Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 07.02.1974, Blaðsíða 5
Vísir. Finuntudagur 7. febrúar 1974. 5 Japanir hlýddu kröfum Japönsk stjórnvöld létu undan kröfum flokks jap- anskra og arabískra skæruliöa/ sem í gær- morgun réöust inn í sendi- ráð Japans í Kuwait og tóku sendiherrann og fjóra aðra sem gísla. Hryðjuverkamennirnir kröfuðust þess, að send yrði fug- vél til Singapore að sækja skæru- liðaflokk, sem reyndi fyrir viku að sprengja upp oliuhreinsunar- stöðina þar. Skæruliðaflokkurinn i Singa- -pore varð að gefast upp við ætlunarverk sitt, en tók þá á sitt vald ferju og heldur um borð i henni tveimur gislum. Að vanda þessara flokka er hótað að myrða gislana með köldu blóði, ef ekki er orðið við kröfum þeirra. skœruliða í Kuwait Japanir sendu strax ílugvél til Singapore til að sækja skæru- iiðana, en yfirvöld i Kuwait hafa lýst þvi yfir, að flugvélin fái ekki lendingarleyfi i Kuwait. Hefur skæruliðunum i japanska sendiráðinu verið tilkynnt um þetta. — beim hefur verið boðið að fá óáreittir að yfirgefa Kuwait, ef þeir sleppa gislunum. Einn gislanna i ferjunni, sem skæruliðar hafa á valdi sinu I' Singapore, komst undan með þvi að kasta sér fyrir borð. Hon- um var bjargað um borð i bátinn á myndinni hér við hliðina og situr f skut t.v. AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson „Enginn samur eftir lestur hennar" — segir Roy Medvedev, um bók Solzhenitsyns Sá maðurinn, sem þykir allra manna bezt þekkja Stalin-tímabilið í Sovét- rikjunum, er hinn 49 ára gamli sagnfræðingur Roy Medvedev. — Hann lauk í gær lofsorði á siðustu bók nóbelshöf undarins, Alex- anders Solzhenitsyns, ,,Gulag-eyjaklasinn". ,,Allar þýðingarmeiri upp- lýsingar i bókinni, sem lúta að að- búnaði i sovézkum fangabúðum á Stalins-timanum, eru fullkom- lega áreiðanlegar,” komst hann að orði i yfirlýsingu, sem hann af- henti vestrænum fréttamönnum i gær. Roy Medvedev hefur m.a. skrifað bókina ,,Látum söguna dæma”, sem er rannsókn á Stalinismanum. Hann litur á sjálfan sig sem marxista, en hneigist til lýðræðislegs sósial- isma og var enda útskúfaður úr kommúnistaflokknum 1968, þvi að hann hafði látið birta eftir sig grein vestan járntjalds. I grein þeirri varaði hann við t i 1 - hneigingum til stalinisma i sovézka samfélaginu. Roy er tviburabróðir erfða- fræðingsins Sjores Medvedev, sem heldur til i Lundúnurn um þessar mundir. Sjores fór til Eng- lands i fyrra til rannsókna i sinni grein, en eftir viðtöl, sem hann átti við vestræna blaðamenn, var hann sviptur sovézkum borgara- réttindum. Roy Medvedev skrifar, að Solzhenitsyn kafi á ýmsan máta dýpra i lýsingum sinum á mann- legri vonzku, heldur en Dosto- jevski náði að gera. ,,Ég er ekki ásáttur við sumt mat Solzhenit- syns á hlutunum, ‘og hann sýnir ljóslega, að hann er andsnúinn marxismanum. En bók hans er lull af athugunum, sem gerðar voru undir áhrifum þjáninga milljóna manna — þjáninga sem eru verri en allt annað, sem þjóð okkar þoldi áður,” segir i yfir- lýsingunni. ..Enginn, sem slapp úr fanga- búðaeyjaklasanum hræðilega á Stalintimanum, var samur og áð- ur en hann var sendur þangað. Og ég held, að fáir verði sömu menn eftir að hafa lesið bók Solzhenit- syns. bvi get ég ekki hugsað mér neina aðra bók i rússneskum bók- menntum eða i heimsbókmennt- unum, sem