Vísir


Vísir - 08.02.1974, Qupperneq 9

Vísir - 08.02.1974, Qupperneq 9
Vísir. Föstudagur 8. febrúar 1974. 9 smásögu um smælingja i Þórs- höfn og uppreist hans að lokum. Hún gæti verið drög að skáldsögu, en er raunar sjálfri sér næg eins og hún stendur. Aðrar sögur af svipuðu tagi, Einmana flautu- tónn, þar sem ofið er saman þjóð- sagnaefni og samtima, eða Sannleikans stund, sem að meginefni fjallar um nautaat, eru á hinn bóginn einhvern veginn lausari i sér og ekki eins sann- færandi og þessi þrátt fyrir snjallar hugmyndir og einstakar lýsingar. Margar hinar yngri sögur Jens Pauli Heimesens eru að sjá af minningatagi, frá bernsku og striðsárum. Svo er um þrjár yngstu sögurnar, úr bók sem nefnist í aldingarðinum og út kom 1971, og sumar sögur úr Aldurnar spæla á sandi, 1969, en helmingur sagnanna i þessu safni er úr þeirri bók. í aldingarðinum geristá striðsárunum, saga um stráka sem fikjast i að komast á bió hjá bresku hermönnunum. Þar eru Færeyjar einu sinni séðar i samhengi umheimsins: „Þannig stóðu unglingar og miðuðu út um allan heim. Við sáum það i kvikmyndunum. Þeir gengu einnig eftir götunum hjá okkur i stórum klossum. Snemma á morgnana fóru þeir i skrúð- göngu til vinnu sinnar með riffil um öxl og byssusting sér við hlið og komu aftur um kvöldið, þreyttir og slæptir. Stundum höfðu þeir skotæfingar úti i haganum til að læra að hitta betur. Evrópa var rjúkandi rústir og lif okkar ekki metið miklu meira, en grámáfanna sem flögruðu snapandi yfir voginum”. Mannslif og máfar En minningaefnið er styrkur þessara sagna, uppmálun færeysks landslags og lifshátta, bæði i raunsæsilegum frásögnum og ljóðrænum innilegum minningasögum. Likast til er „besti textinn” i bókinni af þessu siðarnefnda tagi, einatt sögur um skil bernsku og unglings eða full- orðinsára, barnið að verða fullorðið, unglinginn að manni. Þetta á við fyrstu og yngstu sögurnar þrjár i bókinni sem fyrr voru nefndar, allt prýðilegar smásögur, sem hugblær og til- finningamál þeirra skipta meiru en efnisi- atvik.Af svipuðum toga eru þrjár næstu sögur, allar úr miðbók Heinesens. Leikhlutverk mitt fjallar um ungan mann að yfirvinna ástarsorg, og það er freistandi að vitna til hennar, lýsingar sem i samspuna náttúru- skyns og lifskynjunar lætur uppi, að mér finnst, styrkinn i skáld- skap Jens Pauli Heinesens: „Sumarnóttin er ljós á bjarg- brúnunum, þvi að dagurinn hverfur aldrei undir hafflötinn heldur liður eftir sjóndeildar- hringnum frá norðvestri til norð- austurs, og er svo .bjartur og hreinn að allir ljósir hlutir ljóma i staðinn. Hvitir blettir glampa i bjarginu, lundabringur, langviu- bringur iröðum, múkkar og ritur blika á svörtu og gráu grjóti. Upp úr gjám og gjótum heyrist mannamál, lifandi eða dauðra. Hver getur sagt um það? Það heyrast ekki orðaskil, aöeins raddir, stundum háværar, stundum deyja þær út i leyndar- dómsfullu hvisli. Og upp úr fjör- unni berast undarleg hljóð, eins og brostnar vonir byltist þar um i urðargrjótinu....Eftir andartak ris dagur úr hafi. Þúsundir og aftur þúsundir fuglsradda munu syngja lof