Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. 3 — Tœplega 30 milljónir króna í fram- kvœmdir í Laugardal '73. - 25 mdljomr i ar A siðasta ári, eða árið 1973, fóru tæpiega 30 milljónir króna i framkvæmdir i Laugardalnum. Á þessu ári er gert ráð fyrir, að farið verði með 25 milljónir i framkvæmdir, að sögn Stefáns Kristjánssonar iþróttafulltrúa borgarinnar. íþróttasvæðið i Laugar- dalnum vérður óneitanlega mjög glæsilegt, þegar það er fullkomlega tilbúið, og þar er gert ráð fyrir öllum iþrótta- greinum. Að visu er kannski ekki aðstaða fyrir skiðamenn að hendast niður brekkur, en það væri kannski erfiðara að koma þvi fyrir. Skautamenn urðu hálfsúrir, þegar þeir sáu, að hvergi var gert ráð fyrir þeim, fyrst þegar skipulagið var birt i heild sinni. En þeir þurfa þá ekki að vera súrir öllu lengur, þeir fá sinn skerf eins og aðrir. A fundi borgarráðs á þriðju- dag sl. voru samþykktar teikn- ingar að skautasvelli og húsi við svellið. Bætir það aðstöðu skautamanna i borginni að mun. Skautasvellið verður austan við Laugardalshöllina sjálfa, og er áætlað, að fram- kvæmdir við það hefjist nú i vor. Að sögn iþróttafulltrúa verður svellið væntanlega tilbúið til notkunar annað haust héðan i frá. ísflöturinn sjálfur verður 60x30 metrar að stærð, en svellið verður vélfryst. í Þannig lltur Laugardalurinn út i framtiðinni. Akveðið hefur nú ver ið að koma upp skautasvelli, sem verður við hlið Laugardalshallar- innar, þvi miður sést það þó ekki á myndinni. Völlurinn, sem nú á að fara að vinna að, er númer 4 á myndinni. Svo má sjá girðingarnar og bifreiðastæðin, sem byrjaö verður á bráðlega. Hj a m ín a n8 bd a h m hb VELFRYST SKAUTASVELL TILBÚIÐ ANNAÐ HAUST kringum svellið verða svo brekkur þar sem gert er ráð fyrir áhorfendasvæðum. Siðar meir verður svo væntanlega byggt þak yfir svellið, þannig að áhorfenda- pallar verða einnig innan húss, en enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Þannig verður frá skautasvæðinu gengið, að hægt verði að koma fyrir yfirbyggingu. 1 húsi þvi, er byggt verður við svellið, verður komið fyrir búningsklefum, geymslum og fleiru, og virðist það einkar skemmtilegt. Enn fleira er svo i bigerð varðandi iþróttasvæðið i Laugardalnum. Við hlið Laugardalsvallarins, sem nú er, var gert ráð fyrir öðrum iþróttavelli, en ekki i þessari fyrstu áætlun. Nú hefur þessu hins vegar verið breytt, þar sem búast má við, að Mela- völlur komi ekki að sama gagni og áður. Ákveðið hefur þvi verið að klára þennan nýja malarvöll sem fyrst. Þá er brýn nauðsyn að girða iþróttasvæðin öll hvert fyrir sig, og verður nú einnig gengið i það verkefni. Loks þarf svo að koma upp bilastæðum en rætt hefur verið um, að kofar á þvi svæði þar sem gert er ráð fyrir bilastæðum, þ.e. við Reykjaveg verði færðir, svo hægt verði að hefjast handa við að snyrta svæðið. —EA „GIFTAR KONUR FÁI SKATT- SKÝRSLU TIL ÚTFYLLINGAR" Hallœrisástand og tálmi fyrir þvi að konur öðlist virðingu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar. „Það form er nú rikið að eigin- menn greiði skatt af helmingi tekna eiginkvenna sinna, er al- gert hallærisástand að okkar mati og tálmi i vegi fyrir þvi, að konur öðlist sjálfstraust og virðingu i þjóðfélaginu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar”. Þetta segir meðal annars i