. Sigurgeirsson, Þór, 26/6 Árni Gunnarsson, Þór, 26/1 Bergur Guðnason, Val, 23/11 Gunnst. Skúlason, Val, 23 Guðjón Marteinsson, ÍR 22 Jón Ástvaldsson, Ármanni, 22 Páll Björgvinsson, Viking, 21 Ágúst ögmundsson, Val, 20 Ásgeir Eliasson, IR 19 Benedikt Guðmundsson, Þór, 19 Björn Jóhannesson, Árm. 19 Ingólfur óskarsson, Fram, 19/1 Ólafur Einarsson, FH, 19 Stefán Halldórsson Viking, 19 Auðunn óskarsson, FH, 18 Skarphéðinn óskarsson, Vík. 18 Jón Sigurösson, Viking, 17 Ólafur Sverrisson, Þór, 17 ólafur Friðriksson, Viking, 15 Stefán Gunnarsson, Val, 15 Arnór Guðmundss., Haukum, 14 Jón Karlsson, Val, 14/1 Guðm. Haraldsson, Haukum, 13 Ragnar Jónsson, Ármanni, 12 Þórarinn Tyrfingsson, IR 12 örn Sigurðsson, FH, 12 Arnar Guðlaugsson, Fram, 11 Olfert Naby, Ármanni, 11 Sigurb. Sigsteinsson, Fram, 11 Birgir Björnsson, FH 10 Pálmi Pálmason, Fram, 10 Sig. Jóakimsson, Haukum, 10 Þorsteinn Ingólfss., Árm. 10/1 Næstu leikir i deildinni verða i Hafnarfirði nk. sunnudag. Þá leika fyrst kl. 8.15, FH og Vikingur, en síðan leika Haukar og Fram

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.