Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Laugardagur 16. febrúar 1974. VISIR (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttas^j. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Askriftargjald i lausasölu kr. Blaðaprent hf. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson llaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 línur kr. 360 á mánuði innanlands. 22 eintakið. 40.000 landráðamenn eða landvarnamenn? Þeir hafa verið kallaðir svartur blettur á þjóðhátiðarárinu, djúpt sokknir i spillinguna, leiguþý alþjóðaauðvaldsins og óþjóðhollir menn, svo að örfá dæmi úr yfirlýsingum og ályktunum séu nefnd. Mennirnir, sem þannig er lýst eru ekki fá- mennur hópur landráðamanna. Þeir eru 40.000 talsins, þátttakendurnir i undirskriftasöfnun „Varins lands”. Þetta er miklu meiri fjöldi en nokkru sinni áður hefur tekið þátt i undirskrifta söfnun hér á landi, og er þá meðtalin undir- skriftasöfnun hernámsandstæðinga fyrir rúmum áratug. Ýmis samtök undir áhrifavaldi Alþýðubanda- lagsins hafa gert harða hrið að þessu fólki og gefið út yfirlýsingar með ruddalegu orðbragði. Þessi óvönduðu meðul hafa ekki haft áhrif. Menn hafa ekki látið hræða sig frá þvi að standa við skoðun sina og taka þátt i undirskriftasöfnuninni. Það er traustvekjandi, að mikill hluti þjóðar- innar skuli sjá i gegnum ódýr slagorð um, að við séum ekki frjáls þjóð, meðan erlendur hér sé á is- lenzkri grund, og fleira i þeim dúr, sem höfðar i senn til afbakaðrar þjóðernishyggju og einfaldra tilfinninga. Þessi slagorð hafa ekki haft umtals- verð áhrif, þótt þau hafi verið rikur þáttur is- lenzkra bókmennta á undanförnum áratugum. Þessi 40.000 manns vita betur. Þau þekkja sitt eigið sálarlif og hugarfar og kannast ekki við, að það hafi spillzt af völdum varnarliðsins. Þau telja varnarliðið ekki vera þátt i lifi sinu. Þau vita, að þjóðin verður fyrir miklum erlendum áhrifum af ferðalögum erlendis, innflutningi er- lendra vörutegunda, kvikmynda og efnis fyrir is- lenzka fjölmiðla, en ekki af dvöl varnarliðsins á Kef lavikurflug velli. Þetta fólk litur 4 sig sem landvarnamenn. Það telur landvarnir vera eðlilegan og nauðsynlegan þátt i að halda uppi sjálfstæðu riki hér á landi á þeim viðsjárverðu timum, sem nú eru. Þetta fólk þráir álheimsfrið eins og aðrir, en lifir ekki i þeirri blekkingu óskhyggjunnar, að friðurinn sé þegar kominn. Þetta fólk sér raunveruleikann að baki hástemmdra yfirlýsinga á friðarfundum herveldanna. Skoðanakannanir undanfarinna ára hafa bent til þess, að tveir af hverjum þremur íslendingum væru landvarnamenn og aðeins einn af hverjum þremur væri hernámsandstæðingur. Velgengni undirskriftasöfnunar „Varins lands” er stað- festing á liðsstyrk landvarnamanna og mun vafalaust herða kröfur margra þeirra um þjóðar- atkvæðagreiðslu um framtið varnarliðsins. Velgengni „Varins lands” stuðlar einnig að þvi, að landvarnamenn um allt land geti setið rólegir undir rógi og ruddaskap hernámsand- stæðinga. Orðljótar yfirlýsingar um meirihluta þjóðarinnarhljóta aðmissa marks og þynna enn raðir þeirra, sem hingað til hafa talið sig her- námsandstæðinga. Straumarnir i þjóðlifinu eru landvarnamönnum i hag um þessar mundir. -JK (( Keppinautarnir: Harold YVilson, leiðtogi Verkamannafiokksins (t.v.) og Edward Heath, forsætisráö- herra. Hvor myndin um sig er tekin af þessum höfuöpaurum flokkanna þegar þeir hófu kosninga- slaginn, hvor i sinum höfuðstöðvum. MED KOSNINGAR í AÐSIGI ólikt þvi, sem hér gildir á íslandi, þá er ekki kveðið á um neinn ákveðinn kjör- dag til þingkosninga í Bretlandi, aðeins tiltekið, að kjörtímabilið sé fimm ár. Hvenær, sem honum sýnist, getur forsætisráð- herrann efnt til kosninga og þarf ekki einu sinni að hafa samráð við ráðamenn flokks sins, hvað þá einu sinni leita samþykkis þeirra, Því aðeins missir hann úr höndum sér mögu- leikana á að ráða, hvenær kosningar fara fram, að vantraust hafi verið samþykkt i þinginu og stjórn hans felld. Það leiðir þegar í stað af sér kosning- ar. Engin ríkisstjórn á friðartímum síðan 1918 hefur setið fullt fimm ára kjörtímabil að völdum. Flestar hafa enzt þrjú til fjögur og hálft ár, en fóru frá, þegar viðkom- andi f orsætisráðherra fannst tíminn líklegastur til þess að færa sér og flokki sínum sigur í kosningum. — Á vissan hátt forskot fram yfir stjórnarandstöðuna. Þingkosningarnar, sem Edward Heath hefur boöað til 28. febrúar, eru sérstæðar með tvennum hætti. Þær verða þær fyrstu, sem efnt