Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Laugardagur 16. febrúar 1974. Umsjón: ÞJM Hljómsveiíin „Við spilum svokallaða brennivíns- hljómlist! ,,Við teljum enga ástæðu til að draga dul á það, að hljómsveit okkar spilar það, sem margir vilja kalla „brennivinsrokk”. Það er nú einu sinni það, sem fólk biður um á fjörugum dansleikjum. Og hvað er þá athuga- vert við að spila þau óskalög?” Og strákarnir i hljómsveitinni Birtu virðast hinir ánægð- ustu með lifið og tilver- una. Þegar maöur sér nafnið BIRTA dettur manni ósjálfrátt i hug brjóstbirta. Það minnir á sveitaböllin: „Hvort likar ykkur betur aö spila á hinum svokölluðu sveita- böllum eða borgarböllum?” spyr tiðindamaður Popp-punkta. „Það er tvimælalaust marg- falt skemmtilegra að leika fyrir dansi á sveitaböllunum,” svara strákarnir umsvifalaust. „Það er eins og sveitasælan losi mannskapinn við allt stress. Vasapelafylliriið hefur að visu sin áhrif, en þó teljum við sveitasæluna hafa meiri áhrif en áfengið I þá átt að auka fjör- ið. Nú erum við búnir að spila saman i tvo mánuði, en æfingar höfðu staðið yfir I samfellt tvo mánuði, áður en við álitum okk- ur vera komna með nógu fjöl- breytt lagaval til að geta spilaö fyrir hverja sem var,” útskýrði Björgvin Björgvinsson, trommuleikari hljómsveitar- innar. Hann hafði áður spilað meö hljómsveitinni Jeremias og sömuleiðis þeirri nafntoguðu „Olafiu”, sem gerð var út frá Húsavik I fyrrasumar. Og áfram talar Björgvin um lagavalBIRTU: „Viðhöfum æft að minnsta kosti 35 lög og eru það jafnt polkar sem þungt rokk. Mottó okkar er: Eitthvað fyrir alla. Við erum þvi færir i um að spila það sem á við stað og stund og stemmninguna hverju sinni. Og okkur stendur hjartanlega á sama þó einhverj- ir aðrir hljóðfæraleikarar vilji kalla okkur „brennivinsband” af þeim sökum.” Og félagar hans i hljómsveit- inni taka undir orð hans: „Eins og stendur eru krakkar, sem eru á aldrinum 18 til 25 ára ekkert sérlega spenntir fyrir þunglamalegri sérvitringatón- list heldur vilja þeir skemmta sér ærlega, þegar þeir á annað borð fara út að skemmta sér,” segja þeir. „Við erum að reyna að þéna eitthvað á spilamennskunni, þvi það er dýrt að starfrækja hljóm- sveit. Þvl er það, sem við æfum upp lög, sem við vitum að falla i kramið hjá þorra ungs fólks. Með öðrum orðum: Það sem selst,” halda þeir félagarnir áfram. „Það er þó rétt að taka það fram, að við berumfulla virðingu fyrir þeim hljómlistar- mönnum, sem eru að bauka við það I æfingarplássum viðs veg- ar um bæinn að skapa eitthvaö nýtt og merkilegt. Ef þeir hafa efni á þvi, þá þeir um það.” Hljómsveitina BIRTU skipa, auk Björgvins, sem áður er nefndur: Birgir-Arnason gitar- leikari, sem ekki hefur spilað með öðrum hljómsveitum áður, Hallberg Svavarsson bassaleik- ari, sem lék áður með Pónik (og er bróðir þeirra Kristins og Eð- varðs i þeirri hljómsveit), Hjalti Gunnlaugsson gitarleikari, sem áður lék með Námfúsu Fjólu og loks Hilmar Smith, sem er söngvari hljómsveitarinnar og helzta skrautfjöður, að sögn hinna i hljómsveitinni. Hann hefur aldrei sungið með öðrum hljómsveitum en Birtu. Hann hafði aðeins stefnt að þvi að komastiþessa einu, sönnu hljómsveit og þegar hún var svo loksins stofnuð, var hann búinn að æfa hljóðframleiðslu i samfellt 19 ár. Það er þvi ekki nema von, að félagar hans i hljómsveitinni geri miklar kröfur til hans. — ÞJM Change eru að koma! Hljómsveitin CHANGE er að fara af stað á nýjan leik. og er vissulega vert að fagna endur- komu hennar. Fáir hljóðfæra- leikarar hafa sýnt eins mikla viðleitni, og sú hljómsveit, I þá áttað endurbæta hið grámyglu- lega tónlistarlif, sem ungt fólk á nú við að búa. „Við erum allir komnir með ný hljóðfæri og erum byrjaðir að æfa saman af endurnýjuðum krafti”, tilkynnti Birgir Hrafns- son, um leið og hann hlammaði sér niður i stól gegnt tiðinda- manni Pop-punkta á ritstjórn- arskrifstofunum i gær. Og