Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 09.03.1974, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Laugardagur 9. marz 1974. VÍSIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Hitstjóri: Fréttastjóri: Jtitstjórnarfuiltrúi: Frcttastj. erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Iiaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Ilverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur i lausasölu kr. 25 eintakið. Blaðaprent hf. Ljót vika Skriða verðhækkana heldur áfram á fullri ferð. Verðlagsyfirvöld samþykktu til dæmis fyrr i þessari viku hækkanir á gjaldskrám rakarastofa, þvottahúsa og efnalauga, auk verðs á smjörliki, svo að nokkuð sé nefnt. Á þeim tæpu tveimur vikum, sem liðnar eru frá þvi að samið var um almenn launakjör, hefur hver hækkunin rekið aðra. Afdrifarikust var hin mikla hækkun á verði landbúnaðarvara, sem hækkuðu i byrjun vik- unnar um rúm tuttugu og allt upp i rúmlega þrjátiu prósent i einu vetfangi. Fyrir helgina hækkaði bensin verulega og húsolia geysilega. Farmgjöld hækkuðu um tuttugu prósent, og svo framvegis. Þannig hefur hver dagur að heita má fært fréttir um nýjar og miklar hækkanir á verð- lagi. Hækkunin á gjaldi efnalauga, sem samþykkt var, er um 25 prósent. Gjald þvottahúsa hækkar um 20 prósent og smjörlikið um rúm 20%. Gjald- skrá rakara hækkar minna, eða um 11%. Fram hefur komið, að útseld vinna, svo sem á bilaverkstæðum, vélsmiðjum, skipasmiða- stöðvum og i öllum greinum byggingarvinnu, muni hækka alveg á næstunni og svo koll af kolli. Og hvað gerist siðan? Verðhækkanirnar koma inn i visitöluna og leiða til kauphækkana eftir þrjá mánuði. Þær kauphækkanir fara siðan út i verðlagið. Verðbólguskrúfan tekur við öllu saman. Hún snýst og snýst i þessari hringa- vitleysu. Hvað verður um kjarabætur launþega, sem samið var um fyrir rúmri viku? Hagrannsókna- stjóri telur, að almenn kauphækkun sé nálægt 20 prósentum að meðaltali. Kannski hafa menn vonað, að þeir nytu verulegs hluta þessara kjara- bóta, að minnsta kosti fyrst um sinn. En slikur er hraðinn á verðhækkunum, að kjarabæturnar eru ekki enn komnar að neinu gagni i launaumslögin, og þó hefur verðbólgan þegar farið langan veg, með miklum hækkunum á helztu nauðsynja- vörum. Vel að merkja eru þessar verðhækkanir yfirleitt yfir 20 prósent, það er að segja þær eru meiri en hækkun kaupsins i samningunum. Ástæðan til þess, að hækkanirnar eru svona miklar, er auðvitað sú, að enn er verið að greiða verðbólguna frá i fyrra. Verðbólguskrúfan nam ekki staðar, þegar kjarasamningar v<s>ru gerðir. Hún var á fullri ferð og hefði farið geyst, þótt ekki hefði verið samið um neina kauphækkun. Þetta vissu launþegar og kröfðust þvi meiri kauphækkana en dæmi eru um áður, þótt þeir fengju ekki fram nema hluta af kröfum sinum. Við munum þvi miður enn um langt skeið verða að greiða verðbólguna frá i fyrra til viðbótar verðbólgunni, sem leiðir af þeirri vixlverkun kaupgjalds og verðlags, sem verður til i ár. Þvi gerist það hér, sem ekki munu dæmi um i sambærilegu riki, að æðstu menn i efnahags- stofnunum rikisins segja, að nú stefni að 30-40 prósent verðbólgu, að öðru óbreyttu. Með þessu verða kjarabæturnar einskis virði á örskömmum tima. I óðaverðbólgunni verða fáir rikari. Flestir tapa, og einkum þegar vixill verð- bólgunnar verður greiddur með taprekstri út- flutningsatvinnuvega og gengisfellingu. —HH I.uxemburg Bretlaud ||P Belgia Frakkland irland italia Danmörk Orkugjafar Efnahags- bandalagslandanna. Á myndinni sést hlutfalls- leg skipting orkuneyzl- unnar milli kola og oliu. Holland Vestur-Þýzkaland Islenzk orka kynnt í Efta-löndunum — orkufrekur iðnaður sem ekki krefst mikils vinnuafls, hentar okkur bezt ,,Um þessar mundir er það næstum ótrúlegt, að velefnað, vestrænt riki ráði auðveldlega yfir niu sinnum meiri vatnsorku til rafmagns- framleiðslu en það notar. Þannig