Vísir - 08.02.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 08.02.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 8. febrúar 1974. vteusm: Tcljið þér grundvöll fyrir starf- rækslu hljóftfrárrar þotu í þágu millilandaflugs islendinga? Alfreft Eliasson, forstjóri: — Nei, ekki neinn. Á þeim leiðum sem við förum núna, þá tel ég DC-8 þoturnar hagkvæmastar. Það er erfitt að svara til með notkun Jumbóþotanna i þágu okkar eins og er, en þær eru framtiðin. Örn Johnson, forstjóri:— Ég get i raun og veru ekki svarað þessu eins og er. En það er tvimæla- laust að hljóðfráar þotur munu koma einhvern tima. Það er svo vafasamt hvort þær komi núna. Þróunin er þó öll á þá leið að svo verði i framtiðinni. Björn Jónsson, samgöngumála- ráftherra: — Ég held að nú sé tæplega timi til þess að skoða það mál. Einmitt siður núna vegna oliukreppunnar. Það er ekki timabært að svara þessu núna, þótt ég voni að möguleiki verði til að ihuga málið i framtiðinni. Benedikt Þórarinsson, yfirlög- regluþjónn: — Tæplega eins og er, vegna hinnar miklu elds- neytisnotkunar hljóðfrárra þota. Svo held'ég að fargjöld með slikri þotu yrðu það há að farþegar yrðu i færra lagi. Júmbóþoturnar eru það stærsta sem við ráðum við, þó það sé reyndar alveg á tak- mörkunum. Kristján Pétursson, deildar- stjóri: — Ég tel það útilokað að nokkur myndi ferðast með slikri þotu, vegna þess hversu dýrt það yrði. En það má svosem vera að i íramtiðinni þurfi fólk að flýta sér svo mikið að það telji það pening- anna virði. En ég þekki engan eins og er sem þarf að flýta sér svona mikið. Svona farartæki eru kannski helzt fyrir nýrika glaum- gosa. „Eskimóar" í móttökunni — Concorde í nístingskulda ó Keflavíkurflugvelli í gœr Hún er rennileg, ekki vantar þaft. En þrátt fyrir mikla lengd og mikinn hrafta, tekurConcorde ekki nema um hundraft farþega. Á þeirri hlift, sem snýr aft myndavélinni er Concordc merkt British Airways, en á hinni Air France. Þau flugfélög eru þau einu sem hafa gert pantanir á þessari rennilegu vél.Ljósm. Visis: Bragi British airways ER SKOPLEGT? Mér finnst ekki til of mikils Eystrasaltsrikjanna. Hláturinn mælzt við ritstjóra Vlsis, að þessi lengir lifið. Mættum við fá að menningarpostuli blaðsins verði heyra alla brandarana um þessi látinn gera okkur lesendum vesælu kotriki, svo við getum blaðsins nánari grein fyrir þvi, hlegið með húmoristanum. hvað er svo skoplegt við örlög Gaui „Kuðungurinn" HVAÐ Heiftrafti ritstjóri, Smáathugasemd við grein Gunnars Gunnarssonar ,,Á valdi óttans” i laugardagsblaðinu 2. febrúar. Þar hælir hann i hástert erindi Sigurðar bónda á Neistastöðum, telur það hafa verið vel hugsað og sannfærandi og borið vott festu og skynsemi. Ég hlustaði á þetta erindi hins ágæta bónda og fannst það vera mjög venjulegt og hversdagslegt erindi um daginn og veginn, hvorki verra né betra en gengur og gerist um erindi i þessum flokki. Bóndi dró enga dul á skoðanir sinar á öryggismálum þjóðarinnar, og er ekkert nema gott um það að segja, i lýðfrjálsu landi, að menn segi hug sinn allan opinberlega um þau mál sem önnur. Þegar