Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Laugardagur 9. febrúar 1974. 3 strœtis hi upp? — Mcmneskjan s ©ndvegi. — TiSíðgur im Austursfrœfi sem gðngugötu í athugun er að breyta einnig Bankastræti — Laugavegi, i framhaldi af Austurstræti i göngugötu. Sem ein heild er gata þessi 1 km á lengd og mikil- vægasta verzlunargata á islandi Teiknistofan Garðastræti 17 er ráðin af borginni til þess að vera ráðgefandi um endurskipu- iagningu miðbæjarsvæðisins frá Aðalstræti að Hlemmi. Hluti þessa starfs var að semja tillögur uni aö breyta Austurstræli i göngugötu. Og hverjar eru þær? Ef stiklað er á stóru, þar sem greinargerð teiknistofunnar er mikið mál, þá er gaman að geta nokkurra atriðanna, svo sem að allar gangstéttar, kantsteinar, malbik og göturæsi verði fjarlægð. Að yfirborð, sem er slétt, en þó með nægilegum vatnshalla verði gert yfir allt svæðið. Fjölbreytni i hellu- steinum, hvað viðkemur stærð, lögun, áferð og lit er æskileg að vissu marki. . Fjarlægja þyrfti stöðumæla- staura, umferðarljós, loftlinur, o.fl., en i staðinn settar högg- myndir, Ijósaskreytingar, blóm- ker, sæti og/eða bekkir og fleira. Rætterumaðskreytahinn langa, hvita austurvegg Austurstrætis 18 með litrikum myndum af islenzkum listamönnum. Þá er talað um að byggt sé yfir endi- langa götuna - beggja megin götunnar frá báðum hliðum. Skal þessi yfirbygging vera öll eins að gerð og t.d. um 3 metrar á breidd miðað við framlinu hverrar verzlunar. Gerðar hafa verið athuganir á kostnaði við að yfirbyggja allt götusvæðið i hæfilegri hæð yfir götu og raflýsa yfirbyggða svæðið, einnig kann að verða nauðsynlegt að geta loftræst •hugsanlegt yfirbyggt svæði vel. Þá verður að gera vissar varúðarráðstafanir vegna eldhættu. Þá hafa komið fram til- lögur um að opna frá Vallar- stræti, þannig að greiðfærara yrði frá Austurvelli og yfir i Austur- strætið. Þá þarf að lagfæra ýmsar byggingar, sem láta á sjá, og æskilegt er 'að nota megi garð Hressingarskálans meira, svo og opin og gróin svæði i grennd við götuna. Gera má umhverfið hlýlegra með þvi að flóðlýsa gangstéttir og byggingar og setja upp lága ljósastaura i mæli- kvarða við fólk. Eigi ekki að byggja yfir götuna, ætti að hita götuyfirborðið eða hluta af þvi með rafmagns- strengjum eða hitaveitu til þess að bræða snjó og is og skapa þægilegt umhverfi fyrir gangandi fólk.I Sviþjóð eru nú um sextán göngusvæði með hitun i götuyfir- borði. En þrátt fyrir allar breytingar mun gamla klukkan standa áfram á Eækjartorgi, og markmiðið er að hafa manneskjuna i öndvegi. —EA BAKAR 8 FRANSKBRAUÐ ANNAN HVERN DAG — 8 tfyrstu kommúíiuiini í lyjum eftsr gos, þcar sem enginn búandi er caf sama Hann bakar 8 franskbrauð annan hvern dag, og geri aðrir betur. Sá sem þetta gerir heitir Doug, er 28 ára gamall og er frá Bandarikjunum. Doug hefur dvaliö i Eyjum i sjö og hálfan mánuð, svo hann er orðinn staðháttum þar nokkuð kunnug- ur. Doug hefur nú safnað i kringum sig fjórum ungmennum, sinu af hverju þjóðerni, og þau hafa stofnað kommúnu i Eyjum. Það er án efa fyrsta kommúnan, sem ris i Eyjum, og sjálfsagt eru þær fá- ar, sem geta státað af þvi, að þar búi ekki tveir af sama þjóð- erni. Guðmundur Sigfússon i Eyjum leit inn til þeirra i vik- unni og smellti þá þessari mynd. Doug var þá að baka franskbrauð og bauð að sjálfsögðu upp á nýbakað brauð. Flest hafa aðeins dvalið i nokkra mánuði hér á landi, en eru nú i vinnu i Eyjum. Þau leggja 100 krónur hvert á dag til heimilishalds, en segjast borga 13 þúsund i leigu á mánuði fyrir að dvelja að Túnsbergi i Eyjum. Frá vinstri sjáum við Pauli frá Sviss, Onnu frá Sviþjóð, Doug frá USA, Horst frá Þýzka- landi, Candy frá Kanada, sem jafnframt er húsmóðir að Túns- bergi, Janusz frá Póllandi og svo hundinn Pétur Alexander. og köttinn — EA ÞYRPTUST AÐ TIL AÐ GREIÐA ATKVÆÐI UM SAMNINGANA... . . . . en ekki hafði verið boðað tii neins fundar, og starfsfólk ó veitingahúsuni verður að bíða þar til á mánudaginn eftir atkvssðagreiðsiunni „Það hefur vcrið stöðugur götuna til okkar i dag, eftir að sá straumur fólks hingað á Óðins- inisskilningur hafði breiðzt út, að Hálaskóli verð■ ur ekki boðinn f m — Vakti óánœgju í borgarráði. — (If „Útboðsmarkaðurinn mjög ^ * uppspenntur,y, voru ein helztu rökin