hann hélt áfram máli sinu, þegar hann hafði komið sér nógu vel fyrir i stólnum : ,,Orku- skorturinn og það allt saman hefur orðið þess valdandi, að þær eru ekki ennþá komnar út, plöturnar tvær, sem átti að gefa samtimis út i Bretlandi og á Is- landi fyrir jól. Við erum strax byrjaðir að búa okkur undir að láta hljóðrita næstu tvær tveggjalagaplötur okkar. Og svo erum við lika tilbúnir með frumsamin lög fyrir stóra plötu en það getur allt eins farið svo, að þau lög fari bara lika á litlar plötur.” Þegar Birgir og Magnús Sigmundsson úr Change voru i New York fyrir skömmu, keyptu þeir nýtt og fullkomið söngkerfi fyrir hljómsveitina. Þeir keyptu þá um leið nýtt kerfi fyrir bassann og gitarana. „Trommusett var ég hins vegar búinn að kaupa fyrir Sigga, þeg- ar ég var fyrr i vetur i Ameriku með Hljómum að hljóðrita Hljóma-plötuna,” útskýrði Birgir. CHANGE hafa i hyggju að fara af stað opinberlega um næstu mánaðamót. Þeir eru með prógramm, sem tekur einn og hálfan tima i flutningi. „Það höfum. við hugsað okkur að flytja jafnan i heilu lagi og siðan búið. Hins vegar munum vi aldrei taka að okkur að spila út heilu dansleikina, heldur verð- um við með diskótek með okkur — eða þá sérstaka danshljóm- sveit,” sagði Birgir Hrafnsson. Hann upplýsti jafnframt, að Change væru að æfa sérstak- lega fyrir innrásina i Bretland, er stendur fyrir dyrum, þó tæp- ast fyrr en með vorinu. „Og þá verðum við I Bretlandi i tvo til þrjá mánuði,” sagði hann að lokum. — ÞJM Birgir Hrafnsson. Hann spilar á afmælishátið Tónabæjar á morgun, en þar spila m.a. Ævintýri, gömlu HljómarogNáttúra. Tónabœr 5 óra á morgun: „Fólmkvöldin frábœr" — Blaðakonurnar úr Hagaskóla skrifa álit sitt á skemmtistað unga fólksins Halla Einarsdóttir: „Mér finnst það athyglisvert, að Tónabær er yfirleitt með beztu hljómsveitirnar. Það eru þær og hin frábæru F.A.L M -kvöld, sem draga mig . að staðnum. Það er ósköp mis- jafnt, hve oft ég fer þangað, þar spila bæði fjárhagur og vinir mikið inn i. Tónabær er góður skemmtistaður og félagslif i skólum yfirleitt lélegt. Þess vegna fara unglingarnir frekar i Tónabæ.” Anna ólafsdóttir: „Að minu viti er drykkju- skapur ekki svo mikill innan dyra en fyrir utan er drykkja al- menn. Mér finnst yfirleitt mjög mik- ið um að vera i Tónabæ, og þó sérstaklega á Fálm-kvöldum sem eru stórgóð. Þar gerum við allt sem okkur langar til. Og svo er eitt athyglisvert við Fálm: Þetta er ekki ein stór klika, heldur fá allir, sem vilja,að koma fram og vera með. Það, að krakkarnir semja sjálfir efnið, er þau flytja, gerir þetta mjög áhugavert. Það er auðvitað nóg af ball- stöðum, en á okkar aldri er aðallega um þaðað ræða að fara á sveitaböll, Tónabæ eða Þórs- café. Sveitaballaferðir eru alltof dýrar fyrir skólafólk og varla hægt að veita sér það. Persónu- lega finnst mér Þórscafé „sjabbý” staður. Þar er alltaf sama hljómsveitin. Tónabær býður þó upp á fjölbreytt hljóm- sveitaval.” Guðný Guðmundsdóttir: „Tónabær hefur örugglega breytzt stöðugt til batnaðar. Það sem betur mætti fara er, að 16 ára unglingar lita held ég mjög almennt niður á 14 ára krakka og mundu þess vegna örugglega kjósa böll út af fyrir sig. Einnig held ég, að 13 og 14 ára krakkar vilji heldur fá að skemmta sér upp á eigin spýtur en ekki með einhverjum unglingum, sem telja það fyrir neðan sina virðingu að skemmta sér með þeim. Hljómsveitaböllin eru örugg- lega vinsælli en diskótekin, samanber deilurnar um hljómsiveitaböllin hjá gagn- fræðaskólunum. Margir stunda hljómsveitaböll eingöngu i þeim tilgangi að sjá og hlusta á hljómsveitir, en ekki til að dansa. Það gefur auga leið að á hljómsveitaböllum kemst mað- ur i nánari tengsl við tónlistina, sem flutt er og skemmtir sér þvi betur.” Guöný, Anna og Halla úr Hagaskólanum, sem I þessari viku hafa unnið með okkur á VIsi. Þær lýsa hér áliti sinu á Tónabæ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.