Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 16
16 Visir. Laugardagur 16. febrúar 1974. n □AG I D KVÖLD | r í DAG | D KVÖLD | □ □AG | Sjónvarp, laugardag, klukkan 20,50: Dunandi Dixieland Ugla/sat á kvisti, skemmti- þáttur sjónvarpsins, seiin Jónas R. Jónsson stjórnar, verður á dagskrá i kvöld. Að venju verður sitthvað skemmtilegt að sjá hjá ,,ugl- unni”. Brugðið verður upp mynd frá litlum dansstað, eins og hann hefði getað litið út á árunum fyrst eftir strið, þ.e. 1945-1950. Og eins og menn vita, var það fyrst og fremst Dixielandinn, sem dunaði þá auk annarra gerða af jassi. Hljómsveit Björns R. Einarssonar ætlar að blása þann gamla Dixieland af krafti i kvöld, og verður hún skipuð hljóðfæraleikurum frá þessum gullaldarárum jassins. Auk jassins verða fluttir stutt- ir skemmtiþættir eða skemmti- atriði. — GG Dansað við dunandi Dixieland i sjúnvarpssal. I Þetta er slðasta myndin, sem náðist af Ailende hinum látna forseta Slle. Hann stendur þarna úti á svölum stjórnar- byggingarinnar. Skömmu eftir að ljósmyndarinn hafði smellt af, hvarf hann inn I húsið. Sfðan hóf herinn stórskotaárás á hús- ið. ótal vélbyssur geltu og AIP ende skaut á móti úr vélbyssu. Sögusagnir voru fyrst á kreiki uin aö forsetinn hefði framið sjáifsmorö meö þeirri vélbyssu, sem Castró á Kúbu haföi gefiö honum. Nú mun þaö aimennt hald manna, aö Ailende hafi falliö fyrir skotum herforingj- anna. Sjónvarp, sunnudag, klukkan 17,00: Um valda- rónið í Síle Valdarániö I Sile, sænsk heimildarkvikmynd, sem fjall- ar um þá voðaviðburði sem urðu, er herforingjar i Sile not- uðu her landsins til að steypa rikisstjórn marzistans Allendes og drepa hann sjálfán. Þessi sænska mynd var sýnd i sjónvarpinu fyrr í vetur, en veröur endursýnd á morgun. Þýðandi og þulur er Þrándur Thoroddsen. — GG Útvarp, sunnudag, klukkan 20,15: RIFIZT UM HERINN Varnarmálin verða mjög til umræðu i útvarpinu á morgun, sunnudag. Undanfarna daga hafa ýmsir menn úr báðum fylkingum, her- námsandstæðingum og þeirra, sem herlið vilja, komið I útvarp- ið og haldið erindi byggð á eigin röksemdum með her eða móti her. Nú ætlar Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri að efna til alls- herjar umræðufundar með þeim sömu mönnum sem erindi héldu i siðustu viku. Kannski er þetta hættulegur leikur hjá Hirti. En hann hlýtur að hafa gert viðeigandi ráð- stafanir, þannig að hann þurfi ekki að óttast um lff sitt, sitjandi 1 miðjum hópi skapmikilla al- vörumanna, sem ætla að rifast um varnarmál landsins. Það er ekki vist, að allt leysist upp i slagsmál, en það er senni- legt, að það hitni i kolunum. Þátttakendur i umræðunum sem Hjörtur stýrir verða Kristján Friðriksson, Ólafur Gislason, Ólafur Ragnar Grimsson, Styrmir Gunnarsson, Þorsteinn Eggertsson og Þor- steinn Vilhjálmsson. — GG Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri — hættir sér I ljónabúrið. ÚTVARP • Laugardagur 7.00 Morgunútvarp. VeðurT fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Vilborg Dagbjarts- dóttir heldur áfram að lesa söguna „Börn eru bezta fólk” eftir Stefán Jónsson (11). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atr. Morgun- kaffið kl. 10.25: Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri og gestir hans ræða um út- varpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. 14.30 tþróttir, Umsjónarmað- ur: Jón Asgeirsson. 15.00 tslenzkt mál.Jón Aðal- steinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 15.20 Útvarpsleikrit barna og unglinga: „Litli refur” eftir Lineyju Jóhannesdóttur.Áð- ur útv. i marz 1961. Leik- stjóri: Baldvin Halldórsson. Persónur og leikendur: Rödd/Þorsteinn 0. Stephen- sen, Litli refur/Bessi Bjarnason, Lágfóta/Jó- hanna Norðfjörð, Jón Flóki/Jón Sigurbjörnsson, Drengurinn/ Erlingur Gislason, Litla lág- fóta/Kristbjörg Kjeld, Stóri refur/Jón Aðils, Fjósa- Grimur/Ævar R. Kvaran. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. TIu á toppnum, örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Framburðarkennsla i þýzku 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. FréttaspegiII, 19.20 Framhaldsleikritiö: „Sherlock Holmes” eftir Sir Arthur Conan Doyle og Michael Hardwick (áður útv. 1963). Áttundi þáttur: Heimavistarskólinn. Þýð- andi og leikstjóri: Flosi Ólafs.son. Persónur og leik- endur: Holmes/Baldvin Halldórsson, Wat- son/ Rúrik Haraldsson, Dr. Huxtable/Gestur Pálsson, Roberts/Jón M. Arnason, Reuben Hays/Jón Sigurbjörnsson, Holder- nesse/Brynjólfur Jóhannes- son, James Wilder/Gisli Alfreðsson. 20.05 Atriði úr söngleikjum eftir Emmerich Kalman. Sari Barabas, Herta Staal, Rudolf Schock og Rubert Clawitsch syngja með kór og hljómsveit; Wilhelm Schuchter stj. 20.30 Frá Bretlandi. Ágúst Guðmundsson talar. 20.50 „Þúsund þakkir, Lee”, smásaga eftir John D. Salinger. Þýðandi: Unnur Eiriksdóttir. Jón Sigur- björnsson leikari les. 21.15 Hijómplöturabb. Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVARP • Laugardagur 17.00 tþróttir. Meðal efnis eru myndir frá innlendum Iþróttaviðburðum og mynd úr ensku knattspyrnunni. Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 19.25 Þingvikan. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Heba Júliusdóttir. 20.50 Ugla sat á kvisti. 1 þess- um þætti verður enp. rifjuð upp dans-og dægurlagatón- list frá liðnum árum. Brugðið verður upp mynd frá litlum dansstað, eins og hann hefði getað litið út á árunum 1945-50. Hljómsveit Björns R. Einarssonar, skipuð hljóðfæraleikurum frá þeim tima, leikur jass- og Dixielandtónlist, og einnig verða flutt ýmis skemmtiatriði. Umsjónar- maður Jónas R. Jónsson. 21.30 Alþýðulýðveldið Kina. Breskur fræðslumynda- flokkur um Kinaveldi nútimans. 6. þáttur. Þýð- andi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Heilsa fylgir hófi. Stutt teiknimynd um heilsusam- lega lifnaðarhætti. 22.05 í skóla lifsins (Le chemin des écoliers). Frönsk biómynd frá árinu 1959, byggð á sögu eftir Marcel Ayme. Leikstjóri Michel Boisrond. Aðalhlut- verk Francoise Arnoul, Alain Delon og Jean-Claude Brialy. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Myndin gerist i Parisarborg i heims- styrjöldinni siðari. Ungur skólapiltur kemst i kynni við svartamarkaðsbrask- ara, og I hópi þeirra er ung og tælandi stúlka, sem hon- um fellur afar vel i geð. 23.35 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.