Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 8
pytjti CrtDútík 4 tyct'Sot Vísir. Laugardagur 16. febrúar 1974. Nokkur orð til þeirra, sem sjaldan eða aldrei lesa Bibliuna. ,,Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegi min- um.” Sálm. 119.105. Ytra ljós, innra myrkur Allir þekkja hlutverk lamp- ans, svo að þvi þarf ekki að lýsa með mörgum orðum. Allir vita, hve erfitt og ógnandi myrkrið er. Við lifum i heimi, sem er vel lýstur hið ytra, svo vel lýstur, að skammdegismyrkrið er horfið i ljóshaf raftækninnar. Hvar- vetna i þéttbýli þessa lands stendur ljós viö ljós. En i lifi okkar mannanna, i innra heimi barna þessarar ljósaldar, er þó tilveran stund- um skuggum skráð. Það er athyglisvert, að þrátt fyrir alla hina ytri birtu, þæg- indi og hóglifi, eru vandamálin sizt færri, skuggarnir á sumum sviðum jafnvel dekkri og geig- vænlegri en nokkru sinni fyrr. Það virðist ekki vera á valdi raftækninnar að gera bjart hið innra i hugarheimi mannanna. Þar verður að koma til annars konar ljós, annar lampi verður að lýsa þar. Höfundur Daviðssálma og þú Hiö forna sálmaskáld, sem mælti orðin, sem ég vitnaði til, átti þetta ljós, sem gerði bjart í hugarheiminum, það var trú hans á Guð, og hann heyrði Guð tala i sálu sinni og hann sagði við Guð: Þitt orð er lampi fóta minna, ljós á vegi minum. Þú, sem lest þessar linur,átt einnig kost á að gera bjart i hugar- heimi þinum, þó að þar kunni að vera dimmt af áhyggjum eða sorg. Guð hefir gefið okkur ljós, tendraðan lampa, til þess að lýsa okkur. Þetta ljós er Guðs orð, Biblian, trúarbók okkar kristinna manna. Eflaust átt þú Bibliu eða Nýja- testamenti, eða a.m.k. getur þú haft aðgang að þeirri bók. En notarðu hana? Margir láta Bib- liuna rykfalla i bókaskápnum, lesa hana sjaldan eða aldrei, segja að hún sé svo torskilin og fara þvi á mis við allt hið dýrmæta og dásamlega, sem hún gefur hverjum, sem vill nota liana rétt. Hvernig þú átt að lesa Þegar þú lýkur upp Bibliunni, áttu að hafa hugfast, að i orðum hennar er Guð að tala við þig. Og i orði sinu áminnir hann þig og gefur þér einnig dýrleg fyrirheit. En það er ekki nóg að ljúka upp Bibliunni og lesa, þú þarft einnig að reyna að ljúka upp hjarta þinu fyrir Guði. Það gerir þú I bæn. Bæn og bibliulestur fara ætið saman, ef árangur á að fást. Bibliulestur án bænar leiðir ekki að marki. Mundu, að bænin er lykillinn að Drottins náð. Byrjaðu á þvi að lesa guöspjöllin, þau segja þér frá Jesú Kristi, þau flytja þér orð hans, orð hins eilifa lifs. — önnur rit Nýjatestamentisins ljúkast upp, þegar guðspjöllin eru orðin þér töm. Og þú munt finna meiri og meiri kraft streyma til þin frá þessari orkulind, eftir þvi seín þú lest meira. Þetta hafa margir reynt. í hótelherberginu Nokkrir menn voru saman komnir i hótelherbergi. Þeir ræddu um ýmsa erfiðleika, sem þjáðu mennina, svo sem tauga- veiklun og svartsýni. Þá sagði einn þeirra allt I einu: „Ég á meðal við þessum kvilla.” „Hvaða meðal er það?” sögðu hinir. Hann fór með höndina niöur i tösku og tók upp bók. „Þessi bók mun nægja. Ykkur kann að finnast það skrýtið, að ég ferðast með Bibliuna, en ég fyrirverð mig ekki fyrir hana. Ég hefi haft hana i töskunni minni i tvö ár, ég hefi oft lesið jafnvel á hverjum degi. Það hefir veitt mér styrk, stundum hugarró, og alltaf minnt mig á bresti mina, sem ég hefi reynt að bæta með Guðs hjálp. Viljið þið ekki lika reyna, þiö sem talið um svartsýniog erfiðleika?” Og hann hélt áfram: „Ég man dág^ inn, er ég komst fyrst i kynni'.