Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 16
16________________ .Vísir. Laugardagur 9. febrúar 1974 u □AG | Q KVÖLD | UI □AG | 0 KVÖLO □ DAG | IÍTVARP • Laugardagur 9.febrúar 7.00 \|orgunútvarp. 12.00 Öagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga. 14.30 iþróttir. Umsjónarmað- ur: Jón Ásgeirsson. 15.00 islenzkt mál. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Skessan i útey” eftir ólöfu Arnadóttur.Áður útv. fyrir 11 árum. Leik- stjóri: Klemenz Jónsson. Söngstjóri Dr. Hallgrimur Helgason. Persónur og leik- endur. Ása: Margrét Guð- mundsdóttir. Gunnar: Þór- arinn Eldjárn. Bogga: Arndis Björnsdóttir. Signý; Helga Bachmann. Ari: Arn- ar Jónsson. Presturinn: Brynjólfur Jóhannesson. Skögultönn: Emelia Jónasdóttir. Haki: Valde- mar Helgason. Kona: Okta- via Stefánsdóttir. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum.Orn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.15 Framburðarkennsla i þýsku. 17.25 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Fram haldsleikritið: „Sherlock IIolmes”eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwick (áður útv. 1963) Sjöundi þáttur: Skrifari verðbréfasalans. Þýðandi og leikstjóri: Flosi Ólafsson. Holmes: Baldvin Halldórsson Watson:Rúrik Ilaraldsson. Pycroft: Valdi- mar Lárusson. Pinner: Val- ur Gislason. Harry: Valur Gislason. Þjónustustúlka: Brynja Benediktsdóttir. 19.55 Tónieikar Irá nýsjá- ienzka útvarpinu. 20.30 Frá Norðurlöndum. Sig- mar B. Hauksson talar. 21.00 „Garbotten”, smásaga eftir Albert Engström. Tryggvi Þorsteinsson þýddi. Jón Yngvi Yngvason les. 21.15 Hljómpiöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • LAUGARDAGUR 9. febrúar 1974 17.00 iþróttir. Meðal efnis i þættinum er mynd frá skiðamóti við Reykjavik og mynd úr ensku knattspyrn- unni. Umsjónarmaður Óm- ar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingai 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir. 21.30 Alþýðulýðveldið Kina Breskur fræðslumynda- flokkur um Kinaveldi nú- timans. 5. þáttur. Skólamál Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Upphefð og örvænting (Pathsof Glory). Bandarisk biómynd frá árinu 1957, byggð á sögu eftir Hump- hrey Cobb. Leikstjóri Stan- ley Kubrick. Aðalhlutverk Kirk Douglas, Ralph Meek- er, Adolphe Menjou og George MacReady. Þýðandi Karl Jóhannesson. Myndin gerist við Verdun i Frakk- landi i heimsstyrjöldinni fyrri. Sjónvarp, sunnudag, klukkan 22.15: Hœtt við misskilningi Lygn streymir Don, sovézka kvikmyndin, gerð eftir sam- nefndri sögu Sjolokovs, verður á dagskrá á sunnudagskvöldið. Þá verður annar þátturinn af þremur sýndur, en hinn fyrsti var sýndur á sunnudaginn var. Hallveig Thorlacius þýddi fyrstu tvo þættina, en hinn þriðja og siðasta ætlar Lena Bergman að þýða. Eins og þeir, sem fyrsta þátt- inn sáu, vita, þá fjallar hin vold- uga saga Sjolokovs um borgar- styrjöldina i Rússlandi á árun- um um og eftir fyrri heims- styrjöldina. Þessi kvikmynd var gerð árið 1956, en söguna skrifaði Sjolokov rétt upp úr 1920 — a.m.k. var hún komin út fyrir 1930. Hallveig Thorlacius sagði okkur, að rétt væri að skýra svolitið efni annars þáttar. „Það er hætt við að menn ruglist svolitið”, sagði Hall- veig,” þ.e. þeir sem ekki eru stálslegnir i viðburöum og mannlifi i Rússlandi, einkum á bökkum Don-fljóts á þessum árum. 1 næsta þætti er borgara- styrjöldin i algleymingi. Og þá getur verið erfitt að átta sig á andrúmsloftinu. Söguhetjurnar eru sveitafólk á bökkum Don. Þetta fólk er bændafólk, rótgróið á jörðum sinum, og hefur engan áhuga á pólitik. Það hefur a.m.k. enga pólitiska sannfæringu eins og hinir kommúnistisku byltingar- menn. Kósakkarnir berjast með hvitliðum gegn rauðliöum. Svo er sveitafólk kallað i striðið, og þeir sem lenda á vigvöllunum kynnast betur andrúmslofti byltingarinnar. Kannski eru þeir harðir byltingarmenn þar, en þegar þeir koma heim, þá snýst allt við og úr verður ringulreið. Fólk sér sveita- menn, nýkomna til átthaganna, berjast gegn hvitliðum, en innan stundar eru þeir sömu sveitamenn