Tíminn - 06.01.1966, Síða 13

Tíminn - 06.01.1966, Síða 13
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 13 FIMMTUDAGUR 6. janúar 1966 TÍMINN Fljúgandi yfir Innsbruck Innsbruck í Austurríki er mik- il skíðaborg, og skemmst er að minnast þess, að siðustu vetrar- Olympíuleikar voru einmitt haldn ir í Innsbruck. Myndina að ofan fengum við nýlega senda, og sést á henni finnski skíðamaðurinn Risto Tar kkila á „flugi yfir borginni" á skíðum sínum. Tii hægri sést aðaljárnbrautarstöðin í Innsbruck og vinstra megin Evrópubrúin og Olympíuhöllin. Myndin er tekin frá stökkkeppni í alþjóðlegu móti, sem nýlega var haldið. Og auð vitað er það aðdráttarlinsa Ijós- myndarans, sem hjálpar til að gera myndina svona óraunverulega. 15 valdir til landsliðsæfinga i körfuknattleik — landsliðsæfingar 3svar í viku. Alf-Reykjavík, miðvikudag. Körfuknattleikssamband íslands hefur nú byrjað undir- búning vegna hinna fjögurra landsleikja, sem fyrirhugaðir eru síðar í þessum mánuði, en leikirnir verða gegn Pólverj- um og Skotum. Nýlega hefur verið skipuð landsliðsnefnd KKÍ og eiga sæti í henni þeir Jón Eysteinsson, Þórir Guð- mundsson og Helgi Jóha»nsson, landsliðsþjálfari. Landsliðsnefndin hefur nú valið 15 leikmenn til landsliðsæf inga, og verða síðar valdir 10 leikmenn úr þeim hóp í lands liðið sem mætir Pólverjum í fyrri leiknum. í stuttu viðtali við Helga Jó- hannsson, landsliðsþjálfara, sagði hann, að landsliðsæfingarnar yrðu 3 í viku. Tvær æfingar innan húss og hefur Körfuknattleiks- sambandið fengið afnot af í- þróttahöllinni í Laugardal einu sinni eða tvisvar i viku, en ein æfing verður utanhúss. Hinir 15 leikmenn, sem valdir hafa verið, eru þessir: Birgir Jakobsson, ÍR Hólmsteinn Sigurðsson, ÍR Tómas Zöega, ÍR Agnar Friðriksson, ín Birgir Birgis, Ármanni Davíð Helgason, Ármanni Hallgrímur Þorsteinsson, Árm. Þórir Magnússon, KFR Qlafur Thorlacius, KFR Einar Matthíasson, KFR Gunnar Gunnarsson, KR Kolbeinn Pálsson, KR Kristinn Stefánsson, KR Einar Bollason, KR Hjörtur Hansson, KR Þess má geta, að Þorsteinn Hall grímsson mun að öllum líkindum leika með íslenzka landsliðinu í leikjunum gegn Skotum, sem verða síðast í mánuðinum. íþróttaiðkendum fjölgaði um helming fy| 1 Alf—Reykjavík, miðvikudag. f hinni fróðlegu og ítarlegu skýrslu ÍÞróttanefndar ríkisins fyr ir tímabilið 1959 — 1964, sem Þorsteinn Einarsson, íþróttafull- trúi/ tók aðallega saman, er marg ar athyglisverðar upplýsingar að finna. í skýrslunni er t. d. að finna hve margir íslendingar iðka íþróttir. Árið 1956 var talið, að 10.985 hafi iðkað íþróttir á íslandi, en 1963 var sú tala komin upp í 20206. Hefur fjölgunin á 8 árum því verið um helming. Vinsælasta íþróttagreinln er knattspyrnan. Árið 1956 iðkuðu 3200 manns knattspyrnu, en 1963 var tala þeirra orðin 5581. Hand knattleikur er næstefstur á blaði Körfuknattleikur 350 1252 Frjálsar íþróttir 1009 2548 Sund 1562 2194 Skíði 1080 2068 Leikfimi 941 812 Badminton 330 609 Golf 240 333 Glíma 121 223 Skotfimi 45 67 Júdó 0 132 Blak 0 100 Lyftingar 0 41 Róður 100 90 Eins og af þessari upptalningu má sjá, er um fjölgun að ræða í nær öllum íþróttagreinum. Og frá árinu 1963 hefur orðið mikil fjölgun. Má reikna með, að þátt- takendafjöldi þeirra, sem iðka íÞróttir á íslandi j dag, sé á milli 25—30 þúsund. Dagatal FH FH-ingar hafa gefið út mynd arlegt dagatal fyrir árið 1966. Við hvern mánuð eru myndir frá félagsstarfi FH, myndir af yngri og eldri kappliðsmönnum félagsins í dag, svo og myndir frá fyrri tíð. Er þetta dagatal þeirra FH-inga einkar skemmti legt og gefur á vissan hátt