Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 20
Nei, hún lenti ekki á maganum. Lendingin gekk óahfinnaniega, og menn sannfærðust enn einu sinni um óskeikulleika þristsins, þrátt fyrir smákiikk i aðvörunarkerfinu. En fiugbraut- in er svo „straumlinulöguð” að þegar þristurinn var kominn út á enda hurfu hjólin bakvið „sjóndeildarhringinn”. Slökkvibiilinn tilheyrir flugveliinum, en hann er iiklega álika gam- all ogvélin sjálf, eða frá þvi um striö. Ljósm. Vísis: Bragi. Unnið baki brotnu attan sólarhringinn Frystihúsin i Eyjum frysta nú loðnu allan sólarhringinn, og báðar bræðsiurnar þar eru I fullum gangi. Þessa mynd tók Guðmundur Sigfússon i Eyj- um i Eyjabergi núna i vikunni, en þá voru þeir i þeirri stöð nýbúnir að taka á móti 45 tonnum af loðnu. — EA — frekar en fyrri daginn — kerfið sýndi bttun i Gunnfaxa Flugfélagsins, en reyndist „við hestahettsu" „Þetta hefur svo sem komið fyrir áður”, sagði Magnús Jóns- son flugstjóri og glotti. „Og það á sjálfsagt eftir að koma fyrir í framtiðinni”, bætti hann við. Magnús Jónsson var flugstjóri á DC-3 flugvél Flugfélagsins, sem Ienti á Reykjavikurflug- vefli 1 gærdag, þegar ekki kviknuöu ljós, sem áttu að sýna, að lendingarhjólin hefðu læstst. Slökkvilið vallarins og slökkvilið Reykjavikur voru viðbúin á flugvallarbrautinni, ef aðvörunarkerfið sýndi rétt. Til allrar hamingju var þó ekki svo, og þristurinn lenti óaðfinnan- lega, með öll hjól harðlæst. Magnús flugstjóri vildi litið gera úr atvikinu og sagði, að þetta kæmi stundum fyrir. Þá væri ekki um annað að ræða en hafa liö Viðbúið öllu hinu versta. Þeir Flugfélagsmenn treysta þristunum út í yztu æsar. Enda hafa vélar af þessari tegund reynzt frábærlega vel. T.d. er þetta mest framleidda flugvél i heimi, sem notuö hefur verið til atvinnuflugs og hernaðar. Byrj- að var að framleiða hana 1935, og hafa um þrettán þúsund vél- ar verið smlðaðar. — OH VISI Laugardagur 9. febrúar 1974. Þrír borgara- fundir JC: Hitamál í hvera- bœnum og Kópavogi Þrir borgarafundir verða haldnir nú um helgina á vegum hinnar ungu hrcyfingar, Junior Chamber á tslandi. Einn þeirra er I Kópavogi á sunnudag, en hin- ir tveir i dag, iaugardag, I Kefla- vik og I Hveragerði. Siöastnefnda félagið er yngst JC-félaga hér- lendis, en það var stofnað i des- ember siðastiiðnum. „Það sem til umræðu verður er hið mikla hitamál, sem risið er út af fyrirhugaðri byggingu kittis- verksmiöju, en það er mörgum nokkur þyrnir I augum, aö verk- smiðjunum hefur verið valinn staður við aðalveginn, þar sem skynsamlegra þykir aö setja nið- ur eitthvað annað og skemmti- legra en verksmiöjubyggingar”, útskýröi einn JC-félaganna i Hveragerði. Þá kvað hann mikið rætt um mengunarhættuna, sem kann að stafa af verksmiðju af þessu tagi. Fundur JC-Hveragerðis verður haldinn að Hótel Hveragerði klukkan tvö i dag og standa þrir aðilar fyrir svörum, en þaö eru oddviti Hveragerðis, fulltrúi frá kfttisverksmiöjunni og hafnar- verkfræðingur. A fundinum i Kópavogi á svo að ræða um hitaveitumálin, sem má með réttu segja að séu mikið hita- mál i Kópavoginum. í Keflavik boða JC-félagar hins vegar til al- menns borgarafundar I dag til að fá fram sjónarmið forráðamanna skólamála um hugsanlega kyn- ferðisfræðslu I skólum eða á sér- stökum námskeiðum utan þeirra. Hefur Jónas Bjarnason kvensjúk- dómalæknir verið fenginn sem frummælandi fundarins. —ÞJM Þriðjungur hœtti að hlusta eftir breytinguna Ákvörðun tekin um oð flytja fréttatímann aftur til kl. 19.00 Hinn iangi vinnutimi þjóðar- innar reynist greinilega vera meginorsök þess, að fréttatim- inn kl. 18.30 I útvarpinu náði ekki sömu hlustun og sá kl. 19.00. Vegna þess eingöngu hættu 2/3 hlutar þeirra, sem spurðir voru um þetta efni að hlusta, en alls hætti þriöjungur hlustenda að hlusta á kvöld- fréttir viö breytinguna. Á fundi útvarpsráðs á fimmtudaginn var samþykkt að flytja fréttatimann aftur á sinn fyrri tima, kl. 19.00,um miðjan þennan mánuð. