Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 17
Vlsir. Laugardagur 16. febrúar 1974. CVÖLP | í DAB | í KVÖLD | í P Sjónvarp, sunnudag, klukkan 20,25: Vilma og „Biggbandið" Wilma Keading — brezka songkonan, sem kom hér við i vetur og söng með „biggbandi” F.t.H. Þeir sem fóru á hljómleikana með Vilmu Reading og stór- hljómsveit FÍH i Háskólabiói, munu eflaust margú: sitja við skjáinn á sunnudagskvöld, en þá sýnir sjónvarpið upptöku sina af hljómleikunum. Það var troðfullt Háskólabió, sem tók þátt i hljómleikunum af lifi og sál með hinni fjörugu Vilmu Reading, er hún kom fram á sviðið. Hún var samt ekki eina númerið, þótt hún gerði mesta lukku. Hljómsveitarstjórarnir tveir, Magnús Ingimarsson og John Hawkins, leyfðu viðstöddum að heyra hvers megnug hljómsveit eins og stórhljómsveit FÍH er. Hjá Magnúsi var það kraftur- inn, sem kom fram, en Hawkins sýndi lipurlega stjórn og togaði jafnt kröftug sem létt og leik- andi lög út úr verkfærum hljóm- listarmannanna. Þar að auki sungu Þuriður og Pálmi með hljómsveitinni, og Karl Einarsson grinisti og eftir herma kynnti lögin og lista- mennina, með tilheyrandi brandaraivafi. Þetta tók sjónvarpið svo allt saman upp á myndsegulband. Það verður enginn svikinn af að sitja við skjáinn á sunnu- dagskvöldið .meðan þetta prógramm stendur yfir. — ÓH Sjónvarp, sunnudag, klukkan 21,40: Rouður eðo Lygn streymir Don. — þriðji og siðasti þáttur þessarar löngu, sovézku myndar verður á dag- skrá á sunnudagskvöldið. Eins og menn vita, er mynd- in gerð eftir hinni frægu sögu Mlkails Sjólókovs, sem fékk Nóbelsverðlaun fyrir hana árið 1965. Hún greinir frá átökum hviliða og rauðliða á bökkum Don-fljóts I Dkraínu, þar sem Don-Kósakkar ráða löndum. Kósakkarnir eru fyrst og fremst jarðyrkjumenn. Þeir eiga jarðirnar sem þeir búa á og hugsa minna um æðri stjórn- mál og byltingar. Þegar heims- styrjöldin fyrri brýzt út, fer hins vegar ekki hjá því, að Kósakkarnir lendi iátökumeins og annað fólk. Og byltingin brýzt út, verður að harðvitugri borgarastyrjöld, en Kósakkarn- ir verða reikulir i ráði, fylgja rauðliðum og hvltliðum á vixl. í öðrum þætti, sem sýndur var fyrir viku, gerðist margt og stórbrotið: Haustið 1917 snúa Kósakkarnir heim úr striðinu, en það er einmitt þá, sem byltingin hefst I Pétursborg (Leningrad). Grigori, söguhetja vor, verður I fyrstunni fylgismaður bolsé- vikka, en faðir hans og bróðir, Pjotr, eru á öndverðum meiði. Hópur rauðliða er tekinn höndum og Kósakkar frá þorp- inu Tatarsk eru kallaðir til að hvítur annast aftöku þeirra. Þeir Kósakkar, sem hlynntir eru málstað byltingarmanna reyna að flýja þorpið, en Grigóri telur það of áhættusamt. Hann hlýðir yfirvöldunum og stendur með aftökusveitinni. Skömmu siðar komu rauðlið- ar. Þeir drepa Pjotr. Þá gengur Grigori endanlega i lið með hvitliðum og berst gegn rauðlið- um, sinum fyrri félögum, af miklum móði. Loks tekur hann að þreytast á striði, og honum ofbýður eigin grimmd og annarra. Hann snýr þreyttur heim. Þýðandi þáttar- ins annað kvöld er Lena Berg- mann. — GG. SJÚNVARP • SUNNUDAGUR 17. febrúar 1974 15.00 Endurtekið efni. Lygn streymir Don.Sovésk fram- haldsmynd. 2. þáttur. Þessi þáttur var áður á dagskrá • siðastliðinn sunnudag, en verður nú endursýndur vegna þess, hve þá voru viða bilanir i raflinum og endurvarpsstöðvum. 17.00 Valdaránið i Chile. Sænsk heimildamynd um valdatöku hersins i Chile og fall stjórnar Allendes for- seta. Þýðandi og þulur Þrándur Thoroddsen. Áður á dagskrá 9. janúar siðastl. