Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Laugardagur 9. febrúar 1974. /§ LESENDUR HAFA ORDIÐ VANDIR Á ÁVÍSANIR vísm sm-- Ætti fólk að gera tneira að því að smiða sjálft húsgögn og inn- réttingar I heimili sin? Lárus Eggertsson, starfsmaður Loftieiða: — Það verða auðvitað aldrei sömu gæði á sliku og fag- vinnu. Samt veit ég til þess, að margt ungt fólk smiðar sér sjálft i Ibúðir sinar, jafnvel eldhúsinnréttingar. En t.d. i Bandarikjunum er þetta algengt. Hólmar Albertsson aðstoðarmaður á húsgagnaverk- stæði: — Já, ef það hefur getu til þess. Ég hef orðið talsvert var við þetta. Þó hef ég ekki séð hús- gagnasmiði i heimahúsum, heldur smáinnréttingar. Katrin Gisladóttir, teiknikennari: — Alveg tvimælalaust. Það er t.d. mikið af húsgögnum hjá mér smiðaðaf okkur,envif fengum að- stöðu á verkstæði til smiðanna. Ég er virkilega ánægð með það, sem við höfum smiðað. Birgir Guðbjörnsson, simvirkjanemi: — Að sjálfsögðu. Og ég held það þurfi lltið af verkfærum til þess. Yngra fólki finnst ábyggilega skemmtilegra að hafa það, sem það hefur smið- að sjálft. Guðjón Guðlaugsson húsgagnasmiður: — Tvimæla- laust. Ég veit að fólk kemur sér upp hálfri búslóð i upphafi búskapar á þennan hát og sparar mikið. Þetta er lika hægt með einföldum verkfærum. En mér finnst fólk eins og hrætt við að framkvæma hugmyndir sinar. Það er alltaf verið að hugsa um, hvað nágranninn hugsar og segir. Þórarinn Helgason rafvirkjameistari: — Nei, það á alveg að láta iðnaðarmennina um þetta. En ég veit að ungt fólk smiðar sér sjálft, og það er virðingarvert. En það á að útiloka, að svona bilskúrabisniss fari að skjóta rótum hérna. Jóhann Kristjánsson hringdi: — Mikið brá mér i brún, þegar mér var visað frá á bæjarskrif- F.L.E. skrifar: ,,Ég hef fylgzt dável með deilum þeim, sem risið hafa milli FRUGG-hreyfingar nýskáta og Skátafélags Akraness og vil benda hér á eitt atriði, sem gæti bundið farsælan enda á þennan ágreining, en þar hafa fúkyrðin fokið á vixl og skátahugsjónin virt að vettugi. Það hefur verið haft i flimtingum, að S.A. hyggist stefna nýskátum fyrir meiðyrði, og hafa þá deilur þessar tekið á stofunum i Hafnarfirði, þegar ég kom þangað til að borga af- ganginn af sköttunum minum hér sig alvarlegra form en nokkur hafði búizt við i upphafi. Þess vegna legg ég til við miðstjórn FRUGG og meðlimi SA að athuga möguleika á, að nýskátar gengju i SA og stofnuðu innan vébanda þess sérstaka flokksdeild og störfuðu þar I óbeinum tengslum við aðra skáta. Mér hefði fundizt þetta skynsamlegasta lausnin og hvet þess vegna málsaðila eindregið til að hugsa um þetta i fullri ALVÖRU”. á dögunum. Astæðan fyrir þvi, að ég fékk ekki að borga, var sú, að ég var með ávisun frá borgarsjóði Reykjavikur, og hún var stfluð á nafn mitt en ekki sýslumanninn i Hafnarfirði. Þetta var ávisun úr tölum borgarsjóðs og þannig hið tryggasta plagg, hefði maður haldið. En , nei, gjaldkerinn, skrifstofustjórinn og sjálfur sýslumaðurinn stóðu vörð um þá reglu að taka ekki við öðrum ávisunum en skrifaðar væru á staðnum og stilaðar á sjslu- manninn. „Við höfum orðið fyrir Karl Eiriksson hringdi: „Mér fannst athyglisverð lesning „INNSÍÐAN” I Visi um afbrot unglinga, sem viðtalendur töldu vera færri hér en viðast er- lendis. Þó fannst mér ekki viðunandi, að einn hinna spurðu, prófessor Björn, lét að þvi liggja að barna verndarnefnd gerði það i hverju tilfelli af einhverri „þörf” eða „nauðsyn” að taka börn af foreldrum. Hann nefndi það dæmi, að barnaverndarnefndir svo mörgum óþægindum út af mörgum öðrum ávisunum”, sagði skrifstofustjórinn. Og þegar ég sneri mér til sýslumannsins, vildi hann ekki einu sinni ræða málið og visaði mér á dyr. Nú langar mig til að spyrja þá þarna suðurfrá, hversu margar ávisanir frá borgarsjóði þeir hafi fengið, sem telja má ómerk plögg. Eða hvað veldur þvi, að þeir þarna suðurfrá treysta sér ekki til að hverfa frá