nokkra hugmynd um hið mikla félagsstarf, sem unnið er í íþróttamálum Hafnarfjarðar. Frjálsíþróttadeild KR efn- ir til „sexþrautarkeppni" — tækifæri fyrir yngri sem eldri að iðka friálsíbróttir Frjálsíþrótta- menn Ármanns! Æfingar hjá Frjálsíþróttadeild Ármanns hefjast aftur í kvöld í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu kl. 19. Nýir fé- lagar eru velkomnir. hvað fjölda þátttakenda snertir, en 1963 iðkuðu 3525 handknatt- leik, en 1956 var tala Þeirra 1678. Hér á eftlr verða taldar helztu íþróttagreinarnar og sýndur mis munur á fjölda þátttakenda 1956 og 1963: 1956 1963 Knattspyma 3200 5581 Handknattleikur 1678 3525 Frjálsíþróttadeild KR hefur ákveðið að efna til æfinga- og keppnisnámskeiðs í frjálsíþrótt- nm innanhúss í íþróttahúsi fé- lagsins við Kaplaskjólsveg, og hefst það n. k. laugardag kl. 4.30 fyrir unglinga 16 ára og yngri, en fyrir eldri miðvikudaginn 12. jan- úar kl. 6.55. Fyrirkomulag þessa námskeiðs verður þannig, að í hverjurn tíma verður, ásamt æfingum, keppt í einni grein. Keppt verður í samtals 6 greinum. Fyrst í lang stökki án atrennu, þá hástökki með atrennu, síðan spretthlaupi, þrístökki án atr., grindahlaupi og síðast stangarstökki. Veitt verða þrenn verðlaun til þriggja beztu skv. stigum. Hér er tækifæri fyrir þá, sem unna karlmannlegum íþróttum, að reyna getu sína í skemmtilegri keppni, jafnt fyrir byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að mæta 15 mínútum fyrir ofangreinda tíma. Æfingar deildarinnar i vetur verða sem hér segir: í íþróttahúsi Háskólans: mánudaga og föstudaga kl. 8. Þrekþjálfun og tækniæfingar. Þjálfari Benedikt Jakobsson. mánudaga og föstud. kl. 9. Þrekþjálfun og tækniæfingar fyrir stúlkur. Þjálfari: Benedikt Jak- obsson. Miðvikudag. kl. 7.45. Sameiginleg þrekþjálfun fyrir ail ar deildir félagsins. Þjálfari: Ben edikt Jakobsson. í KR-húsinu: miðvikudaga kl. 6.55. íslandsmótið i körfuknattleik hefst i byrjun febrúar n. k. Þátt tökutilkynningar þurfa að berast stjórn K.K.Í. fyrir 20. jan. Póst hólf 864, Reykjavík. Tekið skal fram að ekki er leyfilegt ; ð senda meira en eitt lið í hverjum aldurs flokki frá hverju félagi Tækniþjálfun og keppm fyrir 17 ára og eldri. Þjálfarar: Benedikt Jakobsson og Þórarinn Ragnars- son. laugardag kl. 4.30. Tækniæfingar og keppni fyrir 16 ára og yngri. Þjálfarar: Benedikt Jakobsson og Þórarinn Ragnars- son. Utanhússþjálfun fyrir hlaupara fer fram hjá íþróttahúsi Háskól ans daglega frá kl. 6 til 9 í sam ráði við þjálfarana, og ennfremur lyftingaþjálfun í KR-húsinu. Svæðaskipting verður i yngri aidursflokkum, ef þátttaka gefur tilefni til. Vinsamlega tilkynníð jafnframt um fjölda leikmanna í meistara-, 1 og 2. flokki karla, svo og í meist araflokki kvenna vegna keppnis- skirteina. (KKÍ) Stjórnin. Verða landsleikir gegn Pól- landi í handknattleik og körfuknattleik sama dag? Eins og áður hefur verið að leikirnir fari fram 16. og skýrt frá, leikur íslenzka lands 18. janúar. Það getur því vel liðið í handknattleik gegn Pól farið svo, að ísland leiki sama verjum í heimsmeistarakeppn daginn — þ. e. 16. janúar — inni 16. janúar n. k. Fer sá bæði landsleik í handknattleik leikur fram í Póllandi. 0g körfuknattleik gegn Pól- Nú stendur til, að pólska verjum. Óneitanlega yrði Það landsliðið í körfuknattleik skemmtileg' tilviljun, en þetta leiki hér á tímabilinu 15. — verða fyrstu landsleikir okkar janúar í íþróttahöllinni í gegn Pólverjum á íþróttasvið Laugardal, og er stefnt að því, inu. (KR). ísl.mót í körfubolta hefst í febrúar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.