Vísir - 08.02.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 08.02.1974, Blaðsíða 17
Visir. Föstudagur 8. febrúar 1974. 3 KVÖLD | Q □AG | 17 Sjónvarp, kl. 20.30: Indíánahasar Að Heiðargarði heitir banda- riski kúrekamyndaflokkurinn, sem sjónvarpið hefur fengið til sýninga. t kvöld verður þáttur- inn sýndur i annað sinn, og heitir sá hluti hans, sem i kvöld kemur á skjáinn, „Sáttagjörð”. t þessum myndaflokki segir frá honum John Cannon, sem hefur keypt sér stóran búgarð i Arizona og býr þar með fjöl- skyldu sinni. Þar um slóðir herja Apache-Indiánar af mik- illi grimmd, og auk þess sýna vinnumenn nágrannabóndans, Montoya, yfirgang. Þeir ræna nautgripum hvenær sem færi gefst. Og svo kemur að þvi, að allir vopnfærir kraftakarlar á Heiðarbæ eru af bæ, og índiánar gera árás og drepa húsfreyjuna. Kannski segirfrá þvi i „Sátta- gjörð”, hvernig hvitir menn i Ameriku fóru að þvi að sættast við Indiána. — GG Þetta eru persónur, sem fram koma i kúrekamyndaflokknum, sem sjónvarpið býður nú upp á. John Cannon er lengst til vinstri ásamt Victoriu og Buch. Sjónvarp, klukkan 21.20: Landshornverðurá dagskrá i kvöld. Ólafur Ragnarsson stýrir þættinum, og tjáði hann Visi, að fjögur mál yrðu nú tekin til meðferðar. þróun loðnuveiði hér við land. Eitthvað verður rætt um hættu á ofveiði og reynt að bregða heildarmynd yfir þessar veiðar hér við Island. Yfijleitt fær fólk takmarkaðar fréttir af þessu. Aðeins er sagt frá veiðinni dag frá degi, en mér virðist, að þörf sé á ýtarlegri fréttaskýringu varðandi þessar veiðar,” sagði Ólafur Ragnarsson. — GG Valdimar Jóhannesson fjallar um samningamálin. Rætt verður við fulltrúa verkalýðs- félaganna og fulltrúa vinnuveit- enda, og m.a. verður reynt að fá fram svör við þvi, hvers vegna hægt var að semja strax i Straumsvik., meðan allt stendur fast i samningum annars staðar. Steinunn Sigurðardóttir fjallar um ástandið i læknismál- um dreifbýlisins og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Steinunn ræðir við fólk, sem búsett er i sveit- um, og einnig ræðir hún við Ólaf Ólafsson landlækni. Vilborg Harðardóttir fjallar um varnarmálin — eða ein- hvern angann af þvi mikla hita- máli. Einkum mun Vilborg hafa hug á að gera nokkur skil hinni mismunandi afstöðu, sem fyrir er innan stjórnmálaflokkanna til herliðsins i Keflavik. ólafur Ragnarssonfjallar svo um loðnuveiði. „Ég hef tekið saman ýmsar upplýsingar um UTVARP Föstudagur 8. febrúar 13.05 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson. Höfundur les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Edward German. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15. Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garðinum” eftir Jón Björnsson. Margrét Helga Jóhannsdóttir les (6). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18. 45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Þingsjá.Ævar Kjartans- son sér um þáttinn. 19.45 Heilnæmir lifshættir. Björn L. Jónsson læknir . flytur erindi um safnhauga- gerð eftir Niels Busk garð- yrkjustjóra. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar tslauds i Háskóla- biói kvöldið áður. Stjórn- andi: Jussi Jalas frá Finn- landi. Einleikari: Arve Tellefsén frá Noregi. a. „Háry János”, svita eftir • Zoltán Kodály. b. Fiðlukon- sert nr 1 i G-moll eftir Max Bruch. c. Sinfónia nr. 2 i D- dúr op. 43 eftir Jean Sibeli- us. —Jón Múli Árnason kynnir tónleikana. — 21.35 útvarpssagan: „Tristan og IsóP’eftir Josepli Bédier. Einar Ól. Sveinsson islenzk- aði. Kristin Anna Þórarins- dóttir les (2). 22.05 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Morðbréf Margeirs K. Laxdals, — sjö- undi og siðasti hluti. Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson i útvarpsgerð höfundar. Flytjendur með höfundi: Rúrik Haraldsson, örn Þorláksson og Lárus Óskarsson. 22.40 Draumvisur. Sveinn Árnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. Loðna, her og lœknar ★ k k k k \ k k i k k i k -A- ¥ ¥ ¥ ! ¥■ ! ¥ ■¥■ ! k k k k k k I k k k k k k k k k k ! ■¥ ¥ ! I ¥ ! ¥ ¥ i ¥ I ¥ ¥ ¥ Spáin gildir fyrir laugardaginn 9. fébrúar. 't* m m Nt ,*•••• r ’n m u Iliúturinn, 21. marz.-20. april. Mjög svo þægi- legur dagur. Jafnvel þótt nokkur óvissa rfki frameftir i sambandi við helgina. Ekki er vist að það reynist rétt, sem þá kemur fram. Nautið,21. april—21. mai. Einhver frétt, sem vakið hefur nokkurn kviða með þér, verður sennilega borin til baka að miklu eða öllu leyti. Taktu vel effir öllu i kring um þig. