Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Laugardagur 16. febrúar 1974. „Andvaka" leikaranna llér sjáum viö atriöi úr „sjón varpsþættinum And- ■ aka”, sem sýndur verður á kvöldvöku leikara i Þjóðleik- liúsinu á mánudagskvöld. Hér standa yfir fjörugar umræöur, en ef einhver hættir sér of langt, er hann umsvifalaust tekinn úr umferð. Það verk annast grimubúni maðurinn, scm sést yzt til vinstri á myndinni — með barcfli i hendi sér. Þetta er aðeins eitt atriði af mörgum, sem leikarar sýna á þessari gamanskemintun, en kabarcttstjóri er Húrik Haraldsson. Það verður grin- ið. sem gildir. Alvara er hins vegar bannvara. Agóöinn af skemmtuninni rennur i félagssjóð leikara, en nokkuö langt er um liðið frá þvi þeir siðast gáfu sér tima til að sletta á þennan hátt úr klaufunum. —ÞJM/Bj.Bj. r, v*vi iSiSHr 't' :'Xy I 1 mw \ > ■ " Lœknanemar reknir úr skóla? — Forystumenn lœknanema kallaðir fyrir hóskólaróð vegna skrifa í fjölritað deildarblað „Kippilykkja” heitir blað, sem forystumenn læknanema i Há- skólanum hófu að gefa út fyrir hálfum mánuði. Blað þetta er fjölritað og aðeins gefið út innan læknadeildar. Fyrsta tölublaðið kom út fyrir hálfum mánuði, og það næsta mun vera væntanlegt hvað úr hverju. Einn forystumanna lækna- nema, Sveinn Rúnar Hauksson, tjáði Visi i gærkvöldi, að i „Kippilykkju” hefðu birzt rit- smlðar um ýmsar ráðstafanir deildarstjórnar læknadeildar, svo og brandarar um einstaka prófessora. Vegna þessara skrifa lækna- nema mun standa til að kalla nokkra læknastúdenta fyrir há- skólaráð. Verðandi, félag róttækra stúdenta, hefur hins vegar gert samþykkt, þar sem segir svo um aðgerðir gegn aðstandend- um „Kippilykkju”: „Fulltrúaráðsfundur Verð- andi, félags róttækra stúdenta i H.I., haldinn 14. febr. 1974, fordæmir harðlega tilraun til skoðanakúgunar, sem birtist i samþykkt deildarfundar læknadeildar um að stefna sjö forystumönnum læknastúdenta fyrir háskólaráð með brott- rekstur fyrir augum vegna út- gáfu blaðsins „Kippilykkju”, sem út kom fyrir hálfum mánuöi og fjallaði um hags- munamál læknanema.” Fulltrúaráðsfundurinn hvetur stúdenta i öllum deildum til að veita læknastúdentum fullan stuðning og brjóta á bak aftur tilraunir afturhaldsmanna til að knésetja stúdenta i hagsmuna- baráttu þeirra”. Sveinn Rúnar Hauksson læknanemi tjáði Visi, að i „Kippilykkju” hefði verið mót- mælt ýmsum ráðstöfunum deildarráðs, svo sem strangari ákvæðum gegn læknastúdentum á fyrsta ári, niðurfellingu haust- prófa o. fl., sem samþykkt hefur veriði menntamálaráðuneyti og hefur tekið gildi „þegjandi og hljóðalaust.” -GG 350 KARLAR HAFA FORRÁÐA- RÉn YFIR BÖRNUM SÍNUM :í50 karlmenn á landinu hafa forráðarétt yfir börnum sinum, og eru þeir harla fáir á móti þeim kvemnönnum, sem hafa börn sin hjá sér. En af þessum karlmönn- um er rúmlega helmingur I félagi einstæðra foreidra, sagði Jó- hanna Kristjánsdóttir, formaður félagsins, á blaðamannafundi I gærdag. Alls eru um 2400-2500 manns i félaginu. Félagið hefur nú fengið vilyrði fyrir lóð fyrir byggingu ibúðarblokkar á Eiðsgranda. 