Gunnar fjallar siðan um erindi Gunnlaugs Þórðarsonar um örlög Eistlands og annarra Eystrasaltsrikja, kveður heldur betur við annan tón. Reynir Gunnar að gera litið úr erindi Gunnlaugs og finnst hlægilegt að veraað ræðahégómamál af þessu tagi i útvarpi. Ég þekki hvorki haus né sporð á þessum tveim fyrirlesurum og leiði hjá mér allan mannjöfnuð þeirra á milli. Hinu er ekki hægt að láta ómótmælt, að örlög Eystrasaltsrikjanna sé hégóma- mál, er snerti tslendinga engu. örlög þeirra verða einmitt að teljast til harmsögulegustu við- burða veraldarsögunnar á þessari öld. Eystrasaltsrfkin munu hafa öðlazt sjálfstæði 1918 eins og Islendingar, en eftir heims styrjöldina siðari glata þau sjálf- stæði sinu með öllu „þegjandi og hljóðalaust”. Þessi greypilegu örlög þriggja smáþjóða i Evrópu telur Gunnar Gunnarsson hlægi- legan hégóma. Annað verður þvi miður ekki lesið út úr grein hans i þeim dálki Visis, sem kenndur er við menningu. „Þa.r fer Hliðarhreppsnefndin” i Vísi 4/2 1974. Þessi bráðsnjalla visa gæti vel verið eftir Bólu-Hjálmar, og þvi ekki óliklegt, að þekkingarlitlir aðilar á þessu sviði geri ráð fyrir þvi. Sú prentvilla birtist I fyrirsögn á athugasemd Ólafs Kvaran hér i blaðinu sl. mánudag, aft þar stóft Benda má á, að I visunni er átt við Kræklingahliðina i Eyjafirði, en fundarhús hreppsnefndarinnar var af gárungunum kallað Kuð- ungurinn. Þvi ber að hafa orðið „Kuðunginn” i visunni með stór- um staf. ólafur Þorsteinsson tilfelli, þegar átti meft réttu aö standa tilefni. Tilefni — tilfelli Vantar undir mynd framan á siftasta hefti Menntamála: Grunnskólafrumvarpift sefur nú svefninum langa Z-n er komin á sprettinn langt fram fyrir það. En frumverpingarnir öruggir áfram þó spranga upphefftarstigánn rétt eins og götunnar svaft. Andri varft prófessor, Kristján er námsstjóri nefndur, nafnbót sem rektor Ingólfur hlaut fyrir dáft, Meftreiftarsveinninn Indrifti ekki er klemmdur: innsti koppur I búri sem kanselliráft. Tlllaga til þings- ályktunar Takmörkun vínveitinga i opinberum veizlum Ingvar Gíslason mælti i neöri deild i gær fyrir frum- varpi þvi, er hann flytur ásamt Heimi Hannessyni, um takmörkun á vinveitingum i opinberum veizlum. Spunnust nokkrar umræöur um máliö og sýndist sitt hverjum um kosti og galla frumvarpsins. VerÖur nánar sagt frá þessum umræöum og framsöguræöu Ingvars Gislasonar á þingsiö- unni á morgun. Þeir alþingismenn, sem drekka ekki I veislum vin, en verma i þeim partium bekki þó gegn um sneitt, eru að minu áliti fyrirmynd fin, þvifínni, sem drekka þeir minna en ekki neitt. En þaft er nú svona meft vínift, ef venjan er rik er vandi aft sicppa þvi alveg að stinga einn út. Ef hjá forystumönnum landsins er löngunin slik, skal leyfa þeim verstu aft þefa af flöskustút. Birgir og Líndal efalaust upp á vift stefna, þótt ekkert verfti um fremdarhlaup þeirra spáft. Ilitt er þó augljóst, sem heldur betur má nefna, þeir halda sig vita i menntum og listum öll ráft. Og ef þeir eru með eitthvert þref efta þus, skal þaöan í frá bara gefa þeim antabus. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.