Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 17
Visir. Laugardagur 9. febrúar 1974. CVÖLD | í PAG | I KVÖLD | í Q Sjónvarp, sunnudag, klukkan 20.25: r r HRAKFALLABALKAR OG ELIN Það eru komnir gestir,þáttur Elinar Pálmadóttur, verður á dagskrá sjónvarpsins á sunnu- dagskvöldið. ■ Að þessu sinni hittast þau þrjú i sjónvarpssal, Elin og tveir heiðursmenn, Þórir Björnsson og Sigurður Karlsson. „Sigurður Karlsson var hótel- haldari i Vestmannaeyjum, þar til hótel hans brann og fór undir hraun i gociru”, sagði Elin okk- ur, þegar við forvitnuðumst um herramennina tvo. ,,Nú er Sigurður i Hveragerði, en við spjöllum saman um hans margvislegu hrakfarir. Sigurð- ur er einhver hinn mesti hrak- fallabálkur, sem ég hef kynnzt — en hann kemur jafnan niður á fæturna eftir hvérja byltu, þótt stundum sé sá fótur ekki nema einn. Þórir Björnsson er fjölskyldu- faðir i Garðahreppi. Hann býr þar með konu og sex börnum. Þórir hefur lika átt i brösum. Þau hjón bjuggu með börnum sinum á Siglufirði. Þau áttu hús undir hliðinni þar. Snjóflóð féll á húsið og það eyðilagðist. Þá fluttu þau Þórir til Vestmanna- eyja og keyptu þar hús. Varla voru þau flutt i það, þegar gosið hófst. Og nú biða þau eftir að fá viðlagasjóðshús i Garða- hreppi”. Elin sagði, að Sigurður myndi taka lagið i þættinum þvi hann söng talsvert á árum áður, en Þórir ljósmyndar i fristundum — m.a. verða sýndar ljósmynd- ir, sem hann tók i húsi sinu á Siglufirði, eftir gð snjóflóðið var á það fallið. ,,Þau lokuðust inni i húsinu. Þórir og konan hans klæddu þá öll börnin, og þegar allt var til- búið til útrásar. en enginn komst lönd né strönd, þá tók Þórir nokkrar myndir”. — GG Elin Pálmadóttir og Sigurður Karlsson og Þórir Björnsson. Sigurður situr Elinu á vinstri liönd. Sjónvarp, sunnudag, klukkan 21.25: FORSETI DREPINN „Þeir hafa skotið forsetann’’ heitir hún, bandariska heim- ildarmyndin, sem sjónvarpið sýnir á sunnudagskvöldið. Mynd þessi fjallar um morð á Abraham Lincoln, forseta Bandarikjanna, en hann var myrtur árið 1865. Eins og menn vita eru margar sagnir á kreiki kringum þetta ó- hugnanlega morð, sem ruglaður bandariskur leikari framdi. Abraham Lincoln sat i stúku sinni i leikhúsinu, morðinginn komst óséður inn i stúkuna aft- an við forsetann og konu hans og skaut hann i höfuðið. Siðan ruddist morðinginn framhjá hinum deyjandi forseta yfir stúkubrikina og stökk niður á sviðið. Hann komst út um bak- dyr leikhússins og þar á hest- bak. Fljótlega hafðist svo uppi á hinum vitskerta morðingja, og hann var dæmdur til dauða og hengdur. Myndin á sunnudagskvöldið skýrir frá aðdraganda þessa morðs og eftirmála. Margir munu eflaust fylgjast með myndinni, enda ýmsir ts- lendingar orðnir þaullesnir i hinum margvislega fróðleik, sem út hefur verið gefinn um þennan sögulega atburð. T.d. hefur komið út hér á landi ævi- saga Abrahams Lincolns, og i þeirri bók er morðið tiundað. Hin islenzka ævisaga Lincolns forseta er eftir Thorolf heitinn Smith, sem lengi var blaða- maður við Visi. — GG Ahraham Lincoln — einhver hínn merkasti pcrsónuleiki bandariskra stjórnmála frá upphafi. 17 k A í k Í ár í •k k i i t t ¥ i 1 ! ¥ ¥ * *■ * k k í i k i ★ i i k k k -v- * ¥ ¥ $ * ¥ ¥ * * * ¥ 1 ¥ * * * •* * I i ¥ ¥ ¥ ¥ Spáin gildir fyrir sunnudaginn 10. febrúar: m m Nt '■-JL u Hrúturinn, 21. marz—20. april. Dagurinn getur orðið alldrungalegur frameftir, en svo ætti að rætast úr. Ef til vill meðal annars fyrir óvænta og skemmtilega heimsókn. Nautift,21. april—21. mai. Skemmtilegur dagur, og einnig vel til vissrar hvildar fallinn. Tiltölu- lega auðvelt ætti að verða fyrir þig að gleyma hversdagsstritinu. Tviburarnir,22. mai—21. júni. Þú þarft að öllum likindum að hafa náið samband við einhvern nátengdan þér i dag, og gera þitt til að létta nokkuð skapsmuni hans. Krabbinn. 