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi i gær, þegar kynnt voru úrslit könnun- ar, sem framkvæmd var á 55. hverjum hlustanda, 18—75 ára, i þjóðskránni 1972. Hlustendum var skipt niður i flokka, kyn, aldur, búsetu o.s.frv., og siðan eftir þvi hvaða vinnu þeir stunduðu. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunar- innar er heildarhlustun á fréttir kl. 18.30 innan við helming. Hins vegar hlustuðu mun fleiri á fréttir kl. 19.00, þ.e. fyrir breyt- inguna. Húsmæður voru þó i mestum hluta þess hóps, sem hélt áfram að hlusta á fréttirn- ar, en þessi skerðing kom mis- munandi niður á stéttum. Karlarhættu meira að hlusta en konur. Þegar kannað var sérstak- lega, hvers vegna fólk hlustaði ekki á fréttir kl. 18.30, reyndist * um helmingur þeirra, sem ekki hlustuðu (48,0%) ekki geta það vegna vinnu sinnar. 16,1% gátu ekki hlustað vegna þess að þau voru ekki komin heim, og er vinnutimi liklega algengasta or- sök þess. Um 2/3 hafa þvi ekki hlustað vegna vinnutima. Aðallega voru það verka- menn, iðnaðarmenn, bændur og húsmæður, sem ekki gátu hlust- að vegna vinnu sinnar. Meöal þeirra, sem ekki voru komnir heim, áttu æðri menntunarstörf, forstjórar, aðrir stjórnendur, á- samt skrifstofu- og þjónustu- störfum, stærstan hlut. Fréttatiminn kl. 19.00 nýtur mestra vinsælda meöál æðri menntunarstarfa og forstjóra, verkamanna og iðnaöarmanna ognemenda, en minnstra meðal bænda. Timinn kl. 18.30 nýtur hins vegar mestra vinsælda meðal skrifstofu- og verzlunar- fólks og fólks við ýmis þjónustu- störf. Þegar fréttatiminn var færð- ur fram, var ein af ástæðum breytingarinnarsú að auka rúm fyrir annað efni i útvarpi, áður en fréttir sjónvarpsins hæfust. Þeir sem ekki vildu hafa fréttir kl. 18.30 voru spurðir, hvort þeim þætti i lagi, að minna yrði um efni af þessu tagi á svo góð- um hlustunartíma. I ljós kom, að 62,0% þeirra vildu frekar frá fréttatimann fluttan aftur og fórna þar með þessu efni. Eftir 2—3 vikur munu væntan- lega verða kunngerð úrslit frek- ari könnunar á sjónvarps- og út- varpsefni. Teknar verða m.a. fyrir iþróttafréttir, kvölddag- skrá útvarpsins og sunnudags- dagskrá, álit fólks á sjónvarps- dagskránni o.fl. Við segjum ýt- arlega frá þessari könnun um fréttatima útvarps á Innsiðunni i dag. (Sjá bls. 7). —EA Vitlaust veður á loðnumiðum — alls staðar fullar þrœr — bótar stefna yfirleitt ó Austfjarðahafnir, þrótt fyrir vont veður eystra Norðaustan stormur var kom- inn á loðnumiöin hér við Suð- vesturlandið I gærkvöldi og spáð vondu. Um sjöleytið i gær höfðu bátar samt tilkynnt um 8000 tonna afia, og voru margir á leið til hafnar. Um 40 bátar tilkynntu afla siðasta sólarhringinn, samtals um 8000 tonn. 14 bátar ætiuðu að biða löndun- ar i Vestmannaeyjum, en þar losnar svolitið pláss á sunnudags- morgun. Sneisafullt er nú i öllum höfnum hér við Suður- og Vesturland, lika i Vestmannaeyjum, en hægt verður að koma þar um 2.500 tonnum i fyrramálið. Flestir bátanna, sem tilkynntu afla sinn i gærkvöldi, ætla að halda austurleiðina, en óákveðið á hvaða hafnir. Talsvert rými mun nú á Seyðisfirði, en minni bátarnir munu varla hætta sér þá leiðina, þar eð veðrið fyrir austan er mjög slæmt. Þorsteinn RE var með 300 tonn Igærkvöldi, og Óskar Magnússon var með 400 tonn. Þessir bátar voru báðir á austurleið i gærkvöldi I kjölfar Barkar frá Neskaupstað, sem ætlar með 800 tonn til heimahafnar. Svo vont mun veðrið fyrir austan, að varla leggja nema al- stærstu bátarnir i að fara lengra en til Neskaupstaðar, þvi mun tómt mál að tala um að fara með loðnu til Vopnafjarðar, en þar er nú nóg pláss. Grindvikingur var með 160 tonn i gærkvöldi, tilkynnti sig um sjöleytið og ætlaði til Vestmanna- eyja — á siðustu stundu hætti Grindvikingur við að fara þar inn, lagði ekki i biðina, en ætlar áfram austurieiðina. Allar þrær á Faxaflóasvæðinu eru fullar, einnig fyrir vestan, þ.e. Tálknafirði og Bolungarvik. Loðnan, sem bátar veiddu i gærdag og gærkvöldi, fékkst á 4. og 5. veiðisvæði, þ.e. frá Stokks- eyri vestur fyrir Grindavik. í fyrrinótt var veiðin allt frá 2. veiðisvæði vestur á 5. veiðisvæði. — GG SÚ GAMLA BRÁST EKKI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.