er þó málum háttað á íslandi”. Með þessum orðum hefst grein i janúar-febrúar hefti EFTA Bulletin, sem ber yfirskriftina: Hvernig á að nýta gifurlegar orku- lindir íslands? Einskis höfundar er getið við greinina, þannig að lita verður á hana sem framlag frá ritstjórn blaðsins, sem gefið er út af upp- lýsingaþjónustu EFTA i Genf. I greininni er bent á það, að þegar næstu stórvirkjun verði lokið á tslandi 1975, sé enn eftir að virkja 2,5 milljónir kilóvatta. Einnig er bent á hveraorkuna og að hún sé að mestu óvirkjuð. Fullyrt er, að unnt sé að virkja orkulindirnar án þess að spilla umhverfinu og þvi standi um- hverfissjónarmið ekki i veginum. 1 greininni segir: ,,Á sama tima og oliuverð hækkar, vex áhuginn á raforkunni, sem unnt er að framleiða fyrir 0,4 - 0,6 bandarisk sent hvert kilóvatt. En Island fer mjög varlega i nýtingu þessara auðlinda. Heimurinn kynnist þvi nú á alvarlegan hátt, hve miklar hættur ofsókn og frumhlaup hafa i för með sér, og það eru ekki allir, sem horfa fram hjá þessum hættum. Island gæti tekið ákvörðun um að koma á fót mikilvægum orku- frekum iðnaði og flutt rafmagn út. Tæknilega er þetta hægt: neðansjávarkaplar gætu flutt mikið magn af raforku til Skot- lands. Ef svo bæri undir væri einnig hægt að selja rafmagnið af og til, þegar þörfin væri mest. Stöðugleikinn er eitt af ein- kennum orkuframleiðslunnar á Islandi: rennsli flestra ánna er mjög reglulegt... og þær veita þvi stöðuga orku”. Siðan er rætt um það, að ekki sé unnt að koma á fót vinnuafls- Umsjón: Björn Bjarnason Þetta er forsiða EFTA Bulletin, þar sem fjallað er um orku islands. Myndin sýnir Búrfells- stöðina og lágmyndir Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara. frekum iðnaði hér, þar sem landið búi frekar við skort á vinnuafli en atvinnuleysi. Og fyrirtæki verði að vera við þvi búin að þurfa að greiða há laun. Bent er á það, að ný fyrirtæki geti ekki vænzt þess, að þau fái að flytja inn fólk til vinnu. Vegna þess hve islenzka þjóðfélagið sé litið, myndi jafnvel smáhópur „útlendinga” geta leitt tíl félagslegra vandamála. Þá vilji Islendingar ekki heldur, að yfirráðin yfir öflugum fyrir- tækjum séu i höndum útlendinga. Þá er skýrt frá stofnun álverk- smiðjunnar i Straumsvik og sam- vinnunni við Alusuisse. Minnt er á það, að álið sé rafmagn i föstu formi, þvi að það þurfi 15.000 kilóvött af rafmagni til að fram- leiða eitt tonn af áli. En sú orka nægir til að láta ljós lifa á 100 kerta peru i 17 ár, dag og nótt. Framleiðsluaðferðum i ál- verinu er lýst og sagt, aðútflutn- ingur þess nemi um 15% af út- flutningsverðmæti landsins. Undir lok greinarinnar er skýrt frá áætlunum um að koma hér á fót málmblendiverksmiðju. Sagt er, að slikar verksmiðjur þurfi mikla orku en litið vinnuafl. Nýja verksmiðjan verði i um 100 km fjarlægð frá Reykjavik og hún muni fá orku frá Sigölduvirkjun, sem eigi að taka i notkun innan tveggja ára og muni framleiða um 150.000 kilóvött af raforku. Sagt er, að um nokkurn tima hafi staðið yfir samningar við bandariska risafyrirtækið Union Carbide Corporation um byggingu málmblendiverk- smiðjunnar. Samið sé á þeim grundvelli, að Island eigi 65% af hlutafénu. Framkvæmdin sé mjög kostnaðarsöm fyrir Islend- inga, en afla megi fjár með er- lendum lánum. Skýrt er frá þvi, að endanleg ákvörðun i þessu máli verði tekin fljótlega. Lokakafli greinarinnar fjallar um hugmyndir um að nota jarð- varmann til efnavinnslu. Á Islandi séu hverir með saltvatni og úr þeim mætti vinna margs konar hráefni. Slik áform skapi að sjálfsögðu ýmis vandamál Þegar frumefni hafi verið unnin úr hverasjónum, sé unnt að framleiða úr þeim ný efnasam- bönd, en til þess þurfi verk- smiðjur og annars konar aðstöðu. ,,En eitt er vist, i þessu efni munu Islendingar einnig fara fram af fullri skynsemi”, eru siðustu orð greinarinnar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.