Vísir - 09.02.1974, Page 7

Vísir - 09.02.1974, Page 7
Vísir. Laugardagur 9. febrúar 1974. 7 Tveir af hverium þremur gátu | IIMIM1 1 ■ ^ Q ekki hlustað á fréttir Umsjón: ■«. A-irfrdM. i(i' J8.30 vegna vinnu sinnar — Hlustun þó mest meðal húsmœðra en minni meðal verkamanna og iðnaðarmanna.—Langur vinnutími ríkari óstœða utan Reykjavíkur Það hefur komið i ljós að hlustun lands- manna á fréttatimann i útvarpinu hefur minnkað um þriðjung, eftir að hann var færð- ur frá timanum klukk- an 7 i timann klukkan hálfsjö. Þetta kom meðal annars fram ikönnun, hlustendakönnun, sem Rikisútvarpið fól dr. Ölafi Ragnari Grimssyni prófessor og Erlendi Lárussyni trygginga- stærðfræðingi að framkvæma i desember. Auk þeirra unnu við könnunina nemendur þeirra i þjóðfélagsfræðum i Háskóla ís- lands, en könnunin fór fram i gegnum sima. Könnunin var framkvæmd á 55. hverjum manni, 18—75 ára i þjóðskránni 1972. Vestmanna- eyingar og fólk búsett erlendis var undanskilið. Úrtakið nam þvi 2276 manns. Viðtöl náðust við 1579 eða um 70%. A blaðamannafundi i gær voru kunngerð úrslit könnunar- innar varðandi fréttatima út- varps, en að 2—3 vikurn liðnum má búast við úrslitum frekari kannana á efni i útvarpi og sjón- varpi, þá einkum kvöld- og sunnudagsefni útvarps, álit fólks á sjónvarpsdagskrá og fleiru. Viðhorf hlustenda eru flokkuð með tilliti til ýmissa þjóðfélagsþátta, svo sem þétt- býlisstigs, landshlutabúsetu, starfsstétta, aldurs og kyns. Virðist könnunin sýna allgóða spegilmynd þjóðarinnar. Við flokkun svara var beitt starfsstéttaskiptingunni: a) verkamenn og iðnaðarmenn, b) bændur, c) verzlunar- og þjón- ustustörf, d) æðri menntunar- störf, forstjórar og aðrir stjórn- endur, e) húsmæður, f) nem- endur, g) aðrir. Mismunur á hlutfaílstölum I hinum ýmsu flokkum (stéttir, aldur, kyn o.s.frv.) hefur verið prófaður tölfræðilega. Er þetta áreiðan- lega stærsta könnun, sem gerð hefur verið á þjóðinni i heild, enda nær hún yfir stóran hluta þjóðarinnar. Fréttir 18.30: Hlustun minnst hjá verka- mönnum og iðnaðar- mönnum — mest hjá húsmæðrum. Heildarhlustun á fréttir kl. 18.30 er innan við helming. 46,5% hlustuðu, 50,7% ekki, 2,8% gáfu ekki svar. Hlustun er minnst meðal verkamanna og iðnaðarmanna og meðal nem- enda, en mest meðal húsmæðra. Tölfræðilegar prófanir sýndu, að þessi stéttamunur er mark- tækur. Sé litið á landshlutana kemur i ljós, að hlustun var minnst á Vestfjörðum, mest á Suður- landi, en svipuð heildarhlutfalli I öðrum landshlutum. Minnst hlustun er meðal karla 18—25 ára, en mest meðal karla og kvenna 66—75 ára. Konur virð- ast samkvæmt úrtakinu hlusta yfirleitt meira en karlar i öllum aldursflokkum. Um þriðjungur hætti að hlusta á fréttir við breytinguna. 80,4% hlustuöu á fréttirnar kl. 19.00, um þriðjungur hlustenda hætti þvi að hlusta á kvöldfréttir útvarpsins við breytinguna. Að- eins 16,7% hlustuðu ekki á kvöld fréttir kl. 19.00. Samkvæmt úr- takinu viröist fólk I æðri mennt- unarstörfum, forstjórar og aðrir stjórnendur, hafa hlustað mest kl. 19.00, en nemendur minnst, en aðrar stéttir hafi allar haft um 80% hlustun. Þessi munur á stéttum er þó ekki það mikill, að hann sé tölfræðilega marktæk- ur. Hverjir hættu að hlusta á fréttirnar? Nánari athugun leiddi i ljós, að 36,2% þeirra, sem hlustuðu kl. 19.00, hlusta ekki á fréttir kl. 18.30. Þessi skerðing á hlustun kom mismunandi niður á stétt'- um. Um 40% verkamanna og iðnaðarmanna, æðri mennt- unarstarfa og forstjóra og nem- enda, sem áður hlustuðu, hættu nú að hlusta. Húsmæður voru hins vegar sá hópur, sem mest hélt áfram að hlusta þrátt fyrir breytinguna. Þessi munur reyndist fyllilega marktækur. Samkvæmt úrtaki hætti um helmingur Vestfirðinga, sem áður hlustaði, að hlusta við