1 þessari blokk verða 40-50 ibúðir, 2ja og 3ja herbergja að stærð, þar sem ráðgert er að hafa alla þjón- ustu, sem nauðsynleg er börnum einstæðra foreldra, þ.e. gæzlu fyrir börn á öllum aldri, máltiðir fyrir skólabörn, veikindaþjónustu o.s.frv. Ekki er ætlunin, að þeir einstæðu foreldrar, sem njóta góðs af, dvelji i mörg ár i húsnæð- inu,heldurverðurmiðaðvið ca. 5 ár. Einnig hefur þó komið til greina að selja félagsmönnum ákveðinn fjölda ibúða, en meiri- hlutinn verður þó liklega leigður út. Fjársöfnun er nú hafin, en þar sem hér er um stórframkvæmd að ræða, hefur einnig verið leitað til opinberra aðila, en þar virðist rikja furðulegur og nánast óskiljanlegur skilningsskortur á nauðsyn þessa máls, að sögn for- ráðamanna félagsins. Þeim sem vildu styrkja þennan málstað er bent á giróreikning félagsins i Búnaðarbankanum, númer 49600, og svo skrifstofu félagsins aö Traöarkotssundi 6, sem opiri er alla daga. — EA. Sveitarstjórinn í baráttusœtinu VARID LAND: 42.500 hafa skrifað undir Ekki er ósennilegt, að yfir 50 þúsund manns muni skrifa undir lista Varins lands, áður en undirskriftasöfnun lýkur nú á næstunni. Að sögn Þórs Vilhjálmsson- ar, prófessors, voru listar með 42.500 nöfnum komnir til skrif- stofu undirskriftasöfnunar- innar i gærdag. — JBP — Sigurgeir Sigurðsson sveitar- stjóri, sem var langefstur i próf- kjöri sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi um daginn, verður I baráttusæti listans i sveitar- stjórnarkosningunum i vor. Verður hann i fjórða sæti, en hreppsnefndin verður skipuð 7 mönnum. Þetta er eina verulega breytingin á listanum frá niður- stöðum prófkjörsins. En eins og menn muna tók um helmingur kjósenda á Seltjarnarnesi þátt i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Listinn er þannig skipaður: 1. Snæbjörn Ásgeirsson iðnrekandi. 2. Karl B. Guðmundsson við- skiptafræðingur. 3. Magnús Er- lendsson fulltrúi. 4. Sigurgeir Sigurðsson sveitarstjóri. 5. Vig- lundur Þorsteinsson lögfræðing- ur. 6. Guðmar Magnússon verzlunarmaður. 7. Jón Gunn- laugsson læknir. 8. Jónas Kristjánsson ritstjóri. 9. Kristin Friðbjarnardóttir húsfreyja. 10. Hjalti K. Steinþórsson héraðs- dómslögmaður. 11. Rannveig Tryggvadóttir fulltrúi. 12. Ásgeir S. Ásgeirsson kaupmaður. 13. Kristinn P. Michelsen sölumaður. 14. Ingibjörg Stephensen hús- freyja. — JBP. Milli 15 ou 20 uppsaqnir til Pósts oa síma — oanœgja vegna Þegar hafa um 15-20 uppsagnir borizt til Pósts og sima, og búizt er við fleiri vegna óánægju hjá mörgum starfsmönnum, að sögn Ágústs Geirssonar hjá Pósti og sima. Stafar þetta af breytingum, sem gerðar voru á vinnutíma hjá starfsmönnum. Hefur sú breyting komið illa niður á ýms- um,t.d. I5starfsmönnum i Gufu nesi, þar sem vinnutimi hefur lengzt um 4 klst. á viku. Einnig bitnar þetta á 17 stúlkum, sem vinna við talsambönd við út- lönd, og svo þeim 19 stúlkum, sem gengu á fund ráðherra i fyrradag, en hjá þeim hefur vinnutimi lengzt um 2 tima á viku. vinnutímalengingar Þeir samningar, sem nú voru gerðir, hafa komið sér ákaflega illa fyrir þá starfsmenn sem hófu vinnu hjá Pósti og sima eft- ir 1. janúar 1971, og felst það aðallega i svokallaðri „50 minútna reglu”, þ.e. að 50 minútna vinna að nóttu til og svo um helgi geri eina klukku- stund i vinnu, en fyrrnefndir voru sviptir þessum réttindum. Geysimargir sóttu fund, sem boðaður var i gærdag vegna þessa máls, og þá kastaði ein starfsstúlka Pósts og sima fram þessari visu: Okkar starf er ekkert grin er þvi þörf að klaga, en það er von og vissa min þið viljið bæta og laga. Ráðherra mun reynast vel rétta okkur lukku. Og útkoman þá eflaust fer eftir stimpilklukku. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.