hefur verið til, þegar neyðarástand stendur yfir, eins og núna vegna námamanna- verkfallsins. Um leið hefur aldrei verið eins naumur timi gefinn til kosningaundirbúnings, aðeins sá lágmarkstimi sem tilskilinn er milli þess, að stjórnin segi af sér og kosningar fari fram — nefni- lega þrjár vikur. Forsætisráðherrar siðustu stjórna hafa til hægðarauka gefið aðminnsta kosti viku fyrirvara á þvi, að stjórn þeirra ætlaði að segja af sér, og þingið yrði rofið. Þetta árið rauf Heath þingið sama daginn sem hann fyrir siða og forms sakir hlaut samþykki drottningar fyrir af- sögn sinni og stjórnar sinnar. Þrátt fyrir nauman tima, voru allir flokkar undir það búnir að þreyja sitt kosningastrið, enda hafði legið svo sem i loftinu allt frá þvi i byrjun desember, að skyndilega kynni að verða efnt til kosninga. Um leið og þingið hefur verið rofið, er skyldum þess sem lög- gjafa lokið. Forsætisráðherrann og rikisráð hans gegna áfram embættum, þar til þeir hafa annaðhvort beðið ósigur i kosningunum eða þá þær staðfest, að þeir sitji áfram. mmmm Umsjón: Guðmundur Pétursson Á kjörskrá eru að þessu sinni um 40 milljónir, átján ára og eldri, og kjósa þær 635 fulltrúa til neðri málstofunnar. Fulltrúar efri málstofunnar, lávarðadeild arinnar, hljóta sæti sin að erfðum eins og kunnugt er, eða sakir tignar sinnar, en eru ekki kjörnir. Frambjóðendur eru venjulegast valdir af flokksdeildum viðkom- andi kjördæma, og ráða lands- samtök viðkomandi flokks litlu um. ökjörgengir eru fulltrúar lávarðadeildarinnar, klerkar Englandskirkju, dæmdir afbrota- menn, þjónar krúnunnar, gjald- þrotamenn og vottaðir geðsjúklingar. Væru þeir kosnir yrði kosning þeirra gerð ógild. Frambjóðendum er ekki skylt að búa i þeim kjördæmum, sem þeir vonast til að ná kjöri i, eins og er þó viða. Og i reyndinni búa fæstir þeirra i sinum kjördæm- um. Að einu leyti munu kosningarnar 28. febrúar draga dám af Watergatehneyksli Bandarikjamanna, sem sprottið er upp af kosningahneyksli. Vegna alls umtalsins i tilefni framlaga til kosningasjóða stjórnmálamanna i Bandarikjun- um og vegna fjárausturs þar i kosningabaráttu einstakra manna.þá var borin upp tillaga i brezka þinginu núna um eyðslu frambjóðenda og hún samþykkt. Má hver verja 3,5 milljónum króna i kosningaslaginn, auk svo 15 króna á hverja 8 kjósendur i dreifbýliskjördæmi en sex kjósendur i þéttbýliskjördæmi. Auk þess má hann svo verja ágóðanum af bingó, spilakvöldum og nokkrum slikum fjáröflunar- samkomum. Rétt eins og aðrir frambjóðend- ur mun Heath forsætisráðherra berjast fyrir þvi i sinu kjördæmi að ná endurkosningu til þings. Kjördæmihans er BexleyiKent, en það hefur verið stækkað eftir útþenslu þéttbýliskjarna og talið liklegt, að Verkamannaflokknum hafi aukizt fylgi i kjördæminu. Þó er Heath ekki fremur en Harold Wilson, leiðtogi Vekamanna- flokksins, talinn i neinni fall- hættu. Wilson býður sig fram i Yuton i Lanchashire. Wilson yrði arftaki Heaths, ef Ihaldsflokkurinn tapaði hreinum meirihluta sinum i neðri málstof- unni og Verkamannaflokkurinn bæri hærri hlut frá borði. Yrði hins vegar eins konar jafntefli, þá kæmi til kasta Frjálslyndra undir forystu Jeremy Thorpe. Þeir fara núna út i kosninga baráttuna með ellefu þingsæti að- eins, en ganga engu að siður til kosninganna bjartsýnir mjög. Um leið og þetta þing var rofið, lauk þingmennsku 3ja litrikra stjórnmálamanna, þeir hafa til- kynnt, að þeir bjóði sig ekki fram. Þeir eru Enoch Powell, Richard Crossman og Duncan Sandy. — Þeirra kunnastur er sennilega Enoch Powell, sem náð hefur sinni frægð utan Bretlandseyja fyrir skoðanir sinar á ótak- mörkuðum innflutningi hörunds- dökkra manna til Bretlandseyja. Spáði hann á sinum tima að af þvi mun leiða i framtiðinni likt vandamál fyrir Breta og kynþáttavandamálið hjá Banda- rikjamönnum — en heima fyrir er hann kunnastur fyrir að vera litt fylgispakur flokksforystu sinni og óhlýðinn flokksaganum i íhaldsflokknum. Þar með er ekki sagt, að stjórn- málasól Enochs Powells sé hnigin til viðar. Þvert á móti gæti nann náð virðulegasta þrepi sins stjórnmálaferils. Hann þykir flestum öðrum liklegri til þess að verða eftirmaður Heaths sem formaður thaldsflokksins, tapi flokkurinn kosningunum. Það þykir litlum vafa undirorpið, að Heath yrði að vikja, ef flokkurinn biði ósigur. Þá kæmi til kasta Enochs. Skoðanakannanir benda þó ekki til þess, að thaldsflokkurinn beri þar lægri hlut frá borði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.