þeim degi og sveifla sér út i geiminn. Og lifið mun halda áfram sinn vanagang. Og hér stend ég i skriðunni og horfi niður i fjöruna þar sem þarinn vex og grjótið hefur hrunið niður. Lifið endar ekki þarna niðri. Enda þótt einn eða annar hendi sér fram af og hætti að lifa þá heldur lifið hlæjandi áfram eins og miskunnarlaus eilifðarvél. Ekkert er fjær þvi en gráta hina dauðu”. Færeyskar bókmenntir hafa til þess verið að mestu afskiptar athygli á Norðurlöndum, nema þeir höfundar sem skrifað hafa á dönsku. 1 bókmenntunum hafa Færeyjar virst land William Heinesens. Þeir sem vilja vita að visu að þar eru fleiri mikils- Jens Pauli Hcinesen megandi höfundar og bók- menntir. 1 þessari bók er einn þeirra lifandi kominn — höfundur sem ætla má að eigi eftir að láta meir að sér kveða út i frá. Andlit þjóðarinnar Útvarp: Stundum verður það, að út- varpið eins og tekur spretti. Hvað eftir annað stendur maður það að þvi að lauma inn sérlega forvitniiegum dagskrárliðum. Það er varla hægt annað en lýsa ánægju yfir efnisvali á sumum sviðum. Björn Th. Björnsson gladdi margan með þvi að flytja útvarpsgerð BBC á „Pygmalion” eftir Shaw i Hljóðberginu. Reyndar hefur Björn oftast valið af. mikilli smekkvisi i þennan þátt, og kannski út i hött að fara allt i einu að minnast á „Pygmalion” — en það verður að hafa það. Stundum hefur verið talað hér um taktleysi dagskrárstjórnar- innar við liðandi stund — eink- um hvað snertir val á skáld- skap, sögum til flutnings. í vetur hefur hins vegar verið valið lestrarefni út frá nútima- legra sjónarmiði. „Foreldra- vandamálið” eftir Þorstein Antonsson var gaman að hlýða á, og i kjölfarið á þeirri sögu kom nýstárleg útvarpsgerð á „Morðbréfum Margeirs K. Lax dals” eftir Hrafn Gunnlaugsson. Framtak Hrafns og útvarpsins nú eftir áramótin er ánægjulegt, og þykist ég vita að fleiri hafi hlustað á „Morðbréfin” en yfirleitt leggja eyrun að söguflutningi. Að skýra málin Undanfarið hefur sjónvarpið að nokkru skotið útvarpinu ref fyrir rass varðandi frétta skýringarþætti. Það virðist sem útvarpið verði einhvern veginn frekar fyrir barðinu á þvi endalausa pólitíska moldvirði, sem geisar handan við segul böndin og hljóðnemana i Skúla- götunni — þessa siðustu daga hefur illa vantað kryfjandi fréttaskýringarþátt um her- stöðvarmálið. Það væri t.d. forvitnilegt að kafa meira i það mál. Fjalla ýtarlega um klofning i stjórn- málaflokkum vegna þessa, fá betur fram rökin fyrir áfram- haldandi veru herliðs hér — og hvað er með þessar sifelldu dylgjur á báða bóga? Hverjir græða fjárhagslega á veru varnarliðsins? Eru þeir einhverjir? Hve mik- ið græða þeir? Hvernig fara þeir að þvi að græða? Hver er raun- verulegur tilgangur með veru herliðsins? Siðustu dagana hafa fylgjend- ur veru varnarliðsins lýst þvi, að Atlantshafsbandalagið sé ekki skuldbundið til að verja okkur, nema hér sé herlið. Og getur þetta herlið varið okkur, ef til innrásar kemur? Hve margir hermenn myndu taka þátt i landvörnum? Er það rétt að þeir séu aðeins 135 tals- ins, sem kæmu til með að halda á byssu? Hverjir eru liklegir