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þú átt um margt að velja þessa dagana og flest betra en venjulega. Það er eins og þér heppnist að minnsta kosti margt betur en áður. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það litur helzt út fyrir að eitthvað það valdi þér gremju, sem þú færð ekki kippt i tag og þér yrði ekki þakkað þó svo að þér tækist það. Ljónið,24. júli—23. ágúst. Þetta verður að öllum Iikindum mjög góður dagur. Flest bendir til að þér muni takast að notfæra þér hann eins og bezt verður á kosið. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þér er vissara að athuga orðsendingu, sem talsvert veltur á. Þér mun þykja hún undarleg, enda eins vist að hún hafi brenglazt i meðförum. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þú ert i einhverjum vanda, sennilega hvoru af tvennu þú eigir að hafna og taka. Reyndu að skjóta valinu á frest ef unnt er, svo linurnar skýrist. Drekinn, 24. okt —22. nóv. Þú átt eitthvað yfir höfði þér þegar liður á daginn. Ekki neitt neikvætt i sjálfu sér, en sem þú vildir helzt komast hjá eigi að siður. Bogmaðurinn,23. nóv.—21. des. Svo virðist bera til að leitað verði úrskurðar þins i einhverju máli, og skiptir vist ekki miklu, þvi að allir munu verða óánægðir, hver sem hann verður. Steingeitin,22. des,— 20. jan. Þetta verður góður dagur að öllum likindum. Þó naumast fyrr en seinni partinn, þvi að framan af verður mikið annriki og nokkurt öngþveiti. Vatnsbei inn,2t jan —19. febr. Vertu rólegur þó að eitthvað gangi á i kringum þig, og taktu sem minnstan þátt i hringiðunni. Þetta verður allt kyrrara með kvöldinu. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Góður dagur að mörgu leyli, en þo ekki að öllu teyti öruggur i peningamálum. Það á sérstaklega við hvað kvöldið'snertir i sambandi við kunningjana. ★ ★ ★ ■*■ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ X ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. HEIMSÓKNARTÍMI SJONVARP FÖSTUDAGUR 8. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að Heiðargarði. Banda- riskur kúrekamyndaflokk- ur. 2. þáttur. Sáttagjörð. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.20 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend mál- efni. Umsjónarmaður ólaf- ur Ragnarsson. 22.00 Blóðsuga og Madonna. Sænsk mynd um norska málarann Edvard Munch og æviferil hans. Jafnframt þvi sem sagt er frá listamann- inum, er brugðið upp mynd- um af verkum hans og rakin saga þeirra. Þýðandi og þulur Gisli Sigurkarlsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok Útvarp, kl. 22.15: Morðbréf Margeirs K. Laxdals verður á dagskrá i út- varpinu i kvöld. Morðbréfin eru smásaga eftir Hrafn Gunn- laugsson og flutt i útvarpið með ýmsum tilburðum, leikrænum og öðrum. I kvöld verður MORÐBREF LAXDALS sjöundi og siðasti þáttur þessar- ar hressilegu smásögu. Rúrik Haraldsson er lesari, en auk hans koma fleiri við sögu að að- stoða viðflutninginn. Hrafn er námsmaður i Sviþjóð, en hann var hér heima um áramótin, og þá bjó hann sögu sina til flutnings með dyggilegri aðstoð tæknimanna útvarpsins. Fór Hrafn á þekkt veitingahús i Reykjavik og tók á segulband ýms hljóð og samræður við barfólk, útkastara og aðra. Þessar upptökur eru siðan skeyttar inn i lestur Rúriks, og hefur mörgum þótt forvitnilegt á að hlýða. — GG Borgarspitalinii: Mánudaga til föstudaga 18.30-19.30. Laugar- daga og sunnudaga 13.30-14.30 og 18.30- 19. Landspitalimi: 15-16 og 19-19.30 alla daga. BarnaspitaH Hringsins: 15-16 virka daga, 15-17 laugardaga og 10-11.30 sunnudaga. Fæðingardeildin: 15-16 og 19.30-20 alla daga. Læknir er til viðtals alla virka daga frá kj. 19-21, laugardaga frá 9-12 og 15-17, sunnudaga 15-17 á Landspitalanum Samband frá skiptiborði, simi 24160. Landakotsspitalinn: Mánudaga til laugardaga 18.30-19.30. Sunnu- daga 15-16. Barnadeild, alla daga kl. 15-16. Hvitabandið: 19-19.30 alla daga, nema laugardaga og sunnudaga kl.15-16 og 19-19.30. Heilsuverndarstöðin: 15-16 og 19- 19.30 alla daga. Kieppsspitalinn: 15-16 og 18.30-19 alla daga. Vifiísstaðaspitali: 15-16 og 19.30- 20 alla daga. Fastar ferðir frá B.S.R. Fæðingarlieiniilið við Eiriksgötu: 15.30- 16.30. Flókadeild Kleppsspitalans Flókagötu 29-31: Heimsóknartimi kl. 15.30-17 daglega. Viðtalstimi sjúklinga og aðstandenda er a þriðjudögum kl. 10-12. Félags- ráðunautur er i sima 24580 alla virka daga kl. 14-15. Sólvangur, Hafnarfirði: 15-16 og 19.30- 20 alla daga nema sunnu- daga og helgidaga, þá kl. 15-16.30. Kópavogshæiið: Á helgidögum kl 15-17, aðra daga eftir umtali.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.