ýjð Bibliuna. Ég var á ferðalagi, einn á hótelherbergi, órólegur og kviðinn, allt virtist ómögulegt. „Ég var að hugsa um að fara á barinn, en þá kom ég af tilviljun auga á Bibliu, sem lá þarna. Ég hafði séð margar slikar Bibliur á hótel- herbergjum, en ég leit aldrei i þær. En af einhverjum ástæðum opnaði ég bókina að þessu sinni og byrjaði aðlesa. Ég var raunar undrandi yfir sjálfum mér — ég að lesa Bibliuna! Ég fann eitthvað, sem ég hafði aldrei fundið áður. Ég fór ekki á bar- inn það kvöldið! Einhver dásemd hafði fallið mér i skaut. Skömmu siðar keypti ég litla Bibliu, siðan hefi ég alltaf haft hana með mér, og nú er hún mér ómissandi.” Gamla verðlaunabibli- an Annar maður lýsir þvi, hvernig hið sama gerðist i lifi hans. Það var eitt kvöld að gömul Biblia, sem hann átti, varð fyrir honum, þegar hann var, annars hugar, að rjála við bókaskápinn sinn. Hann hafði fyrir mörgum árum fengið þessa bók i verðlaun i sunnudagaskóla, nafnið hans var skrifað á hana og hann kimdi, þegar það rifjaðist upp fyrir honum, að hann hafði eitt sinn tekið þátt i slikum barnaskap. Nú valt hún upp i hendurnar á honum, þessi gleymda bók, alveg óvart og opnaðist, og við augum hans b'östu þessi orð: „Hvar eru guðir þinir, sem þú hefir gjört þér. Þeir verða að risa upp, ef þeir geta hjálpað þér, þegar þú ert i nauðum staddur.” Auðvitað var þetta einber hending, hugsaði hann, stakk bókinni aftur á sinn afvikna stað og lagðist til svefns. En hann sofnaði ekki. Orðin, sem hann hafði rekizt á, héldu áfram að óma I huga hans. Þau höfðu hitt i mark. Þeir guðir, sem hann hafði gjört sér, höfðu brugðizt. Sá grunnur, sem hann hafði byggt lif sitt á, var svikinn. Hann vissi það. Hvaðan kom þessi rödd? Hann gat ekki þaggað niður spurningarnar. Hann háði baráttu þessa nótt. Guö i hafði náð taki á honum og slepptihonum ekki fyrr en hann hafði blessað hann. Taktu, lestu Verður ekki Biblian oft á vegi þinum? Þvi gefur þú henni svo litinn gaum? Taktu hana þér i hönd og lestu! Það mun þér blessun veita. Agústinus kirkjufaðir lýsir á eftirminnilegan hátt baráttu sinni, er hann komst til trúar. Hann frétti um nokkra unga menn, sem höfðu sagt skilið við heiminn og lystisemdir hans, og hann spurði sjálfan sig si og æ: Getur þú ekki gert þetta lika? Og hans gamli maður var sterk- ur og sleppti ekki viginu. Dag- einn varpaði hann sér undir fikjutré i garði sinum og háði ofsalega innri baráttu með bæn og gráti. Þá heyrði hann barnsrödd i húsi þar hjá, er hrópaði hvað eftir annað: „Tolla lega” taktu lestu. Hann greip bókfelliö er lá hjá honum og hitti á orðin I Rómverjabréf- inu: „Framgöngum sómasam- lega eins og á degi, ekki i ofáti né ofdrykkju, ekki i ólifnaði né saurlífi, ekki i þrætu né öfund, heldur iklæðist Drottni Jesú Kristi og alið ekki önn fyrir BIBLÍUDAGURINN Kirkjusiðan vill vekja athygli á þvi, að á morgun er aðalfund- ur elzta félagsins á tslandi — BIBLtUFÉLAGSINS. — Hann verður haldinn að iokinni messu i Grensássókn, sem hefst kl. 2. Sóknarpresturinn. sr. Haildór Þ. Gröndal, messar. Af þessu tilefni hefur Kirkju- siðan beðið framkvæmdastjóra Bibliufélagsins um fáein orð til birtingar. Og þetta var það, sem hann sagði: „t árslok 1972 hafði BIBLIAN, eða hlutar hennar, verið þýdd á samtals 1500 tungumál. Þýðing Nýja testamentisins á islenzku er nr. 23 i timaröðinni af þessum 1500 þýðingum, sem út