Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Laugardagur 16. febrúar 1974. 3 Ljós og merki ó hœttuleg gatnomót Strax eftir aft gatnamót Kringlumýrarbrautar og Borgartúns voru aö fuilu komln I gagniö, byrjuöu aö myndast umferöarteppur viö þau. Og þrátt fyrir aö aöeins sé tæpt ár siðan þarna var byrjaö aö aka um, hafa oröiö 10 árekstrar. Þarna vill umferöarnefnd umferöarljós. (Ljósm. Visis: Bjarnleifur) „Þegar Umferöarnefnd fór yfir slysa- og árekstrakort ársins 1973 af Reykjavik, voru nokkur gatnamót þar sem margir árekstrar höfðu oröiö. Viö höfum nú sent tillögur okkar til borgarráös um ráö- stafanir til aö fækka slysum og óhöppum á þessum gatnamótum”, sagöi Sigurjón Sigurösson lögreglustjóri I viðtaii viö Visi I gær. Sigurjón er for- maöur U m f e r ö a r n e f nd a r Reykjavikur. Umferöarnefnd gerir ráö fyrir aö á fjórum gatnamótum veröi sett stöövunarskylda i staö biö- skyldu sem nú er. Einnig er lagt til aö umferöarljós veröi sett upp á mótum Kringlumýrarbrautar og Borgartúns. Þar hefur umferö aukizt geysimikiö undanfariö, og eru þessi gatnamót nú oröin einn af aöalhöfuðverkjum bæöi bil- stjóra og lögregíunnar. Veldur þvl að mikil umferö er um báöar göturnar, en Borgartún hefur aðalbrautarrétt gagnvart Kringlumýrarbraut, og myndast oft langar bilaraöir á Kringlu- mýrarbrautinni. Þessi gatnamót eru tiltölulega ný, og þvl hafa engar sérstakar ráöstafanir verið gerðar við þau fyrr en nú. „Reynsla fyrri ára sýnir, aö víöast hvar þar sem sett hefur verið stöðvunarskylda, hefur dregið úr árekstrum á viö- komandi gatnamótum”, sagöi Sigurjón um ástæöuna fyrir aö stöövunarskylda er nú sett á nokkur gatnamót. „Þaö er auövitaö ekki öruggt aö þaö dragi úr óhöppum. En .það sakar ekki aö reyna sem flestar mögulegar úrbætur”, sagöi hann. Þau gatnamót, sem stöövunar- skyldu veröur komiö á, eru Hofs- vallagata og Hagamelur og Bú- staöavegur og Reykjanesbraut, sem I daglegu tali er þó kölluö Breiöholtsvegur. Ofar á „Breiö- holtsveginum”, viö Alfabakka, verður einnig sett stöövunar- skylda. Fjórðu mótin sem fá væntanlega stöövunarskyldu eru mót Skeiöarvogs og Langholts- vegar. —ÓH Þegar menn koma af Alfabakkanum inn á „Breiöholtsveg”, er algengt, aft „svinaft” sé d þelm, sem koma úr efra Breiöholti. Þarna uröu 15 árekstrar i fyrra. Til aö bæta ástandiö vill umferöarnefnd setja upp stöftvunarskyldu af Álfabakkanum. Hin sfaukna umferö um Reykjanesbraut eöa „Breiöholtsveg”, eins og gatan er kölluft daglega, hefur valdiö vandræöum, þar sem Bústaöavcgur kemur inn á. Áriö ’73 varö 21 óhapp þarna. Einnig eru mikil vandræöi vegna þess, hvé innkeyrsian af Bústaöaveginum er þröng. Hafa margir mælzt til þess, aö þarna veröi byggö aörennslisbraut. Til aö byrja meö vill umferöarnefnd stöövunarskyldu. Óli G. Jóhannsson og ein mynda hans. MÁLVERK AÐ NORÐAN — Fjórir akureyrskir listamenn efna til sýningar í Norrœna húsinu Þaö var meö naumindum, aö flugvélin hefði sig á loft, enda þungt hlaðin óvenjulegum farmi. Um borö i flugvél Tryggva Helgasonar frá Akur- eyri voru nefnilega 78 máiverk. Málverkunum var raöaö i hverja smugu, og svo mjög var staflað i véiina, aö aðeins var pláss fyrir listmálarana fjóra, sem farminum fylgdu, undir myndunum, sem lágu yfir sætunum. En myndirnar og málararnir komust til skila, og nú hafa listaverkin verið hengd upp I kjallara Norræna hússins. Málararnir fjórir eru frá Akur- eyrl, og tóku sig til um daginn og ákváðu að sýna I höfuð- borginni. Málararnir eru Aðalsteinn Vestmann, sem tvisvar hefur tekiö þátt I samsýningum á Akureyri, Óli G. Jóhannsson, sem hefur haldiö eina einka- sýningu á Akureyri, Valgarður Stefánsson, sem llka hefur sýnt einu sinni á Akureyri og Orn Ingi, sem sýndi á Akureyri i fyrra. Þessir fjórmenningar eru driffjaðrir Myndsmiðjunnar fyrir norðan, og hafa undan- farin ár haldið uppi myndlistar- lifi I höfuðstað Norðurlands. Sýning þeirra I Norræna húsinu verður opnuð i dag og stendur til 26. febrúar. Flestar myndanna á sýning- unni eru til sölu, og er ekki aö efa, að marga listunnendur fýsir að eignast sitthvað á sýningunni, þvi margt af þvi, sem þeir Norðanmenn eru nú að fást við, virðist harla ólikt þvi, sem reykviskir listbræður þeirra eru að gera. Myndirnar eru allar næsta nýjar af nálinni. -GG. Valgarftur Stefánsson vift mynd eftir sig. Sýning í Bogasal: MÁLVERKASÝNING TIL AÐ KAUPA SKÁTAHEIMILI //Skátastarf Vestmanna- eyjaskáta féll aldrei niöur á meðan á gosinu stóö/ heldur var því haldið áfram víös vegar um landið. Núna er þaö allt komiö út í Eyjar, svo við keyptum hús undir starf- semina, þar sem viö höfð- um ekkert húsnæði", sagði Ólafur Magnússon, einn Vestmannaeyjaskáta og aöalhvatamaður að húsa- kaupum þeirra Vest- mannaeyjaskáta, í viðtali við blaðið. Til að fjármagna húsakaupin, hefur Faxafjóður, sem stofnaður er til að styöja viö bakið á skátun- um, sett upp sýningu i Bogasaln- um. Þar eru málverk frá Vest- mannaeyjum sýnd og seld. Mörg málverkanna eru máluð, meðan á gosinu stóð og eftir að þvi lauk. Sýningin verður opnuð í dag laugardag. Ekki eru öll málverk- in til sölu, en meirihlutinn er þaö þó. Aöalmálarinn á sýningunni er Englendingurinn Keith Grant. Hann á 13 málverk, m.a. þaö stærsta og dýrasta, en það kostar 400þúsund krónur. Af öllum mál- verkum, sem seljast, fær Faxa- sjóður fimmtung söluverðsins. Margir kunnir málarar sýna þarna og selja, m.a. Júliana Sveinsdóttir, Magnús Á. Arnason, Sverrir Haraldsson, Asgrimur Jónsson, Veturliði Gunnarsson, Baldvin Björnsson, Sveinn Björnsson, Benedikt Gunnarsson, Aki Grans, Ragnar Páll, Pétur Friðrik o.fl. —ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.