Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 12
12 VEÐRIÐ I DAG Norðaustan kaldi eða stinn- ingskaldi. Létt- skýjað. Frost 5 til 7 stig. Eftirfarandi spil kom fyrir i sagn- og úrspilakeppni fyrir nokkrum árum. Norður-suður fengu þrjú stig fyrir að spila eitt grand — og fjögur stig fyrir að vinna þá sögn. Austur spilar út spaðatvisti i einu grandi norðurs. Hvernig spilar þú þetta einfalda spil? ▲ A54 y D62 4 ÁKG 4 D762 4 G1083 4 D962 V A98 y K105 ♦ 976 y 843 4 K104 4 Á85 4 K7 TG743 D1052 4 G93 Austur er heiðarleikinn sjálfur, og spaðatvisturinn er fjórða hæsta — þannig að spaðarnir skiptast 4-4. Norður á sex háslagi — f jóra á tigul og tvo á spaða. Hann þarf þvi aðeins að fá einn slag til viðbótar. Ef norður reynir til dæmis að spila laufi að heiman og svina niu blinds, tapar hann spilinu. Vörnin fær þá þrjá slagi á lauf — tvo á spaða og tvo á hjarta. En noröur á mjög einfalda vinningsleið og um leið algjör- lega örugga, ef spaðarnir skiptast 4-4. Otspilið er tekið á spaðakóng — tigli spilað fjórum sinnum — og siðan er spaðaás spilað og þriðja spaðanum. Mótherjarnir eiga slaginn — taka einn spaðaslag i viðbót, en verða svo að spila laufi eða hjarta, og það gefur norðri sjöunda slaginn. A skákmóti i Vinarborg 1959 fann Beni, sem hafði hvitt og átti leik, fallega vinningsleið gegn Dorn. 1. Bxg7!! — Rxg4 (Svartur má ekki þiggja drottningar- fórnina vegna 2. Bxf6 og mát i næsta leik. Ef svartur drepur biskupinn á g7 með kóngnum fylgir mát i öðrum leik) 2. fxg4!! — e3 3. Bf6!! — Bxhl 4. Dh2 og svartur gafst upp. FUNDIR • K.F.U.M. A.D. Aðaldeildarfundur i kvöld að Amtmannsstig 2b kl. 8.30. Guð- mundur Ingi Leifsson segir frá trúvarnarstarfi Francis Schaeff- ers i L’Abri. Allir karlmenn velkomnir. Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 20.30. Almenn samkoma. Allir velkomnir. Kristniboðsvikan i Kefla- vík. Á samkomunni í kirkjunni i kvöld kl. 8.30 tala kristniboðarnir Gisli Arnkelsson formaður Kristni- boðssambandsins og Katrin Guðlaugsdóttir. Allir velkomnir. Spilakvöld Spila og myndakvöld verður i dag fimmtudaginn 7. febrúar að Far- fuglaheimilinu Laufásvegi 1 og hefst kl. 8.30. Sýndar verða myndir, myndagetraun og spiluð verður félagsvist. Allir velkomnir. Farfuglar. Heimatrúboðið Almenn samkoma að Óðinsgötu 6a i kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimdallur Starfshópur um skipulagsmál Reykjavikurborgar, Galtafelli, Laufásvegi 56, fimmtudag kl. 18.00. Umræðustjóri Kjartan G. Kjartansson. Fíladelfía Reykjavík. Almennur vitnisburður. Sam- koma i kvöld kl. 8.30. Heimdallur Þorrafagnaður verður haldinn i kvöld fimmtudag 7. febrúar frá kl. 9-1. Ávarp: Markús örn Antonsson. Happdrætti Fjöldasöngur Árni Johnsen Dans BRIMKLÓ OG ANDREW Skemmtinefnd. Kópavogsbúar — Árshátíð Arshátið Sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi verður haldin i Skiphól (Hafnarfirði) föstudaginn 8. febrúar. Árshátiðin hefst kl. 19 með borðhaldi. Fjölmennið. Framboð til prófkjörs — skilafrestur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Rvik. minnir á að frestur til að skila framboðum til prófkjörs rennur út kl. 17:00 FÖSTU- DAGINN 8. FEBRÚAR. Fram- boðum skal skila, til skrifstofu fulltrúaráðsins að Galtafelli, Laufásvegi 46. y firkjörstjórn Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik. Kristniboðsfélag kvenna Fjáröflunarsamkoma fyrir kristniboðið i Konsó laugardaginn 9. feb. kl. 20.30. Fjölbreytt dag- skrá. Allir hjartanlega velkomn- ir. SKEMMTISTAÐIR # Þórscafé. Hljómsveit Sigmundar Júliussonar. Röðull. Hljómar. Veitingahúsið Borgartúni 32. Avarp: Markús Orn Antonsson, happdrætti, fjöldasöngur, Árni Johnsen, Brimkló, Andrew. 