22. júni—23. júli. Þú mátt ekki van- meta greiðvikni annarra við þig þegar á daginn liður, eða taka hana þannig að viðkomandi hugsi sér að ná hvlli þinni. Ljónift, 24. júli—23. ágúst. Þetta ætti að geta orðið þægilegur og um leið skemmtilegur hvild- ardagur, að minnsta kosti ef þú heldur þig heima við eða þvi sem næst. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Þú ættir e.kki að hyggja á nein ferðalög i dag, nema þá að mjög skammt verði farið. Kvöldið getur orðiö mjög ánægjulegt i fámennum hópi. Vogin, 24. sept.—23. okt. Þetta verður varla eiginlegur hvildardagur, en þú hefur séð svo um sjálfur. Eflaust verður dagurinn þér ánægju- legur á þann hátt sem þú vilt. Drekinn, 24. okt—22. nóv. Þú virðist annað hvort gera þér óþarflega erfitt fyrir eða þú hefur óþarfa áhyggjur af einhverju. Njóttu næðis og hvildar i dag og kvöld. Bogmafturinn, 23. nóv,—21. des. Þetta veröur sennilega fremur skemmtilegur sunnudagur. Að visu er eitthvað sem þú þarft að koma i verk snemma dags, og mun þaö takast. Steingeitin,22. des —20. jan. Það er ekki óliklegt að þú misreiknir þig að einhverju leyti i dag. Ef til vill i sambandi viö nýja kunningja eða ein- hver ný kynni. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Hafðu þá hvild i dag sem þér reynist unnt. Ekki ættirðu að hyggja á ferðalög, jafnvel ekki þótt ráögert sé að fara aöeins skamman spöl. Fiskarnir, 20. febr—20. marz. Það litur út fyrir að dagúrinn geti orðið skemmtilegur. en naum- ast hvildardagur i eiginlegri merkingu. Að minnsta kosti ekki fyrr en kvöldar. ★ ★ k k k k k ★ k k k ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ * ★ v ■¥ ¥- ■¥■ ■¥■ •¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ★ ★ ★ ★ k k ★ k k ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ )t-)4-)f>f>t->l-X-X->f>f)f>t-X->«-X->t->l-X-X-X->4->t-X-X-X-X->t->»-><->t-)t->t-)f>t-)»->t-)t->l-)t->«->«-)t-)*-4-)*->t->t- SJDNVARP B Sunnudagur 10. febrúar 17.00 Endurtekið efni. St. Jakobs drengjakórinn. Kór kirkju heilags Jakobs i Stokkhólmi syngur i sjón- varpssal. Félagar úr ung- lingakór kirkjunnar að- stoða. Söngstjóri Stefán Sköld. Áður á dagskrá á jóladag 1973. 17.25 Frans litli. Sovésk ieik- brúðumynd. Aður sýnd i Stundinni okkar á Þorláks- messu 1973. Þýðandi Hall- veig Thorlacius. 17.40 Ilættulegir leikfélagar. Sovézk mynd um sirkuslif og tamningu villidýra. Þýð- andi Lena Bergmann. Aður á dagskrá 12. nóvember 1973. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis i þættinum er norsk teiknimynd og mynd um töfraboltann. Einníg verður sýndur leikþáttur um Hatt og Fatt og leikbrúðumynd um Róbert bangsa, og loks verður farið i Sædýrasafn- ið, til þess að fræðast um hrafna og refi. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stefánsson. 18.50 Gitarskólinn Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 1. þáttur endurtekinn. Kenn- ari Eyþór Þorláksson. 19.30 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veftur og auglýsingar. 20.25 Þaft eru komnir gestir. Elin Pálmadóttir ræðir við Sigurð Karlsson og Þóri Björnsson i sjónvarpssal. 21.25 Þeir hafa skotift forset- ann. Leikin, bandarisk heimildarmynd um morðið á Abraham Lincoln, Bandarikjaforseta, árið 1865, aðdraganda þess og eftirmál. Þýðandi og þulur er Ingi Karl Jóhannesson. 22.15 Lygn streymir Don. Sovésk framhaldsmynd byggð, á samnefndri skáld- sögu eftir Mikhail Sjólókov. 