Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 1H. febrúar 1974. cTVlenningarmál AÐ VtftA IITILI Fúsi froskagleypir Ilöf. mynda og texta: Ole Lund Kirkegaard býð: Anna Valdimarsdóttir lðunn 1973, 87 bls. ,,Það er nú ekki alltaf gaman að vera lítill. Auðvitað er það stund- um skemmtilegt. Ofsa- lega skemmtilegt meira að segja. Það er skemmtilegt á sumrin, þegar maður getur gengið um með berar tærnar alveg fram i myrkur, þegar grasið er orðið vott.” Þannig hefst þessi frásaga af viðskiptum ,,góðu” drengjanna i þorpinu og Fúsa froskagleypis. Stuttu seinna segir: ,,En á öðr- um timum er það ekki sérlega 'gaman- og það er vegna þess að bærinn okkar er fullur af þorpur- um og öðrum störum, heimskum slánum sem geta ekki látið venju- legt fólk i friði, eins og mig og Jakob og aðra góða drengi.” Sagan er öll sögð i 1. persónu. Um sögumanninn ,,ég” fáum við ekkert að vita nema það, sem hann segir sjálfur. Ýmislegt er þó hægt að ráða af þeim atvikum sem hann lýsir og af sjálfum frá- sagnarmátanum. Þar kemur m.a. fram að sögumaður og vinur hans Jakob muni ekki vera háir i loftinu. Auk þess hefur maður á tilfinningunni að sannfræði sögunnar muni ekki mikið ábyggilegri en Islendingasagn- anna, þ.e. að um hana megi deila. Annars er þetta saga um ,,skúrk.” Þannig er hann kynntur til sögunnar: ,,Versti skúrkurinn heitir Fúsi. Sumir kalla hann Fúsa froskagleypi, vegna þess að sagt er, að hann hafi einu sinni gleypt lifandi frosk. En það hlýtur nú samt að vera lygi, þvi að eng- inn þorir að gleypa lifandi frosk. Að minnsta kosti ekki i heilu lagi. Fúsi er langur og mjór og fölur i framan. Kannski stafar það af þvi að hann gleypti þennan frosk. En nokkrir þeirra, sem þekkja hann, segja, að það sé vegna þess að hann reykir sfgarettur. Þetta er svo sannarlega ekki lýsing á aðiaðandi persónu. A.m.k. er Fúsi ekki aðlaðandi séður með augum sögumanns. Aðra mynd fáum við heldur ekki af honum. Reyndar fer ekki hjá þvi að maður gruni sögumann um að vera ekki óvilhallur i frásögum sinum og að e.t.v. blandist þar óskir og raunveruleiki. Þannig hugsum a.m.k. við, sem erum fullorðin, við lestur þessarar bók- ar. En látum sannleiksgildið liggja milli hluta, það gera yngri lesendur. Bókin er einstaklega skemmtileg. Hún minnti mig á Lazarus frá Tormes. Atburðir og fólk er stórt i sniðum. Meira að segja dýrin eru óviðjafnanleg. Eða hvað finnst ykkur um lýsinguna á litla feita hundi slátrarans: ,,Hann (hundurinn) stóð á miðjum veginum, eins og feit, stór rúllupylsa. Þegar hann sá okkur, varð hann svo hræddur, að hann hoppaði upp i loftið og valt um koll.” Málfar sögunnar er liflegt. Þýðingin hlýtur að hafa tekist vei, þvi aiit orðfæri er sér- lega viðeigandi. Myndirnar eru mjög lýsandi og i anda sögunnar, enda stendur einn og sami maður að myndum og texta. Annars verður þessi bók að fá að tala máii sinu sjálf, allar til- raunir til að lýsa henni hljóta að mistakast. Enda verður hver og einn að fá tækifæri til að skilja hana sinum eigin skilningi og trúi ég ekki öðru en menn greini á um þessa bók, eins og menn greinir yfirleitt á um góðar bækur. Frágangur bókarinnar er aliur með ágætum. Hrópandans rödd 09 heimurínn Hvað er að sjá: stórveldið í austri, lögreglurikið mikla stendur uppi agndofa og yfir- bugað af gagnrýni, mótstöðu eins einasta manns. Þetta og annað ekki sýnir brottrekstur Alexanders Solsénitsins úr Sovétrikjunum á dögunum — að tilvera, viðurvist hans i landinu varð ekki lengur þoluð. En þaðan af síður mátti gera hann að pislarvotti heima fyrir. Á undanförnum árum hefur það stund- um skeð að ýmsum mótstöðumönnum sovétstjórnarinnar innanlands, mennta- mönnum og rithöfundum, hefur verið veitt fararleyfi úr landi einhverra erinda — en við svo búið sviptir borgararéttind- um og bönnuð heimkoma. Brottrekstur Solsénitsins var að þvi leyti einsdæmi að hann var fluttur nauðugur úr landinu og veitti að sögn beinlinis mótspyrnu þegar honum varð ljóst að hverju fór. Ég hef það fyrir satt að þvilikt hafi ekki gerst f Sovét i meira en 40 ár — ekki siðan Trotski var rekinn úr landi að aflokinni valda- baráttu þeirra Stalfns. Aðeins þetta sýnir glöggt við hvilikan andstæðing ráðamenn i Kreml eiga að etja þar sem Solsénitsin er annars vegar. Það er bara vonandi að timarnir séu breyttir og betri að þvi leyti að vandaðri verði eftirleikurinn við Solsénitsin nú en Trotski fyrrum. Tolstoj og Solsénitsin Á þeim rúmum tiu árum, sem liðin eru siðan fyrsta saga Alexanders Solsénitsins birtist i Sovét, uppáskrifuð af sjálfum Krústjoff, hefur hann smám saman orðið i augum