Tíminn - 06.01.1966, Page 5

Tíminn - 06.01.1966, Page 5
• I' (' I' FIMMTUDAGUR 6. janúar 1966 _____________________TIMINN_________________________________________________________5 Indrlði Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af- greiðsluslmi 12323 Auglýsingaslml 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 95.00 á mán innanlands - í lausasölU kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.f Þ'u íslemku framleiðslufyrirtæki eru mörg, sem h i\a fram á vaxandi erfiðleika á nýbyrjuðu ári vegna þess, hvernig ríkisstjórnin hefur enn hert á höftunum með hækkun okurvaxta sinna og stóraukinni sparifjár- frysöngu, og var þó nógu þröngt fyrir dyrum áður. Meðan talsmenn ríkisstjórnarinnar eru að burðast við að skrifa frelsishugvekjur í málgögn sín með kátlegum tilburðum, situr ríkisstjórnin sveitt við það að reyna að finna upp einhver ný og áhrifaríkari ráð til þess að bregða fæti fyrir nauðsynlegar framkvæmdir íslendinga og vefa sterkari höft á íslenzkt framtak í uppbyggingu og fram- leiðslu til þess að tryggja nógu örugglega forgangsrétt þess, sem hún vill um fram allt koma fram, en það eru gróðaframkvæmdir íhaldsbraskaranna og stóriðjufram kvæmdir erlends auðmagns, alveg án hliðsjónar af þörf um þjóðarinnar- En það er æðsta von ríkisstjórnarinnar að þessir aðilar styðji hagsmuni hvors annars. Nú er komið að þessu úrslitaátaki íhaldsstjórnarinnar, og því duga engin vettlingatök. Höftin á íslenzku framkvæmd- unum eru því stóraukin, enda skulu þau duga. Þau skulu duga til þess, að þeir íslenzku dugnaðar- menn, sem hafa á prjónum margar og miklar fram- kvæmdaáætlanir sem fært geta þjóðinni meiri fram- leiðslu og betri kjör, séu ekki að draga bust úr nefi eftirlætisbarnanna í faðmi ríkisstjórnarinnar, þeirrar ríkisstjórnar, sem ekki trúir lengur á íslenzkt framtak. Ríkisstjórnin neitar með öllu að gera skynsamlega áætlun um framgang nauðsynlegustu framkvæmda þjóðarinnar, neitar að hafa nokkurt val eftir þjóðnytja- þýðingu framkvæmdanna. En hún hefur samt sitt val. Það framkvæmir hún með vaxta- og lánsfjárhöftum á íslenzku framtaki en gefur peningamönnunum og er- lendu stórframkvæmdunum ekki aðeins lausan taum, heldur tryggir þeim úrslitaaðstöðu í samkeppninni um framkvæmdaaflið. meðan aflabátar þjóðarinnar verða varla mannaðir. Það er „viðreisn“ íhaldsstjórnarinnar og hennar val. Talsmenn ríkisstjórnarínnar hafa fundið upp þá kenningu til þess að réttlæta og mæla oðadýrtíð sinni bót að verðbólgan hafi jafnað stórtekjum og dreift gróða meðal stétta og almennings, t.d. dreift hinum miklu síldar tekjum meðal allra stétta, og virðist þarna um að ræða einhverja nýja jafnaðarkeningu!! En eitt er kynlegt við þennan „jöfnuð“ og „dreifingu". Hún kemur ekki fram í auknum kaupmættj í launum stéttanna, því að hagtölur sýna, að han ner þrátt fyrir þetta ekki hærri en 1959. Ef þessi „dreifing“ væri ein- hvers virði, ætti hún að færa stéttunum miklu meiri hlutdeild í hinum stórauknu þjóðartekjum þessara afla- ára og koma fram í stórauknum kaupmætti almennra launa. En það er öðru nær. Verðbólgan á ekki einu sinni þessa velviljuðu afsökun feðra sinna skilið og hin ný. stárlega kenning þarfnast styrkari rakafóta og svars við spurningunni: Hvar er hagsbótin? Hvar er hagsbótin? I haftakreppu Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Skyggnzt um í Suður-Ameríku Frei forseti Chile ræðir hér við Wilson forsætisráðherra Breta VIÐ hjónin fórum tíl Brazilíu ■ fyrir nokkrum árum, en við höfum ekki ferðast um spönsku Suður-Ameríku fyrr en nú. Eg tala ekki spönsku og er mér það bagalegur fjötur um fót. Eg er og að ýmsu leyti byrj- andi og hefi aðeins leSkynni af sam-amerískum málefnum. En með viðtölum við allmargt manna í Argentínu, Chile og Perú hefi ég kynnzt ýmsu sem er mér að mínnsta kosti nýtt óg segir að minni hyggju fyrir um framtíðarárangur framfara- samtaka Ameríkuríkjanna og hlutverk okkar Bandaríkja- manna í Mið- og Suður-Amer íku. Á ferðum mínum varð ég brátt var við áþreifanlegt at riði, sem mér var að vísu kunn ugt áður, en hafði ekki staðið augliti til auglitis við fyrr en nú. Suður-Ameríka er ekki að eins illa statt landsvæði til viðbótar við önnur vanþróuð og vanmáttug svæði heimsins. Walter Lippman ferðaðist um Suður-Ameríku um mán aðamótin nóv.