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 17.40 í fjársjóðaleit. Sovésk mynd um ævintýri þriggja barna, sem hyggjast finna fjársjóði I sokknu skipi. Þýðandi Lena Bergmann. Aður á dagskrá 26. desem- ber 1973. 18.00 Stundin okkar. Meðal efnis að þessu sinni er þátt- ur með Súsi og Tuma og mynd um Róbert bangsa. Einnig koma þar börn úr Barnamúsikskólanum og syngja nokkur lög. Haldið verður áfram með spurn- ingaþáttinn og loks verður byrjað á nýjum teikni- myndaflokki. Umsjónar- menn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Her- mann Ragnar Stgfánsson. 18.50 Gitarskólinn. Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 2. þáttur endurtekinn. 19.20 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Vilma Reading og „stórhljóms veit” FÍH. Sjónvarpsupptaka, sem gerð var i Háskólabiói i nóvember mánuði siðastlið- inum, þegar breska söng- konan Vilma Reading kom þar fram á tónleikum. Undjrleik annast tuttugu manna filjómsveit Félags islenskra hljóðfæraleikara. Hljómsveitarstjóri er John Hawkins. Upptökunni stjórnaði Egill Eðvarðsson. 21.00 Lifsraunir. Þáttur úr sænskum myndaflokki um mannleg vandamál. I þess- um þætti er rætt við fólk, sem misst hefur atvinnu sina einhverra orsaka vegna, og fjallað um áhrif slikra áfalla á þá, sem fyrir verða. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 21.40 Lygn streymir Don. Sovésk framhaldsmynd. 3. þáttur, sögulok. Þýðandi Lena Bergmann. Efni 2. þáttar: Nokkurrar striðs- þreytu er tekið að gæta meðal Kósakkanna. Haustið 1917 snúa þeir til sins heima og um svipað leyti hefst byltingin i Pétursborg. Grigori er i fyrstu fylgis- maður Bolsévikka, en faðir hans og bróðir hans, Pjotr. eru á öndverðum meiði. Hópur rauðliða er tekinn höndum og Kósakkar frá þorpinu Tatarsk eru kallað- ir til að annast aftöku þeirra. Þeir Kósakkar, sem hlynntir eru málstað bylt- ingarmanna, reyna margir að flýja þorpið, en Grigori telur það of áhættusamt. Hann hlýðir kalli yfirvald- anna og fylgir aftökusveit- inni. Skömmu siðar er Pjotr umkringdur af rauðliðum og drepinn ásamt liði sinu. Eftir það gengur Grigori i lið með hvitliðum og gengur fram i bardögum af miklum ákafa. Þar kemur þó, að honum ofbýður grimmd sin og annarra, og hann snýr heim dapur i huga. 23.30 Að kvöldi dags. Séra Þórir Stephensen flytur hugvekju. 23.40 Dagskrárlok 17 s- x- «- x- s- ★ «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- s- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X-- «- X- «• X- «- X- «- m m Nl Spáin gildir fyrir sunmidaginn 17. febrúar. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Heldur atburða- snauður dagur, en góður til hvildar. Þú ættir ekki að gera neitt til að draga úr næðinu, halda þig heima við og safna kröftum. Nautiö. 21. april—21. mai. Rólegur dagur að miklu leyti, að minnsta kosti fram eftir. Verði þér boöin þátttaka i einhverju ferðalagi, ættirðu að afþakka það boð hæversklega. Tviburarnir,22. mai—21. júni. Það ætti að verða rólegt hjá þér fram eftir deginum, og skaltu not- færa þér það til hvildar, þvi að hætt er við, að nokkur umskipti verði, er á liður. Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það er ekki óliklegt að þú hafir áhyggjur af einhverjum nákomnum ættingja eða nánum vini, og það setji dálitið þyngslalegan svip á daginn. I.jónið, 24. júii—23. ágúst. Það litur út fyrir að þetta verði þér góður dagur, og jafnvel að þú fáir tækifæri til aö gera einhverjum þann greiða, sem hann mun lengi minnast. