Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Fimmtudagur 7. febrúar 1974. TÍSUtSm: Gætuð þér hugsað yður aö vera án sima? Ólöf Kjarnadóttir, starfsstúlka hjá Pósti og sima: — Nei, það gæti ég ekki. Og i rauninni er ekki svo dýrt að hafa sima, miðað við að það er alltaf gott að hafa hann. Árni Árnason, vistmaður á elli- heimili: — Ég held ekki. En hérna áður fyrr þurfti maður að vera án hans. Þá var ekki um annað að ræða en ganga þangað sem maöur ætlaði að ná sambandi. Þess vegna er siminn ekkert svo dýr. Anna Britt Kommedal, húshjálp: — Það væri erfitt. Mér finnst svo- litið dýrt að hafa sima, en það er bara allt orðið svo dýrt núna. Guðmundur Sigursteinsson, sjómaður: Nei. Siminn er ómissandi við fjöldamargt, eins og t.d. að reka fyrirtæki. Það er ekki svo dýrt að hafa sima, svo framarlega sem hann er ekki notaður of mikið að óþörfu. Gunnar Pétursson, starfsmaður hjá Alvcrinu: — Já, það kæmi jafnvel til greina að vera sima- laus. Ég er nýbúinn að fá sima inn til min, þannig að ég veit, hvernig það er að vera simalaus. En það er alveg geysilega dýrt að fá simann inn. En simalaus labbaði ég meira og fór meira en venjulega. Svo þegar siminn er kominn, kemur i ljós, að hann er mikið notaður að óþörfu. Maria Másdóttir, fjarritari: — Nei. Ef ég hefði ekki sima, þá býst ég við að ég gengi meira. En ég hef aldrei þurft að vera sima- laus, nema núna rétt áöan, þegar siminn fór i nokkra klukkutima. LESENDUR HAFA ORÐIÐ & Tollurinn tekinn til handargagns STERKASTI MAÐUR HEIMS Ég varð fyrir dálitið sérstæðri reynslu suður á Keflavikurvelli á dögunum og vil ekki láta hana liggja I þagnargildi, ef áhuga- samir landar minir gaetu af henni lært, hvernig hægt er að afla sér eftirsótts varnings með einföldum og ódýrum hætti. Við hjónin vorum að koma frá útlöndum. Þegar við komum inn i flugstöðvarbygginguna, svifur þar i fangið á okkur vel metinn borgari á Suðurnesjum og heilsar bliðlega. Við tókum að vonum vel kveðju hans, þvi að við vorum honum málkunnug áður. Alúð- legar móttökur hans vöktu þvi enga undrun okkar, en hitt kom okkur ofurlitið spánskt fyrir sjónir, að hann skyldi vera á vappi þarna inni i frihöfninni, þvi að við höfðum ekki orðið hans vör i flugvélinni, og engin önnnur vél var að koma né fara þá stundina. Viö fórum nú inn i tollvörubúðina og keyptum þar mælt og skorið það, sem lög heimila, að farþegar frá útlöndum taki með sér inn i landið. Þegar við komum til toll- gæzlunriar, reynist hins vegar hængur á. Þá segja tollverðirnir mér, að áðurnefndur móttöku- greifi hafi farið hér i gegnum hliðið fyrir stundu með toll- skammt, sem hann hafi sagt, að ég ætti, og fái ég þvi ekki að taka með mér minn skammt. Þessu mótmælti ég kröftuglega og krafðist, að þeir sæktu greifann og létu hann standa fyrir máli sinu. Hann reyndist allur á bak og burt og kominn út af vellinum. Tollverðirnir buðu mér þá upp á það af náð, að tollvarningur minn yrði eftir hjá þeim og afhentur siðar, þegar málið hefði verið athugað. Ég fékk raunar ekki skilið, að ég ætti að gjalda dular- fulls hátternis einhvers annars manns mér algjörlega óviðkomandi og mótmælti þessu háttalagi enn, en hér varð engu um þokað. Ég varð að fara slyppur frá borði tollvarðanna, sem móttökugreifinn hafði nýlega gengið frá sæil og glaður með guðaveigar og annan munaðar- varning. Liða nú tveir dagar, án þess að ég heyri nokkuð sunnan að, unz hér birtist umræddur móttökugreifi við húsdyrnar með tollvarning minn færandi hendi. Hafði fljótlega hafzt upp á honum, þvi að maðurinn er sem fyrr segir þekktur i grenndinni og vel metinn borgari. Var honum gefinn kostur á að koma upp á völl og greiða toll af varningi sinum. Má það teljast mikil sátt- fýsi yfirvalda, ef ekki greiðvikni, enda brá maðurinn fljótt við og bætti nú i leiðinni um fyrri háttvisi við mig með þvi að greiða tollinn i minu nafni, svo að ég mætti standa þar i plöggum sem syndaselur, meðan móttöku- greifans er hvergi getið. Eftir aö hann hafði þannig þaulsannað áreiðanleik sinn, var hann stiginn svo i áliti hjá þeim syðra, að honum var falið að færa mér hinn kyrrsetta tollvarning minn! Og nú er mér spurn: Er hverjum sem er heimilt að labba inn i frihöfnina á Keflavikurvelli og út úr henni aftur með toll- varning, sem þeir segjast vera að ,,bera út” fyrir Pétur eða Pál? Ef