1. des. vor.u gefin saman i hjóna- band i Þjóðkirkjunni i Hafnarfirði af séra Garðari Þorsteinssyni Sjöfn Jóhannesdóttir og Gunn- laugur Stefánsson. Heimili þeirra er að Austurg. 29. Ljósmynda- stofan Iris hf. 24. nóv. voru gefin saman i hjóna- band i Hafnarfjarðarkirkju af séra Guðmundi Þorsteinssyni Lára Sveinsd. og Arnar Helgason. Heimili þeirra er að Merkurg. 8. Ljósmyndast. tris, Hafnarf. 4. janúar voru gefin saman í hjónaband hjá bæjarfógetanum i Hafnarfirði Sigriður Ingvadóttir og Guðmundur Magnússon. Heimili þeirra er að Fögrukinn 2, Hf. Ljósmyndast. tris hf. Þórsmerkurferð á laugardagsmorgun 9/2. Far- miðar seldir á skrifstofunni Ferðafélag tslands, öldugötu 3, simar 19533 og 11798. Visir. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. í KVÖLD | í DAG HEILSUGÆZLA • Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51336. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd- arstöðinni við Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17- 18. Simi 22411. APÓTEK • Kvöld, nætur-og helgidagavar/Ja apóteka vikuna 1. feb. til 7. feb. verður i Apóteki Austurbæjar og Laugavegs Apóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudög- um, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek. Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. Reykjavik Kópavogur. Dagvakt: kl. 08.00—17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst I heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. Hafnarfjörður — Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla upp- lýsingar i lögregluvarðstofunni simi 50131. A laugardögum og helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar I simsvara 18888. Lögregla-'Slökkvilið 0 Reykjavik:Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 50131, slökkvilið simi 51100, sjúkrabifreið simi 51336. Rafmagn: 1 Reykjavik og Kópa- vogi I sima 18230. 1 Hafnarfirði, simi 51336. Hitaveitubilanir simi 25524 Vatnsveitubilanir simi 35122 Simabilanir simi 05. — Við Hjálmar urðum að hætta við að kasta upp krónu um það, hvort ætti að splæsa i bió — hann átti ekki einu sinni krónu! ÝMSAR UPPLÝSINGAR • Skrifstofa félags einstæðra foreldra að Traðarkotssundi 6 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 3-7 þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 1-5. Simi 11822. Spilakvöld. Spila og myndakvöld verður fimmtudaginn 7. febrúar að Far- fuglaheimilinu Laufásvegi 1 og hefst kl. 8.30. Sýndar verða myndir, myndagetraun og spiluð verður félagsvist. Allir vel- komnir. Farfuglar. Starfshópur S.U.S. um Sameinuðu þjóðirnar og hlut islands i starfi þeirra Þriðji fundur starfshópsins verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30 I Galtafelli við Laufásveg. Dr. Gunnar Thoroddsen prófessor ræðir um sögulegan aðdraganda að inngöngu Islands i SÞ, umræður um Island á Yalta-ráð- stefnunni og á Alþingi 1945 og 1946. Stjórnandi hópsins er Guðmund- ur S. Alfreðsson, stud. iuris. S.U.S. Styrktarfélag vangef- inna Félagið efnir til flóamarkaðar laugardaginn 16. feb. kl. 14 að Hallveigarstöðum. Móttaka á fatnaði og ýmsum gömlum skemmtilegum munum er i Bjarkarási kl. 9—16.30 mánudaga til föstudaga. FjáröHunarnefndin. SŒ0 — Hey, beibifeis! Ég er kvitt nieðetta peipur þitt, eððú træjar ekki að vera soldið töff!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.