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Það litur út fyrir, aö eitthvað sé harla óráðið hvað daginn snertir, sér i lagi þegar á liður, og ógerningur að sjá, hvað úr þvi verður. Vogiu,24.-sept.—23. okt. Góður dagur og rólegur, en samt virðist einhver óvenjulegur kuldi i kringum þig.sem þódreguraðeinhverju leyti úr þegar á liður. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Það litur út fyrir að dagurinn geti orðið skemmtilegur, einkum er á liöur, en eiginlegur hvildardagur verður hann varla, nema þá helzt fyrir hádegið. Bogmaðurinn, 23. nóv.—21. des. Góður dagur fram eftir, en svo litur jafnvel út fyrir að einhver vonbrigði segi til sin, eða óánægja, en þó mun rætast úr þvi, áður en lýkur. Stcingeitin, 22. des.—20. jan. Þér verður að öli- um likindum falið eitthvert viðfangsefni, sem tengt sýnist kvöldinu og veldur þér nokkrum kviða, sem þó mun reynast óþarfur. Vatnsberinn, 21. jan.—19. febr. Það litur út fyrir að dagurinn verði einkar skemmtilegur, er á lið- ur, og munu kunningjar, og ef til vill fyrst og fremst gagnstæða kynið, koma þar við sögu. Fiskarnir,20. febr.—20. marz. Farðu gætilega i umferðinni fram eftir deginum. Þegar á liður, er ekki ólíklegt, að þú lendir fyrirvaralaust i ein- hverju samkvæmi. Farðu gætilega — einnig þar. wá U ★ -s ★ -á ★ -á ★ ★ -h -x ■u -k -n * -s -k -» ★ ■» -k ★ ■» -k ★ -tt -k -k IÍTVARP • SUNNUDAGUR 17. febrúar 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt mogunlög. Hljóm- sveit Mantovanis leikur. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) 11.00 Messa i Dómkirkjunni á bibliudaginn. Séra Öskar J. Þorláksson þjónar fyrir alt- ari. Öskar Jónsson forst.m. Hjálpræðishersins prédik- ar. Organl.: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Götuskeggjar og annað gott fólk. ólafur Halldórs- soncand. mag. flytursiðara hádegiserindi sitt. 14.00 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög bræðranna Erlings, Jónatans og Sig- urðar Ölafssonar af hljóm- plötum. 15.00 Miödegistónlcikar: Flytjendur: Filharmóniu- hljómsveitin i Berlin og Ky- ung Wha Chung fiðluleikari. Stjórnandi: Carlo Maria Giulini. a. Forleikur að óperunni „Chowanschts- china” eftir Dódest Mussorgský. b. Fiðlukons- ert i D-dúr op. 35 eftir Pjotr Tsjaikovský. c. Sinfónia nr. 7 i d-moll eftir Antonin Dvorák. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Jói i ævintýraleit" eftir Kristján Jónsson. Höfundur les (2). 17.30 Sunnudagslögin. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Leikhúsið og við. Helga og Hilde Helgason sjá um þáttinn. 19.50 Sjaldan lætur sá bctur, er eftir hermir. Umsjón: Jón B. Gunnlaugsson. 20.00 Sinfóniuhljómsveit Is- lands leikur i útvarpsal. Einleikari: Rut Ingólfsdótt- ir, fiðluleikari. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. 20.15 Umræður um varnar- málin. Þátttakendur eru þeir, sem fluttu stutt erindi um þessi mál i siðustu viku: Kristján Friðriksson iðn- rekandi, ólafur Gislason kennari, ólafur Ragnar Grimsson prófessor, Styrm- ir Gunnarsson ritstjóri, Þorsteinn Eggertsson stud.jur. og Þorsteinn Vil- hjálmsson eðlisfræðingur. Umræðum stjórnar Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri. 21.15 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson skýrir hana með tóndæmum (15). 21.45 Um átrúnað: Úr fyrir- brigðafræði trúarbragða. Jóhann Hannesson prófess- or flytur þriðja erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 'k'!S-k-íi-k-£rk-k-k-tr&-k-&-k-CxirCricúi'-tvk-{rk-trk-tHr-h-k-!fktrk-k-irt:'kirk-Crk'Crk-{rkirtrlrktrk't;-k-£rk'b-inÍ!-trCrir{x-k-Crk-(iir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.