Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Laugardagur 16. febrúar 1974 — 40. tbl. Heimild til verkbanns Kélagsfundur í Vinnuveit- endasambandinu, samþvkkti einróma i gær að vcita stjórn sambandsins heimild til að boða verkbann. Þykir þessi sam- þvkkt sýna að meiri harka sé að færast i samningaviðræðurnar. Verkbann þýðir, aö þá megi enginn starfsmaður hjá fyrir- tæki innan Vinnuveitendasam- bandsins vinna við starf sitt. A tneðan á verkbanni stendur, er ekki um neinar launagreiðslur að ræða. —ÓH VIIDU MINNST 70 ÞÚSUND — en fengu 29 þúsund eins og oðrir opinberir starfsmenn - hœstu laun háskólamenntaðra verða 103.100 samkvœmt kjaradómi Kjaradómur hefur kveðið upp úrskurð í máli Bandalags háskólamenntaðra manna gegn rikinu. BHM hafði farið fram á, að launaflokkar háskólamanna starfandi hjá rikinu yrðu fjórtán talsins. Kjaradómur úrskurð- aði, að þessir launa- flokkar yrðu 27 talsins. Launaflokkar rikis- starfsmanna innan BSRB eru 24 talsins. Bandalag háskólamenntaðra manna fór fram á, að lægstu laun yrðu um 70.000 krónur. Kjaradómur úrskuröaði. að lægstu laun háskólamenntaðra manna yrðu 29.300 krónur, en þau mánaðarlaun eru eiginlega þau sömu og lægstu laun samkvæmt samningi BSRB við rikiö. Samkvæmt úrskurði Kjara- dóms verða hæstu laun háskóla- menntaðra rikisstarfsmanna 103.100 krónur á mánuði, sem er svipuðupphæðog i launaflokki B5 hjá BSRB. Þessi laun verða greidd frá áramótum, en sömu regiur gilda um visitölu og i samningi BSRB. Þá er gert ráð fyrir þvi, að 3% hækkun komi á laun frá 1. des. 1974 og aftur 3% hækkún á þann grunn, sem þá verður fenginn 1. september 1975. Enn er eftir að skipa mönnum i launaflokka og er þvi ljóst. að meginvinnan við nýskipan launa- mála háskólamanna er eftir. Úrskurður Kjaradóms var i mörgum liðum, en dómurinn var prentaður á 76 blaðsiður. —GG Þaöer engin furöa, þótt hann Stefán Stefánsson á Halkion frá Eyjum sé spenntur, þegar hann nær sambandi. Þeir eru ófáir sjómennirnir okkar, sem fylgjast með þróun mála. Loðna um allan sjó, en verkföll fyrir dyrum í landi. Og hvað er til bragðs? Af lanum þarf að landa, því ógjarnan vilja menn þurfa að láta veiðina aft- ur í þann sama sjó og hann var upphaflega fenginn úr. Guömundur Sigfússon, fréttaritari Visis í Eyjum tók þessa mynd, þegar hann skrapp með hinu alkunna af laskipi Stefáns og félaga út á loðnumiðin núna í vikunni. Vilja nýtt loðnuverð Loðnumjölsframleið- endur vilja segja upp núgildandi verði á bræðsluloðnu. Bræðsluverðið var ákveðið i Verðlagsráði sjávarútvegsins seint i janúar sl. og er i fernu lagi. Frá 1. janúar til 20. febrúar er verðið 3,75 kr. hvert kg. úr þvi lækkar verðið, og siðasta timabilið, þ.e. frá 1. april til 15. mai, á verðið að vera 2,65 kr. hvert kg. Félag isl. fiskimjölsframleið- enda hélt fund i gærdag, og var þar gerð eftirfarandi sam- þykkt: „Aukafundur i Félagi isl. fiskimjölsframleiðenda, hald- inn 15. febrúar i Reykjavik 1974, beinir þeirri eindregnu ósk t,il fulltrúa i Verðlagsráði sjávar- útvegsins fyrir félög sildar- og fiskimjölsverksmiðja, að þeir segi upp samningum um loðnu- verð fyrir 20. þ.m., þannig að núgildandi loðnuverð nái aöeins til loka febrúarmánaðar. Við nýja verðlagningu eftir 1. marz verði að sjálfsögðu tekið fullt tillit til þess gifurlega verð- falls, sem orðið hefir á loðnu- mjöli og öðru fiskimjöli, sem ætlað var að fást myndi við verðlagningu fyrir 1. verðtima- bil, einnig verði tekið tillit til hækkunar á farmgjöldum, svo og til stórfelldrar hækkunar á brennsluoliu og fl. rekstrarvör- um”. , Þessi tillaga var samþykkt samhljóða á fundi fiskimjöls- framleiðenda i dag. Eins og menn vita, tókst ekki i janúar að semja um sölu á loðnumjöli m.a. til Pólverja á þvi verði, sem viðskiptaráðu- neytið hér taldi eðlilegt. Nú hafa Danir selt loðnumjöl á mun lægra verði en við ætluð- um, og mjölkaupendur biða eft- ir frekari lækkunum vegna ansjósuveiða Perúmanna. Perúmenn hafa leyft veiðar i tilraunaskyni, allt að 500 þúsund tonnum, og það mjöl fer allt inn á þann Sama markað sem við seljum okkar loðnumjöl á. Fulltrúum i verðlagsnefnd sjávarútvegsins var gert heimilt að ségja upp núgildandi verði á loðnumjöli með viku fyrirvara eftir 1. marz nk. Perúmenn ætla að prófa ansjósuveiðar i næsta mánuði, og ef þær veiðitilraunir ganga vel, er hætt við að mjölfram- leiðsla þeirra leiði til verulegrar lækkunar á markaðsverði mjölsins. Hins vegar er .ekki hægt að fullyrða neitt um verðlækkun ennþá — Perúmenn eru ekki byrjaðir að veiða, og lika hefur viðskiptaráðuneytið bent á enn eitt atriði i þessum mjölsölu- málum: Sojabaunauppskera Bandarikjamanna viröist hafa brugðizt að verulegu leyti. og sú staðreynd kann að valda tals- verðu um þroun verðlagsmál- anna. —GG Fjórir ungir Akureyringar brut- ust gegnum færð, sem talin er „ófær” með málverkabyrði sina til að sýna Reykvikingum i Nor- ræna húsinu. Og á myndinni sem fylgir, er örn Ingi, einn fjórmcnninganna með málverk sitt frá f e.rða mannaslóðum framtiðarinnar, tunglinu, en það er eitt af athyglisverðum verkum Norðanmanna á sýn- ingunni. Þá hafa nokkrir málarar sett saman sýningu um Vestmanna- eyjar, — fyrir og eftir gos, — og að sjálfsögðu einnig úr gosinu sjáll'u. Fyrir féðj sem inn kem- ur, á að reisa nýtt skátaheimili i Eyjuin. Við myndina af Eyja- gosi stendur Arnbjörn Kristins- son bókaútgefandi i Setbergi. — SJA BLS. 3. Myndlist að norðan í borginni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.