Húsbyggingar urðu eitt hclzta umræðuefni á fundi borgarráðs i siðustu viku, en þá var rætt af miklum hita um viðbyggingu við Kvennaskólann , fyrsta áfanga llólaskóla og úthlutun lóða fyrir hús af öllum stærðum i Seljahverfi. Það sem hleypti sem mestum hita í umræðurnar um Hólaskóla var sú ákvörðun að bjóða ekki út verkið. Þeir Kristján Benediktsson og Albert Guðmundsson létu báðir bóka athugasemdir, þar sem þeir gagnrýna þau vinnubrögð, sem viðgangast við undirbúning útboðslýsinga, „sem gera það að verkum, aðtilboðstimier oft of naumur,” eins og Albert Guð- mundsson komst að orði. „Þótt útboðslýsing vegna Hólaskóla sé of seint tilbúin, tel ég ekki rétt að tefja þá fram- kvæmdaáætlun, sem nú hefur verið búin til, svo kennsla geti hafizt í haust eins og ráðgert er,” sagði Albert, og greiddi til- lögu borgarstjóra atkvæði sitt. 1 greinargerð og umræðum i borgarráði kom það fram, að fyrsti áfangi Hólaskóla verði að vera tilbúinn til kennslu næsta haust. Hönnun skólans hefur dregizt af óviðráðanlegum ástæðum og þá m.a. vegna veik- inda arkitektsins. Af ofangreindum ástæðum hefðu útboðsgögn tafizt og skila- frestur útboða svo tekið sinn tima til viðbótar. „A þeim tima gæti verkið verið komið vel i gang, en jarðvinnu er lokið,” segir i fundargerð fundarins. Og i fundargerðinni greinir ennfremur frá eftirfarandi: „Útboðsmarkaðurinn i byggingastarfsemi er mjög yfirspenntur, sem hefur leitt til þess, að fá tilboð hafa borizt i verk undanfarið og þau öll há. Fyrir liggur, að Sigurvin Snæbjörnsson byggingameist- ari er tilbúinn til að hefja vinnu strax.” Var samþykkt með þrem samhljóða atkvæðum að leita samninga við umræddan byggingameistara, en tveir borgarráðsfulltrúar greiddu ekki atkvæði. Var annar þeirra Kristján Benediktsson, sem áður hafði látið bóka eftirfar- andieftir sérm.a.: „Þóttégvlti þessi vinnubrögð harðlega, mur. ég ekki leggjast gegn afgreiðslu málsins i borgarráði og geri það með velferð barnanna i Hólahverfi i huga og þess, að vonandi geti þau hafið eðlilega skólagöngu næsta haust.” — ÞJM félagsfundur yrði haldinn um samkomulagið, sem undirritað var með fyrirvara i fyrrinótt”. Þessi voru orð eins skrifstofu- manna Félags starfsfólks á veitingahúsum, er hann hringdi i Visi um miðjan dag I gær. Aðsóknin að fundinum, — sem stóð ekki til að halda var til merkis um mikinn hug i starfs- fólki veitingahúsanna, en það verður að sætta sig við að biða eftir félagsfundinum þar til klukkan fimm á mánudaginn. Svo sem fram hefur komið i fréttum var samkomulagið við veitingahúsaeigendur undirritað klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudagsins siðasta. Hafði sá fundur þá staðið i rúma 13 klukkutima. Var það eini fundurinn, sem haldinn var um samningana eftir áramótin, en i nóvember voru haldnir sex langir fundir, áður en slitnaði upp úr samninga- viðræðunum. Var samið i fyrrinótt um u.þ.b. 10 prósent og siðan átta prósent til viðbótar i tveim áföngum. —ÞJM RESÐIR YFIR AÐ ÞURFA AÐ LIGGJA UNDIR GRUN „Bæði ég og starfsfólkið erum dauðleið á þessum sifelldu spurningum. Fólk hallar sér yfir búðarborðið og spýr hvort þetta sé stolna kjötið. Og það var mikið um hringingar hingað, þar sem spurt var, hvort kaupmaðurinn væri við. Þegar ég svaraði og sagði að þetta væri hann, var skellt á.” Þetta sagði einn kjötkaup- maðurinn i viðtali við Visi. Að sögn hans eru kjötkaup- menn almennt mjög sárir yfir þróun mála eftir handtöku kaup- mannsins sem. stal 400 kjöt- skrokkum. Viðskiptavinirnir hafa margir brandara um málið á reiðum höndum. Þeir spyrja og setja upp undrunarsvip, þegar þeim er sagt, að kaupmaðurinn sé við. „Það er orðið leiðinlegt að svara þessu daginn út og inn. Við kaupmenn vitum allir, ■ hvaða kaupmaður þetta var, sem átti hlut að máli. En það hefur kvisazt víða út. að hann hafi haft verzlun i ákveðinni götu. Kaupmaðurinn sem var með verzlun i sömu götu, liggur þá alveg eins undir grun”, sagði viðmælandi blaðsins ennfremur. Málið er i höndum bæjarfógeta- embættisins i Hafnarfirði. Bæjar- fógetinn sagði, að venjan væri að birta ekki nöfn, fyrr en dómar hafi verið kveðnir upp i málum. Vildi hann þvi ekki af hálfu embættisins, að nafn kaup- mannsins yrði gefið upp. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.