Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 09.02.1974, Blaðsíða 8
8 VJsir. Laugardagur 9. febrúar 1974. cTVÍenningarmál Meistari Jakob, sefur þú? Köttur úti i mýri, hið nýja barnaleikrit Þjóð- leikhússins, hefur fengið LEIKHÚS EFTIR ÓLAF JÓKSSON heldur en ekki fálegar viðtökur i blöðum, þar á meðal hér i blaðinu. En hvaða áhrif skyldu um- sagnir, jákvæðar eða neikvæðar, hafa á að- sókn og áhuga á barna- leikjum? Á minum bæ var kveðinn upp saló- monsdómur i þvi máli: okkur getur vist þótt gaman, þó að öðrum finnist leiðinlegt. Að svo mæltu verður vist ekki undan þvi vikist að fara við fyrstu hentugleika að sjá þetta nýjasta iSLENZKAN IDNAÐ VELJUM iSLENZKT Þakventlar ÞAKRENNUR J. B. PÉIURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 í® 13125,13126 VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN Nauðungaruppboð sem auglýst var í 85.og 89. tbl. Lögbirtingablaös 1973 og 1. tbl. 1974 á eigninni Háabar&i 14, Hafnarfiröi, þingl. eign Sveins Valtýssonar, fér fram eftir kröfu Hauks Jónssonar hrl., Egils Sigurgeirssonar hrl. og Bendikts Sveinssonar hrl. á eigninni sjálfri miövikudaginn 13. febrúar 1974 kl. 1.15 c.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfir&i Nauðungaruppboð annaö og siðasta á húseigninni Reykjavíkurvegur 30, neöri hæð, Hafnarfiröi, eign Friöþjófs Sigurstcinssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 12. febrúar 1974 kl. 4.00 e.h. Bæjarfógetinn i Hafnarfiröi ,,barna-show” leikhúss- ins. Þetta um áhrif gagnrýninnar — þótt húngeti visast orðið foreldr- um til leiðbeiningar er hætt við að hún breyti litlu til eða frá um áhuga barna sjálfra á að fara i leikhúsið, allténd þeirra sem áður eru komin upp á lag með leikhús- ferðir. Reyndar hef ég ekki tölur handbærar um aðsókn að barna- sýningum leikhúsanna undanfar- in ár. En ætli gildi ekki sama um þær og aðrar leiksýningar: að áhugi og aðsókn að leikhúsi sé hér meiri, áhorfendahópurinn sam: settari en viða annarstað- ar. Til þess benda a.m.k. athug- anir Þorbjarnar Broddasonar á leikhússókn hér á landi gerðar snemma árs 1969, sem birtust i Skirni i haust. um sem sparilegri afþreyingu •einu sinni eða tvisvar á ári. Ef ég hef skilið rétt frásagnir af Ketti úti i mýri, þá er þar mikið lagt upp úr þvi að fá áhorfendur „til þátttöku” i leiknum og að leiða þeim fyrir sjónir „leyndar- dóma leikhússins.” Vigorðið um þátttöku i leiknum ber oft á góma I sambandi við barnasýningar — og er þá oftast átt við það að fá þau til að hrópa öll i einum kór svör við einhverjum einföldum spurningum sem til þeirra er beint af sviðinu um atburðarás og persónur i leiknum. En þvi er drepið á þetta að ég sá um daginn svo glöggt dæmi þess að ekki þarf á neinu voldugu apparati að halda til að laða börn til slikrar „innlif- unar” i leik, hin einföldustu og frumstæðustu meðöl duga jafnvel eða betur til þess. sé verið að spá Leikbrúðulandi slikri framtið fannst mér myndarlega af stað farið með sýningu Meistara Jakobs, einnig að þvi leyti að leikhúsið ætlar sér af, reynir ekki til við meira en það ræður við. Þótt allur útbúnaður sé einfald- ur er sýningin ljómandi ásjáleg á sinu litla sviði, brúðurnar sjálfar og öll umgerð þeirra. Mér skilst að Jón E. Guðmundsson, for- gangsmaður þessarar listgreinar hér á landi, þótt „islenska brúðu- leikhúsið” kæmist vist aldrei á fastan fót, hafi lagt til holl ráð og aðstoð við undirbúning, en léik- flokkinn sjálfan skipa fjórar ung- ar konur, Erna Guðmarsdóttir, Hallveig Thorlacius, Helga Steff- ensen og Bryndis Gunnarsdóttir, Þorbjörg Höskuldsdóttir gerði leikmynd, en Hólmfriður Páls- \ Æ f qy aii r i y Leikbrúðuland: Meöalaglas læknir og Meistari Jakob. Börn og leikhús Svo mikið er vist, að það er furðu algeng skemmtun barna að sjá hin árlegu barnaleikrit leik- húsanna. Og börn eru þakklátir á- horfendur: Það er einsdæmi ef leikhúsferð er ekki ævintýri i sjálfri sér, sama hvað sýnt er. Svo hrapalleg mistök verða leik- húsunum þvi sjaldnast á, að barnaleikrit beinlinis falli. En þeim mun meiri er vandi leikhús- anna, að gera sinum ungu áhorf- endum raunverulega eitthvað til góða, að þau ganga að svo lifandi áhuga og þakklæti visu fyrirfram. Og hvað skyldi verða um áhorf- endur barnasýninganna þegar þeir vaxa upp? Það er að sinu leyti mælikvarði á uppeldislegt gildi barnaleikjanna, hvort þeim tekst að laða fólk á næsta aldurs- skeiði, unglinga milli tektar og tvitugs sem vanir eru upp úr eru upp úr barnasýningum, til að sækja að staðaldri aðrar sýningar leikhúsanna, og hvaða sýningar þeir þá sækja. Hér á landi eins og annarstað- ar er meirihluti leikhúsgesta fólk á ungum aldri. Samkvæmt athug- un Þorbjarnar Broddasonar, sem hafa má til visbendingar, voru 25% leikhúsgesta undir tvitugu. 