hafa veriö gefnar frá upphafi prentaldar. Þegar um þetta er hugsað, hve fljótt og vel við fengum Ritninguna á okkar móðurmál, hlýtur þakklæti okkar að taka á sig mynd, fá framrás i þakkar- athöfn. — Fé það, sem kristnir söfnuðir leggja Hinu Islenzka bibliufélagi til á hinum árlega bibliudegi, hefur verið notað i framlag til Sameinuðu bibliu- félaganna til að kosta eða greiða niður verð á Ritningunni i Ethiopiu — fyrst og fremst — þar sem íslenzku kristniboðarn- ir starfa til þess að fjárvana fólk þar þurfi ekki að neita sér um að eignast Bibliu eða Nýja testa- mentiö kostnaðarins vegna. Einnig höfum við siðustu árin lagt fram nokkurri skerf til Nigeriu, Biafra, Bangladesh og A.-Evrópu i sama tilgangi, - - - að auðvelda hinu ritaða Guðs- orði (Ritningunni) framgang á þessum stöðum. Ef hægt væri að vekja skilning og löngun hjá kristnu fólki á ts- landi.tilað leggja drjúgan skerf á bibliudegi til Hins islenzka bibliufélags til að greiða upp i þakkarskuld okkar (við sjálfan Guð, — einnig Odd og Guð- brand) þá væri vel — og okkar eigin gleöi og andleg velliðan, Islendinga, mundi aukast að miklum mun. „Sælla er að gefa....”, „Guð elskar glaðan gjafara”. Aðalfundlr Bibltufélagsins eru haldnir á vixl I kirkjusókn- um Reykjavlkur. Þessi mynd er tekin i fyrra á aðalfundi félagsins.sem haldinn var I safnabarheimili Lang- holtssóknar. Herra biskupinn er i ræöustól, Astráöur Sigur- steindórsson skólastjóri, ritari Bibliufélagsins til hægri, Her- mann Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri félagsins til vinstri. Munum Bibiiufélagiö — biðj- um fyrir starfi þess og leggjum fram okkar skerf. Ragnar Fjalar Lárusson. holdinu, svo að það verði ekki til að æsa girndir.” Þegar hann haföi lesiö þetta streymdi ósegjanlegur friður inn i sál hans. Ákvörðunin var tekin. Hann hafnaði heiminum og fann, að Guð gaf honum kraft til þess. Taktu Bibliuna og lestu! Mundu að Biblian er lampinn og Jesús Kristur er ljósið á þeim lampa. Nokkrar leiðbeiningar Að lokum nokkrar leiðbeiningar um bibliulestur, gefnar af trúarreyndu hjarta: 1. Taktu þér ákveðinn tima dagsins til að lesa. 2. Byrjaðu með bæn. 3. Lestu reglulega, frestaðu ekki lestrinum frá tilsettum tima. 4. Lestu með athygli. 5. Lestu i samhengi. 6. Tileinka þér það, sem þú skilur. 7. Taktu orðin alvarlega. Ef oröið veitir þér áminningu, þá átt þú ekki að draga úr. Ef orðið veitir þér huggun, skalu treysta henni fullkomlega. 8. Finndu orð dagsins. Reyndu að taka það með þér út I annir dagsins, eitthvert orð i þeim kafla sem þú lest þann dag. Láttu orðið búa, hjá þér. Byriaðu strax að lesa, Biblian er i bókaskápnum þinum! „Þittorð er lampi fóta minna, ljós á vegi minum.” Þetta er játning sálmaskáldsins, mætti það einnig verða játning þin, játning þin og reynsla. Þitt orð — Guðs orð. Myndin er af málverki af Guöbrandi Þorlákssyni, biskupi 1571-1627, eftir Halldór Péturs- son listmálara er hann málaöi 1967 með hliðsjón af tveimur gömlum myndunt á Þjóðminja- safninu. Málverkið var fært Bibliufélaginu aö gjöf, þegar opnuð var bækistöð þess i Itallgrimskirkju. Það setur svipinn á Guðbrandsstofu. Ragnar Fjalar Lárusson. X >lrt brtA •rtpf vrtrrtib/tpatO Qiditjaxtucf LÖf/ Vrtt þðt fuíTí. 01 rt var i vppbapi *i ðlícr^luter ttu ;r/-t rtti fð tt 11 giore cr/3 jetvarlios ilfcr imYt# - Biblíudagurinn er á morgun: LAMPINN Umsjón: Gísli Brynjólfsson: KIRKJAN O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.