umheimsins einskonar tákngervingur og oddviti and- spyrnuhreyfingar 1 landinu, og þá i fyrsta lagi baráttu menntamanna fyrir málfrelsi. ritfrelsi, skoðunarfrelsi, gegn ný-stalinismanum, sem þar hefur orðið æ fastari i sessi. Hann hefur verið hin ,,vonda samviska” ráðamannanna i Kreml. Þaðer ekki með öllu út i hött, sem stundum er gert, að likja stöðu Solsénitsins i Sovét við Tolstoj á dögum keisaranna, svo margt sem er ósambæri- legt með þeim En Solsénitsin fylgir fram i ritum sinum raunsæishefð og siðferðislegri stefnu sigildra rússneskra bókmennta frá 19du öld, og lifskoðun hans eins og hún birtist i skáldskapnum sýnist æ gleggra mótuð af djúpstæðri trúarlegri dulhyggju samfara rikulegri rússneskri þjóðernisvitund. Má ekki sjá hvortveggja i samhengi við lifskoðun og skáldskap Tolstojs á efri árum hans? Tolstoj fékk aldrei nóbelsyerðlaun.En Solsénitsin fékk þau. Það má sjálfsagt draga i efa'að þessi frami hefði fallið i hans hlut ef rit hans hefðu fengið að koma út með eðlilegum hætti i Sovétrikjunum. Og svo mikið er vist að þá hefðu þau, a.m.k. hin seinni þeirra, fráleitt vakið aðra eins athygli út i frá og raun hefur orðið. Á það hefur verið bent að i nýjustu bók hans, Gulageyjaklasanum komi litið sem ekkert fram sem ekki var fullvel vitað áður af öðrum frásögnum og heimildum: það sem nú sópar alheimsat- hyglinni að verkinu er sú staðreynd, að ærleg úttekt á stalinismanum og arfi hans er enn forboðin i Sovétrikjunum. Það er heldur óliklegt að nógu margir lesendur hefðu haft nægan áhuga á hinni stóru sögulegu rannsókn á falli keisara- veldisins, undirrótum og upphafi byltingarinnar, sem Solsénitsin byrjar i Ágúst 1914, til að gera verkið að aiþjóðlegri metsölubók — ef það hefði komið fram sem þáttur i almennu uppgeri sögu og samtiðar i rússneskum bók- menntum. Keisaraveldið og byltingin öðru máli má vera að gegni um samtimasögurnar, úttekt Solsénitsins á stalinismanum i Degi i lifi tvans, Krabba deildinni, Ysta hring, sem fyrir minn smekk er máttugasta verk hans til þessa. Sjónarsvið þessara bóka fer smá- vikkandi, frá hinu einstaka til þess al- menna, örlögum einstaklings undir ómennlegri harðstjórn til af hjúpunar sjálfs hins ómannlega stjórn- kerfis. Lýsing Stalins,köngurlóar i miðju neti sinu, fanga sins eigin valds, og legáta hans Abakumovs i Ysta hring, eru ein- hverjar hinar hatursfyllstu mannlýsingar i bókmenntum er ég þekki. 1 Ágúst 1914 er glöggt að Solsénitsin getur ekki litið málsvara byltingarinnar, rót tæka vinstrimenn þeirra daga, réttu auga, neitt frekar en úrkynjaða hers- höfðingja hins afdankaöa keisaraveldis. Hans menn i sögunni eru sumpart arftakar fornra siða og dyggða, hins forna og heilaga Rússlands: hershöíðingi sem pislarvætti liður i orustunni um Tannen- berg, sumpart málsvarar uppvaxandi frjálslyndrar borgarastéttar i Rússlandi, tækni- og menntamenn sem óhjákvæmi- lega verða undir þegar byltingin riður yfir. Sjálfsagt er Solsénitsin rekinn brott úr landi i þeirri von og trú að við svo búið muni athygli hvarfla frá honum þegar frá liði, mátt draga úr gagnrýni hans þegar hún er firrt hljómgrunni heima fyrir. Er nokkur ástæða af fyrri verkum hans til að ætla að svo fari — þótt sjálfsagt breytist baráttuferð hans, þegar hann er ekki lengur hrópandans rödd heima fyrir heldur fremsti fulltrúi útlægra rússneskra bókmennta og menningararfs. Hitt má vera að útlegðin verði til að út i frá geri menn meiri greinarmun en áður á manninum og verkum hans. hetjulegri baráttu fyrir andlegu frelsi og mannréttindum i Sovétrikjunum og lifs skoðun og skáldskap hans að öðru leyti. Solsénitsín og Sovét- ísland Hér á landi eru menn að visu vanbúnir að ræða mikið um verk Solsénitsins.list- ræna verðleika og lifskoðun þeirra. Við þekkjum nafn og orðstir hans af fréttun- um. En aðeins fyrsta skáldsagan hans, Dagur úr lifi Ivans, hefur enn komið út á islensku, bágborinni þýðingu aðéghygg. en ekkert hinna seinni stóru verka hans, þótt alllangt sé siðan sagt var að Krabba- deildin væri væntanleg á islensku. Ekki hafa heldur hin opnu bréf hans til sovéskra stjórnvalda og rithöfundasam- taka eða norsku nóbelsnefndarinnar frá i haust né heldur nóbels-ræða hans verið þýdd á islenzku — svo glöggar heimildir sem þar eru um hina pólitisku baráttu hans og lifskoðun sem henni liggur til grundvallar. Væri Sovét-lsland á komið, eins og sumir öskuðu fyrrum, þyrftu valdamenn hér á landi engar- áhyggjurað gera sér út af Alexander Solsénitsin'og ritum hans, hvað sem sálufélögum þeirra liði annarstaðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.