jafna megi viö „Archipelag Gulag”,” skrifar Medvedev. Ef myndin prentast vel má sjá japanskan skæruliðaí glugga japanska sendiráðsins I Kuwait (I skugga fánans). beir tóku sendiherrann ogstarfsfólk fyrir glsla og hótuðu að taka þau af llfi, ef ekki yrði hlýtt kröfum þeirra. Smýgur Biggs? Brazilískur lögmaöur telur sig hafa komiðauga á tvo möguleika til þess að koma i veg fyrir, að brezki lestarræninginn, Ronald Biggs, veröi framseldur brezkum yfirvöldum. Evaristo de Morais, lögmaður, einn af virtustu málflutnings- mönnum Rio de Janero, upplýsti i gær, að hann hefðijyerið beðinn um að leggja Eíiggs lið, svo hann yrði ekki framseldur. Vildi Morais ekki segja, hvort hann hefði i hyggju að taka málið að sér. Hann lét hinsvegar á sér skilja, að hann sæi tvær hugsanlegar leiðir til að afstýra þvi, að lestar- ræninginn yrði framseldur, eins og brezk yfirvöld hafa nú form- lega krafizt. „Tæki ég málið að mér, mundi ég reifa, að Biggs er ekki eftir- iýstur fyrir brot af neinu tagi hér i Braziliu. Einnig mundi ég krefj- ast þess, að hann yrði kyrrsettur hér i Brasiliu til þess að sjá fyrir konunni, sem hann hefur gert barnshafandi,” sagði Morais. Biggs og verðandi barnsmóðir hans, Raimunda, sem hann hef- ur búið með i Rio. Engir samningar eru fyrir hendi um gagnkvæmt framsal af- brotamanna milli Bretlands og Braziliu. En stjórnvöld i Braziliu þykja likleg til þess að nota Biggsmálið sem brimbrjót til þess að ryðja slikum samningum braut. Hið áhrifarika kvöldblað ,,Fol- ha de Sao Paulo” skrifaði i gær, að Biggs hefði sagt lögreglunni, að hann vildi vera um kyrrt i Braziliu. Blaðið skrifar ennfrem- ur, að lestarræninginn hafi upp- lýst, að hann hafi eytt sinum hluta ránsfengsins á löngum flóttanum til Suður-Ameriku. TAKA A SIG ABYRGÐ RÚTUSPRENGJUNNAR Noröur-irsk hryðju- verkasamtök, sem kalla sig „Rauðu hersveitina", lýstu á hendur sér í gær sprengjutilræðinu, þegar áætlunarbíll með her- mönnum og fjölskyldum þeirra var sprengdur í loft upp aðfaranótt mánudags fyrir utan Manchester. Maður einn, sem sagðist full- trúi þessara samtaka, hringdi til „Irish News”, blaðs kaþólskra i Belfast, og sagði: „Við tókum rútuna.” Ellefu fórust i áætlunarbilnum, eins og kunnugt er af fréttum, og fjórtán til viðbótar særðust. Lög- regla og yfirstjórn hersins hafði áður lýst þvi, að þau hefðu IRA (hinn ólöglega irska lýðveldis- her) grunaðan um verknaðinn. Brezkir leyniþjónustumenn i Belfast sögðu i gær, að „Rauða hersveitin” væri annaðhvort dul- nefni yfir einn af flokkum IRA eða nafn Trotsky-sinnaðra IRA- manna, sem klofið höfðu sig frá aðalsamtökunum. „Rauða hersveitin” vakti fyrst á sér athygli opinberlega, þegar hún fyrir tveim vikum lýsti á hendur sér morði öryggisvarðar við kaþólska hverfið Ardoyne i Belfast. Petrosjan 2 vinninga Sovézki stórmeistarinn, Tigran Petrosjan, náði öðrum vinning af Lajos Portisch frá Ungverjalandi i einvigi þeirra á Maliorca. Staðan er nú 2-0 hjá þeim, en sjö skákir liafa orðið jafntefli. Petrosjan þarf þvi bara einn vinning til viðbótar til þess að komast áfram i einvigunum um réttinn til að skora á heims- meistarann. bessi mynd var tekin af rútuflakinu fórust (8 karlinenn, 2 börn og 1 kona ) eftir sprenginguna, þar sem ell en fjórtán særðust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.