50% undir þritugu — sýningar- viku þegar eitt barnaleikrit var á fjölunum en annars mikið um létt ar og útgengilegar sýningar, Fiðlarinn á þakinu og Maður og kona i fyrirrúmi i Þjóðleikhúsinu og Iðnó. Það er lika satt að segja um flestallar hinar viðhafnarlegu barnasýningar leikhúsanna, að þær sverja sig i ættina við aðra show-stefnu þeirra, músikal og óperettusýningar sem mest leggja upp úr ytra iburði. Allténd virðast þær ekki til annars betur fallnar en ýta undir venjubundið viðhorf við leikhúsi og leiksýning- Brúður á priki Þetta var á brúðuleik i gamla húsi Thors Jensens við tjörnina þar sem hópur áhugafólks hefur i vetur starfrækt visi að brúðuleik- húsi, Leikbrúðulandið og sýna á hverjum sunnudegi tvo stutta þætti um Meistara Jakob, sögu- hetju sem við þekkjum fyrir úr alkunnri söngvisu þó ekki væri annað. Ævintýri Meistara Jakobs eru nú ósköp einföld i sniðunum: annars vegar er hann settur til að gæta barns og fer það vitaskuld hrapallega úr hendi, þótt allt endi nú vel sem betur fer, hins vegar freistar hann og tekst með sóma að vinna kóngsdóttur og riki hennar með þvi að leysa þrjár hinar örðugustu þrautir. Allur útbúnaður og meðferð .leiksins er lika ofur-einfaldur og leyndardómar leikhússins fara þar ekki dult: það er ekkert verið að þykjast likja eftir veruleika á sviðinu heldur bara segja börnun- um sögu. Samt sá ég ekki betur en áhorfendur horfðu og hlýddu með lifi og sál á leikinn, og sum þau yngstu lifðu sig svo rækilega inn i efni hans að þeim var nóg boðið þegar galdranorn og drauga- gangur var annars vegar. Og svo mikið er vist að það er ósvikin skemmtun sem börnunum, reyndar bæði börnum og fullorðn- um, er látin i té I þessu yfirlætis- lausa leikhúsi við Frikirkjuveg- inn. Bara það að upp skuli vera kominn a.m.k. visir að brúðuleik- húsi sem reglulega starfar er reyndar nýmæli sem vert er að taka eftir. Þeir sem sáu um árið gestaleik Marionettuleikhússins frá Stokkhólmi á listahátið i Reykjavik mega vita hvilikum möguleikum þessi listgrein býr yfir — bæði fyrir börnin og full- orðna leikhúsgesti. An þess að hér dóttir var leikstjóri. Það er von- andi að með Leikbrúðulandi sé brúðuleikhús komið á til ein- hverrar frambúðar: það yrði, þó ekki væri annað, þarfleg viðbót við skemmtanalif barnanna. Að sofa eða vaka Og lærdóm held ég að megi draga af þessari sýningu, svo aft- ur sé vikið að upphafi þessa máls. Þokki hennar stafar ekki sist af einfaldleikanum, af þvi að verið er hispurslaust að leika við börn- in. (Þegar hlé verður á sýning- unni, og farið væri að trekkja upp gott og kók I öðrum leikhúsum, og þá er i staðinn brugðið á leik með börnunum i Leikbrúðu- landi.) Börn eru ekki frábrugð- in öðrum leikhúsgestum að þvi leyti að þau geta með til- finningunum „lifað sig inn i” leikinn, en líka geta þau með vitsmununum „tekið afstöðu til þess” sem þar fer fram. Ég hygg að almennt gildi það um barna- sýningar að einföldustu meðöl leiks gefist þeim og börnunum best. En þá skiptir ekki minna máli að einnig efnið sé nokkurs vert sem er leitt fyrir sjónir þeim I leikhúsinu að það sé ekki bara einföld afþreying heldur komi áhorfandanum við, eigi eitthvert erindi til hans. Börn eru ekki endilega komin i leikhúsið til að gleyma sér við ævintýri, vökudraum — eins og aðrir áhorf- endur geta þau lika vakað þar og hugsað sitt. En hér er komið að öðru og meira máli en verði rætt i sam- bandi við sýningu Leikbrúðulands á Meistara Jakob og ævintýrum hans. Samt: slik verkefni geta einnig hentað i brúðuleikhúsi, ekkert siður en á reglulegu leik- sviði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.