breytinguna, en aðeins um þriðjungur Sunnlendinga. Næst- minnst skertist hlustun á Reykjavikur- og Reykjanes- svæðinu. Þessi munur eftir landshlutum virðist við töl- fræðilega prófun aðeins vera marktækur hjá körlum. Karlar hættu meira að hlusta en konur. Karlar og konur i efsta aldursflokknum héldu hins vegar áfram að hlusta. Hvers vegna hætti fólk að hlusta? Hinn langi vinnutimi þjóðar- innar reyndist greinilega vera meginorsök þess, hvers vegna fréttatiminn kl. 18.30 náði ekki sömu hlustun og fyrri frétta- timi. Þegar kannað var sérstak lega, hvers vegna fólk hlustaði ekki á fréttir kl. 18.30, reyndist um helmingur þeirra, sem ekki hlustuðu, ekki geta það vegna vinnusinnar. Samkvæmt úrtak- inu gátu 16,1% ekki hlustaö vegna þess aö þau voru ekki komin heim, og er vinnutimi lik- lega algengasta orsök þess. Um 2/3 hafa þvi ekki getað hlustaö vegna vinnutima. Þriðja orsök- in reyndist vera fólgin i matar- venjum heimila, þar næst kom gamall vani. Þetta var allt reiknað af fjölda þeim, sem ekki hlustaði kl. 18.30. Meðal starfsstéttanna voru . það aðallega verkamenn og iðn- aðarmenn, bændur og húsmæð- ur, sem ekki gátu hlustað vegna vinnusinnar. Meðal þeirra, sem ekki voru komnir heim, áttu æðri menntunarstörf, forstjór- ar, aðrir stjórnendur, ásamt skrifstofu og þjónustustörfum stærstan hl.ut. Séu ástæður raktar eftir þétt- býlisstigi, kemur greinilega i ljós, að langur vinnutimi er mun rikari ástæða utan Reykja- vikursvæðisins. Þessar niður- Kréttatiminn kl. 19.00 naut mestra vinsælda hjá yngra fólki, en minnstra meðal hins elzta... stöður, sem reyndust tölfræði- legar marktækar, benda til þess, að vinnutimi lands- byggðarfólks sé lengri en ibúa höfuðborgarsvæðisins. Aðeins 38.5% á Reykjavikursvæðinu gáfu vinnu sina sem ástæðu, en á öllum öðrum svæðum var hlutfallið um eða yfir 60,0%, nema á einu 52,8%. Timinn kl. 19.00 vinsælli hjá körlum og hjá yngra fólki. Fimm valkostir voru gefnir i sambandi við fréttatima út- varpsins. Aðeins 0,8% vildu hafa hann kl. 18.00, 13,0% kl. 18.30. Timinn kl. 19.00 skar sig úr með tæpan helming (47,7%), og reyndist sú niðurstaða töl- fræðilega marktæk. Svipaður fjöldi kaus 19.30 og vildi 18.30 (11,7%). Um 1/5 hluta var sama hvenær fréttir voru fluttar. Sú stefna að iæra fréttatima út- varps og sjónvarp fjær hvor öðrum með þvi að tlýta frétta- tima útvarpsins hefur greini- lega ekki hljómgrunn. Þetta sést m.a. á þvi, að svipaður hluti vill fréttir kl. 19.30 og 18.30. Fréttatiminn kl. 19.00 nýtur mestra vinsælda meðal æðri menntunarstarfa og forstjóra, verkamanna og iðnaðarmanna og nemenda, en minnstra meðal bænda. Timinn kl. 18.30 nýtur hins vegar mestra vinsælda meðal skrifstofu- og verzlunar- fólks og fólks við ýmis þjónustu- störf. Vinsældir fréttatimans kl. 19.00 voru mestar á Austfjörð- um. Timinn kl. 19.30 naut næst- mestra vinsælda i hinum dreif- býlustu landshlutum, Vest- fjörðum og Austfjörðum. Töl- fræðileg athugun sýndi einnig, að timinn kl. 18,30 var heldur vinsælli hjá konum en körlum. en timinn kl. 19.00 hins vegar vinsæll hjá körlum. Hann naut einnig. mestra vinsælda hjá yngra fólki, en minnstra meðal hins elzta. Þá má að lokum geta þess, að útvarpsráð tók þá ákvörðun á fundi sinum i gærdag að flytja fréttatimann aftur til kl. 19.00 um miðjan þennan mánuð. Niöurstöður benda til þess, að vinnutími landsbyggðarfólks sé lengri en Ibúa höfuöborgarsvæðisins. Að- eins 38,5% á Reykjavikursvæðinu gáfu vinnu sina sem ástæðu. Um heimingur þeirra, sem ekki hiustuðu á fréttir kl. 18.30, gat það ekki vegna vinnu sinnar. 16.1% gat það ekki vegna þess, að fólk var ekki komiö heim, og er vinnutími líkiega aigengasta orsök þess.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.