Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 14

Vísir - 16.02.1974, Blaðsíða 14
14 iMgWB Frá Reykjavíkurskákmótinu: y Guð- mundur virtist vera að ná yfir- höndinni — en Bronstein lumaði á drottn- ingarfórn t skák Kristjáns Guðmundssonar gegn Guðmundi Sigurjónssyni hafði sá fyrrnefndi rýmra tafl lengst af, án þess þó að ná beinu frumkvæði. Þegar skákin fór i bið, var Guðmundur að ná undir- tökunum, og úrslitanna var merkilega skammt að biða. A B C D E F Q H Hvitt: Kristján Svart: Guðmundur Hvitur lék biðleik 41. Bfl, og eftir 41. ... Re5 42. Hxb6 Dg5! gafst Kristján upp. Ef 43. Dxg5 Rf3 + 44. Khl Hxh2 mát. Eða 43. Dg3 Dd2 44. Bg2 H8-c3, og hvitur er varnarlaus. Bronstein Guðmundur Bronstein hefur verið manna friðsamastur á mótinu og sum jafnteflin komið eftir næsta til- þrifalitla baráttu. Gegn Ciocaltea valdi hann eina þekktustu jafn- teflisbyrjunina sem til er, upp- skiptaafbrigðið i spánska leikn- um. Þeir Ciocaltea og Bronstein hafa teflt saman sex eða sjö sinn- um áður og alltaf gert jafntefli. Bronstein hefur þvi liklega þótt vinnusparnaður i að gera jafnteflið sem skjótast i þetta skipti, enda varð skákin ekki nema 11 leikir. Hér koma þó öllu hressilegri lok hjá Bronstein gegn Guðmundi Sigurjónssyni. Eftir ýmsar tilfæringar i spánska leiknum virtist Guðmundur, sem hafði hvitt vera að ná yfirhönd- inni, en Bronstein lumaði á drottningarfórn, og við skulum sjá hvernig hún á sér stað. H JL» i * i 1 i i i & i & i# & ® AM Hvitur lék 27. Hcl og Bronstein gaf frúna með 27........ Bh6! 28. Hxc3Hxc3 29. Db2 Hcl 30. Rgl b4, og hér var samið jafntefli. Menn greindi nokkuð á um, hvor stæði betur að vigi. Hvitur á erfitt með að athafna sig eins og er, en vissulega hefði verið gaman að sjá þessa skák teflda til þrautar. Viðureign þeirra Velimirovic og Ciocaltea var bæði löng og ströng. Júgóslavinn tefldi jafnteflislega biðskák áfram af hörku og var kominn peði yfir, er hér var komið sögu: Hvitt: Velimirovic Svart: Ciocaltea. 1 stað þess að fara i drottningar- kaupin vill svartur fá sitt peð aft- ur hvað sem það kostar, og reyndar er það ekkert smáræði. 52.... Kd6? 53. Re4+ Kxd5 54. Rxf 6+ Kc5? ? 55. Rd7 + og svartur gaf snarlega. Jóhann Örn Sigurjónsson Visir. Laugardagur 16. febrúar 1974.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.