bréfi rauðsokka til fjármálaráðherra, Halldórs E. Sigurðssonar, og endurskoðunarnefndar skatta- laga, og ennfremur segir: „Eins og yður er kunnugt, eru giftar konur á Islandi ekki skattgreið- endur, heldur greiða eiginmenn þetta skatt af helmingi tekna þeirra. Ógiftar konur, t.d. með börn, eða ekkjur, njóta ekki þeirra sömu friðinda. Fólk, sem berst fyrir jöfnum réttindum karla og kvenna, getur alls ekki sætt sig við slika skipan mála. Þegar gerðar eru breytingar á skattalöggjöf, (t.d. að hluti skatt- greiðslna verði færður frá beinum sköttum til óbeinna), þykir okkur sjálfsagt og mjög aðkallandi, að um leið sé sú breyting gerð, að giftum konum sé veittur sá sjálf- sagði réttur að fá að taka þátt i sameiginlegum kostnaði af rekstri þjóðfélagsins sem sjálf- stæðir þjóðfélagsþegnar með fullan rétt og fullar skyldur”. Eittsegja rauðsokkar nauðsyn- legt, þ.e. að enginn munur sé gerður á skattgreiðslum eftir kynferði eða eftir þvi hvort um gift eða ógift fólk er að ræða. Giftar konur fái skattskýrslu til útfyllingar jafnt sem aðrir, sem komnir eru yfir 16 ára aldur. Siðan greiði hver skatt aðeins af sinum tekjum. „Verði giftar konur teknar sem einstaklingar með fullan ein- staklingsfrádrátt við núverandi fyrirkomulag er ljóst, að skatta- álag hjóna sem bæði vinna úti, verður miklu meira en nú er, og hætt er við að slikt valdi svo mikilli óánægju meðal lands- manna, að ekki sé gerlegt að gera þær ráðstafanir, nema fleira komi til”. Rauðsokkar koma þvi með nokkrar tillögur, svo sem að barnafrádráttur og frádráttur vegna kostnaðar við barnagæzlu (sem gilda mundi um alla, sem hafa börn á framfæri sinu) eða launþegafrádráttur gæti komið i staðinn fyrir það skattleysi af helmingi tekna eiginkonunnar, sem nú er reglan. —EA olivetti gœði EdÍtOr 3 rafmagnsritvél Plastpokaskorturmn á reikning Arabanna Ýmsir hafa eflaust tekið eftir þvi, hversu það hcfur færzt i vöxt upp á siðkastið, að verzlanir setji vörur viðskiptavinanna i bréf- poka. Plastpokarnir hafa horfið smátt og smátt af sjónarsviðinu. Stafar það af skömmtun á hráefn- um til plastgerðar, en sú skömmtun kemur svo aftur til af oliuskortinum i heiminum. „Kjötpokar og hinir svokölluðu heimilispokar hafa alveg horfið af markaðnum og sömuleiðis pokar fyrir brauð og burðarpokar fyrir verzlanir,” upplýsti sá, sem varð fyrir svörum hjá Plastpok- um hf„ en þangað hringdum við til að afla okkur upplýsinga i morgun. „Reykjalundur hefur látið okk- ur hafa það plast, sem við notum til okkar framleiðslu, en núna hefur Reykjalundur ekki unnið neitt plast i hartnær tvo mánuði. Við höfum þvi orðið að vinna upp gamlar birgðir, en þær hafa þó ekki dugað til framleiðslu allra tegunda plastpoka,” sagði hann. Eftir að Reykjalundur hefur haldið að sér höndum i tvo mán- uði, hafa safnazt upp birgðir hrá- efna til plastgerðar, sem ættu að duga til vorsins. Eru likur til, að verksmiðjan hefjist þvi handa innan skamms. Eins og öðrum plastneytendum i heiminum er Reykjalundi skammtað það hráefni, sem þarf til plastgerðar og skrifast sú skömmtun á reikning Araba — eins og svo margt annað misjafnt á þessum kalda vetri.... —ÞJM ★ Lipur í notkun ★ Endingargóð ★ Fullkomin skrifstofuvél - AÐEINS KR. 38.600- Skrifstofutœkni h.f. Laugavegi 178 R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.