farnir að berjast gegn þeim, sem menn hafa haldið að væru rauðliðar. Almenningur á þessum slóðum var rótlaus að þvi leyti, að hann vissi ekki, hvaða afstöðu ætti að taka, og allt er i suðupotti.” Það sem gerðist 1 fyrsta þættinum yrðu ýmsir dramatiskir viðburðir. i þorpinu Tatarsk voru þá kósakkar að búa sig til herþjón- ustu (kringum 1914). Konur þeirra fylgja þeim úr hlaði. Þeirra á meðal er Aksina, kona Stcpans. Fljótlega eftir brottför eiginmannsins takast heitar ástir með henni og Grigori, ná- granna þeirra hjóna. Faðir Grigoris kemst að þessu og reiðist. Hann biður stúlku, sem Natalja heitir, til handa syni sinum, en Grigori hefur ekki lengi i hjónabandi verið, er honum fer að-leiðast sú stofnun. Hann gerir upp sakirnar við föð- Mikhail Sjolokov — fann hann handritið á vigvellinum? ur sinn og stekkur svo brott með Aksinu. Þau ráða sig i vist hjá hershöfðingja nokkrum. En brátt er Grigori kallaður til her- þjónustu. Hann særist litillega og kemur fljótt heim aftur, en aðeins til.að komast að þvi, að Aksina hefur snúið ást sinni að syni hershöfðingjans. Grigori ber þau bæði til óbóta, að snýr að þvi búnu aftur til föðurhúsanna og löglegrar eig- inkonu sinnar. Sjolokov Nóbelsskáld. Eins og menn vita eru ekki mörg ár liðin frá þvi að Sjolokov fékk Nóbelsverðlaunin. Þau fékk hann einmitt fyrir þetta verk, Lygn streymir Don, enda hefur hann ekki skrifað neitt verk til jafns við þetta langa sagnaverk. Afstaða Sjolokovs til sovézkr- ar pólitikur hefur verið harð- lega gagnrýnd hér á Vestur- löndum, einkum vegna þess að hann stendur dyggan vörð um stefnu þeirra gegn ýmsum sovézkum rithöfundum öðrum, sem leyfa sér að gagnrýna vald- hafana. Kannski er það þess vegna, að menn verða stundum illkvittnir i garð Sjolokovs og benda á, að hann hafi ekkert - skrifað að gagni siðan „Lygn streymir Don”, það sem siðan hafi frá honum komið sé varla þess virði að nefna það i samanburði við stórvirkið. Og i framhaldi af svona skepnuskap fylgir svo kjaftasagan um að Sjolokov hafi i raun aldrei skrifað hið mikla verk, sem hér um ræðir, heldur hafi hann fundið handritið á vig- vellinum innan klæða á dauðum hermanni. En þetta er nú bara saga. — GG. HERMENNSKUNNAR Sjónvarp, ILLSKA laugardag, klukkan 27.55: Upphefð og örvænting heitir hún, bandariska myndin, sem sjónvarpið ætlar að sýna i kvöld. Mynd þessa gerði sá frægi leikstjóri Stanley Kubric árið 1957, en hún er gerð eftir sögu rithöfundarins Humphrey Cobb. Ýmsir munu kannast við leikstjörnur þær, sem Kubric skreytir mynd þessa með. Kirk Douglas er þeirra frægastur, en kannski þekkja einhverjir Ralph Meeker, Adolphe Menjou og George MacReady. Þetta er striðsmynd, sem á enskunni heitir „Paths of Glory”. Segir þar frá innbyrðis átökum i franska hernum og fáránleik og mannúðarleysi blinds her- aga. Og sitthvað ljótt munu þeir sýna i myndinni. þvi sjónvarpið tekur skýrt fram, að myndin sé ekki ætluð börnum. —GG Kirk Douglas i hlutverki sínu i mynd Stanleys Kubric, sem fjallarum innbvrðis átök i franska hernum um þær mundir scm bari/.t var við Verdun i fyrri heims- styrjöldinni. Sjónvarp, laugardag, klukkan 21.30: Skólar í Kína Alþýðulýðveldið Kina, brezk- ur fræðslumyndaflokkur um Kina og þær þjóðir, sem það unga stórveldi byggja, hefur undanfarna laugardaga verið sýndur i sjónvarpinu. Þessi þáttur þykir ágætlega gerður, og eru á vixl tekin fyrir hin ýmsu atriði þjóðlifsins i hinu mikla veldi Maós, sem nú er orðið skuldlaust við aörar þjóðir og stendur fullkomlega á eigin fótum. Áður hefur verið fjallað um kjör alþýðunnar i þessu komm- únistariki, einnig hefur verið fjallað um ýmsar þjónustu- greinar, iðnað og verzlun, en nú eru það fræðslumálin sem á dagskrá eru. Skólakerfi Kinverja hlýtur að vekja forvitni Vesturlandabúa, ekki hvað sizt islendinga, sem nú eru að reyna að endurbæta sin’ fræðslumál. Kannski höf- undar grunnskólafrumvarpsins taki Kinverja til fyrirmyndar næst? —GG Morgunstund i kinverskum barnaskóia. Börnin þvo sér i anda Maós formanns.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.