hinni einstrengingslegu reglu sinni, þegar svo voldugur útgefandi er að ávisuninni?” „þyrftu” stundum að vinna önnur verk en bara rétt þau, sem góð þættu. — Það er blekkjandi að gefa i skyn, að i hverju tilviki hafi ,þurft” að gera það. Eg þekki nefnilega nokkur tilvik, þar sem barnaverndar- nefndir hafa stiað börnum frá foreldrum — að þvi er virðist al- gerlega að tilefnislausu. Og eitt nýlegt dæmi þekki ég, þar sem barnaverndarnefnd færði ekki einu sinni rök fyrir slikri aðgerð.” Bindindisféla g ökumanna 20 ára Hafa stjórnvöld á íslandi veitt áthygli þeirri viðleitni frjálsra samtaka,sem heitir mannrækt? Hvernig eru slik samtök styrkt til starfa, sem verja fé, tima og kröftum til mannræktar og mannfélagsræktar á þessu landi? Hvað hafa þeir haft i laun á timann, sem mótað hafa and- stöðu hérlendis gegn erkifjanda allrar mennfúgar, áfengis- neyzlu og hennar fylgifiskum? Þar hafa margir lagt nótt við dag árum og áratugum saman, jafnvel ævilangt — og nú skal koma stór fullyrðing — án þess að hljóta einseyring i laun fyrir það starf. Þetta má segja um flesta forystumenn ungmennafélaga, barnastúknaog bindindissam- taka á Islandi. Samt hefur verið viðurkennt, að fáir félagsmála- skólar með félagsfræðingum og félagsfræðiráðunautum muni taka góðum barnastúkum fram, sama er að segja um Islenzka ungtemplara, sem standa sig furðuvel. Nú er þó ekki einungis, að slik störf séu ólaunuð þau eru litils metin, litilsvirt og höfð að skotspæni heimskra manna og kvenna. Það er þvi svo komið, að slikar mannræktarstofnanir sem stúkur og ungmennafélög eru eða voru standa uppi forystulaus. En öll mannrækt skal efld með grunnskóla- frumvarpinu, sem á að neyða ungt fólk til uppreisnar gegn ófrjórri skólaþvingun sem lengstan tima á ári. Það eru þvi gleðitiðindi, að eitt slikt mannræktarfélag meðal hinna deyjandi skuli hafa lifað og blómgazt i tvo áratugi. En svo er nú um Bindindisfélag ökumanna, sem hefur af hagsýni og dugnaði fjármagnað sig sjálft og þarf þvi ekki á sam- starfi né molum rikisvalds að halda. I mannrækt sinni á það tvö meginmarkmið: Umferð án hættu af eitursjúkufólkiog bætta umferðarmenningu yfirleitt. Sem sagt, breyttan og bættan lifsstil á vegum landsins. En þar stöndum við enn mjög höllum fæti, og segja má að vegir íslands séu vigvöllur. Og aðalorsakir sliks ófremdarástands eru tillitsleysi gagnvart samferðafólkinu annars vegar og heimska heimalningsins i afskekkta kotinu, sem ekki skilur aðstöðu fjöldans hins vegar. Hér þýðir heimska þröngsýni. Tillitsleysi og heimska eru hvort tveggja ókostir, sem hverfa fyrir aukinni mannrækt og þvi almenningsáliti, sem þarf að byggjast á reglunni: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, þaðskuluð þér og þeim gjöra”. Satt að segja mun umferðar- menning i fullri merkingu þess orðs alltaf standa i réttu hlut- falli við almenna mennt og þroska þjóðar — vera einkunn manngildis hennar og mannræktar. Sagt hefur verið: „Þú ekur eins og þú lifir”. Það ættu margir að athuga. Það ætti þvi jafnan að prófa sem bezt þroska og umgengnishæfni þeirra, sem eiga að fá öku- skirteini. Þar gildir manngildi og samvizkusemi, sanngjarnt tillit til samferðafólksins miklu meira en utanaðlærðar umferðarreglur. En bezti dómarinn ætti að vera almenningsálit þroskaðrar þjóðar. Heill þeim, sem efla það álit. Heill mannræktarsveit Islands, hvar sem hún stendur að verki. Heill Bindindisfélagi islenzkra ökumanna. Verði sigrar þess sælir og stórir. Arelíus Nielsson. FÁLKAORÐAN ln memoriam Nú deyja þeir fuglar hérna i hrönnum, sem heiðurstákn eftir vér nefnum og sett er á brjóstið á bestu mönnum, jafnt bændum sem forsetaefnum. Einskis heiður heid ég það skerði og hlaupi ei neitt úr skorðunum, þótt siðustu fálkarnir sæmdir verði siðustu fálkaorðunum. Ben. Ax. Skátar Akranesi sameinizt! Ekki alltaf svo mikil nauðsyn!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.