—des. s. 1. og ritaði skömmu fyrir jólin tvær greinar um förina, þar sem málefni S-Ameríbu voru rædd með minni hlið sjón af dægurviðhorfum en oft ér f greinum Lippmanns. Birtist hér fyrir greinin. ekki aðeins enn eínn þiggjandi erlendrar aðstoðar, tæknilegr- ar og stj órnmálalegrar leið- sagnar. Suður-Ameríkumenn eru hluti hins vestræna sam- félags, sem við heyrum til, og Þetta á jafnt við um spönsku og portúgölsku Suður-Ameríku. Kanada og Bandaríkin eru afkomendur Evrópu eins og Suður-Ameríkuríkin, og þjóðir allra hluta Ameríku hafa sótt lög sín, menningu, tungu og trú í hinn sama, upphaflega evrópska brunn. Ríkin í öllum hlutum Ameríku eru í raun og veru afleiðing stórkostlegra, evrópskra þjóðflutninga yfir Atlantshafið, en straumurinn frá Miðjarðarhafslöndunum lá einkum til suðurhluta álfunnar. Það er því hreinn misskiln ingur — ef ekki annað verra — að líta á vandamál Suður- Ameríku sém erlend vandamál og framandi á sama hátt og vandamál Cambodíu og Zamb íu til dæmis. Erfiðleíkar Suð ur-Ameríkumanna eru erfiðleik ar hins vestræna samfélags al- veg eins og erfiðleikar Suður ítala, Túnismanna og Grikkja. Þeir opinberir starfsmenn Norður-Ameríku. sem ekki gera sér grein fyrir hinum mikla og djúpstæða mun á Indókína og Suður-Ameríku, muninn á vandamálum okkar eigin menningar og vandamál- um allt annarrar menningar, eru ekki færir um að skilja eða ráða fram úr vanda Mið- og Suður-Ameríkumanna. AÐ ÞESSU athuguðu verður mér fyrst fyrir að álykta, að framfarasamtök Ameríkuríkj anna hvfll á næsta veikum grunni Meðan framfarasamtök in byggja á núverandi aðstæð um í Mið- og Suður-Ameríku eru þau fyrirfram dæmd til að mistakast Ástæða þess, að ég kemst að þessari ógeð- felldu niðurstöðu, er einkum, að Suður-Ameríka er ekki fyrst og fremst sérstakt megin land, ekki aðeins vanþróað meginland, heldur vanþróað og ónumið meginland. Ríkin í Mið- og Suður-Ameríku eru eins og röð eyja, sem höfin liggja að á aðra hlið en á hina ónumdar auðnir og frum skógar. Ódýrara er og auðveldara fyr ír þessi eyríki að skipta við Evrópu eða Norður-Ameríku en að skipta hvort við annað. f Lima hitti ég til dæmis Peru mann einn, sem byrjaður var á námugreftri skammt uppi í fjöllunum. í 75 mílna fjar- lægð frá námu hans er mikill og stórvaxinn skógur. Hann sagði mér samt, að sér væri auðveldara og ódýrara að flytja timbrið, sem hann þyrfti að nota við námuna, inn frá Seattle í Washington-ríki en að fá það frá skóginum, sem er örskammt í burtu. Skýringin felst í því, að þama fyrirfinn ast hvergi neínir végir. Eg leyfi mér að álykta, að Suður-Ameríkumönnurn geti ekki farið að vegna vel fyrr en að búið er að sigrast á þessum óbyggðu og ónumdu svæðum í miðju landinu. Að- stæðurnar Þarna nú eru sam- bærilegar því, að hér í Norð ur-Ameríku væri aðeins byggð á tveimur landræmum, annars vegar meðfram Kyrrahafinu. vestan Klettafjalla, og hins vegar meðfram Atlantshafi, austan Alleghanyfjalla. en allt landið þar í mflli, vatna svæði stórfljótanna Missisippi. Missouri og Ohio væri óbyggt og ónytjað, um það lægju engir vegir. iárnbrautir eða skipa skurðir og þar væri ekkert raf magn að hafa né síma eða önnur samskiptatæki. Ekki væri um neitt nægtaþjóðfélag að ræða hér í Bandaríkjunum ef auðn ein og órækt væri milli Klettafjalla og Aleghany fjalla. Þá værí ekki um neitt ríkjasamband að ræða, ekkert ólgandi athafnalíf og enginn efnahagsgrundvöllur tfl að byggja á stjórnarfarslegan stöð ugleika. EG LEYFI mér að líta svo á, að meginvankantarnir stafi frá hinu ónýtta og ónumda mið svæði Suður-Ameríku, ásamt tvístrun ríkjanna meðfram út- jöðrum meginlandsins. Meðan þessir annmarkar eru ekki að vellí lagðir er ég hræddur um, að fjárhagsleg og tæknileg að stoð framfarasamtakanna og jafnvel djarflegar umbótaað- gerðir hinna þróaðri ríkja hrökkvi ekki til annars en skammvinnrar Þróunar fyrir hin sjúku þjóðfélög.' Frei forseti Chile hefir vak ið athygli okkar á, að fólksfjölg unin sé örari í Suður-Ameríku en nokkurs staðar annars stað ar. íbúarnir voru 200 milljón ir árið 1960 og þeir verða orðnir 360 milljónir eftir 15 ár. Á 10 árum fjölgar verk- færum mönnum um 38 milljón ir, en með svipaðri atvinnuþró un og að undanförnu verða að- eins til ný störf handa fimm milljónum manna á sama tíma. Þessi öra fólksfjölgun er að- alástæða — en ekki eína á- stæða — hins gífurlega öra flutnings fólks úr sveitum til borga, en þar er um örari flutn ing að ræða en áður eru dæmi tfl 1 heiminum að sögn Freis forseta. Af þessu leiðir, að borgir eins og Rio, Santiago og Lima eru umkringdar hræði- lega sóðalegum hreysaborgum, Framhald á bls 12 Cltgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjérl: Krlstjan Benediktsson Ritstjórar: Þ ÞórarinssoD (áb). Andrés Krtstjánsson Jón Helgason og G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.