til að ráðast á okkur? Ef veita á útvarpshlustendum fullnægjandi svör og upplýsingar varðandi hið við- kvæma deilumál, þá þýðir ekki að hleypa helztu rifrildismönn- unum saman i karp, heldur verður að fá fréttamanni málið til meðferðar og áætla honum nægan tima. Útvarpið hefur öðrum fréttamiðlum fremur skyldu að gegna i öllum slikum málum. Sjónvarp: Fréttaskýringaþættir sjón- varpsins ætla að ná þvi að standa undir nafni. Reyndar virðist á stundum erfitt að halda Landshorninu á mörkunum, t.d. fór umræðuþátturinn um her- málið alveg i vaskinn, þvi engu var lika en stjórnendur þáttar- ins hefðu sett sér að taka ákveðna menn á beinið i stað þess að ætla sér að varpa einhverju ljósi á það sem raun- verulega er deilt um. Hvað er deilt um? Er deilt um það hvort Rússarkomi eða ekki? Eða er deilt um það hvort við verðum skilyrðislaust að til- heyra hernaðarblokk Vestur- veldanna? Ég held að nú sé gott tækifæri fyrir fréttaskýrendur að leggja sig fram um að varpa ljósi á viðkvæmt deilumál. Krunkað úr skoti Heimilfsþátturinn hans Magnúsar Bjarnfreðssonar, „Krunkaðá skjáinn”, ætlar að verða afskaplega undarlegur þáttur. Ég gæti imyndað mér, að svona þáttur hefði þótt góður á árunum upp úr fyrri heims- styrjöldinni. Hann er hræðilega gamaldags. I hverjum þætti kemur fáránlegur kokkur og sýnir „eiginmönnum” hvernig þeir geta mallað flotta rétti, þegar „eiginkonan” má ekki vera að þvi. Hvers lags matarsull er þetta viku eftir viku? Matur skiptir raunar máli — en ekki svona tepruleg smá- borgaramennska. Hvernig væri að fjalla um matarstússið á raunhæfari hátt, t.d. með þvi að útskýra hvernig fólk getur keypt i matinn á ódýrastan hátt. Hvernig fæðu er heppilegast að gefa skólabörnum, ungbörnum, UTVARP EFTIR GUNNAR GUNNARSSON gamalmennum, unglingum o.s.frv. Og svo er Magnús sifelldlega að tönnlast á löngu úreltri vit- und manna um verkaskiptingu kynja á heimilum. A miðviku- daginn var skreytti Magnús þátt sinn með tveimur viðtölum. Annað þeirra var verulega fróðlegt, en það var engu likara en Magnúsi lægju þessi ósköp á að koma frá sér gagnlegum upplýsingum um órtæmisað- gerðir til þess að koma Reyni sterka Leóssyni á skjáinn. Þá var allt i einu nægur timi, og Magnús sat grafalvarlegur og hlustaði á alla vitleysuna. Og svo kemur hann Svavar — fullkomlega á réttum stað i þessum þætti, þar sem lágkúran riður ekki við einteyming. Andlit þjóöarinnar Stundum er sagt, að fjöl- miðlar séu eins og spegilmynd þjóðarinnar. Kannski er þetta rétt, þegar á heildina er litið og allt talið með — en ég held að sjónvarpinu hafi tekizt að birta góða andlitsmynd um daginn. Sú mynd var dregin i stórkostlegum fyndnum þætti eða fréttamynd frá einhvers konar álfadansi og brennu á Melavellinum um daginn. ómar Ragnarsson iýsti fjálgum orðum upphafi hátiðarhalda vegna ellefuhundruð ára afmæl- isins. Aifakóngurinn héU ræðu um Hannes Hafstein og svo var sungið i vitlausu veðri, for og bleytu. V' ■í y afsláttur AF ÖLLUn VÖRUM ýT FEBRWAR allt á HERRANN ^EBRATÍZKUNNl .TÚ'Í'

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.