svo er, væri yfirvöldum rétt að skýra frá þvi i opinberri auglýsingu, þvi að efalaust hefði margur hug á að notfæra sér svo ábatavænleg réttindi. Meö þökk fyrir birtinguna. Guðni Bjarnason, öldugötu 33, Reykjavik. Reynir Leósson hringdi: „Vegna bréfs sem birtist i Visi núna i fyrradag um kvikmyndina „Sterkasti maður i heimi”, vildi ég gjarnan koma nokkrum upplýsingum á framfæri. Kvikmyndin er 44 minútna löng (en ekki 30 minútur, eins og bréfritari heldur). — Auka- myndin, sem henni fylgir, fjallar um öryggismál og er frá Cater- pillar, en hún þykir eindæma góð sem slik. Miðinn er seldur börnum yngri en 16 ára á 150 krónur (og einnig Þórarinn Björnsson, Laugar- nestanga 9b, skrifar: „Ég get ekki annað en þakkað það jákvæða i smágreinarstúf, sem ég rakst nýlega á I blaði, sem ég má vist ekki nefna með nafni undir yfirskriftinni Pukrið. Það stendur meðal annars: „Frétta- menn, sem mikil samskipti þurfa að eiga við opinbera embættis- menn, eru fyrir löngu búnir að sjá, að fjöldinn allur af þessum mönnum álita það vera sitt einkamál, hvað þeir aðhafast i vinnutimanum og að hvaða verk- efnum þeir eru að vinna þessa stundina eða endranær. Hroki vissra embættismanna i sam- skiptum við starfsmenn fjölmiðla og allan almenning er slikur, að full ástæða væri að birta nöfn þeirra opinberlega. Slikt verður þó ekki gert að sinni. En viðmót embættismanna fer alls ekki eftir þvi, hve hátt þeir eru settir i kerfinu. Það munu t.d. allir fréttamenn sammáia um það, að ljúfari og viðræðubetri mann en Einar Agústsson utanrikisráð- herra er vart hægt að hugsa sér. En i ráðuneytum situr fjöldinn skólafólki), en fullorðnum á 300 krónur. Þegar myndin var sýnd i Laugarásbiói, var það til tilraunar, og ég réð ekki miða- verðinu i það sinn, en miðinn var þá seldur fullorðnum. á 500 krónur, vissi ég. Hún var i það sinn heldur ekki auglýst i blöðum. Þar sem myndin er sýnd, kem ég viðast fram lika og fer upp á sviðið til þess að sýna ýmis áhrifarik atriði. Myndina sýni ég á elliheimilum t.d. endurgjaldslaust”. allur af pólitískum framagosum, sem I þessar stöður hafa komizt eingöngu vegna flokkslistar en ekkí sökum hæfileika. Margir af þessum mönnum álita sig hátt yfir það hafna að ræða við venjulegt fólk, og hinn almenni borgari þarf helzt að knékrjúpa fyrir þessum lordum, ef nokkur von á að vera til þess að fá augna- bliksviðtal”. Svo mörg voru þau orð. Ég vil leyfa mér að benda á, að þetta eru óvanaleg skrif, ekki sizt fyrir það, að Einar Ágústsson er lifandi maður á meðal vor. Ég held þvi miður sé mjög fátitt, að mönnum sé hælt fyrir það góða, heldur er almennt reynt að finna það versta i fari hvers manns og bæta þar við eftireigin geðþótta, en ekki reyna að finna það góða, sem i öllum mönnum býr og leiða það fram i dagsljósið. Ef það væri gert, teldi ég, að mörgu böli og hreinu óláni væri þá afstýrt. Að endingu vil ég geta þess, að mér finnst, að eftir þvi sem ég læri meira, finni ég betur, hvað ég get lítið og veit fátt”. EINKAMAL EÐA EKKI Leigubílstjórar og stjórnarskróin Kristján hringdi: „Visir á þakkir skilið fyrir leiöaraskrif sin á dögunum um vandamál, sem hlotizt hefur af hömlum, er ieigubilstjórastéttin hefur sett á þá atvinnugrein. Það er annars fróðlegt að rifja upp 69. grein stjórnar- skrárinnar: „Engin bönd má Íeggja á át- vinnufrelsi manna, nema almenningsheill krefjist, enda þarf lagaboð til”. En þetta hefur samt stétt leigubilstjóra gert með þvi að taka sér sjálf I hendur að skammta, hve margir skuli stunda þessa iðju og hafa hönd i bagga um, hverjir það fái og hverjir ekki. Eins og kom fram i leiðara Visis er þetta þveröfugt við almenningsheill. Það er annars umhugsunar- vert, að sendibilaakstur er frjáls, en ekki einokaður”. Bjarni Guðna- son býður fram FRJALSLYNDI ílokkurinn hefur ákvoðiiT að bjóða fram við liornar- stjðrnarkosningar í Reykjavík, að því er Bjarni Guðnason upplýsli f gær. Sagði Bjarni. að flokkurinn mundi ef lil vlll hjóða frain vfðar eflir því sem talið væri réll og hagkva*ml. Framboðslisli Frjálslynda flokksins f Reykjavfk hefur ekki verið ákveðinn. en heyrzl hefur. að Inga Birna Jónsdóllir skipi efstasæli hans. Djamm frjálslyndra Þeir stunda i Frjálslynda flokknum full mikiö djamm. Nd er Bjarni farinn að bjóða Birnu fram. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.