Vísir - 09.03.1974, Síða 1

Vísir - 09.03.1974, Síða 1
• 64. árg. — Laugardagur 9. marz 1974 — 58. tbl. Þeir fá Kútter Harald á Skaganum — og Ford af 1918-gerð brunar um göturnar á þjóðhátíðarafmœli — Sjé bls. 3 BOGGI SKRIFAR ANNÁL — Sjá bls. 8 ■ Prinsinn í œvin- týrinu — Sjá umsögn um ballett Helga Tómassonar bls. 7 Hvernig er bezt að meðhðndla hárið? - Sjá bls. 4 ■ ERLEND MYND- SJÁ - Bls. 5 ■ Mef i innistœðuleysi — 27 milljónir vantaði inn á 816 ávísanir — sumar e.t.v. upp á milljónir Hæsta fjárhæð af inni- stæðulausum ávisunum, sem nokkurn timann hefur komið inn fyrir veggi Seðlabankans, kom i Ijós i gær, þegar niðurstöður úr skyndi- könnun bankans voru kunnar. 27,2 milljónir voru ekki til á bankareikningum 816 reiknings- aðila. Aldrei áður hafa jafn- margir átt innistæðulausar ávísanir, upp á jafnháa upphæð. Þetta þýðir, að að ineðaltali hefur hver ávlsun verið að fjár- hæð rúmar 33 þúsund krónur. Þó þykir óllklegt, aö menn hafi gefið allir út jafnháar ávlsanir, heldur sumir lægri fjárhæðir, en aðrir hærri. Algengar fjárhæöir á ávísunum eru frá þúsund krónum upp I 10 þúsund. Það leiöir svo af sér, að sumar hæstu ávisanirnar, sem komu i ljós sem innistæðulausar gætu hafa hljóðað upp á milljónir. Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri, sagði I viðtali við Visi, að bankinn gæti ekki upplýst, hver hæsta ávisana- upphæðin hefði verið. Aöcins væri hægt að gefa upp heildartölurnar. Að sögn Bjarna Kjartanssonar, sem stjórnaði rannsókninni ásamt Sveinbirni Ilafliöasyni, var magn innistæðulausra ávisana 2,87% af heildarupphæö allra ávisana, sem komu i bankana á f im m tudaginn. Heildarupphæðin var 946 milijónir. Seinast þegar könnun sem þessi var gerð, en það var i september, komu i ljós 615 innistæðulausar ávisanir upp á 10,1 miiljón. Nú hefur fjöldi innistæðuiausra ávisana aukizt um 201, en fjárhæðin um 17 milljónir. Eigendum reikninganna verður flestum gefinn 10 daga frestur til að bæta úr skuldinni. —ÓH ALTÉND ÍSLENZKT! Sagt er að fleiri og fieiri kaupi erlendan fatnað eöa bregði sér út fyrir landsteinana til þess að kaupa þar inn það, sem með þarf. En það er svo sannarlega ekki að sjá á þessum stúlkum, sem búa sig undir stúdentspróf I Menntaskólanum við Tjörnina. Þær virðast kunna mætavel að meta Islenzkan fatnað og framieiðslu, og likiega reynist heldur fátt betur I nepjunni en lopapeysa frá Islandi. Annars segja þeir sumir, að það sé eins gott fyrir nemendur í MT að vera vel búnir, þvi stundum verði að flýja út fyrir veggi skólans með kennslu- bækurnar vegna húsnæðis- leysis. —EA Evrópskum iðnfyrir- tœkjum bent á ísland - þegar orkuskortur hrjáir þau Hvernig á að nýta gifurlegar orkulindir tslands? Þannig hljóðar fyrirsögn i siöasta hefti EFTA Bulletin, sem gefið er út af uppiýsingaþjónustu EFTA i Genf. t timaritinu, sem gefið er út 9 sinnum á ári á ensku, frönsku og þýzku, er skýrt frá þvi, hve' mikið af Islenzkum orkulindum hafi ekki veriö virkjaðar. Bent er á, að það kosti ekki nema 0,4- 0,6 bandarisk sent að framleiða hvert kilóvatt raforku, og hana megi tæknilega flytja meö neðansjávarköplum frá tslandi til Skotlands. 1 greininni er skýrt frá ál- verinu i Straumsvik og sam- vinnu Islendinga við Alusuisse. Sagt er frá þeim samningum, er verið er að gera viö banda- riska risafyrirtækið Union Carbide Corporation um að reisa hér málmblendiverk- smiðju i sambandi við Sigöldu- virkjun. Loks er vakin athygli á möguleikum til sjóefnavinnslu. Greinin er birt nafnlaus i ritinu og þvi á ábyrgð rit- stjórnar þess. Tilgangurinn með henni virðist sá að vekja athygli orkufrekra iðnfyrirtækja i EFTA-löndunum 6utan tslands, þ.e. Austurriki, Finnlandi, Noregi, Portúgal, Sviþjóð og Sviss, á óbeizluðum orkulindum tslands. Tekið er fram, að iðn- rekstur hér megi ekki vera vinnuaflsfrekur. Eftir að EFTA-löndin Bret- land og Danmörk gerðust aðilar að Efnahagsbandalagi Evrópu hafa tengslin milli þessara tveggja samtaka oröið mun nánari en áður. Á bls 6. er birtur útdráttur úr greininni i EFTA Bulletin. —BB—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.