2. þáttur. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Efni 1. þáttar: 1 þorpinu Tatarsk búa Kósakkar sig til herþjón- ustu og konur þeirra fylgja þeim úr hlaði. Þeirra á meðal er Aksinja, kona Stepans. Fljótlega eftir brottför eiginmannsins tak- ast miklar ástir með henni og G.rigori, granna þeirra hjóna. Faðir Grigoris kemst að þessu og bregst reiður við. Hann biður stúlku, sem Natalja heitir, til handa syni sinum, en skammt er liðið frá bráuðkaupinu, er Grigori tekur að leiðast hjónabandið. Hann gerir upp sakirnar við föður sinn og stekkur siðan á brott með Aksinju. Þau ráða sig i vist hjá hershöfðingja nokkrum. En brátt er Grfgori kallað- ur til herþjónustu. Hann særist litillega og kemur heim aftur, en kemst þá að þvi að Aksinja hefur verið i tygjum við son hershöfðingj- ans. Grigori ber þau bæði til óbóta, og snýr að þvi búnu aftur til föðurhúsanna og löglegrar eiginkonu sinnar. 24.00 Aft kvöldi dags. Séra Þórir Stephensen flytur hugvekju. 00.10 Ilagskrárlok. IÍTVARP • Sunnudagur 10. febrúar 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Lctt morgunlög. Ferr- ante og Teicher leika saman á tvö pianó. 9.00 Fréttir. útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Svita nr. 1 I C-dúr eftir Johann Sebast- in Bach. Kammerhljóm- sveit Bath-hátiðanna leikur, Yehudi Menuhin stj. b. Pianókonsert nr. 13 i C-dúr (K 415) eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Ingrid Haebler og Sinfóniuhljóm- sveitin i Lundúnum leika, Colin Davis stj. b. „Bene- dictus” og átta Mariuljóð eftir Max Reger. Kemmer kór finnska útvarpsins syngur, Harald Andersen stj. 11.00 Messa I Kópavogskirkju. Prestur: Séra Árni Pálsson. Organleikari: Guðmundur Gilsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Götuskeggjar og annað gott fólk. Ólafur Halldórs- son cand. mag. flytur fyrra hádegiserindi sitt. 14.00 A listabrautinni. Jón B. Gunnlaugsson kynnir ungt listafólk. 15.00 Miftdegistónleikar. Frá hljómleikum Filharmóniu- sveitarinnar i Munchen i september s.l. Stjórnandi: Rudolf Kempe. a. Sinfónia nr. 7 i C-dúr „Hádegis- hljómkviðan” eftir Joseph Haydn. b. Sinfónia nr. 4 i B- dúr op. 60 eftir Ludwig van Beethoven. 16.00 Lúðrasveit llafnarfjarft- ar leikur létt lög I útvarps- sal. Stjórnandi: Hans Plauder Franzson. 16.25 Þjóftlagaþáttur i umsjá Kristinar ólafsdóttur. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Smyglararnir i skerja- garftinum”eftir Jón Björns- son. Margrét Helga Jó- . hannsdóttir les (7). 17.30 Sunnudagslögin. Til- kynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Varnarmálin. Tvö stutt erindi flytja: Ólaf- ur Gislason kennari og Styrmir Gunnarsson rit- stjóri. 19.30 Barift að dyrum. Þórunn Sigurðardóttir fer i heim- sókn að Fögrubrekku við Hafnarfjörð. 20.00 „Pétur Gautur”, svita nr. 1 op. 46 eftir Edward Grieg. Óperuhljómsveitin { Vinarborg leikur, Herman Scherchen stj. 20.15 „Ilagbók vitstola manns”, smásaga eftir Lu Hsun.Erlingur E. Halldórs- son les þýðingu sina. 20.50 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (14). 21.20 íslandsmótift I liand- knattleik. Jón Asgeirsson lýsir frá Hafnarfirði. 21.30 Atrifti úr óperunni „La Bohéme” eftir Puccini. Carlo Bergonzi, Renata Tebaldi o.fl. syngja ásamt kór tónlistarskólans Santa Cecilia i Róm. Tulli Serafin stjórnar. 21.45 Um átrúnaft: úr fyrir- brigftafræfti trúarbragfta. Jóhann Ilannesson prófess- or talar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. (22.30 Islandsmótið i hand- knattleik: Jón Asgeirsson lýsir frá Hafnarfirði). 23.25 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.